Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 27
Spjallþáttastjórnandinn DavidLetterman er sagður hafa gifst
sambýliskonu sinni
til margra ára á
laun. Letterman,
sem er 56 ára, á að
hafa gifst Regino
Rasko á búgarði
sínum fyrir
nokkrum vikum
síðan. Þau eiga von á sínu
fyrsta barni. Enginn
virðist geta fengið þetta
staðfest frá Letterman
sjálfum, sem er þögull
sem gröfin. Ef satt reyn-
ist hlýtur Letterman að
fá prik fyrir lagni sína
að halda brúðkaupinu
frá hinu sívökula auga
fjölmiðlanna.
Svo virðist sem Ben Af-fleck og Jennifer Lopez
hafi hrist af sér allt volæðið
sem varð til í kjölfar þess að þau
aflýstu brúðkaupi sínu. Til þeirra
sást í Los Angeles, keyrandi um á
mótorhjóli, og skartaði hún trú-
lofunarhringnum glæsilega sem
Ben gaf henni. Þau voru þó ekki
mjög vinaleg í garð ljósmyndar-
anna og Ben var duglegur við að
rétta úr löngutönginni.
Eins og vitað er ætlarPierce Brosnan að segja
starfi sínu sem
James Bond
lausu eftir
að tökum á
næstu mynd
lýkur. Nú
velta menn
vöngum yfir
því hver verði ráðinn í
starfið. Nýjustu fregnir
herma að leikarinn Clive
Owen þyki líklegur en
Brosnan á sjálfur að hafa
mælt með honum. Hann
hefur m.a. leikið í Gos-
ford Park og Croupier.
Rokksveitin Kimono er ný afnálinni hér á landi og kemur
nokkuð sterk fram á sjónarviðið
með frumburði sínum Mineur-
Aggressif.
Tónlist sveitarinnar væri hægt
að flokka sem síðrokk, þ.e. nokk-
uð róleg, drungaleg lög með þung-
lamalegum trommutakti þar sem
keyrslan er aukin jafnt og þétt
eftir því sem á líður. Þannig minn-
ir sveitin oft á hljómsveitir eins
og Mogwai og Sigur Rós.
Kimono nær mestu flugi í
þremur lögum: Japanese
Policeman, Night of the Living
Dead og lokalaginu The Apology.
Þarna fær gítarinn að leika sér
meira og betur en annars staðar á
plötunni og eykur það vídd lag-
anna svo um munar. Gítarinn gef-
ur lögunum nauðsynlegt krydd
því þar sem hans nýtur minna við
er útkoman mun dauflegri.
Vert er að minnast textanna,
sem fjalla um myrkari hliðar
mannlífsins og fara vel saman við
drungalega tóna plötunnar. At-
hyglisvert er að söngvarinn syng-
ur aðeins brot af textunum, sem í
staðinn eru látnir standa einir og
sér sem smásögur. Skemmtileg
úrlausn.
Kimono hefur gefið út fína
rokkplötu. Meira krydd hefði hins
vegar gert hana ennþá bragð-
meiri.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
KIMONO: Mineur-Aggressif
Leikandi gítar
Fréttiraf fólki
Tölvuleikurinn Sims er á góðrileið með að slá öll met hér á
landi. Þegar hafa selst 20.068 ein-
tök af leiknum og viðbætum
tengdum honum. Leikurinn virk-
ar þannig að þú byggir hús og
stýrir borg eða stofnar fjölskyldu
og sendir þau í vinnuna og svo
framvegis. Og alltaf fjölgar út-
gáfunum á þessu stefi, að búa
eitthvað til sem líkist raunveru-
leikanum, og nýjunga er að
vænta. Fyrir jól kemur galdraút-
gáfa af leiknum, svona eins og í
Harry Potter, og á næsta ári kem-
ur genaútgáfan. Þá er hægt að
breyta erfðavísi fjölskyldunnar
sem þú stýrir og þróa heilu ætt-
irnar, heilu þjóðfélagshópana.
En það sem vekur mikla at-
hygli við Sims er að ólíkt öðrum
tölvuleikjum eru konur sjúkar í
Sims. Helmingur þeirra sem
skrá sig sem eiganda leiksins á
Netinu (en flestir skrá leikinn
sem viðkomandi var að kaupa
hjá fyrirtækinu til að fá allar
viðbætur) er konur. Þetta er al-
gjört einsdæmi því hingað til
hefur tölvuleikjanotkun fyrst og
fremst verið tengd ungum
drengjum.
Tölvuleikir:
Konur elska Sims
SIMS
Metsöluleikur á Íslandi og um heim allan,
fyrst og fremst af því að konur eru líka
sjúkar í hann en þær eru ekki hinn týpíski
tölvuleikjaneytandi.
Eineggja tvíburasystur fráNorthampton í Bretlandi gift-
ust sama manninum með 23 ára
millibili.
Madelaine Jones giftist Roy
Littlejohns árið 1980 og var syst-
ir hennar Michelle efst á gesta-
listanum. Seinna veiktist
Madelaine og var lögð inn á spít-
ala vegna gífurlegra flogaveikis-
kasta. Vegna þessa fluttist
Michelle í næsta nágrenni árið
1988 og gerðist húsfreyja þeirra
hjóna.
Hjónaband Roy og Madelaine
brast árið 1995 og flutti hún út úr
húsinu ásamt dóttur þeirra.
„Eftir að ég fluttist út kom
Roy í heimsókn og sagði mér að
hann og Michelle væru orðin
elskendur og að þau ætluðu að
byrja að búa í húsinu okkar,“
sagði Madelaine um ástarsam-
bandið í viðtali við The Sun. „Ég
fékk áfall, varð reið og bitur. Mér
fannst eins og Michelle hefði
stolið einhverju frá mér. Að
ímynda sér þau sofa saman braut
hjarta mitt.“
Roy og Michelle ákváðu vegna
reiði systurinnar að gifta sig í
Las Vegas, án þess að hafa fjöl-
skylduna viðstadda. Í fyrstu
hrinti þetta af stað miklum rifr-
ildum á milli systranna, en þær
eru orðnar sáttar í dag.
„Við Roy urðum góðir vinir
þegar Madelaine var veik,“ sagði
Michelle við The Sun. „Við urð-
um hrifin af hvort öðru og sam-
bandi þróaðist eðlilega upp frá
því.“
„Tvíburarnir eru ekki svo frá-
brugðnir en Michelle er verald-
arvanari og vitur og við eigum
fleiri hluti sameiginlega,“ sagði
Roy við The Sun. „Samband mitt
við Michelle er rómantískra, auð-
veldara og hamingjuríkara.“ ■
Eineggja tvíburar
giftust sama manninum
TVÍBURAR
Er hægt að segja við aðra eineggja tvíbura-
systra að hún sé fallegasta konan í heim-
inum?
Skrýtnafréttin
Colin Farrell greindi frá því íviðtali á dögunum að hann
hefði átt í vandræð-
um vegna áfengis-
og eiturlyfjanotkun-
ar sinnar. Hann seg-
ist hafa tekið inn
mikið af eiturlyfj-
um á síðasta áratug,
áður en frægðarsól
hans reis. Þá á hann að hafa tekið
inn spítt, kókaín, maríjuana og
helsælu. Hann segir að neysla sín
hafi leitt til þess að hann lagðist í
þunglyndi. Í dag segist Farrell
hafa slakað á partístandi sínu og
að hann ætli að einbeita sér að
því að verða nýfæddum syni sín-
um góður faðir.
Madonna segir það vera mjögfrelsandi tilfinningu að
skrifa barnabækur vegna þess að
þar sé engin pressa á henni. Eng-
inn búist við neinu af henni og
því komist hún upp með að vinna
bækurnar í friði. Madonna gaf
nýverið út bókina Ensku rósirnar,
sem er fyrsta bókin í röð um
stúlkuvinahóp. Madonna segist
lesa börn sín í svefn á hverri
nóttu og þar hafi hún fengið hug-
myndina að sögu sem hana lang-
aði að skrifa.
Kylie Minogue gerði lögregl-unni viðvart um ofstækis-
mann sem hefur elt hana á rönd-
um í heilt ár. Hún segist hafa
fengið yfir 700 bréf
frá manninum og
hefur nú áhyggjur
þar sem henni er
hótað í sumum
þeirra. Þetta hefur
víst setið þungt á
henni um tíma og
ætlar hún nú að
flýja vandann
og fara í frí á
meðan lög-
reglan sér
um málið.
Fréttiraf fólki