Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 9

Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 9
JTNmJDAGTTR 25. júlí W71 TÍMINN 9 Otgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlkvæmdastjórl: Rristján Benediktsson Rltstjórar: Þórartnn Þdraria»on (áb), Jón Helgason, IndriSl G. Þorsteinsson og Tdmas Kaslsson. AuglýstngastjórJ: Stelngrimur Gislason Rlt ■tjórnarskrifstofur 1 Edduhúslnu, timar 18300 — 18306 Skrif ttofUT Bðnlkastræti 7. — Afgrelðslusiml 12323. Auglýsingasimi: 10523. AOrar akriístofur sím) 18300. Áskrtftargjald kr 195,00 á mómiðl fawianlands. í lausasölu fcr. 12,00 elnt. — Prentsm • \ Edda hf. Varnarmálin Stjómarandstöðublöðin halda áfram að reyna að gera stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í utanríkismálum sem tortryggilegasta. Einkum er þeim tíðrætt um varnarmálin og þá endurskoðun á varnarsamningnum milli Bandaríkj- anna og íslands, sem fyrirhuguð er. í fyrsta lagi er rétt að minna á það, að Bandaríkja- menn sjálfir eru nú að endurskoða stefnu sína 1 her- stöðvarmájum. Þeir hyggjast draga úr herafla sínum í herstöðvum í Evrópu. Fyrst Bandaríkjamenn sjálfir telja nauð'syn endurskoð- unar í þessum málum, hví skyldi þá nokkuð athugavert við það, að við íslendingar förum að dæmi þeirra og endurskoðum fyrirkomulag þessara mála hjá okkur? Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur lýst því yfir, að ísland muni áfram verða í Atlantshafsbandalaginu og mun standa við allar skuldbindingar skv. þeim samn- ingi. Þegar ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalag- inu 1949, var það gert með því fororði af íslands hálfu, að á íslandi yrði ekki erlendur her á friðartímum. Á þetta skilyrði féllust allar bandalagsþjóðir okkar og á þessum fyrirvara var fullur skilningur þeirra- ísland skuldbatt sig hins vegar til að láta bandalaginu í té að- stöðu hér á landi, ef til ófriðar drægi. Árið 1951, þegar Kóreustyrjöldin braust út, og talið mo var mjög ófriðlegt í heiminum, var varnarsamningurinn við Bandaríkjastjórn gerður. Með honum var bandarísk- um her látin í té land og aðstaða á Keflavíkurflugvelli. Þá var gert ráð fyrir og það ítrekað af íslenzkum stjórn- völdum, að aðeins yr'ði um. tímabundna dvöl hins er- lenda herliðs að ræða og það myndi hverfa úr landi, þegar friðvænlegra yrði í heimsmálum. Á þetta og þann fyrirvara, sem gerður var af íslands hálfu, er það gerð- ist aðili að Nato, hefur Framsóknarflokkurinn ætíð lagt áherzlu. Hann vill að þessir fyrirvarar haldi fullu gildi sínu. Varnarsamningurinn er sjálfstæður samningur milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkjanna. Hann er í raun- inni óháður aðildarsamningi okkar við Atlantshafsbanda- lagið í varnarsamningnum eru ákvæði um heimild beggja að- ila til að óska endurskoðunar aða uppsagnar á samningn- um. Núverandi ríkisstjóm hyggst í öllu fara að ákvæðum þessa samnings. Það verður ekki um neins konar brot af hennar hálfu á þessum samningi við Bandaríkjastjóm að ræða. En hún vill átta sig betur á stöðu þessara mála og hún mun nú knýja á þann tvöfalda fyrirvara, sem gerður var af íslands hálfu. Hún vill ekki að hér á landi dveljist erlendur her á friðartímum og stefnir að brott- flutningi bandaríska liðsins í áföngum. En hún leggur jafnframt áherzlu á, að ísland verður áfram í Nato. Skv. þeim skuldbindingum, sem ísland hefur þar tekið á sig og fyrr var á minnzt, eiga banda- lagsþjóðir okkar rétt til aðstöðu hér á landi, ef til styrj- aldar dregur- Á móti hafa þær skuldbundið sig að telja árás eða ásælni erlendra ríkja á íslandi árás á sig allar og munu þá bregðast við til varnar fyrir okkar hönd. Þess vegna hlýtur það að teljast líklegt að viðræður við Bandaríkastjórn, þegar þar að kemur, muni m.a. bein- ast að því, hvernig þeirrar aðstöðu og þeirra mannvirkja, sem bandalagsþjóðirnar telja nauðsynlegt að hafa hér á iandi, ef viðsjár 1 heiminum aukast, verður gætt og hvort ekki megi t.d. tryggja snurðulausan og öruggan rekstur ratsjárstöðva hér á landi, þótt bandaríska varnarliðið hverfi úr landi 1 áföngum. — TK r.......... . ..... JOHN DANSTRUP: Innanríkisráðherrann í Marokkó er valdameiri en konunprinn Uppreisninni um daginn var beint gegn honum. „NÚ er ég enn meiri kon- ungur en áður“, hrópaði Hass- an konungur II þegar búið var að brjóta byltinguna á bak aft- ur um daginn. En þessu var öfugt farið og Hassan II enn síður stjóm- andi landsins en áður. Engum hefir getað blandazt hugur um, að Mohamed Oufkir hershöfð- ingi og innanríkisráðherra er og hefir verið raunverulegur æðstráðandi landsins að baki hinni konunglegu forhlið. Hann kom andstöðunni til vinstri á kné fyrst, en nú hratt hann tilraun keppinauta sinna í hernum að ná völdunum og hefir vald hans því aukizt en ekki minnkað. Hann hafði á hraðar hendur og gekk í svip og af fullkomnu miskunar- leysi milli bols og höfuðs á nokkrum hluta herforustunn- ar. Hassan konungur II er því enn háðari honum en áður. OUFKIR hershöfðingi barð ist til valda af mikilli hörku og vægðarleysi, en hann er fjörutíu og eins árs. Hann gekk í þjónustu frönsku ný- lendustjórnarinnar ungur að árum, og þau tengsl hefir ' há'rtri '"álcfrei rofið til fullsi v Franskir hershöfðingjar dáð- ust að hugrekki hans og dugn- aði í heimsstyrjöldiiini, en hann tók jafnan að sér hin erfiðustu verkefni \ styrjöld- inni £ Indokína. Árið 1953 kom hann heim til Marokko og tók sæti í hinni æðstu stjórn nýlendunnar frönsku. Forustu- menn þjóðfrelsishreyfingar- innar hötuðu hanna meira en nokkurn annan heimamann. Þegar þar kom, að Frakkar komust ekki hjá að veita Mar- okkomönnum sjálfsforræði, urðu þeir nauðugir viljugir að grípa til Oufkirs hershöfð- ingja sem meðalgöngumanns milli sín og Mohammeds *V. Oufkir hafði traust tök á ör- yggislögreglunni og haldgóð sambönd við Frakka, enda tók hann þegar sæti i hinni nýju stjórn landsins og sór konung- dæminu hollustueiða. Kon- ungdómurinn varð honum stökkpallur til æðstu valda og valdi konungs hefir hann síð- an beitt í baráttunni við and- stæðinga sína. HERSHÖFðlNGINN hreiðr aði um sig og treysti valda- stöðu sína í skjóli konungs- valdsins o? með aðstoð þess. Hann varð yfirmaður öryggis- lögreglunnar þegar Hassan II settist í hásætið árið 1961 og árið 1964 tók hann sæti inn-' anríkisráðherra og hafði þá yf- ir að ráða öllu lögregluliði landsins. Fyrst gerði hann upp sakir við samtök frjálslyndra. Síðan snéri hann sér að lýð- veldissinnum og sósfalistum, en þeir lutu forustu hins öfl- uga og vinsæla nútíma stjórn- málamanns Ben Barka. Oufkir hafði brotið forustuna £ Union Nationale des Forces Populair es, flokki Ben Barka, á bak aftur árið 1963. Árið 1965 Mohamed Oufkir, hershöfðingl innanríkisráðherra Marokkó. gerði hann vopnaða árás á kröfugöngu fiokksins £ Casa- blanca, en þar höfðu aðalstöðv ar hans lengi verið. Hershöfð- inginn var ávallt sjálfur I fylkingarbrjósti, gekk hart fram og af mikilli grimmd. Loks ' 'kohi” röðin1 að Ben Barka sjálfum. Hart var deilt -um það við:n hirðina;> hvort reyna bæri að ná samkomulagi við leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, þegar hann var flúinn úr landi og búið að veikja að stöðu hans innanlands að því er séð varð, eða freista þess að gera upp sakir við hann £ eitt skipti fyrir öll. Enn er óráðin gáta, hvort Ben Barka lét ginnast af tilliboðum um samninga, eða hvort Oufkir hershöfðingi gerði út af við hann vegna þess, að Hassan konungur vildi sættir. Hvað sem þvi líður greip Oufkir tækifærið til að losa sig fyrir fullt og allt við skæðasta keppi naut sinn um forustuhlutverk ið i Marokko. SVO mikið er v£st, að Ben Barka kom til París i október og lét ginna sig til fundar i þeirri trú, að ganga ætti til samninga um stjórnmálin. Frönsk njósnasveit nam hann á brott á almanna færi um há- bjartan dag, í náinni sam- vinnu við glæpaflokk £ ná- grenninu, en hann var i bein- um tengslum við gamla sam- herja í öryggislögreglunni í Marokko, undir stjórn Oufkirs hershöfðingja. Franskur glæpa maður var aðal vitnið, en franskd lögreglan gaf síðar út opinbera tilkynningu um, að hann hefði framið sjálfsmorð. Vitni þetta bar, að farið hefði verið með Ben Barka til að- setursstaðar glæpamanna í út- hverfi Parísar, og þar hefði Oufkir leikið hann þannig með hníf, að hann hefði annað hvort látizt þar á staðnum eða stuttu síðar. Allt virtist benda til, að þessi framburður hafi veriö réttur. Franskir dómstólar fengu þó aldrei órækar sann- anir fyrir sekt Oufkirs, þar sem vitni og sönnunargögn hurfu hvað eftir annað á dul- arfullan hátt. Hver var þarna að verki? Frönsk yfirvöld auðvitað. Þau höfðu staðið að brottnámi Bens Barka, og undir forustu ekki ómerkari manna en þeirra Jacques Foccarts umboðs- manns de Gaulle forseta í leyniþjónustunni, og Freys innanríkisráðherra. Gamlir vinir og samstarfsmenn Oufkirs í lögreglunni og leyni- þjónustunni létu þetta gott heita. LÍK Bens barka hefir ekki fundizt svo vitað sé, en hitt er ljóst, að Oufkir losnaði við keppinaut sinn. Hneykslið olli mikilli ólgu í Frakklandi og leiddi til opinberrar stjórn- máladeilu milli Frakka og Mar okkomanna. Sú deila átti að bjarga áliti de Gaulles. En Ouf kir missti einskis í. Vegur hans óx enn hraðar en áður, þar sem enginn veitti honum and- stöðu framar. Konungurinn og hann voru tengdir enn traust- ari böndum en nokkru sinni fyrr. Af þessu leiddi hins vegar, að konungsvaldið hefir barizt ákafar en áður fyrir tilveru sinni og ríki, bæði gegn and- stæðingum sínum, stéttarsam- tökum og blöðum, eða yfir- leitt gegn öllum, sem því gat stafað ógn af. Oufkir hefir treyst aðstöðu sina í skjóli valds síns og með tilstyrk ör- yggislögreglunnar. Af þessum sökum tóku ýmsir hátt settir hershöfðingjar höndum sam- an og reyndu stjórnarbylting- una um daginn. Markmið þeirra var að hnekkja valdi Oufkirs, en allt virðist benda til, að þá hafi greint mikið á um stefn- una, sem fylgja bæri að sigri unnum. Uppreisnartilraunin fór út um þúfur og Oufkir hefndi sin hroðalega í nafni konungsins. Skyndiréttur var settur o,g siðan voru fjórir hers höfðingjar og nokkrir herfor- ingjar teknir af lífi, til þess að uppreisnin breiddist ekki út og sannleikurinn kæmi ekki í ljós. HASSAN konungur er háð- ari Oufkir hershöfðingja en nokkru sinni fyrr, en hann hef ir leikið andstöðuna óþyrmi- lega. Hann situr blóði stokk- inn sem konunglegur einræð- isherra meðan hann hefir í fullu tré við óánægjuöflin í landinu. Oufkir þarf ekki að óttast háskalegar gagnráðstafanir af hálfu valdhafanna í París, þar sem hann nýtur góðra og gam- alla tengsla og heldur vemdar- hendi yfir hagsmunum Frakka í Marokko. En hitt er annað mál, að hann kann að verða að láta til skarar skríða gegn ein- hverjum hópum Frakka, til þess að sýna og sanna, að hann sé þjóðlegur leiðtogi. Hershöfðinginn mun ekki þurfa að óttast opinbera and- stöðu annarra ríkja í Norður- Framhald á bls. 14 zmm 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.