Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 32

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Áfram veginn þar sem tryggingar snúast um fólk Allt of mörg heimili á landinu eru án fjölskyldutrygginga en þessi heimili eru þó jafn líkleg og önnur til að verða fyrir tjóni, t.d. af völdum vatns. Með því að velja F plús víðtæku fjölskyldutrygginguna getur þú tryggt fjölskylduna, innbúið og húsnæðið. F plús er fyrir þá sem vilja vera með allt sitt á þurru. Við mælum með að þú kynnir þér alla þá kosti sem F plús hefur að bera. Er allt þitt á þurru? F plús víðtæka fjölskyldutryggingin innifelur m.a. • Tryggingu á innbúi • Slysatryggingu í frítíma • Ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu á ferðalögum erlendis • Farangurstryggingu á ferðalögum erlendis • Málskostnaðartryggingu • Umönnunartryggingu barna • Ábyrgðartryggingu einstaklings Sjá nánar í skilmálum F plús tryggingar. F í t o n F I 0 0 7 9 2 4 Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, 108 Reykjavík, sími 560 5000, www.vis.is Tungumálið er sívinsælt umræðu-efni enda ekki skrýtið að margir hafi áhuga á þessu fyrirbrigði sem við notum viðstöðulítið allan guðs- langan daginn og jafnvel á nóttunni líka, í draumum okkar. Sumir hafa áhggjur af framtíð okkar litla tungu- máls, íslenskunnar, og telja að henni sé ógnað úr öllum áttum. Meðan Dan- ir réðu lögum og lofum á Íslandi ótt- uðust menn áhrif dönskunnar á málið. Svo tók enskan við og á allra síðustu misserum er komið upp tölvu- og sms-afbrigði málsins sem ungt fólk notar í samskiptum sínum og sumir óttast að muni skaða tunguna. ALLIR ráða yfir ótrúlegum blæ- brigðum máls ef að er gáð. Börn eru til dæmis ótrúlega ung þegar þau átta sig á því að það þýðir ekkert að tala nákvæmlega eins við afa sinn og ömmu og vinina því þá skilja afi og amma einfaldlega ekki nema sumt. Barn sem hefur áttað sig á þessu kann að tala með mismunandi hraða eftir aðstæðum og hefur að ein- hverju leyti á valdi sínu tvenns kon- ar orðfæri um suma hluti. Og þetta er ekkert lítið. TÍMAR líða, samfélagið breytist og tungumálið með. Við lifum í allt öðru samfélagi en forfeður okkur. Við töl- um um aðra hluti hluti í dag en talað var um fyrir 1.000 árum – eða bara fyrir nokkrum áratugum, það þarf ekki að fara lengra. Samfélagið er annað, umhverfið hefur gerbreyst og hugsunarhátturinn líka. Um þetta þurfum við að geta talað. Þess vegna hefur málið þróast hægt og rólega í gegnum aldirnar. Kannski hægar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en á síðustu öld – í takt við hraða samfé- lagsbreytinga. SUMUM er meinilla við þessa þró- un og mjög uppsigað við allar breyt- ingar á málinu. Það er hins vegar dá- lítið skondið að pirringurinn nær yf- irleitt ekki nema til þeirra breytinga sem menn muna sjálfir. Yfirleitt æðrast menn ekki sérstaklega yfir breytingum sem áttu sér stað áður en þeir fóru sjálfir að muna, enda kannski ekki von. Hins vegar getur verið hollt að rifja þetta upp stöku sinnum. Við getum nefnilega ekki fryst tungumálið og ákveðið að frá og með tilteknum degi eða ári tökum við ekki við breytingum. Skúlagata 40a Laugavegur 54 562-2433 562-2445 ÚTSALA www.amor.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.