Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 23

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 22 29 0 9/ 20 03 flugfelag.is Helgarslaufur fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum. Við bjóðum litríkar og eftirminnilegar helgarslaufur fyrir hópa til allra áfangastaða okkar, Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar, Reykjavíkur og Færeyja. Við höfum úrval frábærra gististaða í boði og gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð. Tryggið ykkur sæti í tíma! Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 75 hopadeild@flugfelag.is Enska knattspyrnan: Barthez til Parísar? FÓTBOLTI „Við höfðum samband við Manchester United vegna Fabien Barthez,“ sagði Francis Graille, forseti Paris Saint Germain, við enska dagblaðið Daily Express. „Það væri frábært að fá heims- meistara aftur í félagið en það þarf að ganga frá ýmsum málum áður en af því verður,“ sagði Graille. Barthez verður að sætta sig við launalækkun fari hann til PSG. Markvörðurinn snjalli hefur ekkert leikið með Manchester United á þessari leiktíð en hefur verið í byrjunarliði í öllum lands- leikjum Frakka í haust. ■ FÓTBOLTI Ólafur Þórðarson, þjálf- ari U-21 landsliðs karla, tilkynnti í gær hópinn sem leikur gegn Þjóð- verjum í undankeppni Evrópu- keppninnar. Leikurinn verður í Lübeck 10. október næstkomandi. Ólafur gerði þjár breytingar á hópnum frá fyrri leiknum gegn Þjóðverjum. Hannes Þ. Sigurðs- son, Hjálmur Dór Hjálmsson og Atli Jóhannsson koma í stað Jó- hanns Helgasonar, Helga Péturs Magnússonar og Andra Fannars Ottóssonar. Íslendingar hafa tapað öllum fimm leikjum sínum í keppninni en Þjóðverjar eru næstefstir og keppa við Skota og Litháa um sæti í sextán liða úrslitum. ■ 80 LEIKIR Raúl (Real Madrid) og Gary Neville (Manchester United) eru leikjahæstir allra í Meistaradeildinni. Þeir leika báðir sinn 80. leik í keppninni í kvöld. FYRST ÁRIÐ 1984 Stuttgart tekur þátt í keppni meistaraliða í þriðja sinn. Haustið 1984 féll Stuttgart úr keppni eftir tvö jafntefli við Levskí frá Sófíu. Ásgeir Sigur- vinsson lék með Stuttgart gegn Levskí. SVO ÁRIÐ 1992 Tímabilið 1992-93 tapaði Stuttgart fyrir Leeds eftir sögulega viðureign. Stuttgart vann sinn heimaleik 3-0 en tapaði 1-4 í Leeds. Það hefði nægt Þjóð- verjunum til að komast áfram en þar sem Stuttgart tefldi fram of mörgum erlendum leikmönnum var Leeds dæmdur 3-0 sigur. Lið- in voru þá jöfn og léku aukaleik í Barcelona sem Leeds vann 2-1. Eyjólfur Sverrisson lék með Stuttgart gegn Leeds. 100 EVRÓPULEIKIR Portúgalinn Luis Filipe Madeira Figo leikur í kvöld sinn 100. leik í Evrópu- keppni þegar Real Madrid mætir Porto. Luis Figo lék með Sporting frá Lissabon og Barcelona áður en hann gekk til liðs við Real Ma- drid árið 2000. 300 MÖRK Sjálfsmark spánska varnarmannsins Juanfran Garcia hjá Celta Vigo var 300. mark Club Brugge í Evrópukeppni. Juanfran jafnaði leikinn með sjálfsmarkinu sex mínútum fyrir leikslok en hann færði Celta for- ystuna á 50. mínútu með fyrsta marki sínu í Evrópukeppni. FYRSTI LEIKUR Panaþinaikos leik- ur í kvöld gegn skosku meistur- unum Rangers. Gríska félagið hefur aldrei áður leikið gegn skosku félagi í Evrópukeppni. CHELSEA GEGN TYRKJUM Chelsea hefur einu sinni áður leikið gegn tyrknesku félagi í Evrópukeppni. Chelsea vann Galatasaray 1-0 og 5-0 árið 1999. Dan Petrescu skor- aði í leiknum í London en Tore André Flo (2), Gianfranco Zola, Dennis Wise og Gabriele Ambrosetti í leiknum í Istanbúl. LEIKJAHÆSTIR Paolo Maldini (AC Milan) og Paulo Sergio Conceicao (Lazio) eru leikjahæstir þeirra sem keppa í kvöld. Maldini hefur leikið 126 leiki með AC Milan en Conceicao hefur leikið 132 leiki með Porto, Parma, Internazionale og Lazio. ■ Fótbolti U-21 LANDSLIÐIÐ Skagamaðurinn Hjálmur Dór Hjálmsson kemur inn í landsliðshópinn að nýju. ÍSLENSKI HÓPURINN Félag U21 landsleikir Mörk Ómar Jóhannsson Keflavík 18 - Bjarni Þórður Halldórsson Fylkir - - Helgi Valur Daníelsson Fylkir 17 1 Guðmundur Viðar Mete Norrköping 10 - Haraldur Guðmundsson Keflavík 7 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson ÍBV 6 - Hannes Þ. Sigurðsson Viking FK 6 1 Sigmundur Kristjánsson Utrecht 6 1 Viktor Bjarki Arnarsson TOP OSS 4 - Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA 3 - Jökull Elísabetarson KR 3 - Ólafur Ingi Skúlason Arsenal 3 - Atli Jóhannsson ÍBV 1 - Tryggvi Bjarnason ÍBV 1 - Örn Kató Hauksson KA 1 - Jón Skaftason Víkingur - - U-21 landsliðið: Þrjár breytingar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.