Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 16
16 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát ■ Nýjar bækur ■ Jarðarfarir ■ Happdrætti Arabíu-Lawrence vann fræki-legan sigur þegar sameigin- legt herlið Breta og araba undir hans forystu náði borginni Damaskus á sitt vald í stríði gegn Tyrkjum. Þar með voru arabar frelsaðir undan yfirráð- um Tyrkja. T.E. Lawrence var fæddur í Wales. Hann lærði arabísk fræði í Oxford og fór að vinna fyrir breska herinn í Egyptalandi árið 1914, þar sem hann vann úr upp- lýsingum sem bárust frá njósn- urum. Árið 1916 sannfærði hann yf- irmenn sína um að koma Hussein ibn Ali, emír í Mekka, til aðstoðar, en hann hafði þá hafið uppreisn gegn Tyrkjum. Lawrence stjórnaði síðan skæruhernaði araba gegn Tyrkj- um og naut fyrir vikið mikillar virðingar meðal bedúína. Í júlí árið 1917 hertóku arabar borgina Akaba og gengu til liðs við hersveitir Breta, sem voru á leið til Jerúsalem. Arabíu-Lawrence barðist hart fyrir því að Arabíuskagi yrði eitt ríki, en varð ekki að ósk sinni. Jafnframt barðist hann fyrir sjálfstæði Arabaríkja. ■ 10.30 Guðmundur Rafn Guðmunds- son, Naustahlein 30, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Eydís Einarsdóttir, Víðilundi 2F, Akureyri, verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju. 15.00 Anna Árnadóttir frá Bakka, Kópa- skeri, verður jarðsungin frá Breið- holtskirkju. ■ Afmæli Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri, 48 ára. Sigríður Þórarinsdóttir, Hvassaleiti 37, Reykjavík, lést laugardaginn 27. septem- ber. Guðmundur Sverrisson, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, lést laugardaginn 27. september. Gunnar Albertsson, Thyrasgade 4, Kaupmannahöfn, lést föstudaginn 19. september. Útförin hefur farið fram. Árni Kristjánsson, Holti, Þistilfirði, lést mánudaginn 22. september. Kristján Magnússon, Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, lést laugardaginn 27, september. Jóhann Rósinkranz Björnsson, Uglu- hólum 12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. september. Thora Þorláksson er látin. Það eru svo sannarlega tímamótí lífi Maríu Hebu Þorkelsdótt- ur leikkonu. Í dag hófst síðasta ár hennar á þrítugsaldrinum auk þess sem hún hefur ákveðið að halda upp á daginn með því að hætta að reykja. „Ég ákvað það á sunnudaginn var að hætta,“ útskýrir María Heba. „Þar sem ég er núna búin að segja frá þessu verð ég að standa við þetta. Ég er að hætta að reykja fyrir framan alþjóð. Hvað eru eiginlega margir sem lesa Fréttablaðið?“ Til þess að styðja hana í þraut sinni ætla vinkonur hennar í Kvenfélaginu Garpi að keppast um athygli hennar í hádeginu þeg- ar hópurinn fær sér snarl. Eftir það tekur vinnan við. „Ég verð á æfingu með kvenfé- laginu í Listasafni Reykjavíkur. Þar erum við að undirbúa sýningu sem heitir Riddarar hringborðs- ins, með verkið að vopni. Við erum átta konur sem leikum. Eft- ir að ég er búin þar þarf ég að fara að vinna að innslögum ásamt eig- inmanni mínum sem við erum að gera fyrir Mósaík í Ríkissjón- varpinu. Svo í kvöld verður farið út úr líkamanum í hamingjukasti með eiginmanni mínum, vinum og fjölskyldu. Það verður tóm ham- ingja.“ María neitar að gefa frek- ari útskýringar á því hvað felst í þeirri athöfn. Þeir sem þekkja Maríu Hebu eru vinsamlegast beðnir um að hafa það á bak við eyrað að hún býst við mörgum afmælispökk- um. „Því þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög mikil afmælis- prinsessa og vil fá mikið af pökk- um, alla daga ársins. Afmælið er náttúrulega spes en ég vil helst fá gjafir sem oftast,“ segir María Heba og rýkur á æfingu. ■ Afmæli MARÍA HEBA ÞORKELSDÓTTIR ■ Hún ætlar að sökkva sér í vinnu á af- mælisdaginn en gerir þá ráð fyrir því að fá mikinn fjölda af pökkum. RICHARD HARRIS Velski leikarinn Richard Harris, sem síðast lék í tveimur fyrstu myndunum um galdra- strákinn Harry Potter, hefði orðið 63 ára í dag. Hann lést í október á síðasta ári. 1. október ■ Þetta gerðist 1946 Tólf hátt settir nasistar voru dæmdir til dauða við stríðs- glæparéttarhöldin í Nürnberg. 1965 Suharto hershöfðingi í Indónesíu braut á bak aftur uppreisn kommúnista gegn Sukarno for- seta. Stuttu síðar settist Suharto sjálfur í forsetastólinn. 1908 Bílasmiðurinn Henry Ford sendi á markað T-módelið fræga, sem var fyrsta bifreiðategundin sem almúgafólk gat leyft sér að festa kaup á. 1949 Maó formaður lýsti formlega yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. 1988 Mikhaíl Gorbatsjev varð formað- ur æðstaráðs Sovétríkjanna. 1944 Nasistar hófu grimmilegar til- raunir sínar á samkynhneigðu fólki í útrýmingarbúðunum í Buchenwald. ARABÍU-LAWRENCE Stjórnaði síðan skæruhernaði araba gegn Tyrkjum. ARABÍU-LAWRENCE ■ Leiddi araba og Breta til sigurs á Tyrkjum á þessum degi fyrir 85 árum og þar með voru arabar frelsaðir undan yfirráðum Tyrkja. 1. október 1918 Arabar sigrast á Tyrkjum Nú er komin út Biobörn eftirYrsu Sigurðardóttir en hún hreppti ein- mitt barna- bókaverð- laun Íslands í ár. Dóm- nefndi sagði bók- ina skemmti- lega og spennandi en hún fjallar um það þegar fyrirtækið Biobörn stofnar frumkvöðlasetur fyrir afburðabörn. Fjölmörgum gáfna- ljósum er boðið á námskeiðið en fyrir mistök er trössunum Önnu Lísu og Ragga boðið að taka þátt. Biobörn er 5. bók Yrsu Sigurðar- dóttur, sem áður hefur hlotið viðurkenningu IBBY-samtak- anna á Íslandi árið 2000 fyrir bókina Við viljum jólin í júlí. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóst- fangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. Hættir að reykja á afmælisdaginn MARÍA HEBA Ætlar að hætta að reykja í dag, á 29 ára afmæl- isdaginn sinn. Blindrafélagið, samtök blindraog sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opin- bert fé. Frá opinberum aðilum koma einungis um 15% af fjár- þörf félagsins og eru þá bæði talin framlög frá ríki og sveitarfélög- um. Þetta þýðir að félagið þarf að langmestu leyti að treysta á vel- vilja almennings og fyrirtækja í landinu til að fjármagna starfsemi sína. Þar kemur happdrættið sterkt inn og í ár eru glæsilegir vinningar í boði. Þeir heppnustu geta unnið splunkunýjan Mitsu- bishi Outlander 4x4 eða Mitsu- bishi Lancer bíla frá Heklu, draumasiglingar um eyjar Karíba- hafsins, sólarlandaferðir fyrir fjölskylduna eða borgarferðir til Parísar, London eða Kaupmanna- hafnar. Einnig eru í boði úrval heimilistækja og kvöldverðir með öllu í Humarhúsinu. Hægt er að kaupa miða með því að hafa sam- band við skrifstofu félagsins í síma 525 0000. Dregið verður í happdrættinu 14. nóvember og kostar miðinn kr. 1.100. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Næsta námskeið hefst föstudaginn 3. okt. nk. Aukin réttindi = Auknir atvinnumögulegar Skráningar í símum: 581 1919, 898 3810 og 892 4124 MEIRAPRÓF leigubifreið - vörubifreið - hópferðarbifreið - eftirvagn Ótrúlegt meiraprófstilboð Aðeins kr. 115 þús.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.