Fréttablaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.10.2003, Blaðsíða 6
6 23. október 2003 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76,15 -0,50% Sterlingspund 128 0,02% Dönsk króna 11,97 -0,15% Evra 88,98 -0,13% Gengisvísitala krónu 125,89 0,14% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 292 Velta 3.261,7 milljón ICEX-15 1.882,26 0,86% Mestu viðskiptin Fjárfestingarf. Straumur 265.760.654 Pharmaco hf. 216.078.263 Landsbanki Íslands hf. 175.790.514 Kaupþing Búnaðarbanki hf.111.549.810 Bakkavör Group hf. 94.645.863 Mesta hækkun Austurbakki hf. 3,27% Kögun hf. 1,94% Líftæknisjóðurinn hf. 1,89% Opin Kerfi Group hf. 0,54% Mesta lækkun Pharmaco hf. -3,13% Bakkavör Group hf. -2,41% SÍF hf. -2,00% Sæplast hf. -1,35% Samherji hf. -1,14% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.624,1 -1,3% Nasdaq* 1.907,3 -1,7% FTSE 4.285,6 -1,5% DAX 3.513,9 -1,9% NK50 1.365,5 -0,6% S&P* 1.032,9 -1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver er leiðtogi Sinn Fein, stjórn-málaafls Írska lýðveldishersins? 2Hvað heitir töframaðurinn sem lokaðisig inni í plexiglerbúri yfir Thames- ánni í London í 44 daga? 3Hvaða fyrrum þingmaður Sjálfstæðis-flokks sneri aftur í flokkinn á dögun- um eftir hálfs árs fjarveru úr flokknum? Svörin eru á bls. 47 Ný rannsókn á kynlífsmarkaðnum á Íslandi: Eyða milljarði í kynlífsiðnaðinn KYNLÍFSMARKAÐUR Kynlífsmarkað- urinn á Íslandi veltir að lágmarki einum milljarði króna á ársgrund- velli. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir Jafnréttisnefnd Reykjavíkur- borgar. Markmiðið var að kort- leggja ungan en vaxandi kynlífs- iðnað hérlendis en til hans teljast meðal annars nuddstofur, vændi, myndbönd, símaþjónusta og nekt- ardansstaðir. Rannsóknin leiðir ekki einung- is í ljós að karlmenn eru helsti markhópur kynlífsiðnaðarins hér á landi, heldur eru það einnig karlmenn sem reka og stjórna þeim fyrirtækjum sem bjóða þá kynlífstengda þjónustu sem er í boði hérlendis. „Kastljósinu hefur alltaf verið beint að konum,“ segir Drífa Snæ- dal viðskiptafræðingur, en hún vann verkefnið fyrir Jafnréttis- nefndina. „Þær eru og hafa verið táknmynd kynlífs og klámiðnaðar á Íslandi. Þrátt fyrir það eru það karlmenn sem undantekningar- laust standa á bak við þennan iðn- að. Þessari ímynd viljum við gjarna breyta.“ ■ Viðskipti stöðvuð og reikningi lokað VIÐSKIPTI Lögmaður sláturhússins Ferskra afurða undrast mjög framgöngu Kaupþings Búnaðar- banka í máli sláturhússins en því var hafnað um áframhaldandi greiðslustöðvun í Héraðsdómi Norðurlands vestra í fyrradag. „Niðurstaða úrskurðarins er sú að fyrirtækið geti lítið gert nema semja við Búnaðarbankann um sínar skuldir,“ segir Stein- grímur Þormóðsson, lögmaður Ferskra afurða. „Það er náttúr- lega alveg rétt að fyrirtækið er mjög háð bankanum.“ Steingrímur segir að rekstur fyrirtækisns hafi ekki gengið sérlega vel á fyrri hluta ársins, en í maí hafi orðið breyting á því. „Þá var gerður samningur við Bónus og Europrís, sem ráða yfir 80% af kjötmarkaðnum. Eftir það seldi fyrirtækið fyrir um 30 milljónir króna á mánuði fyrir utan virðisaukaskatt en þegar komið er fram í september setur bankinn fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar. Hann sendi viðskiptavin- um bréf þar sem farið er fram á að þeir kaupi ekki kjöt af fyrir- tækinu að svo stöddu.“ Steingrímur segist ekki skilja hvers vegna bankinn hafi gert þetta því ef fyrirtækið hefði fengið að selja áfram óáréitt væri staðan önnur en hún er í dag. Fyrirtækinu hefði án efa tekist að minnka birgðirnar og skuldirnar verulega. Hann segir að í júlí hafi bankinn lokað veltu- reikningi fyrirtækisins og aftur um miðjan ágúst. „Það gefur augaleið að það er erfitt að reka fyrirtæki við þess- ar aðstæður. Ég myndi telja þetta óeðlilega viðskiptahætti en bank- inn hefur sjálfsagt aðra skoðun á því.“ Aðspurður hvort eitthvað ann- að en gjaldþrot blasi við fyrir- tækinu segir Steingrímur: „Það er verið að meta stöðuna. Hún er náttúrlega ekki góð og ljóst að það þarf að fara í einhverja nauðasamninga.“ Einn helsti samkeppnisaðili Ferskra afurða er Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins grunar forráðamenn Ferskra afurða að Kaupfélagið komi á einhvern hátt inn í málið þar sem kaupfélagsstjórinn, Þórólfur Gíslason, situr einnig í bankaráði Búnaðarbankans. trausti@frettabladid.is Öryrkjadómurinn: Lítil áhrif á efnahag EFNAHAGSMÁL Ekki er gert ráð fyr- ir því að það hafi mikil áhrif á efnahagslífið að ríkið þurfi að greiða einn til einn og hálfan milljarð króna til öryrkja vegna dóms Hæstaréttar í síðustu viku. Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, segir að gert sé ráð fyrir því að útgjöldin aukist á fjáraukalögum þessa árs og þar af leiðandi sé gert ráð fyrir minni afgangi af ríkissjóði en búist var við. Aðalatriði í þessu máli sé að hér sé um greiðslu í eitt skipti að ræða og þar af leiðandi breytist ekki aðrar forsendur. ■ FLUGSTÖÐIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI 130 flugvirkjar Flugleiða á Keflavíkurflug- velli hafa hótað verkfalli í næstu viku. Flugvirkjar hjá Flugleiðum: Vongóðir um lausn KJARAMÁL „Vonandi verður ekki verkfall. Það eru nokkrir dagar til stefnu og við höfum góða von um að þetta lagist,“ segir Kristján Kristinsson, sem leiðir samninga- nefnd flugvirkja hjá Flugleiðum í kjaraviðræðum við Samtök at- vinnulífsins. Flugvirkjar hafa hót- að fyrsta verkfalli sínu í 50 ár í næstu viku, sem myndi leiða til þess að millilandaflug Flugleiða stöðvaðist. Kristján segir viðræðurnar mjakast í rétta átt og að fundirnir verði lengri með hverjum degin- um. „Skrúfan er að herðast. Síð- ustu skrefin eru alltaf þyngst,“ segir hann. ■ Lögreglan á Húsavík: Skyttur virða veiðibann LÖGREGLAN Lögreglan á Húsavík fór upp á fjöll og heiðar til að at- huga hvort rjúpnaveiðibannið væri virt. Á hálendinu sáust för eftir bíla og mannaferðir en engar byssur. Segir lögreglan skytturn- ar allt eins hafa getið verið á ferð- inni til að skoða fuglana og láta sig dreyma og ekki sé ástæða til annars en að halda að bannið sé virt í hennar umdæmi. ■ Snjóbræðslurör 25 mm PEM–hitaþol 50°/5bar 8120400 39kr./m57 kr./m Nú fást snjóbræðslurör í innkeyrsluna eða göngustíginn á ótrúlega góðu verði Lögmaður Ferskra afurða segir viðskiptahætti Kaupþings Búnaðar- banka óeðlilega. Bankaráðsmaður er kaupfélagsstjóri eins helsta keppi- nautarins. Í athugun er hvort bjarga megi fyrirtækinu frá gjaldþroti. BANKARÁÐ BÚNAÐARBANKANS Héraðsdómur Norðurlands vestra féllst í fyrrdag á kröfu Kaupþings-Búnaðarbanka um að greiðslustöðvun Ferskra afurða yrði ekki framlengd. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Drífa Snædal og Hildur Jónsdóttir kynntu niðurstöðurnar úr rannsókn Jafnréttis- nefndar Reykjavíkurborgar um kynlífsmark- aðinn hér á landi. SAMRUNI Í HUGBÚNAÐI Hugbún- aðarfyrirtækin Landsteinar og Strengur hafa gengið frá samn- ingum um sameiningu og munu hér eftir heita Landsteinar Strengur. ■ Viðskipti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.