Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 18

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 18
nám o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Stytting framhaldsskólanáms í þrjúár felur í sér mikinn niðurskurð á kennslustundum og þá helst því sér- námi sem boðið er upp á í dag ef fylgt verður tillögum skýrslu sem kom út í gær. Þetta segir Elna Katrín Jóns- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara, en hún telur að út frá faglegum sjónarmiðum væri betra að lengja starfsár framhaldsskólanna meira til að draga úr þessum niður- skurði. Tíu kennsludagar til viðbótar á ári breyti ekki miklu. „Geri stjórn- völd alvöru úr því að stytta námið er verið að taka mjög mikið í burtu og bæta litlu við í staðinn. Hætt er við því að þetta níu mánaða spretthlaup sem veturinn getur verið muni enn versna með þessari breytingu. Það hefði þurft að víkka rammann.“ Elna Katrín segir að hafa beri í huga að reiknað er með 12% fækkun stöðu- gilda við framhaldsskóla, sem er mikið inngrip inn í starfsemi þeirra. Ef skóla- árið yrði lengt meira yrðu afleiðing- arnar mildari fyrir kennarahópinn. „Úr skýrslunni má lesa að stjórnvöld geti sparað sér peninga með breyting- unni. Meiri lenging skólaársins er fag- lega traustari kostur en kostar hins vegar fé, lagabreytingar og breytta kjarasamninga.“ Elna Katrín segist ekki geta séð að þótt dregið verði úr sérnámi feli það endilega í sér eflingu kjarnagreina. Hún telur einnig vafasamt að gefa sér þá forsendu að stytting námstím- ans dragi úr brottfalli. „Helsta ástæða brottfalls er sú að nemendur ráða illa við námið og námsframboð er of einhæft í einstökum skólum. Þótt námsefni verði skorið niður er ekki víst að kröfur minnki í samræmi við það.“ Elna Katrín setur líka spurningar- merki við að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að fá fólk fyrr inn á vinnu- markaðinn. „Menn verða að skoða hvort vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að taka við fleiru ósérhæfðu og yngra fólki í vinnu, en margir reyna fyrir sér á vinnumarkaðnum áður en þeir fara í framhaldsnám.“ Elna Katrín tekur fram að Félag framhaldsskólakennara hafi ekki tek- ið afstöðu með eða á móti styttingu námstímans og að skiptar skoðanir séu meðal kennara. Hins vegar sé of- arlega í hugum margra að það sé alls ekki forgangsmál í skólakerfinu að taka svo miðstýrða ákvörðun um að skera niður námstímann. Það væri frekar í samræmi við stefnu stjórn- valda, þar sem áhersla er á einstak- lingsmiðað nám, að gera skólum fjár- hagslega kleift að bjóða upp á fleiri mismunandi námsleiðir og náms- hraða. „Áfangakerfið býður auðveld- lega upp á að stytta námstímann. Það kostar hins vegar meira að halda uppi fleiri námsleiðum og þar stendur hnífurinn í kúnni.“ ■ Stytting skólaársins: Felur í sér mikinn niðurskurð Helstu ástæður sem nefndareru fyrir því að stytting náms- tímans sé æskileg eru eftirtaldar: ■ Litið er til þess að nám hefur breyst og að stúdentspróf er oft liður í lengra námi frekar en takmark í sjálfu sér. ■ Æskilegt þykir að hafa sam- bærilegt kerfi og í samanburð- arlöndum þar sem þriggja ára framhaldsskólanám er algeng- ast. ■ Stytting náms er talin fela í sér hagræðingu: minni kostnað við skólagöngu og sparnað í hús- næðismálum skólanna. Þá aukist framleiðni við að ungt fólk komi fyrr á vinnumarkaðinn. ■ Vonast er til þess að það dragi úr brottfalli nemenda úr fram- haldsskólum og háskólum með minni námsleiða og kostnaði við nám. ■ Endurskipulagning miðar að því að námskröfur verði ekki minni en í samanburðarlöndum og að ekki dragi úr gæðum námsins. Hvers vegna á að stytta námið? ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Í 96 ÞÚSUND EINTÖKUM – 515 7500 HÆGT AÐ SPREYTA SIG Á PRÓFUM Dagana 16. og 17. október munu þús- undir skólabarna þreyta samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Á Skólavefnum, www.skolavefur.is, geta nemendur æft sig í prófum síðustu ára í tölvunni, þar sem farið er yfir svörin og gefin einkunn. Segjast forsvarsmenn vefsins hafa orðið varir við það að notkun Skólavefsins til undirbúnings fyrir próf og almennt sem stuðnings við nám hafi hjálpað nemend- um og glætt áhuga þeirra á námi. ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR Setur spurningar- merki við tillögur skýrsluhöfunda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Viltu læra um lífið ? Námskeið í Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar Lestur, íhugun, iðkun Skóli orðsins - hvernig við stundum aðferðina Hefst miðvikudaginn 1.október kl. 18.00 Postulasagan- Erindi hennar inn í samtímann. Hefst laugardaginn 4.október kl. 11.00 „Þótt ég fari um dimman dal“ - Sálmur 23 í sögu og samtíð Hefst miðvikudaginn 8.október kl. 18.00 Tilvist, trú og tilgangur Hefst fimmtudaginn 9. október kl. 20.00 Nánari upplýs ingar og skráning í s íma 535 1500 eða á www.kirk jan. is/ le ikmannaskol i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.