Tíminn - 24.07.1971, Qupperneq 8
6
TIMINN
LAUGARDAGUR 24. júlí 1971
Það verður vafalaust flest
um fyrir, sem leita eftir mikil-
vægri fyrirgreiðslu í vorri há-
turnuðu höfuðborg, ReykjavDc,
að leggja leið sína þangað,
sem glerhallir rísa hæst frá
grunni, því að þar eru til húsa
flestar þær stofnanir, sem gefa
fólkinu í landinu vísbendingu
um veginn til mannsæmandi
lífs. Os hver trúir því, að sú
leið sé ekki fremur auðveld í
þjóðfélagi, sem byggir slíkar
hallir sem vistarverur fyrir
skrifstofuvélar, skjalamöppur
og vinnustað handa þeim hluta
þjóðarinnar, sem sjaldan er
með sára lófa að lokinni dags-
önn.
— Mitt mikilvæga erindi í
dag verður þó ekki leyst með
neinni glerhallargöngu. —
Ónei. Leið mín liggur inn
Hverfisgötu og þar staðnæm-
ist ég fyrir utan ósköp venju-
legt hús frá dögum þeirrar
kynslóðar, sem senn tilheyrir
liðinni sögu. Þar sting ég mér
niður í kjallara sem hvorki er
hár til lofts né víður til veggja,
enda þótt starfsemin, sem þar
er rekin eigi sér meira en hálfr-
ar aldar sögu.
Nokkur þung högg innan
dyra gefa til kynna að ein-
hver er hér að verjki,
Við vinnuborðið situr mikil-
leitur maður og fitlar við ljósa
frúarskó. Ef til vill verður
honum hugsað til þess að gam-
an gæti verið að strjúka fót-
inn, sem passar í þennan skó.
Það er líka hægt að hugsa
ástúðlega í sambandi við skó.
Páll Ólafsson kvað:
„Ég vildi écr mætti vera strá
og visna í skónum þínum.
Léttast gengirðu eflaust á
yfirsjónum mínum“.
Er húsbóndinn viðlát-
inn?
Nei, hann er ekki kom-
inn úr mat.
Óli ætlfi” s'nt að liðsinna
mér. Eg ei með 'Uu óhre'm- H1
að láta sjá mig í bævri .um
fái ég ekki fyrirgrtiðszu nei í
kjallaranum.
Hann leggur mjúklega frá
sér frúarskóinn, hristir höfuð-
ið yfir útganginum á mér og
tekur svo til óspilltra mál-
anna. Við röbbum saman á
meðan.
Ég heiti Óli Kristinn Frí-
mannsson, fæddur að Deplum
í Stíflu 22. apríl 1904. Foreldr-
ar mínir voru Frímann Steins-
son og Sigurbjörg Friðriks-
dóttir. Stífian var fögur
sveit. Það voru náttúruspjöll
þegar henni var sökkt.
Foreldrar mínir fluttu út í
Ólafsfjörð þegar ég var barn
að aldri og þar ólst ég upp.
Þau voru fátæk, áttu ekkert
jarðnæði og bjuggu því sem
leiguliðar á pam ýmissa jarða
í firðinum — / Þverá, Vatns-
enda og Burstarbrekku.
Ólafsfjörður resku minnar
Óli Frímannsson við leistann.
var allur annar en sá, sem
menn þekkja núna, enda þótt
svipmynd láðs og lagar sé hin
sama. Fyrstu ár vélbátaútgerð-
arinnar voru enginn sældar-
tími fyrir fólkið í firðinum. Þá
var þar engin höfn oa allir
bátar, sem ekki voru uppi á
landi í voða, ef ''"rulega brim-
aði. Það fékk margur útgerð-
armaðurinn ónotaskell á þeim
árum.
r"i’):gur foreldra rninna
laguðist þegar við fluttum út í
Hornið, því að þá fóru elztu
drengirnir að stunda sjó.
— Ég ég reri aldrei. Ég
missti vinstri fótinn þegar ég
var tíu ára gamall. Fyrst fékk
ég einhver óþægindi og varð
stinghaltur og hafði þrautir.
Engin tök voru á að ná í
lækni þar sem þetta var að
vetri til og ófært út úr firð-
inum bæði á sjó og landi.
Krankleiki minn ágerðist stöð-
ugt.
Að síðustu lægði veðrið og
þá var farið inn til Akureyrar
að na í matbjörg handa fólk-
inu. Ég var þá tekinn með og
komið til læknis, sem þá var
Steingrímur Matthíasson. En
líklega var ég heldur seint á
ferðinni, því að það var komin
áta í beinið. svo taka varð af
fótinn. Ekki aðeins einu sinni
heldur tvisvar. Fyrst fyrir neð-
an hné en þá varð blóðrásin
ekki stöðvuð, svo að hafizt var
„Eina vertíð reri ég á Siglufirði, en það
var svo erfitt að staulast við hækju á
sjónum, að ég gafst upp við þá tilraun“
og lét ekki mikið yfir sér. Ef
strákarnir buðu honum í krók
rétti hann kannski fram litla
fingurinn, en engum tókst að
rétta hann upp.
Eina vorvertíð reri ég á
Siglufirði, en það var svo erfitt
að staulast við hækju á sjón-
um, að ég gafst upp við þá
tilraun.
Lent í illhleypu? Ég veit
ekki hvað segja skal. Jú, lík-
lega. Við fórum einu sinni
fimm saman á árabát frá Ólafs
firði. Allt gekk vel inn að
Hjalteyri og þar gistum við
um nóttina. Árla næsta morg
un fórum við af stað. Þá var
logndrífa og ætluðum við
grunnleið inn með landi. En
þá var svo grunnt á Hörgár
grunninu að báturinn stóð. Við
snerum þá frá og rerum sem
við gátum fram fyrir grunnið.
En þá kom kvellurinn á okk
ur, norðan stórhríð með hörku
frosti. Það sást ekki út úr aug
handa á nýjan leik og þá að-
eins skilinn eftir sex þuml-
unga stubbur af lærinu. Tókst
þeim þá í félagi, Steingrími og
Valdimar Stefensen, að hindra
það að úr mér rynni allt blóð-
ið. Á sjúkrahúsinu lá ég svo í
9 vikur en fór því næst heim
til foreldra minna í Ólafsfirði,
einfættur með hækju.
Þetta var nú svo sem ekkert
auðveld æska, sízt á stað eins
og Ólafsfirði, þar sem öll sæmi-
ieg lxfsafkoma krafðist mann-
taksmanna. Strax eftir ferm-
ingu fór ég því inn tii Akur-
eyrar og lærði söðlasmíði hjá
Halldóri Halldórssyni. Við
þetta var é á vetrinum, en á
sumrin fór ég til Siglufjarðar
og stundaði skósmíðanám hjá
Guðlaugi Sigurðssyni skósmið.
Hann hafði danshús og bar
spilaði ég á harmonikkuna
mína. Það var fjörugt líf á
Siglufirði í þá daga, hanmo-
nikkan og „púrtarinn" sáu fyr-
ir því. Þá var nóg síld og þar
af leiðandi margt aðkomufólk.
Norðmennirnir voru stundum
fyrirferðarmiklir. Þegar þeir
héldu böll, þorðu stelpurnar
helzt ekki að fara nema -ein-
liverjir íslenzkir strákar væru
með. Þær töldu sig meira að
segja öruggari þótt það væri
bara ég, á einum fæti.
Já, faðir minn var sterkur,
en hann var hæglætismaður
unum og við vorum orðnir
rennblautir af sjórokinu. Að
síðustu náðum við þá upp und
ir verksmiðjuna á Dagverðar
eyri, komumst á land, brýnd
um bátnum og hvolfdum hon
um yfir dótið. En þá var eft
ir að finna bæjarhúsin. Við
stóðum þarna skjálfandi af
kulda og verður ekki sagt, að
það væri björguleg líðan. Tveir
fóru að leita bæjarins og sögðu
þeir okkur að brjótast inn í
verksmiðjuna fremur en hel
kala þarna úti, ef þeir kæmu
ekki fljótlega aftur.
Þeir fundu öskuhaug og gaf
hann vísbendingu um það hvar
bæjarhúsa mundi að leita.
Þegar þeir komu aftur hímd
um við þarna á sama stað og
höfðum enga tilraun gert til
innbrots, enda veit ég ekki
hvort við hv/fðum verið menn
fyrir þvílíkum stórræðum.
En nú gat ég ekki gengið
við hækjuna og varð einn að
taka mig á bakið og bera til
bæjar.
Þarna sátum við svo hrfðar
tepptir í tvo daga, nema hvað
maður var sendur inn til Ak
ureyrar til þess að láta vita út
í Ólafsfjörð, að við værum lif
andi.
Á þriðja degi stytti upp og
var þá ferðinni haldið áfram.
Ég varð svo eftir á Akureyri
hjá Halldóri söðlasmið, en hin
ir héldu heitnleiðis til Ólafs
fjarðar, var þá bezta veður.
Þegar út undir múlann kom,
var svo mikill hafsjór í fjarð
armynninu, þótt lygnt væri, að
þeir urðu að snúa við og lensa
inn á Dalvík, og þar upp í
fjöru. En þá brimaði svo við
Böggversstaðasand að yfir
gekk bátinn og öll varan
eyðilagðist.
Eftir að hafa verið ýmist á
Akureyri eða Siglufirði í nokk
ur ár, fór ég til Reykjavíkur
og fór að skóa hjá Þórami
Magnússyni á Laugaveginum.
Á þeim árum var skósmíði
sæmileg atvinna og alltaf nóg
að gera. Fólk hirti vel um skó
tau sitt og henti því ekki fyrr
en það var orðið svo slitið, að
viðgerð hvorki borgaði sig- né
var fratnkvæmanleg. Á þessu
hefur orðið talsverð breyting. c
Hins vegar er skóvinna mun
léttari nú en áður var. Þetta
er orðið mest limingar og véla
vinna.
Og svo liggur leiðin út í Vest
mannaeyjar, til þess að skóa
og jafnframt til að halda uppi
gleðinni. Ekki skorti ölið &
könnuna. Það var alltaf verið
að lífga mann upp, svo að
harmonikkan yrði f jörugri.
í Vestmannaeyjum likaði
mér vel og þar kvæntist ég
Sólveigu Eysteinsdóttur, ætt
aðri úr Landeyjunum. yið átt-
um satnan tvo drengi, sem nú
eru búsettir á Hvolsvelli.
Við hjónin bárum ekki gæfu
til samþykkis og slitum því
samvistum. Hjónaband sem
endar með skilnaði er aldrei
nema hálfsögð saga.
Á Týsgötunni skóaði ég í 12
ár og nú hef ég verið héma
í kjallaranum hjá honum
Ferdinant í 6 eða 7 ár.
Þetta er ágætt. Ég hef alltaf
verið hraustur að öðru en því
sem snertir þessa fötlun. Ég
er ekki með neinar vangavelt-
ur út af ungu fólki eða spillt-
um heimi. Það hafa alltaf ver-
ið báruskvettur hjá mannkind-
inni öðru hvoru síðan hún fór
að ganga upprétt.
En nú er ég hættur að vera
með, nikkan er þögnuð Oa ég
er farinn að taka öllu rólega.
„Þegar fjörið fer að dofna
færist kyrrðin nær.“
Jæja, þá er þetta búið og
Óli réttir mér gljáfægða skóna
með nýjum hælum. Þá er mér
víst ekkert að vanbúnaði og
get gengiö á vit þeirra .sem
hærra tróna.
Svo er honum Óla í kjallar-
anum fyrir að þakka.
Þ.M.