Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 31

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 31
31MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 Full af húmor og frásagnargleði Í umsögn dómnefndar um BIOBÖRN segir: „BIOBÖRN er skemmtileg og spennandi saga, full af húmor og frásagnargleði. Höfundur teflir fram fjölmörgum eftirminnilegum persónum í margslunginni sögufléttu um leið og hann dregur fram spaugilegar hliðar á nútímanum.“ BIOBÖRN, eftir Yrsu Sigurðardóttur, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2003. Sagan fjallar um fjóra hressa krakka sem kynnast á námskeiði fyrir afburðagreind börn. Fjölmörgum gáfnaljósum er boðið á námskeiðið en fyrir mistök er tveimur trössum boðið líka! Biobörn er fimmta bók Yrsu sem notið hefur mikilla vinsælda lesenda á liðnum árum. Yrsa Sigurðardóttir Til hamingju Yrsa! Séra Pálmi Matthíasson, sóknar-prestur í Bústaðakirkju, man fyrsta kossinn vel. Eins og gerst hefði í gær: „Það var mamma sem kyssti mig fyrst. Hún kyssti mig oft og þótti vænt um mig,“ segir séra Pálmi. THOR ÓLAFSSON Tekur hér við viðurkenningu sem einn af þeim bestu. Thor á toppnum DALE CARNEGIE Thor Ólafsson. þjálfari hjá Dale Carnegie, hefur verið valinn í hóp tuttugu bestu Dale Carnegie-þjálfara í heimin- um. Þykir að því mikill heiður en alls kepptu 2.400 einstaklingar um sæti í hópnum. „Þetta er frábær árangur hjá Thor og um leið erum við að slá heimsmet í fjölda þátttakenda á Dale Carnegie-námskeiðum ef miðað er við höfðatölu,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, eigandi Dale Carnegie hér á landi. Helgi Rúnar keypti fyrirtækið af Kon- ráð Adolphssyni fyrir þremur árum og er mikil gróska í starf- seminni nú sem endranær. „Ástæðan fyrir þessu öllu er sú að Konráð Adolphsson var búinn að plægja jarðveginn svo vel. Alls hafa um tíu þúsund manns sótt námskeiðin hér á landi frá upp- hafi en nú fara að meðaltali um fimm hundruð manns í gegn ár- lega,“ segir Helgi Rúnar, sem áður hafði einkaleyfi á Subway- samlokukeðjunni í Danmörku. Rak hann, í félagi við Sigurð Jak- obsson útsendingarstjóra hjá Stöð 2, sjö Subway-staði í Danmörku, þar á meðal einn á aðaljárnbraut- arstöðinni í Kaupmannahöfn og annan við brúarsporðinn við Stóra-belti. ■ Sigurjón Magnússon rithöfund-ur vinnur nú að gerð skáldsögu um Kristmann Guðmundsson, einn umdeildasta rithöfund þjóð- arinnar á síðari árum. Sögusvið skáldsögunnar er réttarhöld sem fram fóru í meiðyrðamáli sem Kristmann höfðaði gegn Thor Vil- hjálmssyni 1964 en Thor hafði áður skvett yfir Kristmann mörg- um af ljótustu orðum tungunnar: „Borgarlífið snerist allt meira og minna um þessi réttarhöld á meðan þau stóðu. Og þó Krist- mann hafi unnið málið lagðist það þungt á hann og eins og hann bæri aldrei sitt barr eftir þetta,“ segir Sigurjón, sem var tryggingasölu- maður áður en hann gerðis rithöf- undur. Hann kom fyrst fram fyrir nokkrum árum með bókina Góða nótt Silja sem var „...spútnikk í ís- lenskum bókmenntum,“ eins og útgefandi hans orðar það. Síðar sendi Sigurjón frá sér Hér hlustar aldrei neinn. Og nú er það skáld- saga um Kristmann sem heitir Borgir og eyðimerkur: „Ég er hrifinn af mörgu sem Kristmann skrifaði þó hann hafi verið mistækur. Hrifnastur er ég af ævisögu hans og svo því sem hann skrifaði í Noregi. Kristmann var engum líkur og þó nýróm- antískir höfundar eins og hann hafi ekki átt upp á pallborðið á síðustu árum á tími þeirra eftir að koma á ný,“ segir Sigurjón Magn- ússon. ■ HLJÓMAR En helsta rokksveit Íslandssögunnar, Hljóm- ar, fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir og er við það að gefa út nýja breið- skífu. Hljómar héldu blaðamannafund í Listasafni Reykjavíkur á mánudag við góðar undirtektir. Afmælistónleikarnir verða haldnir í Austurbæ á sunnudag, sama dag og nýja platan kemur út. ■ Fyrsti kossinn KRISTMANN OG SIGURJÓN Tími nýrómantískra höfunda mun koma aftur. Útivist SIGURJÓN MAGNÚSSON ■ vinnur að gerð skáldsögu sem byggir á málaferlum sem Kristmann Guðmunds- son átti í gegn Thor Vilhjálmssyni. Skáldsaga um Kristmann

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.