Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 13

Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 13
/ svmfamXGm 25. saí wn TIMINN 13 I íjij k Myndarleg tilraun, en árangurinn ekki eftir því Kitstjóri nokkur, sem var hættur blaðamennsku, var spurð ur að því hvaða skyldur blöð hefðu gagnvart lesendum sín- um. Hann svaraði eitthvað á þá leið, að spurningu sem þess- ari væri ekki fljótsvarað, því að blöð hefðu ótal skyldur gagnvart lesendum sínum. „En mér er þó óhætt að segja, að frumskylda blaða gagnvart les- endum sínum sé að skýra bæði satt og rétt frá. Bregðist blöð- in þessari skyldu, bregðast þau ekki einungis lesendum sínum heldur sjálfum sér líka.“ Sjálfsagt hefur mörgum brugðið i brún, þegar í ljós kom, við athugun, sem gerð var í síðasta tölublaði íþrótta- blaðsins, að árangur íslenzkra knattspyrnumanna sl. 2—3 ár, er ekki ýkja betri en á sam- svarandi tímabili þar á undan, sem sést bezt á því, að ekki munar nema tveimur stigum í 13 landsleikjum, hvort tíma- bil, síðara tímabilinu í hag. En hvers vegna brá mönn- um í brún? Var þetta ekki eitthvað, sem allir vissu? Nei, mikill hluti almennings hefur staðið í þeirri trú, að umtals- verð breyting, jafnvel bylting, hafi átt sér stað í íslenzkri knattspyrnu allra síðustu ár. Þess vegna komu þessar upp- lýsingar eins og köld vatns- gusa framan í marga. Auðvitað veit fólk, sem hef- ur fylgzt að staðaldri með ís- lenzkri knattspyrnu síðustu ár, hvort knattspyrnan er betri eða verri en hún var fyrir nokkr- um árum. Það getur dæmt sjjálft — og gerir það. En það er al- menningur, fólk, sem sjaldan fer á völlinn og fylgist aðeins með í gegnum íþróttaskrif blað anna, sem hefur verið blekkt- ur, og þar stendur Mbl. stærsta blað landsins, í broddi fylking- ar — og bregzt þeirri frum- skyldu blaða að segja bæði satt og gétt frá. í grein, sem iþróttafrétta- maður Mbl., Steinar Lúðvíks- son, ritar í blað sitt sl. föstu- dag, véfengir hann greinina í íþróttablaðinu og talar um, „að rangtúlkun og hálfsögð saga um staðreyndir“ séu engum til góðs — og skrifar meira en hálfa síðu, án þess að minnast á það einu orði, hver útkoman úr síðustu landsleikjum er, tal- in í stigum, en greinin í íþrótta blaðinu gekk einmitt út á það. Slík mc'ðferð á máli, er minna en hálfsögð saga, svo ekki sé talað um rangtúlkun, því að hvað er það, sem segir til um árangur í knattspyrnu, ef það eru ekki stigin, sem hljótast úr leikjum? Hver var að tala um, að einhver gæfi sér for- sendur fyrirfram? Annars er grein Steinars J. Lúðvikssonar athyglisverð margra hluta vegna. Hann kemst nefnilega að þeirri nið- urstöðu, að árangurinn skipti ekki mestu máli. Það geti orð- ið bylting, án þess, að árangur lagist. Til að mynda segir hann í grein sinni, að „það eitt út af fyrir sig sé athyglisvert, að sl. þrjú ár hafi íslendingar leik- ið jafnmarga landsleiki og þeir gerðu á fimm árum á undan, og má segja, að á þessu sviði einu hafi orðið stórbylting“. Einnig segir Mbl.-maðurinn, að það sé bylting, að keppnistíma- bil landsliðsins hafi lengzt verulega. „Þetta er bylting“, segir hann hróðugur. En erum við ekki cinmitt þarna komnir að kjarna máls- ins. Til hvers er verið að fjölga landslcikjunum og lengja kcppnistímabilið, cf ekki til þess að ná betri árangri? Finnst íþróttafréttamanni Mbl. árang- urinn í 13 síðustu landsleikj- um góður miðað við alla þá vinnu, sem lögð hefur verið í landsliðið — með fleiri leikj- um, lengra keppnistímabili, vetraræfingaleilcjum, dvöl í æf- ingabúðum og með því að fela cinum manni að velja lands- liðið? Er hann ánægður með það, að ekki skuli fást nema 2 stigum meira úr 13 síðustu landsleikjum, en 13 landsleikj- um þar á undan, á tímabili, þar sem landsliðinu var sýnd- ur miklu minni sómi? Aldrei nokkurn tíma hefur vérið deilt á stjórn KSÍ fyrir ýmsar athyglisverðar fram- kvæmdir og tilraunir, sem gerð ar hafa verið á s.l. 2—3 árum, eins og blaðam. Mbl. bendir réttilega á, m.a. stófnun þjálf- ara- og dómarasambands, firma keppni og skólakeppni og ýmis- legt annað. Þvert á móti hefur stjórn KSÍ sérstaklega verið þakkað fyrir þetta. Enda stend ur deilan ekki um það, hvort stjórn KSÍ hafi gert ýmsar breytingar á stjórnum Knatt- spymusambandsins, heldur það, að árangurinn lætur standa á sér. Sá, sem þennan pistil skrifar, hefur bæði bént á það, sem vel er gert og gagnrýnt það, sem miður fer i knattspyrnumálum okkar. Vinnubrögð núverandi stjórnar KSÍ eru vissulega þess eðlis, að kalla megi stórbylt- ingu til hins verra, a.m.k. í sum- um málum, til að mynda, þegar iþróttabandalag Reykjavíkur var þjófkennt, 'en opinber dóm- stóll hnekkti þeim ásökunum. Ótal mörg önnur dæmi er hægt að nefna, en hér verður látið staðar numið að sinni. Að endingu vil ég taka undir með íþróttafréttamanni Mbl., þar sem hann ræðir um iþrótta- blaðið og telur að myndarlega hafi verið staðið að tilraun með blaðið, þegar undirritaður tók við ritstjórn þess, en árangur- inn hafi ekki orðið eftir því. Einhvern veginn finnst mér, að þessi gagnrýni eigi við fleiri — og þá ekki sízt stjórn KSÍ. Myndarleg tilraun, en lítill ár- angur. — alf. Úrvals hjólbaröar Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi FljótoggóÖ þjónusta BiLAVER VESTMANNAEYJUM STRANDVEGI49 SiMI 2410 Magnús E. Baldvlnsson Laugavegl 12 - Slml 2280« megiö henni w NYJUNG Vér bjóðum yður að kynnast kostum IGNIS þvottavélanna. — Fáið reynsluvél heim, kynnist aE eigin raun þvottaeiginleikum hennar, eE þér eruð ekki Eullkomlega ánægð, tökum vér vélina aftur og endurgreiðum yður kaupverðið. — Þér hafið 10 daga til ákvörðunar — cftir eigin reynslu munið þér taka ákvörðun tim kaupin. (g> RAFIÐJAN VESTIIRGÖTU 11 SÍM119294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660 Ferðafólk Heitur matur í hádeginu og á kvöldin. GrflÍTíðtlr, kaffi og smurt brauS allan daginn. • Esso- og Shell-benzín og olíuc. • Verið velkomin! Staðarskáli, Hrútafírði HARÐPLAST í RÚLLUM CONOUTr Ameríska harðplastið CONOLITE í rúllum, þrjár breiddir, hvítt og viðarlitir. Á sólbekki, borð o. fl., o. fi. Samskeytalaus áliming, selt í metratali og í heil- um rúllum. — Póstsendum. MÁLNING- & JÁRNVÖRUR H.F. Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.