Fréttablaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 22
Í kostulegu bréfi útvarpsstjóra tilstarfsmanna ríkisútvarpsins sem fjallaði um fréttaskýringa- þáttinn Spegilinn, er greinilegt að pólitísk krumla Sjálfstæðisflokks- ins heldur ríkisútvarpinu í heljarg- reipum. Bréfið virðist vera skrifað í beinu framhaldi af skrifum Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni um Spegilinn. Pólitíski út- varpsstjórinn virðist haldinn al- gjörri pólitískri blindu og finnur Speglinum allt til foráttu. Þá upp- nefnir hann þáttinn Hljóðviljann og telur hann hafa á sér mikla vinstrislagsíðu. Ekki nóg með það heldur endurspegli þátturinn óamerísk viðhorf. Að sögn útvarps- stjórans lýsa þessi óamerísku við- horf sér í krónískum pirringi út í bandarísk stjórnvöld og antipati á Bandaríkjunum og því sem amer- ískt er, almennt talað. Ég get tekið undir með útvarps- stjóra að ef til vill má finna ein- hverja vinstri slagsíðu en hvað með aðra fréttatengda þætti RÚV? Ætli útvarpsstjóra finnist einhver slagsíða á öðrum þáttum RÚV? Ég efa það stórlega. Slagsíða á RÚV Frjálslynda flokknum finnst vera mikil slagsíða á ríkisútvarp- inu. Ekki endilega vinstri eða hægri heldur er slagsíða í að þjónka stjórnvöldum. Hvert drottningarviðtalið á fætur öðru birtist á skjám allra landsmanna eða berst á öldum ljósvakans. Frægast slíkra viðtala tel ég vera það sem heyrðist á bolludaginn og fjallaði m.a. um vínber og mútu- þægni. Þar fór forsætisráðherra mikinn og fékk gagnrýnislaust að sverta fjarstaddan mann og vitnaði til staðfestingar á orðum sínum í tveggja manna tal. Við í Frjálslynda flokknum vilj- um bjarga ríkisútvarpinu með því að losa ríkisútvarpið úr flokkspóli- tískri gíslingu Sjálfstæðisflokks- ins. Margir telja sig sjá fingraför Hannesar Hólmsteins á gíslatök- unni. Ekki ætla ég að fullyrða að svo sé, en það er fullvíst að þarf að fá aðra hugsun en þá sem fram kemur í bréfi útvarpsstjóra. Þess vegna lögðum við fram þingsálykt- un um nýja skipun útvarpsráðs. Skipan og hlutverk útvarpsráðs yrði með allt öðrum hætti en nú er. Yfir stofnunina verði sett allfjöl- mennt útvarpsráð, þverþjóðfélags- lega, e.t.v. 15 manna sem valdir væru af samtökum og stofnunum í samfélaginu: úr menningar- og listaheiminum, af fræðslustofnun- um, úr vísinda- og rannsóknargeir- anum, af landsbyggðinni, frá al- mennum samtökum launþega og e.t.v. fleiri aðilum. ■ 22 23. október 2003 FIMMTUDAGUR Nú, þegar ófriðlega horfir milliAustursins og Vestursins og valdamesti maður heims hefur haf- ið það sem hann sjálfur kallar „krossferð“ í nafni hins „takmarka- lausa réttlætis“ kemur biskupinn okkar, herra Karl Sigurbjörnsson, í sjónvarpið og segir kirkju og ríki verða að kúra áfram í einni sæng, til að standa vörð um guðsótta og góða siði á Íslandi. Hann varar eindregið við að hingað komi fólk með ósiði úr öðrum trúarbrögðum og nefnir þar sérstak- lega svokölluð „ h e i ð u r s m o r ð “ . Þarna tekur herra Karl undir með þeim kór sem hvað ákafast kyrjar nú um öll Vesturlönd og æsir til kynþátta- og trúarbragðaofsókna. Hann talar gegn betri vitund og engum dylst að hann vegur þarna fyrst og fremst að Múhameðstrú. Heiðursmorð eru glæpur Biskupinn yfir Íslandi veit að heiðursmorð eiga ekki rætur sín- ar í íslömskum sið, eða nokkrum öðrum trúarbrögðum. Þessi ódæð- isverk eru leifar af ævafornum siðvenjum sem eru eldri en bæði kristni og íslam og tíðkast hvergi lengur nema í afskekktum, fá- mennum samfélögum á jaðar- svæðum hins siðmenntaða heims. Þannig lifa, til dæmis, ennþá leif- ar af þessum sið í fjarlægustu af- dölum Kúrdistan og afskekktustu eyðimerkursvæðum í suðurhluta Íraks, en einnig á kristnum svæð- um eins og Sikiley og á einhverj- um af grísku eyjunum. Heiðurs- morð eru ekki til siðs á nokkrum þeim stað sem þróun siðmenning- arinnar og armur laganna hafa mótað. Þau tíðkast aðeins í „mafískum“ samfélögum þar sem vilji Guðföðurins eða ættarhöfð- ingjans er lög. Bæði í kristnum og múslímsk- um ríkjum hefur þessum glæp verið útrýmt að mestu. Viðhorf yfirvalda til heiðursmorða eru ná- kvæmlega þau sömu í Kaíró, Bagdad og Damaskus eins og í Róm, Reykjavík og Washington. Ekki einu sinni í Mekka eru heið- ursmorð látin óátalin. Þau eru glæpur, hvort sem vísað er til Biblíunnar eða Kóransins. Sá yðar sem syndlaus er... Með orðum sínum móðgar biskupinn og auðmýkir múslíma, trú þeirra og ríki jafn svívirðilega og ef honum sjálfum og kirkju hans væri kennt um útburð ung- barna, glæp sem enn hefur ekki tekist að útrýma úr hinum kristnu samfélögum Vesturlanda. Enn berast fréttir um ungbarnalík í ruslagámum og á sorphaugum hins kristna heims. Hvít börn kristinna foreldra. Enginn kennir trúarbrögðum biskups um. Það eru margir svartir blettir á ferli kristinnar kirkju og bisk- upinum væri nær að skúra það musteri sem hann er settur til að gæta en að ausa óhroða á þá með- bræður sína sem kjósa að ákalla Guð sinn undir öðrum merkjum en hann heldur sjálfur á loft. Skammastu þín herra Karl – og gerðu yfirbót. ■ Umræðan SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ■ alþingismaður skrifar um Ríkisútvarpið. Umræðan SIGURÐUR HEIÐAR JÓNSSON ■ skrifar um ummæli biskups Íslands í fjöl- miðlum. Gerðu yfirbót herra Karl Björgum ríkisútvarpinu Umræðan Þeir eru oft óknyttastrákar semberja höfðinu við stein aftur og aftur er þeir fremja sömu stráka- pörin og halda að þeir komist upp með þau. En útúrsnúningaflan Öss- urar Skarphéðins- sonar í Fréttablað- inu í síðustu viku er með endemum. Um þarsíðustu helgi komst Össur í frétt- irnar staddur hér á Akureyri með hug- leiðingar sínar um þróun í sjávarút- vegi á þessu ári og þóttist hann hróðug- ur þá hafa svarað rökstuddum og framsettum skoð- unum fyrrverandi framkvæmda- stjóra ÚA sem birtust í fréttabréfi ÚA í vor. Reyndar leitaðist fram- kvæmdastjórinn við að leiðrétta þann misskilning sem gætti í um- fjöllun Össurar í fréttum ljósvaka- fjölmiðlanna um helgina, en Össur bítur höfuðið af skömm sinni með því að færa hugsanir sínar í letur. Ekki er nóg með að Össur skrifi eigin skoðanir heldur tekur hann og snýr út úr orðum sem sett voru fram í fréttabréfinu, þar sem fjall- að var um óvissu í starfsemi fisk- vinnslu ÚA ef veiðar og vinnsla yrðu aðskilin. Ánauð afskipta Það er viðtekin venja hjá flest- um sem standa í fyrirtækjarekstri að meta styrk og veikleika fyrir- tækjanna, tækifæri og ógnanir sem viðkomandi atvinnugrein býr við. Í alþjóðlegum samanburði er jafnan horft til stöðugleika í stjórnmálum, því óvissa um lagalegt umhverfi er vissulega ógn við stöðugleika at- vinnugreinar. Það sagði fram- kvæmdastjóri ÚA í vor. Svo hélt Össur áfram og minntist á upp- sagnir sem forsvarsmenn Brims gripu til í ljósi vaxandi samkeppni á markaði með tvífrystan fisk (framleiðsla Jökuls í samkeppni við kínverska vinnslu) og gengis og verðþróunar annarra afurða (sem framleiddar hafa verið á Seyðis- firði). Þessu hefur framkvæmda- stjórinn einnig svarað. Staðreyndin er sú að þar sem íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki keppa á alþjóðlegum markaði þar sem brugðið getur til beggja vona, bætir óhófleg af- skiptasemi stjórnvalda af starfs- greininni ekki úr skák. Allir geta séð að ef aðskilnaður veiða og vinnslu hefði reynst fyrirtæki á borð við Brim þungur í skauti væri íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um erfiðara um vik að bregðast við markaðslegum breytingum á al- þjóðlegum vettvangi með sjávaraf- urðir, að þeirri breytingu yfirstað- inni. Þá væri hæpið að sjávarút- vegsfyrirtæki sem hefði lagt niður hefðbundna frystingu á einum stað væri fært um að opna þar saltfisk- verkun stuttu síðar, eins og raunin er með Raufarhöfn. Engar skyndilausnir Össur reyndi að spila á þá óvissu sem hefur verið keyrð áfram af Fréttablaðinu um framtíð Brims og ruglar saman hugmynd- um um stjórnvaldsbreytingar, sem kynntar voru af stjórnarandstöðu- flokkunum í vor, við vangaveltur um hugsanlegar breytingar á eign- arhaldi Brims sem hafa verið fyrirferðarmiklar í Fréttablaðinu. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Brims var vatnsglass stormurinn lægður. Því skyndiákvarðanir skila litlum árangri, mikilvægar ákvarðanir þurfa að vera vel ígrundaðar. Ef eitthvað var ákveð- ið á áðurnefndum stjórnarfundi þá var það sú ítrekun. Undirritaður hefur fylgst með breytingum sem orðið hafa hjá ÚA síðan hann starfaði þar fyrir nokkrum árum og rýndi þá í fréttabréf fyrirtækisins og veit því vel að Össur pantar frétta- bréfin ekki, þau koma út vikulega óháð hótfyndni stjórnmála- manna. ■ Össur vill bréf Andsvar ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON ■ sjávarútvegsfræðingur og formaður Hins Ís- lenzka Sjávarútvegs- fræðafélags skrifar um fiskvinnslu ÚA. ■ Staðreyndin er sú að þar sem íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki keppa á alþjóð- legum markaði sem brugðið getur til beggja vona, bætir óhófleg af- skiptasemi stjórnvalda af starfsgreininni ekki úr skák. ■ Biskupinn yfir Íslandi veit að heiðursmorð eiga ekki rætur sínar í íslömsk- um sið, eða nokkrum öðrum trúarbrögðum. Þessi ódæðis- verk eru leifar af ævafornum siðvenjum sem eru eldri en bæði kristni og íslam. Nú fást Cusinart heimilistækin loksins á Íslandi! Blandarar, töfrasprotar, kaffivél, brauðrist o.fl. Hágæða tæki fyrir þá sem gera kröfur um gæði og glæsilegt útlit. Þú færð Cusinart í Byggt og Búið, Kringlunni og Smáralind

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.