Tíminn - 24.07.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 24.07.1971, Qupperneq 6
 TÍMINN íiAUGARDAGUR 24. júlí 1971 DjQÐQnD LESA Sú var tíðin að myndarleg- asta hús höfuðstaðarins var betrunarhús. Þótt hús þetta, Stjórnarráðshúsið við Lækjár- torg, gegndi nú öðru hlutverki, heldur það enn fyrri þokka. Sögu hússins hefur dr. Björn Þórðarson gert skilmerkileg skil í riti sínu, Refsivist. Þar kemst hann að þeirri niður- stöðu, að betrunarhúsið á Arn- arhóli, eins og það var kallað, hafi í flestu staðið framar sams konar stofnunum í nágranna- löndunum í þann tíð. Við ís- lendingar megum því muna fífil okkar fegri í fangelsismál- um. Þetta rifjast upp fyrir mér er ég heimsótti The State Peni- tentiary í Santa Fe í New Mexico í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Langar mig til að segja ykkur lítillega frá þeirri stofnun, sem ég tel okkur geta lært mikið af. Alríkisstjórnin kostar rekst- urinn. Stofnunin er enn eins konar tilraun í mannúðlegri refsiftamkvæmd. Þangað eru sendir margir stórglæpamenn víðs vegar að úr Bandaríkjun- um. Ný húsakynni í fögru um- hverfi eru vistleg og einstak- lega hreinleg, fatnaður fang- anna þokkalegúr og viðurværi eins og á hóteli. (Þess má geta til gamans, að mér var boðið til fjórréttaðs hádegisverðar í fangelsinu og þegar ég hafði orð á, hve maturinn væri ljúf- fengur sagði fangelsisstjórinn: „Það finnst föngunum líka. Þeir\ fá nefnilega sams konar fæði og við.“ Allir æðstu menn stofiiunar- innar eru doktorar í sinni fræði grein (læknir, lögfræðinguv, sálfræðingur og meira að segja heimspekingur). Kjörorð stofn- unarinnar mætti vera: Mann- bót. Með þá einföldu staðreynd í huga, að fangar eru lík' menn, sem flestir eiga ein- hvern tíma afturkvæmt til hins frjálsa þjóðfélags, er kapp kostað að meðhöndla þá þannig, að þeir geti orðið nýtir þegnar. í því skyni er þeim veitt sálfræðiþjónusta, og gef- inn kostur á margs konar námi og starfi. Fjöldi hámenntaðra kennara starfa í fangelsinu og það sem meira er, margir þeirra eru fangar, sem hafa tekið próf innan fangelsis- veggjanna. Gafst mér kostur á að ræða við einn, sem 17 ára gamall var dæmdur í 50 ára fangelsi og hafði setið inni í 23 ár. Áttum við langat sam- ræður og svo vel geðjaðist mér að manninum, að ég gleymdi að spyrja hann, hvað hann hefði brotið af sér, og var hann þó búinn að segja mér, að hann hefði á sínum tíma verið hundeltur maður í USA. Hann hafði lokið prófi sem kennari og vegna mennt- unar sinnar og góðrar hegðun- ar eygði hann nú möguleika frelsisins. („Ég mun aldrei fremja glæp framar. Ég þarf ekki að hefna mín á þjóðfé- laginu, en það á heldur ekki að hefna sín á mér“). Og þá datt mér í hug, hvort ekki væri kominn tími til, á tuttug- ustu öld, að hverfa frá hinni gömlu kenningu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, sem hefur sett alltof rík mörk á refsiframkvæmd flestra ríkja. Björn Þ. Guðmundsson. KROSSGÁTA | NR. 848 Lóðrétt: 1) Orðhvöt 2) Mán- f uður 3) Hætta 4) Öskur 6) { Kefli 8) Strákur 10) Fæða j 14) Sannfæring 15) Agnúi í 17) Lindi. Láusn á krossgátu nr. 847: Lárétt: 1) Hendur 5) Áir 7) Næm 9) Ref 11) Dr 12) H 13) UUU 15) Uni 16) Mór 18) Blóðug. Lóðrétt: 1) Hundur 2) Nám 3) DI 4) Urr 6) Efling 8) Æru 10) Ein 14) Uml 15) Urð 17) 00. Lárétt: 1) Maður 5) Illæri 7) Fugl 9) Gin 11) Varma 12) Kusk 13) Bók 15) Tog 16) Rugga 18) Stafl- ar. Herrasumarjakkar 5 gerðir — 5 stærðir. Kr. 2.700,00 LITLI-SKÓGUR Snorrabraut 22. — Sími 25644. \ — Sendum gegn póstkrSfu. — Rauðblesóttur hestur, 5 vetra, óniarkaður, skeifu- laus á öðrum afturfæti, tapaðist frá Geithálsi hinn 11. þ.m. Þeir, sem geta gefið upplýsingar eru góðfúslega beðnir að láta vita í síma 18851 eða 14388. Björn Pétursson, Lindarbraut 4, Seltjamarnesi. FERDAFÓLK Verzlunin Brú, Hrútafirði býður yður góða þjón- ustu á ferðum yðar. Fjölbreytt vöruval. Verið velkomin. Verzlunin Brú, Hrútafirði. Laxveihi í Soginu Nokkrar stangir lausar í ágúst og sept. Upplýsing- ar í síma 24534 á morgun og næstu daga. Veiðileyfi einnig seld í Veitingaskálanum að Þrastarlundi. VERÐLAUNAPENINGAR VERÐLAUNACRIPIR FÉLACSMERKI Magnús E. Baldvlnsson Laugavegl 12 - Slml 22804 Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada Jtlpina. PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sfmi 22804 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavík. / ÚTBOÐ Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboðum í gerð gangstétta við Hringbraut í Keflavík. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu bæjartækni- fræðings mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. júlí 1971, kl. 14.00—15.00. Tilboðin verða opnuð 1 skrifstofu bæjarstjóra að Hafnargötu 12, Keflavík, þriðjudaginn 3. ágúst 1971, kl' 14.00. \ Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Bæjarskrifstofur Keflavíkur. I f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.