Tíminn - 25.07.1971, Page 8

Tíminn - 25.07.1971, Page 8
8 TIMINN SUNNUDAGUR 25. júlí 1971 EFLING SJÁVAR- ÚTVEGSINS Viðtal við sjávar- útvegsmálaráðherra Undirritaður átti viðtal við Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegs- málaráðherra, síðari hluta vik- unnar, um helztu verkefnin á sviði sjávarútvegs á næstunni, til viðbótar því, sem þegar hefur verið ákveðið með bráðabirgða- lögum um bætt kjör sjómanna og aukna fyrirgreiðslu við þá, sem kaupa skuttogara. Viðtalið við sjávarútvegsráðherra fer hér & eftir: ---- í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar er vikið að ýmsum þýðingarmiklum atriðum í sjávar útvegi, Lúðvík .Hvað hefur þú að segja lesendum Timans um j*au ,umfram það, sem þegar hef- ur fram komið? — Já, það er rétt, að þar er um mörg mjög þýðingarmikil mál fyrir útgerð og fiskvinnslu að ræða. Við skulum fyrst víkja að stofnlánum sjávarútvegsins. Ráðgert er að taka til endurskoð- unar þær reglur, sem nú eru í gildi um lánstíma og lánskjör sjávarútvafsins. Eins og kunnugt er var það ákveðið í tíð „við- reisnarstj órnarinnar" að stytta lánstíma á lánum til fiskiskipa og fiskiðnaðarfyrirtækja. Þannig er nú hámarkslánstími á lánum út á fiskiskip 15 ár, en voru áður 20 ár, og hámark lánstíma lána út á frystihús eða önnur fisk- iðnaðarfyrirtæki 12 ár en voru áður 15 ár. Auk þessa var láns- kjörum breytt og vextir hækk- aðir. Það er ætlun ríkisstjórnarinn- ar að breyta þessum lánskjörum aftur og í aðalatriðum í fyrra horf. En breyting í þessu efni snertir ekki aðeins sjávarútveg- inn og fiskiðnaðinn, heldur koma einnig slíkar breytingar til fram kvæmda hjá öðrum atvinnugrein um. Þessar aðgerðir verða sam- ræmdar og er nú unnið að at- hugun á þessum málum. — En einnig er fyrirhuguð breyting á afurða- og rekstrar- lánum, er ekki svo? Afur5s- cz rekstrarlán — Jú, það er gert ráð fyrir því, að gildandi reglur um af- urðalán, sem. Seðlabankinn end- urkaupir vegna lána út á fram- leiddar afurðir verði breytt og lánahlutdeild Seðlabankans hækkuð. Talið er nú, að þessi hlutdeild Seðlabankans í afurða- lánum sjávarútvegsins nemi 52 —54% af skilaverði framleiðsl- unnar en áður námu þessi lán 67% af útflutningsverðinu. — Áformað er að koma þessum lán um nú á svipað stig og fyrir „viðreisn". Þá er einnig ætlunin að lækka vexti af afurðalánum. Rekstrarlán, sem framleiðslan nýtur frá bönkunum verða einn- ig tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að hækka þau rekstrarlán sem dregizt hafa aft- ur úr og eru orðin algerlega ófullnægjandi fyrir framleiðslu- starfsemina. — í málefnasamningnum er rfn-'" j um breytingar á vatryggingum fiskiskipa. ■ ■ Ráðstafanir hafa verið gerðar nú þegar til að íslendingar eignist svo fljótt sem verða má 15—20 skuttogara. — Jú, eins og kunnugt er hef- ur ríkt mikil óánægja yfir því fyrirkomulagi, sem þar hefur verið ríkjandi og því haldig fram af ýmsum, að vátryggingarið- gjöld væru miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndunum, t.d. í Noregi, og mætti koma þar fram lækkunum með breyttu og bættu skipulagi. Athugun á þess um málum er þegar hafiii;- en ekki unnt að segja á þessu stigi málsins til hvaða'®iðurstöðu> >hún. leiðir eða hvers konar breyting- ar verða gerðar að henni lok- inni. — Nú, þá á að létta ýmsum smærri gjöldum af atvinnurekstr inum, sem nú hvíla á honum og munu víst æði mörg — Já, það er rétt. Það er eitt af atriðum málefnasamningsins. Ákveðið hefur verið að gera sér- staka athugun á ýmsum gjöldum, sem nú hvíla á atvinnurekstri og gæti þar orðið um talsverðar hagsbætur og hagkvæmni fyrir atvinnureksturinn að ræða frá því, sem nú er. — Ýmislegt r.'jira er nefnt, svo sem umbætur í frystiiðnaðin um, efling skipaflotans o.fl. — Eins og þcgar er fram kom iö h-tity ríkísstjórnin gert ráð- st iaJiir tii ao greiða fyrir kaup- um á skuttogurum. Margir aðilar hafa nú hug á togarakaupum eft- ir að lofað hefur verið þessari auknu fyrirgreiðslu af hálfu rík- isins. En um frekari aðgerðir í þessum efnum er ekki hægt að segja á þessu stigi málsins — t.d. hvort ríkið sjálft ræðst í 'slík- skipakaup og ráðstafar skipun- um síðan til ýmissa aðila, en það er stefna ríkisstjórnarinnar, að tryggja vinnslustöðvum sjáv- arútvegsins nægilegt hráefni til að tryggja sem mcstan arð af rekstrinum jafnframt því, sem hún er staðráðin í að leysa úr því staðbundna atvinnuleysi, sem víða hefur ríkt. Stór verkefni Það liggur fyrir, að þörf er ó miklum fjármunum til að gera þær umbætur á frystihúsunum í landinu, sem lífsnauðsyn er að gera til að uppfylla þær kröfur um hreinlæti og vinnslulega að- stöðu, sem krafizt er af viðskipta þjóðum okkar. Við ætlum að gera sérstaka athugun á því, hvað gera þurfi á hverjum stað. Þetta mál verður að leysa og ríkisstjóminni er það ljóst, að aðstoða verður ýmsa aðila mjög verulega til að koma þessu í kring. — Þá er í málefnasamningnum rætt um fullvinnslu á sjávaraf- > urðum. -wg< ■■■■'<ntytt — Jáj’það er eitt af allra stærstu "verkefrium 1 íslénzkum þjóðarbúskap á næstu árum að reyna að stórauka hér full- vinnslu sjávarafurða og annarra innlendra hráefna. Á sviði sjávar útvegsins er hér mikið verk að vinna, því að þarna stöndum við langt að baki annarra fiskveiði- þjóða, t.d. Norðmanna. En þetta mun kosta mikil fjárframlög og aðstoð sérmenntaðra manna á sviði slíkrar fiskvinnslu og síð- ast en ekki sízt þarf aðstoð ríkisins til við það fjárfreka starf að vinna markaði fyrir slík ar vörur á erlendum mörkuðum með kynningu, rannsóknum og auglýsingastarfsemi. Þetta tek- ur allt langan undirbúning og verður hinni nýju Framkvæmda stofnun falið að kanna þetta verk efni í samvinnu við siávarútvegs mála-áðuneytið, sagði ráðherr- ann að lokum. Ofstækið oiótmælir Svo undarlega vildi til. er bráðabirgðaiögin um hækkun fiskverðs og bætt kiör sjómanna. voru gefin út, að sá aðilinn. sem sízt hafði ástæðu til að mót- mæla. scndi frá sér harðorð mótmæli. Eins og tekið er fram í mál- efnasamningi hins nýja ráðuneyt- is Ólafs Jóhannessonar skvldi nú þegar gefin út bráðnbirgða- lög um breytingu á reglum um Verðjöfnunarsjóð, hækkun fisk verðs og bætt kjör sjómanna. Prósenta sú af útflutnings- verði fiskafurða, sem runnið hefur til Verðjöfnunarsjóðs, hef ur verið lækkuð, en auk þess kemur til viðbótar bein hækk- un á fiskverði, þannig, að í heild hækkar skiptaverðið um 18— 19%. Frá sama tíma er niður- felld sú 11% skerðing á skipta- verði, sem tekin var af hlut sjómanna með lögum. Með þessum ráðstöfunum er rekstrargrundvöllur útgerðar eða fiskiðnaðar í engu skertur. Þrátt fyrir þessa lækkun á greiðslum til Verðjöfnunarsjóðs munu tekj- ur hans á þessu ári verða í heild svipaðar og áætlað var að þær yrðu er viðmiðunarverð var ákveðið í ma£ s.l. og mun frysti deild Verðjöfnunarsjóðs verða kpmin 1 ,1000 milljónir um næstu áramót eins og reiknað var með. ViðmiðunarVerðið hef- ur staðið óbreytt þrátt fyrir mikl ar hækkanir á útflutningsverð- inu. Skerðingin á útflutnings- verðinu vegna framlaga til Verð jöfnunarsjóðs hefði numið hátt á annað hundrað milljónum kr. hærri upphæð en áætlað var og tekjur frystideildar sjóðsins hefði numið á sjötta hundrað milljónum á þessu ári að óbreyttu. Hvað hefði gerzt? En áttum okkur dálítið á því, hvað gerzt hefði, ef rlkisstjórnin hefði ekki gripið til þessara ráð- stafana og bætt sjómannakjörin. Sjómenn una hag sínum illa. Erfiðlega hefur gengið að manna bátana og sjómenn hafa verið að ganga í land. Eftir kauphækkan- ir landverkafólks, sem allir gera sér grein fyrir að verða í haust, myndu sjómenn ganga í stórum flokkum í land, en þeir hafa bundna samninga til áramóta. Ennfremur hefði komið upp hættulegt misræmi í fiskverðinu hér innanlands og í nágranna- löndum, þar sem útflutningsverð ið kemur alit til skipta, en það h-'fði þýtt auknar landanir er- lendis. og ekki furða, þar sem 17 krónur fengust fyrir kílóið í Færeyjum en 9 krónur hér. Þró- nn í þá átt hefði hráefnaskorti hjá islenzkum fiskiðnaðarfyrir- tækjum og minni atvinnu verka- fólks. Þegar þetta er haft í huga, ættu allir að mega vel við ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar unia og víst er um það, að öll þjóð- in er sammála um að nauðsyn beri til að hækka laun sjómanna. Eru útgerðarmenn ýmsir þar raunar fremstir í flokki, enda byggist rekstur þeirra á bví, að hæfir sjóme,nn fáist á skipin. En viti meun. Nokkrir forystu mer.n í stjórn LlÚ taka sér fyrir hendur við þessar aðstæður að knýja fram meirihlutasamþykkt í stjórn LÍÚ, þar sem þessum ráðstöfunum, sem tryggja mann- skap á bátana og skaðar í engu rekstrargrundvöll útgerðarinnar, er harðlega mótmælt! Þeir hafa allt á hornum sér, tala um íhlut- un í samnirigsrétt, þótt hér sé um breytingu á lögum að ræða, (11 prósentin) sem skapað hafa þeim mikla erfiðleika í samning um við sjómenn, telja þetta hættulegt fyrir framtíð sjávar- útvegsins og fleira í þeim dúr. Má af því gagnálykta, að þessir menn, sem tekið hafa að sér að gæta hagsmuna útgerðarmanna, hafi heldur viljað, að útgerðin bæri ein og óstudd nauðsynlegar kjarabætur til handa sjómönn- um. Er hæpið að útgerðarmenn í landinu vilji allir samþykkja slíkan málatilbúnað forystu- manna sinna. Það voru heldur eþki allir stjórnarmenn LÍÚ samþykkir þessum mótmælum og létu bóka stuðning við þessar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Auðvitað er vendilega um það þagað í frétta tilkynningu LÍÚ, enda eru þessi mótmæli ekkert annað en póli tískt ofstæki þeirra. sem láta Mbl. ráSa gerðum sinum og orðum. Ný viðbrf Sjómannsstarfið er fómfrekt og erfitt starf. Kjör sjómanna þurfa því að vera það góð, að þetta mikilvæga starf í íslenzku þjóðarbúi verði jafnan eftirsókn- arvert. En hefur þannig verið búið að sjómönnum undanfarið að sú sé raunin? Nei. Fyrrver- andi ríkisstjórn gerði sig seka um að virða ekki þessa mikilvægu starfsstétt að verðleikum. Hún lét sig meira að segja hafa það, að stórskerða kjör hennar með lög- gjöf og neitaði leiðréttingum, þegar úr erfiðleikum útgerðar hafði rætzt eftir áfallið 1968. Næstu daga munu sjómenn finna það, að það er komin ný og vinveittari ríkistjóm til valda. Á næstunni verða gefin út bráða- birgðalög um hækkun fiskverðs og leiðréttingu á hlutaskiptum sjómanna. Hin nýja ríkisstjóm dregur það ekki á langinn að sanna sjómönnum að hún mun virða þá meira en fyrrverandi rik isstjórn gerði. Bráðabirgðalögin um leiðrétt- ingu vísitölunnar og hækkun tryggingabóta eru önnur dæmi um gjörbreytt viðhorf í stjómaráð- inu. Þeir, sem lökust höfðu kjör- in undir 12 ára viðreisn, munu finna það á næstu vikum og mán- uðum, að þeir eiga sér nú ríkis stjórn, sem mun leggja sig fram um að rétta hlut þeirra. „Hrollvekjan'4 Það er einmitt partur af „hrollvekjunni“ að það varð að gera þessar leiðréttingar strax, er hin nýja ríkistjórn settist í valdastóla. Þessu hafði öllu ver ið slegið á frest, en það var álit hinna nýju valdhafa ,að svo al- varlegt væri ástandið í þessum málum ,að ekki væri með nokkru móti unnt að draga þessar um- bætur. Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.