Fréttablaðið - 08.12.2003, Síða 26

Fréttablaðið - 08.12.2003, Síða 26
Þeir Benedikt Lafleur og ÞórMagnús Kapor opnuðu í gær myndlistarsýningar í Húsi málar- anna við Eiðistorg. Þór Magnús, sem er Króati að uppruna, nefnir sýningu sína Annað föðurland Ís- land. Benedikt sýnir aftur á móti ný- stárlega tréskúlptúra sem hann hefur gefið yfirskriftina „Nýja landmótskenningin“. „Þetta er huglægt andsvar gegn landrekskenningunni,“ útskýrir Benedikt. „Hugmyndin er sú að þetta feli í sér meiri nánd milli manna. Ég er þarna að fjalla bæði um nálgun manna á milli og nánd mannsins við umhverfið.“ Á Þorláksmessu hyggst Bene- dikt síðan afhjúpa í Húsi málaranna innsetningu, sem hann nefnir Hvíti indjáninn. „Þá verð ég með indjánatjald og fleiri verk sem mynda eina heild. Indjánar kölluðu hvíta listamenn stundum „hvíta indjána“. Þótt ég tengi mig oft við Krist finnst mér ég vera indjáni í mér. Ég er mjög hrifinn af þeirri andlegu leit sem hefur mátt finna í menningu indjá- na og hefur smitað marga á Vestur- löndum.“ Benedikt hefur mörg járn í eld- inum og lætur sér ekki nægja að stunda myndlistina, þótt hann hafi tekið þátt í á fjórða tug myndlistar- sýninga. Eftir hann liggja fimm út- gefin skáldverk og óútgefið á hann í fórum sínum meðal annars ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit. Nýverið stofnaði hann sitt eigið bókaforlag Lafleur-útgáfuna sem hefur sent frá sér tvær bækur eftir Gunnar Dal og ljóðbók eftir Geir- laug Magnússon. Benedikt hefur hug á að gefa út fleiri bækur eftir rithöfunda á borð við Ásdísi Ólafs- dóttur, Hörð Gunnarsson, Gunnar Andrésson, Ágúst Borgþór Sverris- son og Guðmund Björgvinsson. „Ég er líka að skrifa kvikmynda- handrit og gera stuttmynd með Jóni Karli Helgason, þeim hinum sama og gerði, ásamt Þóru Fjeldsted, myndina um Helga Hóseasson,“ segir Benedikt og er greinilega á þeysispretti þessa dagana. ■ ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Björn Steinar Sólbergs- son organisti heldur hádegis- tónleika í Akur- eyrarkirkju. Á tónleikunum flytur hann Ci- acona í f-moll og Partítu eftir Johann Pachelbel og Konsert í h-moll eftir Walther/Vivaldi. Lesari á tónleikun- um er Heiðdís Norðfjörð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir vel- komnir.  18.30 Óperudeild Tónlistarskólans á Akureyri sýnir óperuna Hans og Grétu eftir Engilbert Humperdinck í Ketilhúsinu á Akureyri.  20.30 Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur og Kvenna- kórinn Vox fem- inae halda aðventutónleika í Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Mar- grét J. Pálmadótt- ir. Einnig koma fram með kórun- um þau Ástríður Haraldsdóttir, org- el, Gróa Hreins- dóttir, stjórnun og orgel, Hjörleifur Valsson, fiðla, og Stefán S. Stefánsson, slagverk. ■ ■ FYRIRLESTRAR  20.00 Viðar Hreinsson bók- menntafræðingur flytur fyrirlestur um Stephan G. Stephansson og menntun- ina. Fyrirlesturinn verður fluttur í hús- næði Háskólans á Akureyri að Þingvalla- stræti, í stofu 24. Allir velkomnir! ■ ■ FUNDIR  20.00 Hundabókin kynnt á Súfist- anum í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi. Guðrún R. Guðjohnsen segir nokkur orð um hundarækt og -uppeldi og Brynja Tomer, þýðandi bókarinnar, ræðir um hunda og jólin. Ennfremur verða sýndar ljósmyndir af hundum sem Jón Svavarsson ljósmyndari hefur tekið gegnum tíðina. Aðgangur er ókeypis og dagskráin er öllum opin, sérstaklega þó áhugamönnum um hunda og hunda- rækt. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. 26 8. desember 2003 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 DESEMBER Mánudagur ■ MYNDLISTARSÝNING Hvítur indjáni á þeysispretti Be s t is k y n d i - bitinn er náttúrlega Gleym mér ei á Vita- bar,“ segir ungskáldið Sölvi Björn Sigurðsson. „Það er svona ham- borgari með gráðostasósu sem ég gleypi stundum í mig á sunnu- dagsmorgnum.“ Bestibitinn vandaðar flíspeysur og vinnufatnaður Klæddu þig vel Fyrr á þessu ári skrifaði égumsögn um fyrstu plötu Peaches þar sem þeirri skífu rak seint hingað til lands seint og hefur reyndar verið illfáanleg síðan. Nú hefur fyrrum kennslu- konan með járntitrarann rótað all verulega upp í tónlistarlífinu, beggja megin við Atlantshafið, og snýr aftur með aðra plötu sína. Peaches er ekkert að skafa utan af hlutunum og einföld, groddaraleg raftónlistin og text- ar náð að fanga athygli tónlistar- manna á borð við Björk, Pink og Iggy Pop sem syngur eitt lag með stúlkunni á nýju plötunni. Titilinn útskýrir Peaches þan- nig að hún sé að reyna snúa karl- rembu upp í andhverfu sína. Inn á milli blótsyrðanna og dóna- skapar leynist því beitt mann- réttindabarátta. Þetta er alvöru uppreisnarseggur og níhilisti sem kærir sig ekkert um mann- orð eða stéttaskiptingu. Maður fær það líka á tilfinninguna að Peaches gæti drukkið Keith Ric- hards undir borðið. Ef við leggjum spilin beint á borðið verður tónlist ekki mikið svalari en þetta. Nýja platan inniheldur fleiri slagara en sú fyrri og telst því betri. Skyldu- eign. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist PEACHES Fatherfucker Tíkin snýr aftur! BENEDIKT LAFLEUR Hefur opnað sýningu á nýstárlegum tréskúlptúrum í Húsi málaranna við Eiðistorg. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SÖLVI BJÖRN SIGURÐSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.