Tíminn - 24.07.1971, Síða 9

Tíminn - 24.07.1971, Síða 9
TIMINN 9 #«MJGARDAGUR 24. júlí 1971 ......... ■ Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkraeindastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (áb). Jón Helgason, Indriði G Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit Ktjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu. simar 18300 - 18306 Skrii stofur Bainkastraeti 7. — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingaslml: 19523. AOrar skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00 i mánuði innanlands. t lausasölu kr 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. Kaupgjaldsvísitalan Bráðabirgðalög hafa nú verið sett að tillögu Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, um framlengingu verð- stöðvunarlaganna til áramóta. Jafnframt er sú breyting gerð á lögunum, að þau 2 vísitölustig, sem ekki átti að reikna inn í kaupgjaldsvísitöluna fyrr en 1. september koma nú þegar til framkvæmda. Þá er jafnframt ákveð- ið, að þau 1.3 vísitölustig, sem felld voru niður með verðstöðvunarlögunum, komi til framkvæmda 1. ágúst n k. Þessum 1.3 vísitölustigum verður eytt úr framfærslu- vísitölunni, þ.e þau verða greidd niður. Þannig hefur ríkisstjórnin nú efnt loforðin um þær umbætur, sem koma skyldu til framkvæmda strax og hún kæmi til valda og kveðið var á um 1 málefnasamn- ingi stjórnarflokkanna, þ.e. leiðréttingu vísitölunnar, hækkun tryggingabóta og hækkun á launum sjómanna. Ástæðulaus ótti Stjórn félags dráttarbrauta og skipasmiðja hefur lýst áhyggjum sínum 1 tilefni af tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar um aukna lánafyrirgreiðslu til handa þeim, sem ráðast í kaup á skuttogurum, en ákveðið hefur verið að heimila allt að 85% lántöku vegna skuttogara, sem smíðaðir eru erlendis, 1 stað 72% eins og áður var. Telja skipasmiðju- eigendur, að þessi ráðstöfun niuni leiða til þess að stál- skipasmíðar fyrir íslendinga muni í vaxandi mæli færast á hendur útlendinga í framtíðinni. ’ / Hér er um ástæðulausan ótta að ræða, sem stafar vafalaust af misskilningi. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er lögð áherzla á tvó mikilvæg atriði í þessu sambandi, sem skipasmiðju- eigendur mega ekki láta fram hjá sér fara. í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ákveðið, „að leggja áherzlu á eflingu skipasmíðaiðnaðarins með það takmark fyrir augum, að íslendingar smíði að miklu lejdi skip sín sjálfir og geti annazt viðhald fiskiskipa og kaup- skipa.“ Ennfremur, „að lækka vexti á stofnlánum at- vinnuveganna og lengja lánstíma þeirra.“ í öðru lagi, að stórefla fiskiskipaflotann með skuttog- urum og öðrum fiskiskipum, sem vel henta til hráefnis- öflunar fyrir fiskiðnaðinn. Afla skal fjár í þessu skyni og veita nauðsynlega forustu og fyrirgreiðslu. Skal gera ráðstafanir til, að íslendingar eignist svo fljótt, sem verða má a.m.k- 15—20 skuttogara af ýmsum stærðum og gerð- um.“ íslenzkar skipasmiðjur eru nú allar bundnar við verk- efni. íslenzka ríkisstjórnin heitir því, að sjá svo um að þær hafi jafnan næg og hagkvæm verkefni og mun stefna að því að þeim verði tryggð þau með fyrirgreiðslu af hálfu ríkisvaldsins að jafnaði a.m.k. 2—3 ár fram í tímann til að gera rekstur þeirra hagkvæmari og örugg- ari. En ríkisstjórnin hefur ákveðið það jafnframt, eins og segir í málefnasamningnum, „að íslendingar eignist svo fljótt sem verða' má a.m.k. 15—20 skuttogara.“ Ríkis- stiórnin vill koma þeim í gagnið sem allra fyrst til að efla rekstur fiskiðnaðarins. Þess vegna verður að leita nú þegar eftir kaupum á þessum skipum þar sem þau eru föl. Það er því engin ástæða fyrir skipasmiðjueigend- ur að óttast um sinn hag á næstu árum. íslenzka ríkis- stjórnin mun stórefia íslenzkar skipasmíðar á þessu kjör- tímabili- — TK I ANTHONY LEWIS: Sjðnarvottum ber saman um ópirnar í Austur-Pakistan Nixon forseti Bandaríkjanna fer sér hægt, en iirezka ríki.lstjórnin telur sjálfsagt aS stöðva efnahagsaðstoð við Pakistan unz fundin er lausn, sem feli í sér einhvers konar sjálfsstjórn austurhluta landsins ÞEGAR Hitler var fallinn voru þeir næi'j margir — og engan veginn Þjóðverjar ein- ir, — sem sögðust ekki hafa hugmynd um, hve ógnirnar voru gífurlega miklar. Þeir vissu að vísu, að margt ægi- legt var að gerast, en sex milljónir Gyðinga í gasklefan- um.... Svipuðu máli gegndi um ógnarstjórn Stalíns í Sovétríkj unum. Mörg ár liðu áður en menn á Vesturlöndum meira að segja gerðu sér grein fyrir umfangi ofbeldisverkanna og fjöldamorðanna, sem framin höfðu verið. Hvað Vietnam áhrærir leið á löngu áður en flest okkar gerðu sér grein fyr- ir óhjákvæmilegum afleiðing- um aðfara Bandaríkjamanna í mannlegum þjáningum, mann- falli og eyðileggingu. ENN einu sinni gerast mikl- ar hörmungar og gífurleg mannleg neyð ríkit af stjórn- málaástæðum. Nú getur eng- in’n vitiborinn maður fært það fram sér til afsökunar, að hann skilji ekki eða viti, hvað er að gerast, þar sem ljósar samtímafrásagnir skýra til fulls frá ógnunum og eftirláta ímynduninni næsta lítinn hlut. Og þó er sú raunin, að sumir ábyrgir menn látast lítið sjá. Það er í Austur-Pakistan. sem ógnaröldin geysar. Her Vestur-Pakistana kom til lands ins í vor til að bæla niður stjórnmálahreyfingu í austur- hluta ríkisins og síðan hafa 6 milljónir manna flúið til Ind- iands. Tugir þúsunda manna hafa verið líflátnir, ef ekki hundruð þúsunda. Áróðursmenn Vestur-Pakist- ana segja, að ekki sé höfð af- skipti af öðrum en þeim, sem brotlegir hafi orðið, en þær fullyrðingar leyna engan veg- inn þeirri staðreynd, að her- inn drepur og pyntar eftir kyn- þáttum og stjórnmálum. FRÁSÖGN sjónarvotta birt- ist 1?. j 'lí í The Sunday Times í London. Anthony Mascaren- has blaðamaður frá Vestur- Pakistan fór íil austurhluta landsins ásamt fleirum í boði hersins, en honum ofbauð svo aðfarirnar, sem hann horfði á. að hann lagði leið sína til Bret- lands til að kunngera sannleik- ann. Mascarenhas sá menn tekna af lífi af því einu, að þeir voru ekki umskornir — og því senni lega Hindúar. Hann sá þorp múhameðstrúarmanna í Bengal brennd til ösku. Herforingjár Vestur-Pakistana sögðu honum. að þeir væru reiðubúnir að taka af lífi tvær milljónir manna ef með þyrfti, til þess að kveða niður aðskilnaðarvið- leitni Austur-Pakistana, og YAHYA KHAN stjórna landinu eins og ný- lendu heilan mannsaldur. Mas- carenhas komst að þeirri nið- urstöðu, að þetta væri alvara þeirra og þeir væru staðráðnir í að knýja fram „endanlega lausn“ á stjórnmálavandanum í Austur-Bengal. LÝSING Mascarenhas á dag- legu lífi í Austur-Pakistan und- ir her VesturPakistana hefur hlotið staðfestingu tveggja áreiðanlegra, sannfærandi og sjálfstæðra heimilda að undan- förnu. Báðir þessir aðilar taka ennfremur skýrt fram, að ógna öldinni lauk ekki þegar herinn náði yfirráðum, heldur hefur haldið áfram. Önnur heimildin er sameigin leg skýrsla sendamanna Al- þjóðabankans og Alþjóða gjald eyrissjóðsins, en hún var af- hent bankastjórunum rétt fyr- ir miðjan þennan mánuð. Þar er frá því skýrt, að sendi- mennirnir hafi komizt að raun um, að hernaðarógnum sé haldið áfram í Austur-Pakistan. Margir íbúar í borgum hafa ver ið drepnir eða lagt á flótta, segir í skýrslunni, og skæru- liðasveitir verða æ athafnasam ari. Hinn aðilinn, sem staðfest hefur ástandið, er sendinefnd fjögurra brezkra þingmanna, en þeir eru nýkomnir heim úr ferðalagi um Austur-Pakistan. Tveir . þessara þingmanna fylgja íhaldsflokknum að mál- um, en hinir tveir Verkamanna flokknum. Þeir fóru austur í boði ríkiitjórnarinnar í T ^kistan og voru því ekki and- snúnir henni fyrirfram. Þegar þeijr komu heim að aflokinni ferðinni, létu þeir í ljós, að þeim hefði ofboðið það, sem einn þeirra nefndi „áframhald andi kúgun hersins með hin- um ómannúðlegasta hætti.“ YAHYA KHAN hershöfð- ingi er auðvitað enginn Hitler og eflaust er hverju orði sann- ara, að ríkisstjórn hans hefur ekki hafizt handa í þeim ásetn- ingi að fremja fjöldamorð og valda eyðileggingu í austur- hluta ríkisins. En útkoman hef- ur eigi að síður orðið sú, sem raun ber vitni. Af þessum sökum er sú þögn furðuleg, sem sums staðar rík- ir. Nixon forseti hefur ekki sagt aukatekið orð. U Thant lætur sér.að jafnaði annt um mannúðina og hefir að stað- aldri gagnrýnt aðfarir Banda- ríkjamanna í Vietnam, en hann hefur verið fáorður um kynþáttaofsóknir og morð Pakistanhers. Nefna mætti fleiri dæmi um hina furðulegu þögn. Skýringin hlýtur að vera sú, að þarna er um hyggna menn að ræða. Yahya Khan heldur um stjórnvolinn og við hann verður óhjákvæmilega að eiga ýmis skipti. Þetta liggur efa- litið að baki framburðar eins af starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins bandaríska, sem sagði fyrir skömmuj að stöðv- un á efnahagsaðstoð Banda- ríkjamanna „spillti vinsamleg- um stjórnmálasamskiptum við ríkisstjórnina í Pakistan". ÞETTA er raunar vafasöm fullyrðing, jafnvel þó að höfð sé full hliðsjón af því, sem hentar. Sendinefnd Alþjóða- h bankans hélt því fram, að upp- B iausnin í Austur-Pakistan kæmi f veg fyrir, að efnahagsaðstoð nýttist. Brezka ríkisstjórnin hefur haldið fram eins og fleiri, að fyrst yrði að finna stjórnmáialausn, sem fæli í sér einhvers konar sjálfsstjórn austurhluta ríkisins. Reginald Prentice, sem átti sæti í ríkisstjóm Verkamanna- flokksins í Bretlandi og hafði umsjón með þróunarmálum er- lendis, lagði leið sína til Pak- istan og skrifaði, er hann kom heim, að beiting efnahags- legs þrýstings erlendra ríkis- stjórna á hershöfðingja Pakist- anhers væri „eina vonin“. 9 Hann lýsti því ennfremur, að j| reynsla sín og kunnugleiki á M erlendri efnahagsoðstoð hefði § sannfært sig um, að „rangt t væri i níutíu og níu tilfellum af hundrað að binda aðstoðina stjórnmálaskilyrðum, — en þarna er svo greinilega um að ræða þetta hundraðasta til- felli“. HAFT er á orði í London, að 9 Kínverjar séu aö endurskoða skuldbindingar sírtar við Yahya Khan. Ef til vill hafa þeir kom- izt að þeirri niðurstöðu, að ekki verði hjá aðskilnaði Austur- og Vestur-Pakistan komizt. Valdhafarnir f Was- hington gerðu sér vonir um, að Henry Kissinger gæti gefið Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.