Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 26
26 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 1 2 3 4 OKTÓBER Miðvikudagur Í kvöld verða haldnir svokallað-ir Risarokktónleikar á Gauki á Stöng. Þar ætla valdar íslenskar sveitir að leggja sitt af mörkum til þess að Götusmiðjan á Árvöll- um, sem aðstoðar ungt fólk að sigrast á áfengis- og eitur- lyfjafíkn, geti betrumbætt hljóð- færaaðstöðu sína. „Driffjaðrirnar á bak við þess- a tónleika eru Jójó og hippavina- félag Íslands,“ segir Guðmundur Týr, eða Mummi eins og hann er kallaður, forstöðumaður Götu- smiðjunnar. „Þetta er haldið í okkar nafni og útvarpsstöðvar- innar Radió Reykjavík.“ Mummi segir mikinn sköpun- arkraft búa í mörgum þeirra sem eru að koma stoðum undir fætur sína að nýju á Árvöllum. „Þegar víman fer frá birtist ýmislegt. Þarna leynast hljóðfærasnilling- ar, grafíkerar og listamenn. Þess- ir krakkar eru bara búnir að tjóna sig á dópi mörg ár og vita því kannski ekki hvaða hæfileik- um þeir búa yfir. Tónlist er kjör- ið verkfæri að vinna með. Tískan er tengd tónlistinni og það er auð- velt að nálgast þau í gegnum hana.Við erum svo illa í stakk bú- in að við höfum ekki geta keypt almennileg hljóðfæri handa krökkunum.“ Eins og er segir Mummi að hljóðfæraeign Götusmiðjunnar samanstandi af „gömlu þreyttu trommusett,“ eins og hann orðar það, gítar, bassa og „orgel- druslu“. „Þetta er svona saman- safn úr geymslum landsmanna. Við þurfum að gera þetta að meiri alvöru til þess að tónlistar- kennarinn okkar geti sinnt þessu vel en það hefur bara ekki verið fjármagn til þess. Við erum þess vegna að leita á náðir tónlistar- manna landsins og viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem ætla að gefa vinnu sína á tónleikunum.“ Fram koma Kentár, Dark Har- vest, Sóldögg og Dúndurfréttir. Steindór Andersen kvæðamaður verður kynnir og Jójó og Götu- strákarnir ætla að fylla upp í eyð- urnar á milli sveita með spila- mennsku sinni. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og í kaupbæti fá gestir afhenda verndarengla. Allur ágóði rennur til Götusmiðjunnar. ■ ■ TÓNLEIKAR Risarokk fyrir Götusmiðjuna SELLÓFON Í IÐNÓ sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Tenórinn fim. 2. okt. kl. 21, UPPSELT lau. 11. okt. kl. 21, UPPSELT mið. 15. okt. kl. 21, örfá sæti sun. 19. okt. kl. 21, nokkur sæti fim. 23. okt. kl. 21, nokkur sæti Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 www.idno.is 2 sýning 9 október 3 sýning 10 október 4 sýning 18 október Frumsýning á Ólafíu 8 október ■ ■ TÓNLEIKAR  21.00 Vegna fjölda áskorana ætla þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson að endurtaka öðru sinni tónleika sína í Salnum í Kópavogi. ■ ■ SKEMMTANIR  20.30 Styrktartónleikar fyrir Götu- smiðjuna verða á Gauki á Stöng. Þeir sem fram koma eru Dark Harvest, Sól- dögg, Centaur, Fræbbblarnir, Dúndur- fréttir og leynigestur. Kynnir er Steindór Andersen.  22.00 Dúettinn Súkkat heldur söngskemmtun á Næsta bar.  23.00 Misery Loves Company rokkar á Grand Rokk. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.30 Glerlistamaðurinn Mike Lees flytur fyrirlestur um glerlist í LHÍ, Skip- holti I, stofu 113. Mike Lees er búsettur í Norður-Wales og starfar þar að list sinni.  16.15 Stefán Bjarni Gunnlaugs- son frá Háskólanum á Akureyri flytur er- indi um svonefnd almanaksáhrif á ís- lenska fjármálamarkaðnum á Málstofa Hagfræðistofnunar HÍ að Aragötu 14.  16.30 Hermann Óskarsson félags- fræðingur flytur fyrirlestur um samfélag og heilbrigði frá sjónarhóli heilsufélags- fræðinnar á Félagsvísindatorgi Háskól- ans á Akureyri í stofu 13, Þingvalla- stræti 23.  17.30 Michael Maloney heldur fyr- irlestur við Kennaraháskóla Íslands um hvernig nýta megi kennsluaðferðir í anda atferlisstefnu í stærðfræðikennslu. Michael Maloney er kennari, atferlis- fræðingur, skólastjóri og metsöluhöf- undur. ■ ■ SÝNINGAR  Í listahorninu í félagsheimilinu Gull- smára 13 stendur yfir myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðardóttur frá Möðruvöll- um í Hörgárdal. Sýningin er opin alla virka daga 9-17 og stendur út október. RÚNAR JÚLÍUSSON Ég er ískaldur maður og mikillísmaður og fæ mér alveg ör- uggleg ís fyrir eða eftir tónleik- ana,“ segir rokkarinn Rúnar Júl- íusson, sem spilar ásamt Hljóm- um á Broadway á sunnudaginn Hljómsveitin sívinsæla kemur þá saman og fagnar fjörutíu ára afmæli sínu með áhorfendum: „Ég keypti alltaf vanilluís með karamellusósu úti á Hagamel á sínum tíma en núna kaupi ég oft- ast ís í sjoppunni Nýjung í Keflavík.“ Besti ísinní bænum JÓJÓ Spilaði með Bruce Springsteen á Strikinu í Kaupmannahöfn árið 1988. Hér er hann með eiganda Grand Rokk en hjá honum fékk hann fyrstu eintök nýs geisladisks á dögunum. Tvíeykið Súkkat kemur fram áNæsta bar í kvöld. Þeir Haf- þór Ólafsson og Gunnar Örn Jóns- son hafa stundað Megasukk reglu- lega með Megasi undanfarin misseri, en ætla að spreyta sig á eigin spýtur í kvöld. „Það er alltaf gaman að vinna með Megasi, en hann verður ekki með okkur að þessu sinni,“ segir Haffi söngvari. Þó segir hann að búast megi við einhverjum leynigestum. „Þetta verður nokk- uð klassískt prógram hjá okkur.“ Eitthvað fær fólk að heyra af nýjum lögum í bland við gömlu klassíkina þeirra. Fimm ár eru frá því Súkkatpiltar sendu frá sér plötuna Ull, sem var þriðja plata þeirra, og væntanlega eru margir farnir að bíða eftir að þeir sendi frá sér fleiri lög. Þeir félagar hafa verið að semja eitthvað af nýju efni og segjast jafnan vera með það á bak við eyrað að koma frá sér plötu. „Það verður þó ekki alveg á næstunni. Við erum ekki komnir með nógu mikið efni til þess að fóðra plötu.“ ■ Spreyta sig án Megasar SÚKKAT Súkkat spilar á Næsta bar í kvöld. Búast má við leynigestum. ■ TÓNLIST FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Laugardagur 04.10. kl. 20 örfá sæti laus Fimmtudagur 09.10. kl 20:30 uppselt Föstudagur 10.10. kl. 20 uppselt Fimmtudagur 16.10. kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 24.10 kl. 20 laus sæti Föstudagur 31.10. kl. 20 laus sæti Ævintýraleg hellskoðunarferð í Skaftáreldarhraun 3. til 5. okt. Sjá heimasíðu www.efrivik.is s: 487 4694

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.