Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 19

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 Orkuveita Reykjavíkur styrkirárlega konur til náms í verk- og tæknifræðigreinum. Þetta er liður í jafnréttisáætlun VR og er markmiðið að draga úr hefðbund- inni skiptingu í kvenna- og karla- störf. Í ár hlutu Guðrún Hulda Jónsdóttir, Sonja Schaffelhofer- ová og Þórunn Ágústa Þórsdóttir styrkina. Ákveðið var að efna til nýs flokks styrkja fyrir konur sem stunda nám í iðnnámi á hefð- bundnum starfsvettvangi karla, vélfræði, rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn og pípulögnum á fram- haldsskólastigi. Þá styrki hlutu Dóra Elísabet Sigurjónsdóttir og Ólöf Maggý Örnólfsdóttir. ■ Áherslubreytingar verða ánámi í framhaldsskólum ef námstími verður styttur, að sögn Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra. Þannig verði sér- hæfing í framhaldsskólum minni og meiri áhersla lögð á grunn- greinar eins og stærðfræði, móð- urmál og ensku. Menntamálaráð- herra segir að samt sem áður sé stefnt að sömu gæðum námsins. Undanfarin ár hefur stytting náms til stúdentsprófs verið með- al stefnumiða stjórnvalda. Í nýrri skýrslu um málið er lagt til að námstími til stúdentsprófs verði styttur um eitt ár. Til að mæta auknu kennsluálagi innan skóla- ársins verði kennsludögum fjölg- að um tíu. Prófdögum yrði aftur á móti fækkað um fimm. Klukku- stundum sem varið er til kennslu fækkar þá um 537 klukkustundir eða 20%. Ef ákvörðun er tekin um stytt- ingu getur þriggja ára stúdents- nám hafist haustið 2006. Þá myndu nýnemar hefja nám á þriggja ára stúdentsbraut en aðr- ir nemendur ljúka námi sam- kvæmt eldri námskrá. Talið er að heildarfjöldi nemenda í stúdents- námi hverju sinni minnki um tæp 18%. ■ NETIÐ VERÐUR NÝTT VIÐ ÁKVARÐANATÖKUNA Þar verður hægt að eiga tjáskipti við þá sem að vinnuferlinu koma. Umræðuþing á Netinu: Tækifæri til að hafa áhrif Allir hafa tækifæri til að takaþátt í ákvarðanatöku um stytt- ingu framhaldsskólanáms. Er þetta gert með umræðuþingi á Netinu, á vefsíðunni www.menntagatt.is/spjall. Þar er hægt að láta álit sitt í ljós eða senda inn fyrirspurnir. Ætlunin er að á þennan hátt verði almenn um- ræða í nánum tengslum við vinnu- ferlið og ákvarðanatöku. Ef vel tekst til er stefnt að því að efna til umræðuþings um fleiri mál. Þrír starfshópar sem skila eiga menntamálaráðherra niðurstöð- um fyrir lok ársins taka tillit til þess sem fram fer á þinginu og verður hver færsla tekin til at- hugunar. Menntamálaráðherra tekur svo endalega ákvörðun um hvort og hvernig staðið verði að styttingu námsins. Skráningin í umræðuna er svipuð þeirri og notuð var í Ís- lendingabók. Notandi gefur upp kennitölu og netfang og fær bréf með aðgangsorði á lögheimili tveimur til þremur dögum síðar. Þannig er reynt að tryggja að enginn villi á sér heimildir og að umræðan verði ábyrg og mál- efnaleg. ■ Ný viðbygging við Árbæjarskóla: Bætt aðstaða í skólanum Ný viðbygging við Árbæjar-skóla var opnuð formlega síðasta föstudag. Fyrsti áfangi í umfangsmiklu viðbyggingarferli við skólann var tekinn í notkun í janúar 2000, annar áfangi árið 2002 og lokaáfanginn var tekinn í notkun í ágúst síðastliðnum. Með hinni nýju viðbyggingu hefur öll aðstaða í skólanum ver- ið bætt til mikilla muna. Almenn- um skólastofum hefur fjölgað og auk þess hafa verið teknar í notk- un nýjar sérgreinastofur. Bóka- safn og tölvuver eru nú miðsvæð- is auk almenns opins rýmis. Árbæjarskóli er einn stærsti grunnskóli borgarinnar með rúmlega 800 nemendur og þar starfa um 100 manns. Hann var einsettur árið 1997. ■ FIMM KONUR FENGU STYRKI TIL NÁMS Markmiðið er að draga úr skiptingu í kvenna- og karlastörf. Orkuveitan með nýjan flokk styrkja: Iðnnám á hefðbundnum vettvangi karla Áherslubreytingar í framhaldsskólum: Minni áhersla á sérhæfingu MENNTAMÁLA- RÁÐHERRA Segir stefnt að sömu gæðum námsins. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt Grænmetisnámskeið Verð kr. 4.900 Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta & næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að ógleymdum sykurlausum eftirréttum. Kennari er Sólveig á Grænum kosti Námskeiðsdagar í október: miðvikud. 8. okt. kl.19-23 sunnud. 12.okt. kl.8-12 miðvikud. 15.okt.kl.19-23 sunnud. 26.okt.kl.8-12 Skráning á námskeiðin & upplýsingar eru á vefsíðunni: www.hagkaup.is eða á Grænum Kosti í síma 5522607 Þurrburstunarnámskeiðin byrjuð Opið mánudaga 10-22 Þriðjud.-föstud. 10-18 Laugardaga 10-16 Nýjar vörur Mikið úrval af nýjum vörum Spiladósir, olíulampar, perur á jólatré, stjörnur á jólatré, glugga- kirkjuplast, diskastatíf, steinalitir, glerungar á keramik og leir og margt fleira. Keramikgallery ehf., Dalvegur 16b, 200 Kópavogur, sími 544-5504 Sendum í póstkröfu um allt land YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 Y O G A Y O G A Y O G A Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Því ekki prófa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.