Tíminn - 24.07.1971, Side 12
ÍÞRÓTTIR TÍMINN MH'MIIIia
LAUGARDAGUR 24. júlí 1971
í sunnudagsblaðmu
MYNDARLEG TiLRAUN, EN
ÁRANGURINN EKKi EFTIR ÞVÍ
í þættinum „Á vítateigi", sem birtist í blaðinu á morgun, svarar Alfreð Þorsteins*
son grein Morgunblaðsins í gær.
Mikið verSur um aS vera í íþróttum um þessa helgi. Stærsti viðburðurinn
er Sundmeistaramót íslands, sem hefst í Laugardalslauginni í dag. í
knattspyrnunni verður leikið í ölium deildum, en þar vekur leikur ÍBK og
Fram í 1. deild mesta athygli. í frjSlsum íþróttum verður keppt á Akur-
eyri, en þar fer fram B-mót FRÍ, og um helgina lýkur meistaramótum
golfklúbbanna um allt land. Nánar um þetta svo og tímasetningu er að
finna hér á síðunni undir „ÍÞRÓTTIR UM HELGINA"
íslenzkt dómara-
tríó á Highbury
Klp—Reykjavík. — Knatt-
spyrnusamband Evrópu hefur
óskað eftir því að tvö íslenzk
dómaratríó verði útnefnd á tvo
leiki í fyrri umferð í Evrópu-
keppninni í knattspyrnu. Leik-
irnir eru Lyn, Noregi—Sport-
ing Lisboa, Portúgal, sem er
síðari lcikur liðanna í Evrópu-
keppni bikarmcistara, og leik-
ur Arsenal og Strömgodset frá
Noregi, í Evrópukeppni deild-
armeistara, sem fram fer á
Highbury lcikvanginum í Lond.
í gær var ekki búið að' ákveða
hverjir yrðu valdir til að dæma
þessa leiki, en ísland liefur 7
milliríkjadómara á sínum snær
um, og verða 6 þeirra útnefnd-
ir í þessa leiki. Þessir 7 menn
eru: Guðmundur Haraldsson,
Hanncs Þ. Sigurðsson, Magnxis
Pétm-sson, Guðjón Finnboga-
son, Rafn Hjaltalín, Valur
Benediktsson og Einar Hjart-
arson.
Víkingur sigraði
í mitiningaieiknum
Klp-Reykjavík.
Fyrir skömmu gaf Halldór Árha
son, skósmiður, veglegan bikar til
minningar urn tvo félaga úr knatt-
spyrnufélaginu Þór á Akureyri,
þá Kristján Kristjánsson og Þór-
arin Jóusson. cn þeir fórust í
bílslysi á leið til Bolungarvíkur
í keppnisferð með Þór fyrir nokkr
um árum.
Um bikarinn skal keppt einu
sinni á ári og skai Þúr þá b.jóða
einhverju liði til Akureyrar og
leika við það. Sigurvegarinn í
leiknum fær bikarinn til geymslu
í eitt ár.
Á miðvikudaginn lék 2. deildar
lið Víkings við Þór á Akureyri
um þennan bikar, og lauk leiknum
með sigri Víkings 2:1. Var fyrri
hálfleikurinn góður en sá síðari
öllu lakari. Með Þór leika um
helmingur af 1. deildarleikmönn-
um ÍBA, m.a. bræðurnir Magnús
og Sævar Jónatanssynir, Gunnar
Austfjörð og nokkrir af hinum
nýju mönnum liðsins.
Aðalhluti Sundmeistara-
mótsins hefst i dag
Aðalhluti Sundmeistaramóts Is-
lands hefst í Laugardalslauginni
kl. 18.00 í dag. Verður þá keppt
í 11 greinum karla og kvenna. Á
morgun (sunnudag) hefst keppn-
in kl. 15.00, og þá einnig keppt í
11 greinum.
í blaðinu í gær spáðum við
um lirslit í þcim greinum, sem
keppt verður í dag, en hér á eft-
ir kemur spá um úrslit í síðari
degi keppninnar:
100 m. flugsund karla.
Hér ætti Guðmundur Gíslason
að höggva nærri metinu sínu,
Gunnar Kristinsson nær sennilega
,,SKRAPIГ
SIGRAÐI
SKOTANA!
Skozka knattspyrnuliðið frá
Glasgow, sem liér er í boði FH,
lék í fyrrakvöld við svonefnt Faxa
flóaúrval (21 ára og yngri). í því
liði var safnað saman leikmönnum
lir 2. deildarliðunum Víking og
Þrótti, og ásamt 2 leikmönnum
úr Breiðabliki, svo og leikmönn-
um úr 2. og 3. aldursflokki.
Þessu „skrapi“ tókst að sigra
Skotana 2:0. Heldur lítið fór fyr-
ir knattspyrnu í þessum leik, öllu
minna hjá Skotunum, en þeir
þóttu ekki sérlega prúðir né kurt-
eisir á vellinum, en fyrir utan
völlinn hefur verið til þeirra tek-
ið fyrir prúðmannlega framkomu.
Þeir leika tvo leiki í Vestmanna
eyjum um helgina, en halda síð-
an til Akureyrar, þar sem þeir
mæta ÍBA á fimmtudag.
öðru sætinu eftir harða keppni
við Hafþór Guðmund'sson, KR.
200 m. bringusund kvenna.
Helga Gunnarsdóttir vinnur
þessa grein jafn örugglega og 100
m. Ingibjörg Haraldsdóttir verður
önnur, en þriðja sætið fellur senni
lega til Guðrúnar Erlendsdóttur,
en hún verður ekki 'nema nokkr-
um sekúndubrotum á undan nöfnu
sinni, Magnúsdóttur, KR.
400 m. skriðsund karla.
Hérna munu þeir Friðrik Guð-
inundsson, KR og Gunnar Krist-
jánsson berjast um titilinn. Við
spáum Friðriki sigri, og ætti hann
að höggva nærri metinu. Þriðji
verður að líkindum Finnur Garð-
arsson, með naumum sigri yfir
Sigurði Ólafssyni.
200 m. baksund kvenna.
Salóme Þórisdóttir sigrar og
bætir sennilega metið og ætti
einnig að ná lágmarkinu á Evrópu-
mót unglinga, sem er 2:42,0. Halla
Baldursdóttir, Æ, verður önnur
og Helga Tómasdóttir, ÍBS þriðja.
200 m. fjórsund karla.
Vonandi tekst Guðmundi Gísla-
syni að bæta met.sitt í greininni.
Hafþór verður annar og Ólafur
Gunnlaugsson, KR þriðji.
100 m. skriðsund kvenna.
Lísa R. Pétursdóttir sigrar og
bætir sennilega met Hrafnhildar
Guðmundsdóttur 1:05,2. Vilborg
Júlíusdóttir verður önnur og Guð-
munda Guðmundsdóttir þriðja.
100 m. bringusund karla.
Leiknir Jónsson vinnur, en eft-
ir harða keppni við Guðjón Guð-
mundsson, ÍA, sem er mun sterk-
ari á 100 m. en 200 m. Gestur
Jónsson þriðji.
ÁGÚST ÁSGEIRSSON, ÍR
Ágúst Ásgeirsson, ÍR 18 ára
gamall menntaskólanemi, fædd
ur 15. júlí 1952.
Ágúst hóf æfingar grið 1969
í millivegalengdum 800 og 1500
m. hlaupum og vakti ekki neina
sérstaka athygli í upphafi. En
áhugi hans og dugnaður komu
fljótlega í ljós og hann sýndi
miklar framfarir í fyrra og
hljóp þá m.a. 800 m. á 2:02,6
mín. og 1500 m. á 4:12,2 mín.
Hann tók þátt í Únglingalands
keppni við Dani og N.-Þjóð-
verja í Danmörku í fyrrasumar
og stóð sig vel.
f sumar hefur Ágúst bætt
árangur sinn'verulega og bezti
tími hans til þessa er 2:00,7
mín. í 800 m. hlaupi, 4:09,4
mín. í 1500 m. hlaupi og 53,7
sek. í 400 m. hlaupi.
Aðspurður segist hann æfa
5 til 6 sinnum í viku í eina
og hálfa til tvær klukkustund- um beztu greinum á yfirstand-
ir í senn, cn keppir yfirleitt andi keppnistímabili, 800 m.
einu sinn í viku. Ilann segist 1:57,5 mín., 1500 m. 3:59,0 mín.
hafa sett sér takmörk í sín- og í 3000 m. hlaupi 8:55,0 mín.
200 m. flugsund kvcnna.
Guðmunda Guðmundsdóttir vinn
ur og bætir metið sennilega, Ingi-
björg Haraldsdóttir önnur og Hild
ur Kristjánsdóttir þriðja.
100 m. baksund karla.
Guðmundur Gíslason sigrar Haf-
þór annar og Páll Ársælsson
þriðji.
4x100 m. fjórsund kvenna.
Sveit Ægis sigrar og ætti að
takast að bæta metið sem þær
settu á meistaramótinu í fyrra.
HSK-sveitin önnur og B-sveit Æg-
is rétt á eftir..
4x200 m. skriösund karla.
Æsispennandi grein og verða
sennilega 2—3 sveitir undir gamla
metinu. Við spáum: 1. Ægir, 2.
Ármann, 3. KR.
KASTKEPPNI
Frjálsíþróttadeild ÍR gengst fyr
ir kastkeppni næstkomandi þriðju-
dag (27. júlí), á Melavellinum og
hefst hún klukkan 18.00. Keppt
verður í eftirtöldum kastgreinum:
Kringlukasti, karla og sveina
Sleggjukasti,
Lóðkasti.
Keppt verður í 800 metra blauiú
karla sem aukagrein strax að loknu
kringlukastinu.
Frjálsíþróttadeild ÍR.
IÞROTTIR
um helgin
LAUGARDAGUR:
Knattspyrna: Akureyrarvöllur kl.
16.00. 1. deild, ÍBA—ÍA.
Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00.
1. deild, ÍBV—KR.
Melavöllur kl. 15.00. 2. deild
Víkingur—Þróttur, Nesk.st.
Hafnarfjarðarvöllur kl. 16.30.
2. deild, FH—Selfoss.
ísafjarðarvöllur kl. 16.00. 2.
deild ÍBÍ—Þróttur Rvík.
Sund: Laugardalslaug kl. 18.00.
Sundmeistaramót íslands.
Frjálsar íþróttir: Akureyrarvöllur
kl. 14.00. B-mót FRÍ.
Golf: Nessvöllur. Meistarakeppni
GN.
Grafarholtsvöllur. Meistara-
keppni GR.
Hvaleyrarvöllur. Meistara-
keppni GK.
Vestmannaeyjavöllur. Meist-
arakeppni GV.
Akureyrarvöllur. Meistara
keppni GA.
Hólsvöllur, Leiru. Meistara-
keppni GS.
SUNNUDAGUR:
Knattspyrna: Keflavíkurvöllur kl.
15.00. 1. deild, ÍBK—Fram.
Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00
Týr—GAUYC.
Sund: Laugardalslaug kl. 15.00.
Sundmeistaramót íslanfc.
Frjálsar íþróttir: Akurevrarvöllur
kl. 14.00. B-mót FRÍ.
MÁNUDAGUR:
Knattspyrna; Laugardalsvöllur kl.
20,30. 1. deild, Valur - Breiðv
blik. — Vestmannaeyjavöllur
kl. 20,00. ÍBV—GAUYC.