Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 30
Hrósið 30 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR
Við erum að leggja okkar afmörkum til að Íslendingar
ferðist um eigið land og hafi gam-
an af,“ segir Þorsteinn Erlingsson
hjá ferðaskrifstofunni Travel 2,
sem bryddað hefur upp á þeirri
nýbreytni að bjóða fólki til veislu
í hellum. Notar hann hraunhella á
suðvesturhorninu til þessa. Vin-
sælastur er Raufarhólshellir við
Þorlákshöfn en hann er 4 kíló-
metra langur. Þá eru Surtshellir
og Glámur í Borgarfirði einnig í
dæminu og svo Leiðarendi í Blá-
fjöllum:
„Við getum verið með 200
manna partí í þessum hellum og
höfum gert. Þá erum við einnig að
brydda upp á þeirri nýbreytni að
vera með svitatjöld í hellunum
þar sem fólk getur ornað sér og
svitnað,“ segir Þorsteinn, sem er
barnabarn og alnafni þjóðskálds-
ins góða sem orti meðal annars:
Fyrr var oft í koti kátt / krakkar
léku saman.
Í hellaveislunum er gjarnan
boðið upp á mat og drykk og hefur
humarinn frá Fjöruborðinu á
Stokkseyri verið hvað vinsælast-
ur. Og svo er dansað og sungið:
„Það fá allir hlífðargalla við
hæfi, hjálma og höfuðljós og leið-
sögumenn eru með allan tímann,“
segir Þorsteinn en verð fyrir
svona hellapartí fer eftir fjöldan-
um og umfangi veislunnar sem
skipulögð er. ■
Útivist
ÞORSTEINN ERLINGSSON
■ hefur bætt nýrri vídd við ferða-
þjónustuna innanlands. Hann slær upp
veislum í hellum.
Imbakassinn
...fær róttæklingurinn Sverrir
Jakobsson fyrir að taka afstöðu
með Hannesi Hólmsteini í
Gljúfrasteinsdeilunni.
Svitnað í hellum með humri
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Vladimír Pútín.
Eftir þrjú ár.
Matt LeBlanc.
RAFLAGNA
ÞJÓNUSTA
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
ÓDÝRT
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
T
A
K
T
ÍK
n
r.
4
0
C
Stærð:
D: 50 cm
B: 30/40 cm
H: 180 cm
Stál-
skápar
fyrir
vinnustaði
kr. 7.719,-
Verð frá
Stálskápar
(Fyrsti skápur
kr. 8.840,-)
Ja, þetta er meira ástandið! Ég veit varla
mitt rjúkandi ráð! En ætli það sé ekki far-
sælast að þið takið langa pásu... hættið að
hitta hvert annað... ha..? Og kannski að þú
Jenný sláir til og reynir að koma þér í eró-
tískt en uppbyggjandi samband við hálf-
sköllóttan, jafnvel eldri mann...
hjónabandsráðgjafa!
HJÓNA-
BANDS
RÁÐGJÖF
Lárétt:1óhemja,6jór, 7fljót,8il,9rak,
11tug,13ræ,14ask,15ata,17valtur.
Lóðrétt:2hollusta,3mjór, 4jótar, 5ar,
7fita,10kærar, 12gk,15at,16tu.
Lárétt: 1 öfgafull, 6 hestur, 7 skjót, 8 á
fæti, 9 sagði upp, 11 tíu 13 fer til fiskjar,
14 nóa, 15 káma, 17 óstöðugur.
Lóðrétt: 2 tryggð, 3 rýr, 4 danir, 5 ryk-
korn, 7 spik, 10 nánar, 12 einkennisstafir,
15 bardagi, 16 í röð.
Lausn:
1
6
7
8 9 10
14
15
17
16
2 3 4
131211
5
Skjár 2 hefur útsendingarklukkan 16 í dag en sá böggull
fylgir skammrifi að stöðin sendir
eingöngu út á Breiðbandinu og
næst stöðin því aðeins á þeim
heimilum sem hafa aðgang að því:
„Fyrst um sinn
verður þetta að
vera svona vegna
þess að ríkisvaldið
hefur ekki úthlut-
að fleiri rásum.
Tíðnirnar liggja
ekki á lausu,“ seg-
ir Helgi Her-
mannsson, dag-
skrárstjóri á Skjá
Tveimur. Þeir sem
hafa ekki aðgang
að Breiðbandinu ættu því ekki að
eyða tíma í að ná merki stöðvar-
innar. „Þetta er vandamál sem við
stöndum frammi fyrir en munum
leita allra leiða til að færa þessa
nýju stöð inn á heimili sem
flestra,“ segir Helgi.
Skjár Tveir verður áskriftar-
stöð og kostar 2.995 krónur á mán-
uði. Í október verður stöðin hins
vegar ókeypis. Væntanlegir
áskrifendur verða að nálgast af-
ruglara hjá Landssímanum og
breiðbandsdeild fyrirtækisins
mun svo rukka inn gjaldið. Enn
einn afruglari bætist því við í
sjónvarpsholið á meðan núver-
andi kerfi er við lýði:
„Það hlýtur að sjálfsögðu að
koma að því að landið allt verði
með eitt dreifikerfi og þar með
einn afruglara og fólk velji svo
við hvern það vill skipta. Við lít-
um á okur sem konunga sjón-
varpsefnisins og vonandi rís
Landssíminn undir því að vera
konungur dreifingarinnar,“ segir
dagskrárstjórinn hjá Skjá Tveim-
ur í tilefni dagsins. ■
Skjár 2 bara á
Breiðbandinu
EVERYBODY LOVES RAYMOND
Einn af dagskrárliðunum á Skjá Tveimur.
CHARMED
Líka á Skjá Tveimur.
JOHN DOE
Bíður á Breið-
bandinu.
Sjónvarp
SKJÁR TVEIR
■ Skjár Tveir hefur útsendingar í dag.
Dagskrárstjórinn vill gera landið allt að
einu dreifikerfi því sjónvarpstíðnirnar
liggja ekki á lausu og því verður nýja
sjónvarpsstöðin aðeins fyrir þá sem hafa
aðgang að Breiðbandinu.
ÞORSTEINN ERLINGSSON
Hellagleði það nýjasta.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
JÚLÍA
Sveiflar sér í London í kvöld.
Flug og
leikhúsmiði
RÓMEÓ OG JÚLÍA Íslenska leikgerðin
af Rómeó og Júlíu, sem sló í gegn
í Borgarleikhúsinu í fyrra, verður
frumsýnd í Old Vic-leikhúsinu í
London í kvöld. Af því tilefni
bjóða Flugleiðir upp á flug og leik-
húsmiða á sýninguna í London á
aðeins 22.900 krónur. Ráðgerðar
eru tvær ferðir á fyrrnefndum
kjörum.
Leikarar og starfsmenn sýn-
ingarinnar hafa verið í London
undanfarnar vikur við undirbún-
ing en ráðgert er að sýna verkið í
Old Vic allt fram til 25. október.
Leikgerð verksins er eftir Gísla
Örn Garðarsson og Hallgrím
Helgason en Gísli fer einnig með
aðalhlutverkið ásamt Nínu Dögg
Filippusdóttur. Er leikið á ensku.
Vinsældir verksins hér á landi er
ekki síst að þakka leikmynd Bark-
ar Jónssonar en hún er notuð í
nær því óbreyttri mynd í Old Vic,
sem er staðsett á 66 The Cut SE1/
8LZ í London. Næsta brautarstöð
við leikhúsið er Waterloo/-
Southwark. ■