Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 01.10.2003, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 FÓTBOLTI Átta leikir verða háðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Í Stuttgart leikur efsta lið Bundesligunnar gegn Englands- meisturum Manchester United. Uppselt er á leikinn og Þjóð- verjarnir eru auk þess fyrir löngu búnir að selja sína miða á seinni leikinn í Manchester. Í leiknum eigast þeir við Timo Hildebrand, markvörður Stuttgart, sem hefur ekki fengið á sig mark í átta leikj- um í röð í Bundesligunni, og Ruud van Nistelrooy, sem hefur skorað sjö mörk í sjö leikjum fyrir United í ensku úrvalsdeildinni. Leikir fyrstu umferðarinnar voru ekki í samræmi við gengi þeirra í deildunum heima fyrir því Hildebrand fékk á sig tvö mörk gegn Rangers í Glasgow og van Nistelrooy náði ekki að skora í 5-0 sigri United á Panaþinaikos. Rangers verður án sóknar- mannsins Stevens Thompsons þegar skosku meistararnir leika gegn Panaþinaikos. Thompson er meiddur á hné og kemur í ljós á föstudag hvort hann þarf að fara í uppskurð. Pólski sóknarmaðurinn Emmanuel Olisadebe leikur ekki með Grikkjunum næstu tólf vik- urnar vegna aðgerðar á hné. Porto og Real Madrid mætast í ellefta sinn í keppni meistaraliða. Real hefur unnið átta leiki en Porto aðeins tvo. Raúl verður með Real Madrid þegar Spánarmeist- ararnir mæta Porto í kvöld. Real hefur einnig endurheimt Ivan Helguera en hann var ekki með í tapleiknum gegn Valencia á laug- ardag frekar en Raúl. David Beckham leikur ekki í kvöld en batahorfur hans eru betri en áður var talið. Chelsea leikur gegn Besiktas á Stamford Bridge í kvöld. Chelsea hefur einu sinni áður leikið gegn tyrknesku félagi í Evrópukeppni en fyrir fjórum árum unnu þeir Galatasaray 1-0 í London og 5-0 í Istanbúl. Spánska félagið Celta de Vigo leikur sinn fyrsta heimaleik í kvöld þegar Evrópumeistarar AC Milan koma í heimsókn. José Ignacio Sáenz, sóknarmaður Celta, fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í Andrés Mendoza, leikmann Club Brugge, í fyrstu umferðinni. Gennaro Gattuso, varnarmaður Milan, slapp með tveggja leikja bann en hann var rekinn af velli í sigur- leiknum gegn Ajax fyrir tveimur vikum. ■ FÓTBOLTI Enska dagblaðið The Sun heldur því fram að Manchester United muni gera tólf milljóna punda tilboð í Jermaine Defoe, leikmann West Ham. United til- kynnti í gær að félagið hefði hagnast um 40 milljónir punda á síðasta ári og er talið að hluta hagnaðarins verði varið til leik- mannakaupa. Áhugi Alex Ferguson fyrir að fá Defoe til United komst í há- mæli í haust en ekkert varð af kaupum. Félagaskiptaglugginn verður opnaður aftur á nýju ári og er talið að Ferguson geri þá tilboð í Defoe. ■ Manchester United: 12 milljónir fyrir Defoe? ALEX FERGUSON Manchester United hagnaðist um 40 millj- ónir punda á síðast ári. Talið er að Ferguson fái hluta hagnaðarins til leikmannakaupa. Skorar van Nistelrooy hjá Hildebrand? LEIKIR KVÖLDSINS E-riðill Panathinaikos - Rangers Stuttgart - Manchester United F-riðill Marseille - Partizan Belgrad Porto - Real Madrid G-riðill Chelsea - Besiktas Lazio - Sparta Prag H-riðill Ajax - Club Brugge Celta Vigo - AC Milan RUUD VAN NISTELROOY Markheppnasti leikmaður Manchester United mætir í kvöld markverðinum sem hefur ekki fengið á sig mark í þýsku Bundesligunni á þessari leiktíð. Timo Hildebrand hefur haldið hreinu til þessa í Bundesligunni en Ruud van Nistelrooy hefur skorað sjö mörk í sjö leikjum í ensku deildinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.