Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.12.2003, Blaðsíða 16
16 22. desember 2003 MÁNUDAGUR ■ Andlát Þennan dag árið 1849 er rússneskirithöfundurinn Fjodor Dostojev- skí leiddur fyrir aftökusveit og bjóst hann við því að verða tekinn af lífi. Áður en skoti var hleypt af var honum hins vegar tilkynnt að ekkert yrði af aftökunni. Þess í stað var hann sendur í út- legð til Síberíu ásamt félögum sín- um úr hópi róttæklinga sem höfðu verið handteknir og dæmdir til dauða eins og Dostojevskí. Dauða- dómurinn átti þó aðeins að verða öðrum víti til varnaðar. Þessi atburður, sem og útlegðin í Síberíu, hafði skiljanlega mikil áhrif á Dostojevskí til frambúðar. Að minnsta kosti einn félaga hans mun hafa tapað geðheilsu sinni gjörsamlega eftir þessa reynslu. Þegar þetta var hafði Dostojev- skí sent frá sér tvær bækur, Fátækt fólk, sem varð metsölubók, og Tví- farann sem seldist lítið sem ekkert. Dostojevskí var fjögur ár í Síber- íu, þar sem hann var settur í nauð- ungarvinnu. Hann fékk frelsið aftur árið 1854 og fór þá fyrst í herinn þar sem hann barðist við landamæri Mongólíu. Að því búnu sneri hann aftur til Rússlands og sendi síðan frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru: Minnisblöð úr undirdjúpunum, Fá- vitann, Glæp og refsingu og Kara- mazovbræðurna. ■ Marta Ernstdóttir, Íslands-drottning í maraþoni og víðavangshlaupi, er 39 ára í dag. Marta er líka hómópati, sjúkra- þjálfari og hlaupaþjálfari hjá ÍR. Á afmælisdaginn ætlar hún að gera það sem hún gerir alltaf á afmælinu sínu, nefnilega að slá upp veislu fyrir vini og vandamenn. „Ég er alltaf með afmælispartí,“ segir Marta, „og bara nokkuð stórt í sniðum. Ég býst við að það komi um 40 manns.“ Marta segir að núorðið sé komin hefð á afmælisveislurnar hennar og að fólk geri ráð fyrir þeim í desemberplönunum. „Það kæmi fullt af fólki jafnvel þó ég byði engum, svo það er jafn gott fyrir mig að vera undirbúin,“ segir hún. í kvöld ætlar hún að bjóða upp á dýrindisfiskisúpu sem maðurinn hennar eldar, og sushi og kökur á eftir.“ Marta er ekki farin að plana fertugsafmælisdaginn að ári, en segir einhverja hafa verið með hugmyndir um að efna til ein- hvers konar hlaups. „Mér þætti það bara gaman, en læt aðra um skipulagninguna,“ segir hún hlæjandi. Hún minnist afmælanna sinna gegnum tíðina með gleði, en mamma hennar og systkini gerðu alltaf mikið úr deginum. „Yngri systkini mín vöktu mig alltaf og gáfu mér fallegar gjaf- ir og það stendur einhvern veginn upp úr.“ Í dag verður mest allt tilbúið fyrir jólin hjá Mörtu, en hún er alltaf búin að skreyta jólatréð á afmælinu sínu. „Þannig var það alltaf og gerði það að verkum að mér fannst ég svolítið merkileg. En ég byrja að hlakka til jólanna í lok október og undirbý svo jól- in í rólegheitum. Ég er ekki ein af þeim sem tek alla skápa og þríf hátt og lágt, en við bökum smákökur og borðum þær jafn- óðum, og höfum það bara nota- legt á aðventunni.“ ■ RALPH FIENNES Enski leikarinn fæddist árið 1962 og er því 41 árs í dag. ■ Þetta gerðist 1894 Franski herforinginn Alfred Dreyfus er dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir föðurlandssvik. Hann var saklaus og þetta varð upphafið að langvinnum deilum í Frakklandi. 1941 Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt hittast í Bandaríkjun- um til að ræða stríð og frið. 1949 Tvíburarnir Robin og Maurice Gibb fæðast í Ástralíu. 1964 Bandaríski grínistinn Lenny Bruce hlýtur dóm fyrir brot á velsæmis- lögum eftir löng og dýr réttarhöld. 1971 Kurt Waldheim er kosinn aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna. 1989 Nikolaí Ceausescu er steypt af valdastóli í Rúmeníu. 1990 Lech Walesa tekur við forseta- embætti í Póllandi. Dostojevskí fyrir aftökusveit ALLT Í PLATI ■ Ekkert varð úr aftöku rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskís þennan dag árið 1849. Atburðurinn hafði þó mikil áhrif á hann. 22. desember 1849 40 manns í fiskisúpu Ástkær sambýlismaður minn og fósturfaðir okkar Jóhann Magnússon Álftarima 11, Selfossi andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 17. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 27. desember næstkomandi klukkan 11. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Kristmunda Sigurðardóttir Aron Ómar Arnarsson Arnar Sigurðsson Hanna Emelíta Gunnlaugs MARTA ERNSTDÓTTIR „Yngri systkini mín vöktu mig alltaf og gáfu mér fallegar gjafir og það stendur einhvern veginn upp úr.“ Afmæli MARTA ERNSTDÓTTIR ■ hlaupadrottning er 39 ára í dag. Hún býður alltaf til veislu á afmælisdeginum og gerir enga undantekningu í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FJODOR DOSTOJEVSKÍ Var leiddur fyrir aftökusveit árið 1849 en það var allt í plati. 22. desember ÓLI H. ÞÓRÐARSON Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík voru 282 umferðaróhöpp á fyrstu 18 dögum desembermánaðar, sem er aukning um 17 frá sama tíma í fyrra. Þetta er þrátt fyrir litla hálku og góða tíð. ??? Hver? Formaður og framkvæmdastjóri Umferðarráðs og óþreytandi talsmaður aukins umferðaröryggis. ??? Hvar? Á skrifstofu minni í Borgartúni sem er innan veggja Umferðarstofu. ??? Hvaðan? Fæddur af Viðeyingi og Seltyrningi norður á Þórshöfn. Ólst þar upp og í Borgarfirði. Nú mikill Reykvíkingur. ??? Hvað? Lögreglan í Reykjavík segir að mikið hafi verið um umferðaróhöpp í borginni fyrstu 18 daga desembermánaðar. ??? Hvers vegna? Fyrst og fremst er um að kenna ímynduðum tímaskorti margra ökumanna og áunninni „jólastreitu“ vegfarenda. Allir að flýta sér. ??? Hvernig? Við getum að sjálfsögðu fært þetta til betri vegar með því einfaldlega að hugsa við stýrið. Akstur á ekki og má ekki vera einhver aukavinna. ??? Hvenær? Að sjálfsögðu strax í næsta skipti þegar við setjumst undir stýri. Allir samtaka nú! ■ Persónan Lionsklúbburinn Freyr styrktifyrir skömmu Samtök psoriasis- og exemsjúklinga um allan prent- kostnað við endurprentun Barna- bókarinnar um Lalla og fögru Klöru. Bókin fjallar um lítinn dreng með psoriasis en aldrei áður hefur verið gefið út fræðslubók um börn með húðsjúkdóma. Barnabókin er gefin börnum í 1.–3. bekk í öllum grunnskólum landsins eða um fimmtán þúsund eintök. ■ STYRKURINN AFHENTUR Bókin kemur út í 15 þúsund eintökum. Lions styrkir Spoex Tvær hliðar Beckhams Salan hefur tekið mikinn kipp eft-ir þessa auglýsingu,“ segir Hálfdán Örlygsson hjá bókaútgáf- unni Stöng. Hann auglýsti fyrir nokkrum dögum að engin ævisaga í heiminum hefði selst hraðar en Mín hlið, sjálfs- ævisaga David Beckham. Þessi bók hefur ekki náð inn á met- sölulistana hér á landi og gæti ein ástæðan verið sú að tvær bækur um kappann eru nú á markaðnum, sjálfsævisagan David Beckham - mín hlið og bókin um manninn en ekki eftir hann; David Beckham - engum líkur. „Fólk hefur ruglað þessum tveim bókum saman,“ segir Hálfdán. „Hitt er sjálfsagt ágætisbók, en hún er ekki ævisaga hans. Það er mikill munur á bókunum þar sem verið er að skrifa um mann eins og í hinni bókinni, eða þar sem hann tjáir til- finningar sínar, eins og gert er í þessari bók.“ ■ HÁLFDÁN ÖRLYGSSON Með sína hlið af Beckham Guðjón Matthíasson harmonikuleikari lést sunnudaginn 14. desember. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey. 10.30 Sigríður Pétursdóttir frá Laugum í Súgandafirði verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Halldór Björnsson, Engihlíð, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju. 13.30 Sigrún Arthursdóttir, Orrahólum 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 15.00 Benedikt Ólafsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. ■ Jarðarfarir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.