Tíminn - 24.07.1971, Blaðsíða 7
EAUGARDAGUR 24. júlí 1971
TÍMihJN
7
Leiötogar byltingarinnar
í Súdan teknir af lífi
NTB-Kairó, föstudag.
Leiðtogar hinnar skammlífu byltingar, sem gerð var í Súdan á mánudaginn, týna nú
lífinu hver af öðrum. Aðalleiðtoginn, Hashem El Atta, majór og þrír herforingjar aðrir,
sem stóðu með honum að byltingunni, voru í dag teknir opinberlega af lífi rétt eftir að
sérstakur herdómstóll hafði dæmt þá til dauða. Ástandið í landinu virðist rólegt í dag, og
hefur Numeiry hershöfðingi öll völd í hendi sér.
Tveir aðrir herforingjar, sern
voru í byltingarráði E1 Atta —
þeir Bakakr E1 Nour, sem gerður
var að formanni byltingarráðsins,
og Faruk Osman Hamadallah
héldu í dag áleiðis frá Libyu til
Súdan. Sem kunnugt er af frétt-
um, voru þeir teknir úr flugvél
sem neydd 'var til að lenda á
fimmtudag, þegar hún flaug yfir
líbyskt land, og hafðir í haldi hjá
Fréttir frá Kartoum, höfuðborg
Súdans í dag herma, að yfirleitt
hafi allt verið rólegt í landinu.
Hins vegar kom til átaka í morg-
un rnilli hermanna ríkisstjórnar-
innar og leyniskytta, og lentu
nokkur skot þá í brezka sendiráð
inu í borginni. Síðdegis í dag hóf-
ust bardagar að nýju í borginni,
og var brynvörðum bifreiðum
beitt gegn leyniskyttum.
í kvöld hélt ríkisstjórn Súdans
fund til að ræða ástandið í land-
inu. Þeir, sem teknir voru af lifi,
voru auk E1 Atta, yfirmaður líf-
varðar Nimeii-ys, forseta, Osman
Hussein majór, yfirmaður þriðju
skriðdrekasveitar hersins, Abdel
Monin Ahmed að nafni, og Mouai
Abdel Hai, majór.
Numeiry hershöfðingi átti í dag
símviðtal við útvarpsstöðina
„Rödd Súdans“ í Karró. Þwr sagðí
hann, að E1 Atta og stuðnings-
menn hans hefðu tekið af lifi 16
herforingja og 14 undirmenn
þeirra, eftir að þessir 30 menn
höfðu verið handteknir í bylting-
unni á mánudaginn.
Nimeiry tók við völdum í Súdan
1969. Hann hefur bælt niður a.m.
k. þrjár byltingartilraunir síðan.
í febrúar réðist hann gegn komm-
únistum, og gerði m.a. þrjá helztu
leiðtoga byltingarinnar á mánudag
inn — E1 Atta, E1 Nour og Os-
man Hamadallah — valdalausa.
Hann hefur nú hafið enn ákafari
baráttu gegn kommúnistum í land
inu.
BabakrEI Nour,
fomia'ður byltingarrá'ðsins sem var.
nú á lei'ð frá Líbýu til Súdan.
Rabaul, Nýja Bretlandi. —
myndinni sézt presturinn Marvel
Loisello (efst til hægri), sem er
Kanadamaður af frönskum ættum,
ásamt sex Filippseyjamönnum —
þar af fimm börnum. Myndin er
tekin þegar þau komu til Raboul
á Nýja-Bretlandi 20. júlí síðast
liðinn, eftir að liafa rekið á litlum
báti um Kyrrahafið í 37 daga.
Þeim tókst að halda lífi með því
að nota brúðarslör sem net til
að veiða fisk, að sögn prestsins.
11.
júní síðastliðinn frá Davao í suður
hluta Filippseyja og ætlaði til
Sarangani-eyjar, þar sem hátíð
stóð yfir — en milli eyjanna er
aðeins tveggja klukkustunda sigl
ing. Vél bátsins bilaði á miðli
leið, og það var fyrst eftir 1200
sjómílna ferð um Kyrrahafið að
flutningaskip kom að þeim og
þar með var þeim borgið.
— (UPI)
Lögreglan á Ítalíu í sókn gegn Mafíunni:
Hefur handtekið 59
glæpamenn á 9 dögum
NTB—Palermo, Sikiley, föstudag.
Lögreglan handtók í dag 23 mcnn, sem grunaðir eru um að vera í
þjónustu Mafíunnar, í mikilli ,,razzíu“ víðs vegar um Ítalíu. Þetta er í
annað sinn, sem lögreglan handtekur mikinn fjölda manna úr glæpa-
samtökunum síðustu níu dagana, og hafa alls 56 menn verið teknir.
35 Mafíuleiðtogar dvelja nú sem
stendur í gæzluvarðhaldi á ýmsum
eyjum í Miðjarðarhafi. Ýmsir aðr-
ir Mafíuleiðtogar, þar á meðal Joe
Adonis, sem eitt sinn var alræmd-
ur glæpamaður á austurströnd
Bandaríkjanna, er í gæzluvarðhaidi
í afskekktu þorpi á Ítalíu.
Ein þeirra, sem handtekin var í
dag, var 37 ára gömul kona, Elisa-
betta Indelicato de Calogero. Þetta
er í annað sinn, sem glæpakvendi
innan Mafíunnar er handtekið í
þeirri herferð gegn Mafíunni, sem
nú stendur yfir á ítalíu. Þann 13.
júlí fóru yfirvöldin fram á, að
önnur kona, Antonietta Bagar-
ella, yrði send í útlegð.
13 Mafíumenn nafa verið hand-
teknir í þessum mánuði fyrir morð
á kaupsýslumanni, sem þeir ósk-
uðu eftir að „fjarlægja". Tveir
menn úr Mafíufjölskyldunni, sem
lögreglan telur að stjórni glæpa-
samtökunum í Palermo — þar
sem ríkissaksóknarinn var myrt-
ur 5. maí síðastliðinn — voru
einnig handteknir.
Margir þeirra, sem handtekuir
voru í dag, hafa tekið þátt í glæpa-
starfsemi Mafíunnar, sem tröllrið-
ið hefur Palermo um árabil.
Níu mannanna eru grunaðir um
að hafa tekið þátt í eiturlyfja-
verzlun Mafíunnar.
VAN HEFLIN
ER LÁTINN
NTB—Hollywood, föstudag.
Bandaríska kvikmynda- og sjón
varpsstjarnan Van Heflin andaðist
í dag úr hjartaslagi. Hann hafði
Icgið meðvitundarlaus á sjúkra-
húsi síðan 6. júlí s.I. er hann fékk
slag. Hcflin fékk Oscarsverðlaun
fyrir beztan leik í karlhlutverki
árið 1942 fyrir leik sinn í kvik-
myndinni Johnny Eager. Hann lék
síðast í kvikmyndinni Airport eða
Flugstöðin, sem nýtur mikilla vin-
sælda.
Brezki herinn gerir húsleit í 10 borgum og bæjum Norður-írlands:
Reyna að útrýma lýðveldkhemum
NTB-Belfast, föstudag.
Um það bil 30 manns voru handteknir, og þúsundir hluta og skjala tekin tnaustataki,
þegar rúmlega 1000 lögreglumenn og hermenn gerðu húsleit í hverfum kaþólikka í 10
borgum og bæjum á Norður-írlandi i dag. Húsleitin var gerð í þeim hverfum, þar sem
talið er, að hinn ólöglegi írski lýðveldisher (IRA) eigi stuðningsmenn, og er |jetta liður
í tilraun brezka hersins til þess að útrýma IRA-
Það var skömmu fyrir sólarupp-
rás í morgun, að brezkir hermenn
og lögreglumenn í 10 borgum og
bæjum — þar á meðal Belfast
— sóttu inn í mörg hverfi ka-
þólskra. Auk hermanna og norður
írskra lögreglumanna, tóku rann-
sóknarlögreglumenn frá Scotland
Yard, sem sendir voru til Norður-
írlands, til þess að rannsaka mörg
pólitísk morð í landinu, einnig
þátt í aðgerðunum i morgun.
Þetta er stærsta slík aðgerð í land
inu, í sögu Norður-írlands.
Þessar aðgerðir í morgun hafa
leitt til þess að nú ganga um það
sögur, að norður-írska ríkisstjórn-
in muni handtaka alla þá. sem
grunaðir eru um virkan stuðning
við írska lýðveldisherinn, og setja
i fangelsi án dóms og laga. Aðrir
telja hins vegar, að þessár aðgerð
ir hafi einkum verið gerðar í því
skyni, að reyna að afla nægilegra
sönnunargagna til þess að geta
handtekið leiðtoga írska lýðveldis
hersins og dæmt þá samkvæmt
migildandi lögum.
Brezka inanríkisráðuneytið
sendi í dag út yfirlýsingu um að-
gerðirnar í Norður-írlandi, og
sagði, að þær sýndu, að brezki
herinn i Norður-írlandi myndi
ekki aðcins beita sér gegn óeirð-
um og valdbcitingu, heldur einnig
reyna að handtaka þá menn, sem
beri ábyrgðina á átökunum.
af stað
s~
ÞORHF
,-J Ármúla 11 Skótavórðust, 25
EVINRUDE
Ú FÆST
STÓRI<
NÚ NÆST
SÁSTÓBI
NÚ MÁ
>SÁ STÓRS<
FARA AÐ VARA SIG
Litill mótor.hraöskreiður,
hljóölátur.laus viö titring
léttbær og gangviss,
4 sparneytin hestöfl
FREMSTiR
i flokki
FYRSTIR