Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 12
12 22. desember 2003 MÁNUDAGUR Í merkri umræðu um meintanskepnuskap olíu-, grænmetis- og tryggingafélaga hafa tveir ráðherr- ar látið ljós sitt skína. Davíð Odds- son forsætisráðherra segir rétti- lega að séu félögin brotleg og hljóti sektir, velti þau sektunum einfald- lega af sér út í verðlag vöru sinnar eða þjónustu og almenningur greið- ir sektirnar Valgerður Sverrisdótt- ir viðskiptaráðherra segir fyrir sitt leyti sektirnar þau viðurlög sem fyrirtækin skilji best. Með fullri virðingu fyrir Davíð og Valgerði get ég ekki skilið þetta enda ekki jafn langskólagenginn og þetta góða fólk. Sem bílstjóri lít ég þannig á að ef ég lendi í árekstri á bíl mínum, er það ég sem hef á ein- hvern hátt orðið valdur að árekstr- inum. Ég gæti hafa verið drukkinn, farið yfir á rauðu eða vanvirt stöðv- unarmerki. Við slíkar aðstæður fengi ég dóm en ekki bíllinn. Ég held að minn skilningur sé jafnvel miklu skynsamlegri en ráðherr- anna - þótt ótrúlegt sé. Ég sé fyrir mér, að ég í reiði tæki skóflu og ræki hana í höfuð manns, væri það ég sem fengi dóm fyrir skráveifu slíka en ekki skóflan. Lengi má velta þessu fyrir sér og ég hefi al- varlega íhugað þetta. Satt að segja get ég ekki sett dæmið þannig upp að það séu fyrirtæki eða stofnun, áhald eða verkfæri eða til dæmis skip eða flugvél sem veldur ólög- mætum fjárútlátum almennings. Enn tek ég dæmi úr eigin rekstri. Ef ég möndla með gjaldmæli bif- reiðar minnar þannig að viðskipta- vinurinn greiði hærra ökugjald en mér er heimilt að taka, er það ég en ekki gjaldmælirinn eða bíllinn sem fremur óhæfuverkið. Ég læt því eftir mér að benda ráðherrunum á það auðmjúkum huga, að líklegt sé að meintar eða hugsanlegar fjárhagslegar skrá- veifur sem félög eru sögð gera al- menningi ekki gerðar af félögunum heldur stjórnendum þeirra. Ekkert olíufélag, tryggingafélag eða græn- metisverslun býr sér til kerfi til að hlunnfara almenning í viðskiptum. Það eru menn, stjórnendur félaga, sem gera slíkt. Hvorki þessir menn né félög sem vitanlega skilja ekki neitt, finna fyrir sektum. Sektirnar geta félögin, eins og Davíð benti réttilega á, velt af sér og yfir á al- menning. Og hvað þá? Það sem þrjótarnir, sem hlunn- fara almenning, skilja og óttast er fangelsisvist. Vist á Kvíabryggju í nokkur ár svo sem stórbrotamenn eiga skilið, væri forstjórum og æðstu stjórnendum fyrirtækja sem hér er um rætt ógnvænleg. Al- menningur á að krefjast fangelsis- vistar á þeim mönnum sem upp- hefja sig í stórkostlegum forstjóra- launum byggðum á stolnum hagn- aði. Fjölmiðlafólk á að reiða að slík- um þrjótum svipuna og dómstólar eiga að loka þá inni. Öll ættum við að hafa í huga að það eru menn en ekki fyrirtæki sem svíkja og stela. Gerum mennina ábyrga, ekki tala þeir svo lítið um hina miklu ábyrgð sem réttlætir svimandi há laun. ■ Smánarskammtar skömmtunarstjóra Forsætisráðherra verður aðgeta hætt með sæmd,“ sagði einn forystusauðurinn niðrá Aust- urvelli hinna týndu. Svartur sauð- urinn má éta það sem úti frýs. „Sjúkur.“ Ekki hrópar hann í auðninni: Öryrkinn verður að geta lifað með sæmd. Heldur heyrir hann rödd hrópanda: Hungraðir eruð þið og ég gef ykkur ekki að eta, þyrstir eruð þið og ég gef ykkur ekki að drekka...“ Og forsætisráðherra verður að eiga val, jarma þeir. Val um hvort hann fái krónur fjögur hundruð eða sjö hundruð þúsund í eftirlaun á mánuði. Val um hvort hann búi á Skildinga- eða Arnarnesinu. Val um hvort hann fari í laxveiðar í Kjós eða skíði á Kerlingarfjöllum um páskana. Val um hvort hann skreppi til Ameríku eða Akureyr- ar um helgi. Val um hvort hann kaupi sér sumarbústað í Flatey eða Fljótshlíð. Val um hversu mörgum hann bjóði heim í veislu á aðfangadag. Val um hvort hann eigi að bjóða upp á skoska rjúpu eða villibráð. Val um hvort hann eigi að gefa sjónvarp eða Play- Station í jólagjöf. Jólahald öryrkjans Öryrkinn á ekki þetta val. Hann á ekki val um annað en að skrimta. Innan fjögurra veggja. Lifandi dauður. Og halda Krists- messu þó til þess eigi hann ekki krónur. Ekki nógu margar. Eftir af þessum tæpu 100 þúsund króna smánarbótum sem hann er hann er dæmdur til að lifa af, lögum samkvæmt. Svo nú situr hann ein- hvers staðar á landinu, þungum þönkum, Jón Jónsson, einstæður faðir tveggja drengja og stritar við að reikna út hvernig hann fái haldið jól. Hann reiknar og hann reiknar, en það er sama hvað hann brýtur heilann: dæmið stemmir ekki. Hann reiknar út að viðbætt- um lífeyri og barnameðlagi og að frádregnum mánaðarlegum út- gjöldum, eigi hann alls eftir krón- ur 60.000 sér og sonum sínum til framfærslu út mánuðinn. Hann þarf ekki að reikna út að hann eigi ekkert eftir fyrir jólagjöfum, geri hann ráð fyrir matarkaupum upp á 2000 krónur per dag. Hann reiknar út að takist honum að merja daglegan matarkostnað niður í 1.500 á dag, þá eigi hann 15 þúsund krónur eftir fyrir öllum hátíðarmatnum og jólagjöfum. Hann reiknar út hvort hann geti hugsanlega lækkað matarkostnað- inn niður í 1000 krónur á dag, en man þá allt í einu eftir því að hann á eftir að greiða desembergjaldið fyrir fótboltanámskeiðið. Hann vantar 20 þúsund upp á... (sem er nokkurn veginn sú upphæð sem stjórnmennin segja þjóðina nú ekki hafa efni á). Í þessum hugs- uðum orðum kemur sonurinn heim úr skólanum, sá eldri, og segir: „Pabbi, þú sem ert svo ljóðelsk- ur, viltu heyra ferskeytlu sem ég var að heyra í skólanum í dag?“ „Lát heyra,“ segir faðirinn „Margur verður af aurum api, árans slíkur ertu gapi, ábati er þinn eini hvati, auðæfi á silfurfati.“ „Svona segir maður ekki um forsætisráðherrann, sonur sæll.“ „Var einhver að nefna hann á nafn? Þetta er tileinkað kaup- þingsmönnum.“ „Þú veist að ég líð ekki níð í mínum húsum.“ „Hvað er þetta pabbi, kanntu ekki að taka djóki?!“ Í því kemur sá yngri inn og segir: „Hæ, pabbi, ég er svangur. Hvað er í hádegismat?“ „Hollur grautur à la amma,“ svarar ungi faðirinn. „Oj, alltaf þessi hafragrautur. Af hverju þarf alltaf að vera hér hafragrautur í öll mál? Eins og það sé ekki nóg að vera alltaf með lélegasta nestið í skólanum? Ég vildi að ég ætti ekki veikan pabba,“ hljóðar 10 ára guttinn um leið og hann æðir inn í stofu og skellir á eftir sér, snöktandi: „Svo hef ég ekki einu sinni eigið her- bergi.“ Faðirinn gengur hægum skref- um að stofuhurðinni, bankar var- færnislega og spyr hvort hann megi koma inn. „Hvað,“ hvín í drengnum. „Böl er blessun í dulargervi,“ segir rússneskt máltæki. „Geturðu talað mælt mál, ég skil þig ekki.“ „Þegar ég er orðinn heill aftur og farinn að vinna, þá hefur mér lærst, hugsanlega, „að minnast hinna fátæku.“ Því lífið er ekki annað en lexía. Og lærum við ekki að leiðrétta villuna, endurtökum við hana, aftur og aftur og a...“ „Þegar þú ert orðinn „heill. „Hvenær pabbi? Hvenær?“ „Bráðum, sonur, bráðum. Manstu, þegar þú áttir eigið her- bergi, þú áttir heima í eigin húsi, við áttum bíl og ég vinnu. En var ég nokkurn tíma heima? Vorum við nokkurn tíma saman, þú og ég? Hugsaðu um það. Það veit sá sem allt veit að ég bað ekki um þennan sjúkdóm. Ég missti jú vinnuna, en ég fann annað öllu verðmætara. Trúna. Mundu það að það er kraftverk að ég skuli vera lífs. Og það að trúa er að vera óttalaus...“ „Byrjaðu nú ekki á þessu guða- tali þínu, pabbi.“ „Gættu að því hvað þú segir, sonur minn. „Heimskinginn segir í hjarta sínu: „Guð er ekki til“. Hafi ég lifað til þess eins að gefa þér að trúa, þá hefur líf mitt ekki verið til einskis. Þetta líf er svo stutt, aðeins örskotsstund, stökk- pallur út í eilífðina og mér er ekki sama hvorum megin hennar þú lendir, mitt er bara að kenna þér að synda.“ „Þú veist að mér leiðist að synda.“ „Úps, hafragrauturinn,“ segir pabbinn og er rokinn inn í eldhús að huga að grautnum. 24. dag sama mánaðar finnum við hann aftur þar, nema nú er hann að huga að lambahryggnum, hálfum, sem hann alsæll fékk á niðursettu verði. Jólagjafirnar höfðu verið öllu verri hausverkur. Kerti, spil, sokkar, frumsamin ljóð tileinkuð tveimur augasteinum og Manna- korn. Tveimur tímum síðar er sá yngri aftur búinn að loka sig af, í þetta sinn inn á klósetti því stofan er set- in. Hann læsir að sér til að þerra tárin, sem hann vill ekki að pabbi sinn sjái, út af jólagjöfunum. Og enda þarf hann frið til að hugsa. Hvað hann ætti að segja vinum sín- um? Eða réttara sagt hvort? Að hann hefði fengið Play-Station II og þar með varna þeim inngöngu það sem eftir væri? Eða ætti hann að segja sannleikann? Fyrr skyldi hann dauður liggja. Og hann for- mælir Guði. „Þú ert ekki réttlátur. Mamma mín stungin af til útlanda, pabbi minn sjúklingur og jólin öm- urleg.“ Síðan strengir hann þess heit að hann skuli verða svo ríkur, svo vellandi ríkur, svo bullandi rík- ur, sama hvað það kostar, með öllum tiltækum ráðum skuli hann verða ríkasti maður Íslands. Svo muni hann kaupa bíl handa pabba sínum og mannsæmandi íbúð. Nei annars, auðvitað fær hann að búa hjá mér. Og svo skuli hann halda mikið af veislum og alltaf gefa dýrustu gjaf- irnar. Þetta skyldi hann gera þegar hann yrði stór. „Ertu að koma, ljúfurinn,“ heyr- ist kallað mjúkum rómi. „Jú, pabbi minn.“ „Er ekki allt í lagi, stúfurinn minn?“ „Jú, pabbi minn.“ Guð fer mannavillt Þetta sama kvöld, á sömu stundu, en í allt öðrum húsakynnum, situr landsfaðirinn umkringdur öllum sínum veislugestum og er að opna sína 13. jólagjöf. „Frá hverjum er þetta?“ spyr hann. „Lestu, hvað stendur í kortinu, elskan,“ segir hans blíða eiginkona. „Í bæn um blessuð jól, þinn dyggi kjósandi, Jón Jónsson.“ „Jahá,“ segir skömmtunarstjórinn, „hvur er það eiginlega? Kona, ég þekki hann ekki. Ég þekki ekki þennan mann.“ „Dragðu eitt,“ segir elskuleg eig- inkonan. „Á ég að draga? Hvað er þetta?“ „Mannakorn, elskan, valdar ritn- ingargreinar úr Biblíunni.“ „Allt í lagi. Ég skal draga.“ Hann dregur. „Lestu... Nei, upphátt elskan,“ biður frúin fína. Og hann les upphátt: „Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fá- tæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu (Orðskviðirnir 21,13). Vanur að eiga síðasta orðið, hér neðra, rýfur loks landshirðirinn langa þögnina, ískrandi: „Þetta er einhver misskilningur. Guð fer mannavillt.“ ■ ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Gjafabréf Útilífs hentar öllum. jólagjöf Hugmynd að Karl R Guðmundsson Austurvegur 11 Selfossi, s. 482 1433 Falleg og köntuð 50m stál Dagatal og vikudagar Margskonar skífur kr. 14.700 m.ól kr. 19.400 m.stálfesti Svissnesk gæðaúr Candino Titan, 100 m. Safir glas Verð kr. 14.500 Fæst hjá flestum úrsmiðum Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý. Umræðan ALDÍS BALD- VINSDÓTTIR ■ segir dæmisögu úr hversdagsleikan- um. Umræðan KRISTINN SNÆLAND ■ leigubílstjóri skrifar um meint samráð og refsingar. Skilningsrík fyrirtæki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.