Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 16

Tíminn - 25.07.1971, Qupperneq 16
Kyntta sér bandarísk fræði í EB—Reykjavík, laugardag. 40 manns frá Norðurlöndunum 5, bafa í sumar kynnt sér banda 6t+ar Jónsson frá Reykjavík, ræðir hér við tvo starfsmenn skólans, Dr. Knut Gundersen, sem er upphafs- rískar bókmenntir, stjórnmál Og maður að heimsókn Norðurlandahópsins til skólans, og skólastjórann, E. D. Farwell. Ht'FJA ÚTFLUTNING TIL M SB-Reykjavík, föstudag. Súpugerðin Vilko, sem verið hefur í Kópavogi ,er nýflutt í stórt og gott húsnæði í Stórholti 1 í Reykjavík. Vilko framleiðir nú 12 tegundir af súpum, cn í ráði er að fjölga tegundunum. Þá verður væntanlega innan skamms hafin framleiðsla heitra og kaldra Vilko- búðinga. Verksmiðjan hefur nú í athugun að flytja súpur sínar á Bandarík j amarkað. VILKO-SÚPUM? Decorah flhÉn Sunnudagur 25. júli'MBtt. Austfirðiitpr vongóðir m aukinn ferða- mannastranm EB—Reykjavík, laugardag. Um s. L mánaðamót hófst að- alvertíðin hjá hótelum á Aust miandi. í viðtali er Tíminn átti I dag við Pétur Sturluson, hót elstjóra í Valaskjálf á Egils- stöðum, kom fram, að nýtning in á hótelinu þar hefur verið 80—90% það sem af er þess- um mánuði. — Þetta segir ef til vill ekki alveg sanna sögu um ferða- mannastrauminn hingað aust- ur, þar eð nokkuð hefur verið um fundarhöld hjá okkur, sagði Pétur, en í Valaskjálf er ágæt aðstaða til slíks. Pétur sagði að á hótelinu væri gistirými fyrir 43. Kvaðst Pétur búast við, að nýtingin á hótelinu yrði mjög góð út ágústmánuð. Á Fljótsdalshéraði hefur að- staða fyrir ferðamenn stórbatn að hin síðari ár. Þar eru nú þrjú hótel, á Hallormsstað Eið um og á sveitabýlinu Egilsstöð um, auk Valaskjálfar. Þá er bú- ið að stofna bílaleigu á Egils- stöðum, eins og greint er frá f annarri frétt í blaðinu. Kom fratn í viðtalinu við Pétur, að Austfirðingar reikna með að mun fleiri leggi leið sína í sumar til Austurlands en áður. Að venju hafa 'margir þegar lagt leið sína í Atlavik og tjaldað þar, enda mjög góð að- staða þar til slíks, og búizt er við, að mikið fjölmenni verði í Atlavík um verzlunarmanna- helgina, en þá verður haldin f jölbréytt útisamkoma þar. — Við erum alltaf að gera okk- ar bezta til að súpurnar verði enn betri, sagði Hallgrímur Marinós- son í Vilko í viðtali við blaðið í dag. — Þær hafa líkað mjög vel og salan er alltaf að aukast. Okk- ar súpur eru líka ódýrari, en er- lendar súpur hér. Ávaxtasúpurn- ar eru á svipuðu verði, en þá er líka meira magn í pakkanum, sagði Hallgrímur. Auk búðinganna, sagði hann að fleiri nýjungar væru á prjónun um, en ekkert ákveðið, nema að Vilko tekur nú í fyrsta sinn þátt í kaupstefnunni í haust. Hráefnið í súpurnar er mest inn flutt og sagði Hallgrímur, að það kæmi víða að, t.d. aprikósurnar frá íran og Ástralíu, sveskjurnar frá Júgóslavíu og Rúmeníu og þurrkuðu eplin frá Kína og Ítalíu. — Við veljum eins vel og við getum og kaupum bara eftir hend inni frá þeim stað, þar sem hrá- efnið er bezt á hverjum tíma. Þess má geta, að Vilko framleiðir bláberjasúpu, sem ekki á sér er- lenda hliðstæðu. Ekki er þó nema lítill hluti framleiddur úr íslenzk- um berjum, þar sem aðstöðu vant ar á landinu til að þurrka þau SB—Reykjavík, föstudag. Sjálfsbjörg, landssamband fatl aðra, hélt 13. þing sitt að Jaðri, 19. — 21. júní s. 1. Þingið sótttu 62 fulltrúar frá öllum sambands deildum. Þingið samþykkti marg ar ályktanir og tillögur m. a. um tryggingamál, atvinnumál og fé- lagsmál öryrkja. Formaður sjálfs bjargar fyrir næsta ár var kjör inn Theódór A. Jónsson, Rvík. Forsetar þingsins voru kjörnir þeir Sigursveinn D. Kristinsson, og Sigurður Gúðmundsson. Af ályktunum má nefna þá ályktun tryggingamálanefndar þingsins, af lágmarkslífeyrir megi ekki vera undir 75% af almennu dagvinnukaupi verkamanns, fyrir tekjulága lífeyrisþega og auk þess skuli vera heimild til hækkunar, þegar sérstaklega stendur á. Þá telur nefndin mikla þörf á því, að fötluðu fólki sé veittur styrkur nógu vel. Berin í súpuna koma frá Vestur-Evrópu og eru ekki síðri en íslenzku berin. Nýja húsnæðið hjá Vilko er rúmlega helmingi stærra en fyrra húsnæði og þar vinna nú 5 manns. Að lokum gat Hallgrímur þess, að Vilko súpur væri hægt að fá í hverju plássi á landinu. til kaupa á nauðsynlegum heim- ilistækum. Farartækjanefnd gerði m. a. til- lögu um að reksturkostnaður bif- reiða öryrkja verði frádráttarbær við álagningu tekjuútsvars, og tekjuskatts og að öryrkjar hafi frjálst val bifreiðategunda. Þingið samþykkti að beina því til fræðsluyfirvalda, að tryggt verði, að fötluð börn á skólaskyldu aldri njóti lögboðinnar menntun- ar, þótt þau geti ekki sótt almenna skóla. Þá samþykkti þingið, að landssambandið haldi áfram að styrkja fólk til náms í sjúkra- þjálfun og öðru því námi, sem snertir endurhæfingu. Þó með því skilyrði, að sambandið njóti starfs krafta fólksins að loknu námi, ella verði styrkurinn endurgreiddur. Ennfremur var samþykkt að unnið verði að því að öryrkjar njóti sér- stakra lánakjara til húsbygginga efnahagsmál við Luther College, Decorah, Iowa í Bandaríkjunum. Starfar allt fólkið að kennslu í heimalöndum sínum. íslendingarnir, sem stunda nám í skólanum á þessu sumri eru Ólöf Benediktsdóttir, Reykjavík, Vignir Einarsson, Blönduósi, Kristín Gústafsdóttir, Reykjavik, Kristín Kaaber, Reykjavík, Júlí ana Lárusdóttir, Reykjavík og Helga Magnúsdóttir, Reykjavík. Hópurinn kom til Chicago 23. júní s. 1. og til Decorah fimm dögum síðar. Stunda þau námið 4 stundir á dag, en eyða frítíma sínum í að skoða borgina og um- hverfi hennar. Verður hópurinn í Luther College til mánaðarmóta, og fer því næst í 10 daga ferð um Bandaríkin. Heldur hópurinn ‘heim á leið að þeirri ferð lokinni. og að veittur verði styrkur til sér innréttinga á gömlu húsnæSi vegna fatlaðra. Þá skorar þingið á hlutaðeigandi aðila, að Landsim inn og Ríkisútvarpið veiti eftir- gjöf á afnotagjöldum sínum til fatlaðra og að þeim sem ekki geta notað strætisvagna heilsu sinnar vegna, verði veitt afsláttarkort fyrir leigubíla. Að lokum má nefna að þingið skorar á Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt ið að gefa út handhægan bækling um réttindi öryrkja. Sambandsdeildir Sjálfsbjargar eru nú 12 að tölu og félagar alls 1124. Síðasta dag þingsins fóru fulltrúar í heimsókn að Reykja- lundi og skoðuðu endurhæfingar stöðina og vinnustofurnar. í stjórn næsta árs voru kjörin auk formanns, Sigursveins D. Kristinsson, Ólöf Ríkarðsdóttir og Eiríkur Einarsson. Þing Sjálfsbjargar: Lífeyrir verði 75% af dagvinnukaupi .. .... Sumarhátíð í Atlavík - á vegum Framsóknarmanna á Austurlandi um verzlunarmannahelgina Sumarhátíð Framsóknarmanna á Austurlandi, fer fram um verzlunarmannahelgina, 31. júlí og 1. ágúst. Skemmtunin verður haldin í Atlavík í Hallormsstaðarskógi. Danslcikur hefst kl. 20.00 á laugardagskvöld og stendur til kl. 01.00. Verður dansað á tveim stöðum og leika hljóm sveitirnar For úð Oa Sahara fyrir dansi. Kl. 0.15 hefst varð eldavaka. Þar skemmtir Ómar Ragnarsson — þjóðlagatríóið Lítið eitt og fleira verður sér til gamans gert. Kl. 13.30 á sunnudag hefst hátíðarsamkoma. Þar flytur Alcxander Stefánsson oddviti í Ólafsvík ræðu, en ávörp flytja alþingismennirnir Eystéinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálm arsson, Ómar Ragnarsson skemmtir, „Lítið eitt“ syngur, og fleira verður til skemmtun ar. Þá fer fram glímusýning undir stjórn Aðalsteins Eiríks sonar, keppt verður í víða- vangshlaupi og knattleikjum og e.t.v. fleiru. Um kvöldið verður dansað frá kl. 20.00 til 01.00. öll tneðferð áfengis á sam- komunni er stranglega bönnuð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.