Fréttablaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 16
16 27. október 2003 MÁNUDAGUR 15.00 Jóakim Arason frá Seljalandi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. ■ Afmæli Flosi Ólafsson leikari, 74 ára. Jens Hansson saxófónleikari, 40 ára. Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri, 55 ára. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, 53 ára. Ídag eru liðin 135 ár frá þvíbandaríski herforinginn George Armstrong Custer réðst ásamt mönnum sínum í dögun á friðsælt indjánaþorp við Washita-fljótið og slátraði þar rúmlega hundrað manns, þar á meðal fjölda kvenna og barna. Custer hafði fyrr um árið hlot- ið dóm fyrir liðhlaup og illa með- ferð á hermönnum sínum. Hann var sviptur tign sinni í eitt ár, en hlaut hana á ný eftir tíu mánuði úti í kuldanum. Hann var fenginn til að stjórna aðgerðum gegn cheyenne-indjánum, sem höfðu gert árásir á hvítingja um sumar- ið. Ekkert hafði gengið að hafa uppi á þessum árásargjörnu frum- byggjum. Custer þóttist heldur betur hafa gripið í feitt þegar hann sá þorp cheyenne-indjána og fyrirskipaði strax árás án þess að kynna sér aðstæður í þorpinu fyr- irfram. Þar bjó hópur indjána sem eng- an áhuga hafði á að lenda í útistöð- um við Bandaríkjamenn. Hermennirnir voru fljótir að ljúka sér af enda mættu þeir lítilli mótspyrnu. Þessari árás var strax fagnað sem fyrsta stórsigrinum í baráttu Bandaríkjamanna gegn frumbyggjum landsins. Orðstír Custers óx mjög í kjölfarið. ■ ■ Andlát Karólína Björnsdóttir frá Mallandi á Skaga, lést þriðjudaginn 14. október. Út- förin fór fram í kyrrþey. ■ Jarðarfarir 13.30 Jóhann Sigurðsson, fyrrum skip- stjóri frá Svanhóli Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Laufey Stefánsdóttir frá Munka- þverá, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. Þeir unglingar sem mæta eruflestir búnir að heyra mikið um karate og um hvað það snýst,“ útskýrir Dong Quing Guan hjá Heilsudrekanum á afbragðs ís- lensku með sterkum kínverskum hreim. „Karate er ein tegund af Kung-Fu.“ Á vegum Heilsudrekans hafa síðustu vikur verið stödd hér á landi Kung-Fu-meistararnir Wen Tai Feng og Zhang Su Hong. Quing segir það stundum vera erfitt að fá meistara hingað til lands og því sé mikill fengur af þeim. Það Kung-Fu sem kennt er í Heilsudrekanum á þó lítið skylt við þau blóðugu slagsmál sem sjást í kvikmyndinni Kill Bill sem nú er í bíó: „Slíkt er vont bíó og ég þoli ekki svona myndir,“ segir Quing. „Það er engin list. Margar Kung-Fu myndir eru þó flottar. Eins og Hidden Dragon, Crouching Tiger eða Hero. Í þeim er að finna heimspeki.“ ■ Tímamót KUNG-FU ■ Í Heilsudrekanum, Ármúla, hafa tveir Kung-Fu-meistarar kennt sjálfsvarnar- íþróttina. Kung-Fu-meistarar á Íslandi Ég ætla að njóta þess að geraekki neitt þennan dag. Það er helst að ég komi með köku í vinn- una og bjóði vinnufélögunum í til- efni dagsins,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og kynlífsráðgjafi, sem er 43 ára í dag. Jóna Ingibjörg starfar á Land- spítala geðsviði og vinnur þar að meðferðarmálum. Auk þess rekur hún eigin stofu úti í bæ og tekur þar á móti fólki sem hún veitir kynlífsráðgjöf. „Ég er farin að hugsa ráðgjöfina öðruvísi en í upphafi og lít á hana sem eðlilega togstreitu sem kemur upp í mörg- um samböndum. Fólk kemur til mín til að fá sýn annarra á hvað það er að fara í gegnum og hvern- ig það getur sem best ráðið fram úr því. Menn eru ekki alltaf með það á hreinu hvað er eðlilegt kyn- líf. Margir halda að þeir séu að takast á við eitthvað einstakt,“ segir Jóna Ingibjörg og bætir við að vandamálin komi oft upp þegar mesta spennan sé farin úr sam- bandinu. Hún segir það eðlilegt að upp komi togstreita í löngum sam- böndum. „Nei, fólk er ekkert feimið við að koma þegar það hef- ur tekið ákvörðun um það. Þvert á móti verður það hissa á því hve auðvelt er að ræða um þessa hluti,“ segir Jóna Ingibjörg. Afmælisdagar Jónu Ingibjargar í gegnum tíðina hafa verið með ýmsum móti. Þegar hún var barn var jafnan haldið upp á daginn og hún segir ekki hafi verið laust við að hún fylltist kvíða þann dag. „Ég var alltaf svo hrædd um að krakkarnir sem ég hafði boðið létu ekki sjá sig þannig að minning mín er fremur bundin ótta en gleði. Eftir að ég varð fullorðin hef ég haldið upp á stórafmæli og ætla mér örugglega að halda upp á fimmtugsafmælið,“ segir Jóna Ingibjörg sem nýtur þess að ganga á fjöll þegar hún á frí og lesa góðar bækur. ■ Afmæli JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ■ Hún ætlar kannski að bjóða vinnu- félögum upp á köku í tilefni dagsins en þegar hún verður fimmtug ætlar hún örugglega að hafa meira við. JIMI HENDRIX Gítarhetjan hefði orðið 61 árs í dag. 27. október ■ Þetta gerðist 1537 Jane Seymour, þriðja eiginkona Hinriks 8. Englandskonungs, deyr tólf dögum eftir að hafa alið Játvarð prins, sem síðar varð Játvarður sjötti, konungur Eng- lands. 1648 Þrjátíu ára stríðinu lýkur með friðarsamkomulagi og hruni Hins heilaga rómverska keisaraveldis. 1786 Skoska þjóðskáldið Robert Burns hættir við að flytja til Jamaíka. 1945 Sameinuðu þjóðirnar verða form- lega að veruleika þegar stofn- samningur þeirra tekur gildi. 1954 Fyrrverandi embættismaður í Bandaríkjunum, Alger Hiss, gengur út úr fangelsi frjáls mað- ur eftir að hafa afplánað 44 mánuði af dómi sem hann hlaut fyrir njósnir. GEORGE ARMSTRONG CUSTER Þótti heldur betur hafa unnið frækinn sigur þegar hann myrti hundrað manns í friðsælu indjánaþorpi á fáeinum klukkustundum. ÁRÁS Á INDJÁNA ■ Rúmlega hundrað manns, þar á meðal konur og börn, voru myrt í indjánaþorpi við bakka Washita-fljótsins 27. október 1868 Afmælisminning bundin kvíða ZHANG SU HONG OG WEN TAI FENG Tveir Kung-Fu-meistarar hafa verið hér á landinu á vegum Heilsudrekans. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Fólk er ekki feimið að leita til mín og verður reyndar hissa á því hve auðvelt er að tala um vandamálin í kynlífinu þegar á reynir. Fjöldamorð á frumbyggjum Ameríku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.