Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 24
24 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR KATIA Katia Cilene Teixeira da Silva hefur skor- að fjögur mörk fyrir Brasilíu í Heims- meistarakeppni kvenna. Hún var marka- hæst ásamt Þjóðverjanum Birgit Prinz eft- ir riðlakeppnina. Fótbolti FÓTBOLTI „Newcastle United vísar til vangaveltna um Sir Bobby Rob- son í fjölmiðlum að undanförnu og lýsir því yfir að hann hefur ekki sagt upp störfum. Allar fréttir um hið gagnstæða eru algjörlega til- efnislausar.“ Þannig hljóðar yfir- lýsing sem Newcastle United sendi kauphöllinni í London í gær. Í gær var á kreiki orðrómur um að Robson væri hættur hjá Newcastle eftir rúmlega fjögurra ára starf. Félaginu hefur gengið illa í haust, bæði innan vallar og utan. Hlutabréf í félaginu hafa fallið um tíu prósent að undan- förnu, Newcastle komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er næstneðst í ensku úrvals- deildinni. Að undanförnu hefur Newcastle þó sýnt augljós bata- merki. Í síðustu viku burstaði liðið hollenska félagið NAC Breda 5-0 í UEFA-bikarkeppninni. Tveimur sólarhringum síðar átti Newcastle góðan leik gegn Arsenal í London en varð að sætta sig við 3-2 tap. ■ Reykjanesmót karla í körfubolta: Keflavík og Haukar í úrslit KÖRFUBOLTI Keflavík og Haukar leika til úrslita á Reykjanesmótinu í körfubolta á morgun og Grinda- vík og Njarðvík keppa um þriðja sætið. Leikið verður í Njarðvík. Undankeppninni lauk á mánudag þegar Keflavík vann Njarðvík 98-89 og Grindavík vann Breiða- blik 99-77. Haukar urðu efstir í und- ankeppninni, Keflavík varð í öðru sæti, Grindavík í þriðja, Njarðvík í fjórða og Breiðablik í fimmta. ■ FÓTBOLTI Aðalsteini Víglundssyni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara Fylkis. Meistaraflokks- ráð knattspyrnudeildar Fylkis tók ákvörðun um þetta í gær. Ráðið telur farsælast fyrir meistara- flokk að fá nýjan þjálfara til starfa næsta tímabil. Margeir Þórir Sigfússon, sem hefur aðstoðað Aðalstein við þjálfunina, lætur einnig af störf- um. Lið Fylkis hafði fengið til sín sterka leikmenn fyrir sumarið en gekk ekki sem skyldi á nýafstöðnu Íslandsmóti og endaði í fjórða sæti eftir að hafa leitt mótið um tíma. Meistaraflokksráð Fylkis mun nýta októbermánuð í að leita að eftirmanni Aðalsteins. ■  18.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Bein útsending frá leik Stuttgart og Manchester United.  19.15 Stjarnan mætir Víkingi í Ás- garði í SS-bikar karla í handbolta.  19.15 Grótta/KR leikur gegn FH á Seltjarnarnesi í SS-bikar karla í hand- bolta.  19.15 Selfoss og KA keppa á Sel- fossi í SS-bikar karla í handbolta.  19.15 Fylkir og Strumparnir í Fylk- ishúsi í SS-bikar karla í handbolta.  20.00 Haukar og HK keppa að Ás- völlum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  20.40 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Útsending frá leik Chelsea og Besiktas.  22.20 Handboltakvöld á RÚV. Newcastle United: Robson er ekki að hætta SIR BOBBY ROBSON Sir Bobby Robson og Newcastle hafa fengið mótbyr í upphafi leiktíðar en liðið hefur sýnt batamerki í undanförnum leikjum. hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 1 2 3 4 OKTÓBER Miðvikudagur Fylkir: Aðalsteini sagt upp HANDBOLTI Í kvöld fara fram fjórir leikir í 32 liða úrslitum SS-bikar- keppninnar í handbolta. Leikur ÍBV og Þórs var einnig á dagskrá í Eyjum í kvöld en Þórsarar ákváðu að draga lið sitt út úr keppninni. „Fyrir utan hinn mikla kostnað við að ferðast til Vestmannaeyja þá er erfitt að fara fram á að meðlimir hópsins taki sér frí frá vinnu og skóla þriðju vikuna í röð til að sinna áhugamáli sínu,“ segir í til- kynningu á heimasíðu Þórs. Þar segir einnig að leikmenn hafi þurft að ferðast akandi til Reykjavíkur síðastliðna tvo þriðjudaga. „Slíkt ferðalag krefst þess að menn taki sér frí frá vinnu að morgni og eru að koma heim um hánótt í miðri vinnuviku.“ Stjarnan mætir Víkingi í Garða- bæ. Stjarnan er í fimmta sæti suð- urriðils RE/MAX-deildarinnar og Víkingar í fimmta sæti norðurrið- ilsins. Á Seltjarnarnesi leikur Grótta/KR við FH. Félögin börðust um sæti í úrslitakeppninni í vor og höfðu FH-ingar betur í hreinum úrslitaleik á Nesinu í lokaumferð- inni. FH-ingar eru í öðru sæti suð- urriðils en heimaliðið í fjórða sæti norðurriðils. KA heimsækir Selfoss í kvöld. KA hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur í norðurriðili RE/MAX- deildarinnar en heimaliðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í suðurriðilinum. Fylkir og Strumparnir leika í Fylkishúsinu í kvöld. Fylkismenn komust í átta liða úrslit í fyrra með sigrum á Ármenningum og ÍR 2 en féllu úr leik eftir 23-15 tap fyrir Val. Haukar og HK sitja hjá í 32 liða úrslitum SS-bikarkeppninnar og keppa að Ásvöllum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla. Leikurinn var færður til þessa dags vegna þátttöku Hauka í Meistarakeppn- inni og þátttöku HK í Evrópu- keppni bikarhafa. Liðin mættust í Digranesi í síðustu viku og vann HK 27-25. ■ ÞÓR Frá leik ÍR og Þórs á Íslandsmótinu í fyrra. SS-bikarkeppnin í handbolta: Þór hætti við þátttöku AÐALSTEINN VÍGLUNDSSON Þjálfaði Fyliki í tvö ár. ÚRSLIT LEIKJA Í MEISTARADEILDINNI Í GÆR: Lokomotiv Moskva - Arsenal 0-0 Internazionale - Dínamó Kíev 2-1 Anderlecht - Bayern München 1-1 Deportivo - PSV Eindhoven 2-0 Celtic - Lyon 2-0 Monaco - AEK Aþena 4-0 Galatasaray - Real Sociedad 1-2 Olympiakos - Juventus 1-2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.