Fréttablaðið - 27.10.2003, Side 12
12 27. október 2003 MÁNUDAGUR
FYLGST MEÐ MATARGJÖFUM
Lítill drengur og hundurinn hans fylgjast
með útdeilingu matargjafa í Zimbabve.
Mannréttindasamtök segja ríkisstjórn
Zimbabve neita pólitískum andstæðingum
sínum um matargjafir, en um helmingur
íbúa Zimbabve sveltur.
Ný byggð á Hrólfsskálamel og Suðurströnd á Seltjarnarnesi:
Uppdráttur tilbúinn upp úr áramótum
SKIPULAG Undirbúningur að upp-
byggingu á Hrólfsskálamel og
Suðurströnd á Seltjarnarnesi er
sagður ganga vel.
Á Hrólfsskálamel verður
íþróttavöllur og íbúabyggð
ásamt takmörkuðu atvinnuhús-
næði. Á Suðurströnd verður ein-
göngu íbúabyggð. Samtals verða
nýju íbúðirnar 180 talsins.
Seltjarnarnesbær hefur
samið við VSÓ Ráðgjöf ehf. og
Hornsteina Arkitekta ehf. um
ráðgjöf og þróun lausna vegna
uppbyggingarinnar. VSÓ sér um
verkfræðiráðgjöf en Hornstein-
ar í samvinnu við Schmidt,
Hammer og Lassen um ráðgjöf
varðandi arkitektúr. Fyrstu hug-
myndir að skipulagi eiga að lig-
gja fyrir til skoðunar í byrjun
næsta árs.
„Markmiðið með þessum
hluta verkefnisins er að tryggja
skilyrði fyrir heppilegum vexti
bæjarins í takt við þarfir íbú-
anna auk þess að tryggja bæjar-
félaginu og þar með íbúum þess,
eðlilegar tekjur vegna sölu á
byggingarlandi,“ segir í tilkynn-
ingu Seltjarnarnesbæjar.
Framundan er ýmis konar
áætlanagerð; gerð viðskipta-
áætlunar fyrir verkefnið, tíma-
áætlanir, kostnaðaráætlanir og
mat á hagkvæmni: „Hugað verð-
ur að heppilegustu samsetningu
íbúðastærða og íbúðagerða
ásamt því að þróuð verða bygg-
ingarform og -gerðir.“ ■
Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppsspítala, um tilhögun nauðungarvistana:
Leyfi dómsmálaráðuneytis
þarf til nauðungarvistunar
NAUÐUNGARVISTUN Dómsmálaráðu-
neytið þarf að gefa út leyfi fyrir
nauðungarvistun, sem má aldrei
vera lengur en 21 dagur og styt-
tri ef yfirlæknir telur einstakling
ekki þurfa á svo löngum tíma að
halda,“ segir Halldór Kolbeins-
son, yfirlæknir á Kleppsspítala,
um tilhögun nauðungarvistana.
Halldór segir að í langflestum
tilvikum eftir nauðungarvistun
nái sjúklingurinn þokkalegum
bata og haldi sjálfviljugur áfram
í meðferð. Fyrst og fremst sé
gripið til nauðungarvistunar
vegna geðsjúkdóms sem hefur
mjög svæsin geðrofseinkenni
með svo alvarlegum einkennum
að sjúklingurinn áttar sig ekki á
því að hann sé með sjúkdóm. Í
slíkum tilvikum þarf að taka til
ferlisskerðingar í einhvern tíma.
Það sama á við um ástand sem
jafngildir mjög alvarlegum geð-
sjúkdómi þá er um að ræða mikil
geðrofseinkenni, skert raunveru-
leikaskyn og ekkert raunsæi.
„Fólk getur verið haldið svo al-
varlegum eitrunaráhrifum af
völdum áfengis eða lyfja að það
tapar öllum tengslum en það er
yfirleitt í mjög stuttan tíma.“
Halldór segir að dómsmála-
ráðuneytið verði að gefa leyfi til
nauðungarvistunar. Hins vegar
geti verið að sjúklingur sé lagður
inn í einn til tvo sólarhringa á
meðan eitrunaráhrif ganga yfir.
Hann segir að á þeim tíma sé
gerð ákveðin frelsissvipting svo
hægt sé að rannsaka einstakling-
inn hvort um er að ræða blæð-
ingu í heila, flog eða annað sem
gæti hafa leitt til sturlunar.
Halldór segir sjálfræðissvip-
ingu þýða að viðkomandi ráði
ekki sínum samastað. Samkvæmt
lögum er einstaklingurinn nánast
orðin 15 ára. Í þeim tilvikum fer
vistun fer ekki fram nema með
fullu samþykki forráðamanns
sem er svo látinn vita þegar vist-
uninni lýkur.
Halldór segir að á nokkrum
dögum eða vikum sé hægt að af-
eitra líkamann sem dugir
skammt ef hugurinn fylgir ekki
með.
hrs@frettabladid.is
REIKNHILDUR
Reiknilíkanið Reiknhildur slær í gegn hjá
viðskiptavinum Tryggingastofnunar.
Tryggingastofnun:
Ný reiknivél
á Netinu
TRYGGINGAMÁL Ný reiknivél sem
sett hefur verið upp fyrir lífeyris-
þega á heimasíðu Tryggingastofn-
unar hefur vakið ánægju hjá við-
skiptavinum stofnunarinnar.
Ásdís Eggertsdóttir hjá Trygg-
ingastofnun segir að hægt sé að
setja mismunandi forsendur um
árstekjur, eignir, hjúskaparstöðu,
heimilisaðstæður og fleira inn í
Reiknhildi sem skilar síðan niður-
stöðu um upphæð lífeyris-
greiðslna.
Ásdís segir að fjölmargir hafi
nú þegar notað sér kosti Reikn-
hildar. „Fólk sem er til dæmis að
hætta á vinna og er að fara á eft-
irlaun getur slegið inn sínar upp-
lýsingar og kannað stöðu sína,“
segir hún. ■
SJÖ DREPNIR Í ÁTAKI GEGN
FÍKNIEFNUM Venesúelskar her-
sveitir drápu sjö vopnaða menn í
átaki gegn eiturlyfjum sem nú
stendur yfir, en talið var að
mennirnir hefðu undir höndum
marijúana og kókaín í litlum
fiskibáti. Mikið magn fíkniefna
fer ár hvert gegnum Venesúela á
leið frá Kólumbíu til Bandaríkj-
anna og Evrópu.
HRÓLFSSKÁLAMELUR
Seltjarnarnesbær segist með uppbyggingu á Hrólfsskálamel og Suðurströnd meðal annars
vilja tryggja bæjarfélaginu „eðlilegar tekjur vegna sölu á byggingarlandi.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL M
HALLDÓR KOLBEINSSON
Halldór segir afeitrun duga skammt eina
og sér, hugurinn verði að fylgja með.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ Suður-Ameríka
Flogið frá Akureyri
og Egilsstöðum:
Innanlands-
flug til
Keflavíkur
SAMGÖNGUR Flugfélag Íslands
hefur bætt við nýjum ákvörðun-
arstað innanlands en félagið býð-
ur nú upp á reglubundið áætlun-
arflug frá Akureyri og Egilsstöð-
um til Keflavíkur. „Tímasetning-
ar flugsins eru miðaðar við
mögulegt tengiflug við útlönd“,
segir Jón Karl Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Ís-
lands. „Flogið verður alla sunnu-
daga og fimmtudaga til að byrja
með, en gert er ráð fyrir að ferð-
um verði fjölgað ef viðbrögð við
þessari nýju þjónustu verða góð.
Ástæða þess að þetta nýja flug er
nú sett upp eru óskir viðskipta-
vina um að komast beint út á
land án þess að þurfa að hafa við-
komu í Reykjavík og nú þegar
hafa fyrstu viðbrögð fyrirtækja
við þessari nýbreytni verið mjög
góð.“ ■
Óvopnaðir borgarar
drepnir handahófskennt
Bandarísk hersveit drap hundruð óvopnaðra borgara á hásléttu Víetnams árið 1967. Upplýsing-
um um málið hefur verið haldið leyndum fyrir almenningi til þessa. Bandaríski herinn segir ekki
hægt að sækja neinn til saka þar sem sönnunargögn skorti.
VÍETNAM, AP Bandarísk hersveit
sem starfaði stjórnlaust í fjall-
lendi Víetnams, í nágrenni
þorpsins Hanh Thien, meðan
Víetnamstríðið var í algleym-
ingi drap hundruð Víetnama, að-
allega konur, börn og eldri borg-
ara. Atburðirnir áttu sér stað á
sjö mánaða tímabili árið 1967,
að því er fram kom í litlu banda-
rísku dagblaði, The Blade, sem
gefið er út í borginni Toledo í
Ohio.
Grein blaðsins hefur vakið
gríðarlega athygli í Bandaríkj-
unum, Að því er segir í blaðinu
ferðuðust fallhlífahermenn um
svæðið og drápu óvopnaða
bændur, konur þeirra og börn,
auk þess að pynta og limlesta
fórnarlömbin. Fórnarlömb voru
hálshöggvin af minnsta tilefni,
meðal annars ungbarn vegna
hálsmens sem það bar og
unglingur vegna strigaskóna.
Skotið var handahófskennt á
óvopnaða borgara í sveitum
landsins. „Ef þeir hlupu í burtu
skutum við þá, og ef þeir hlupu
ekki í burtu skutum við þá
samt,“ segir Rion Causey, einn
liðsmanna hersveitarinnar.
Ástæða þess að starfsemi sveit-
arinnar fór úr böndunum er rak-
ið til yfirmanns hersveitarinnar,
James Hawkins. „Hann naut
þess að drepa,“ er haft eftir ein-
um undirmanna hans. Hawkins
ver enn atburðina sem gerðust í
stríðinu. „Ég sé ekki eftir
neinu,“ segir hann.
Háttsettir yfirmenn innan
bandaríska hersins létu drápin
annaðhvort afskiptalaus eða
hvöttu til þess að þeim yrði
haldið áfram. Einn yfirmanna
herdeildarinnar, Gerald Bruner,
beindi þó þeim fyrirmælum til
manna sinna að hætta að skjóta
á almenna borgara. Í kjölfar
þess var hann ávítaður af yfir-
manni sínum og þeim tilmælum
beint til hans að fara á fund sál-
fræðings.
Rannsókn málsins stóð yfir í
fjögur ár án þess að nokkur
væri ákærður. Almenningur var
aldrei upplýstur um atburðina,
og eru skjöl tengd rannsókninni
enn leynileg. Fyrr í vikunni lýsti
bandaríski herinn því yfir að
hann skorti sönnunargögn til að
sækja þá sem flæktir eru í mál-
ið til saka. Að sögn The Blade
var þó talið að hundruð óvopn-
aðra borgara hefðu verið drep-
in. Ekki er þó vitað nákvæmlega
hversu margir týndu lífi í blóð-
baðinu.
helgat@frettabladid.is
BLÓÐBAÐ Í VÍETNAM
Huynh Thi Gioi, 67 ára gömul bóndakona
frá Hanh Thien þorpinu í Víetnam, á akri
sínum þar sem bandarískir hermenn
drápu sex ára gamlan son hennar árið
1967.