Tíminn - 18.08.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.08.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 1971 TIMINN <9 <9 Útgefandi- FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Kramkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn t>órarinsson <áb■ .lón Helgason Indriði G Þorsteinsson og •'ómaí Karlsson Auglýsingastjóri Steingrimur Gislason Rit srjórnarskriístofur i Edduhúsinu simar 18300 - 18306 Skril «totur Bankastræti 7 - Afgreiðslusim) 12323 Auglýsingasiml 10523 AöraT skrifstofur simi 18300 Askriftargjald kr 195.00 S mánuði Innanlands t lausasölu kr 12,00 elnt - Prentsm Edda hf Enn óvissuástand í fisktollamálum á Bandaríkjamarkaði Engin leið hefur verið að fá örugga og staðfesta vitn- eskju um það ennþá, hver áhrif hinn nýji innflutnings- tollur í Bandaríkjunum muni hafa á útflutning íslenzkra fiskafurða til Bandaríkjanna. í bandarískum blöðum hefur því verið haldið fram, að fiskur myndi undanþeginn hinum nýja innflutningstolli, en nokkuð eru þær fréttir mótsagnakenndar við þær fréttir, sem hingað hafa borizt af þeim meginreglum, sem Bandaríkjastjórn hyggst fara eftir við álagningu þessa tolls. Hitt er víst, að hinn nýji innflutningstollur verður talsvert mismunandi eftir vörutegundum, mun ekki leggjast á tollfrjálsar vörutegundir, eins og t.d. humar og ost, ekki vald’a hækkun á tolli á öðrum, en leggjast þyngst á fullunnar iðnaðarvörur og sennilega bitna harðast á innflutningi iðnaðarvara frá Japan. Samkvæmt því, sem starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík geta næst komizt, mun hinn nýi tollur aðeins valda hækkun á fiskblokk, en engri eða sára- lítilli hækkun valda á öðrum fiskafurðum, að undan- tekinni niðursoðinni síld, sem mun fara úr 1% tolli í 11% toll. Bandaríska sendiráðið 1 Reykjavík getur hins vegar ekkert um þetta fullyrt, þar sem viðskiptaráðu- neytið í Washington er ekki tilbúið að gefa upp ákveðn- ar staðfestar upplýsingar um það, hvort eða hvernig tollurinn leggst á einstakar fisktegundir. Virðist sem enn sé verið að athuga og reikna út hinn nýja toll, og það kann að verða tafsamt og flókið, því að forseti mun hafa allfrjálsar hendur varðandi ýmsar vörutegundir. Er þar um tvær viðmiðanir að ræða. Annars vegar má tollurinn ekki vera hærri á hverri vörutegund en hann var skv. bandarískri tollskrá 1930, sem þýðir þá aðeins 1.05 centa hækkun á tolli á fiskblokk pr. pund, en óbreytt á öðrum tegundum. Hins vegar er forseta Bandaríkjanna heimilt skv. lögum frá 1962, að hækka tolla á vörum allt að 50% frá því sem tollskrá ákvað 1934, en tollar höfðu þá lækkað verulega í Bandaríkjunum frá 1930. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvernig háttað var tollum á fiskafurðum í Bandaríkjunum 1934, og því er ógerlegt á þessu stigi að fullyrða hvort heimild forsetans skv. lögunum frá 1962 tekur til þeirra eða ekki. Verra er það og skapar erfitt óvissuástand hérlendis, að fregnir frá Washington herma, að það geti tekið nokkra daga að fá örugglega úr þessu skorið. En skv. þeim reglum, sem bandaríska sendiráðið í Reykjavík telur lang sennilegast að gilda muni við ákvörðun tolla á íslenzkar fiskafurðir 1 Bandaríkjunum, verður hér ekki um verulegt áfall fyrir íslenzkan fisk- iðnað að ræða. í fyrsta lagi virðist möguleiki á því, að tollurinn komi inn í bandarískt verðlag þrátt fyrir verð- stöðvun þar 1 landi næstu þrjá mánuði. í öðru lagi er hér aðeins um 60—70 milljónir íslenzkra króna að ræða miðað við heildarútflutning á blokk til Bandaríkjanna á s.l. ári„ þ.e. á ársgrundvelli. í þriðja lagi er hér um tímabundnar bráðabirgðaráðstafanir að ræða og t.d. er verðstöðvunin aðeins miðuð við 3 mánuði og það tímabil yrði áfallið aðeins 20—25 milljónir króna miðað við gefnar forsendur. Yfirlýst er af Nixon að þessi tollur verði niðurfelldur svo fljótt sem auðið reynist. — TK $ ir ———— -»—■ ■■ 1 NATALIE LAYZELL: Lindsay borgarstjóri New York gengur í Demokrataflokkinn ij „Ég veit ekki, hvort þetta hefur í för með sér, að ég verði í framboði við forsetakosningarnar/' sagði hann New York, 11. ágúst. JOHN V. LINDSAY, borgar- stjóri í New York, tilkynnti i dag, að hann væri genginn í Demokrataflokkinn, „til þess að berjast fyrir nýrri forustu þjóð- arinnar“, eins og hann orðaði það. Verið getur, að þetta sé upp- haf að baráttu fyrir útnefningu sem frambjóðandi Demokrata- flokksins við forsetakosningarn- ar að ári. Borgarstjórinn tók þó fram, þegar hann sagði frá inn- göngu sinni í Demokrataflokk- inn, að hann vissi ekki, hvort hann berðist fyrir útnefningu sem forsetaefni. Síðar fullyrti hann, að hann keppti hvorki að því að verða forseti né varafor- seti. BORGARSTJÓRII^N er hár maður, glæsilegur í sjón og verð ur fimmtugur í nóvember í haust. Þegar hann skálmaði inn í móttökusalinn í húsi sínu, Gracie Mansion, þar sem fjöldi blaðamanna beið hans, sagði hann umsvifalaust: „Við frú Lindsay létum skrá okkur í Demokrataflokkinn í dag. Með þessu skrefi er með vissum hætti viðurkennt, að tutt ugu ára barátta að framfara- málum innan Republikanaflokks ins, hafi verið unnin fyrir gýg. 1 annan stað táknar þetta ákvörðun um baráttu fyrir nýrri forustu þjóðarinnar. Demokrataflokkurinn er bezta von þeirra, sem berjast vilja fyrir breýttri stefnu og nýrri forustu þjóðarinnar í forseta- kosningunum árið 1972.“ LINDSAY borgarstjóri hét því ennfremur, að reyna að koma á samtökum demokrata, republikana og óflokksbund- inna manna til að „vinna að friði og réttlæti. „Ég veit ekki, hvort þetta hefur í för með sér, að ég verði í framboði við forsetakosning- arnar,“ sagði borgarstjórinn. „En það þýðir tvímælalaust, að ég er skuldbundinn til að taka virkan þátt í baráttunni fyrir nýrri forustu þjóðarinnar í kosningunum 1972.“ Borgarstjórinn lagði á það á- herzlu, að hann gerði sér „eng- ar tálvonir um Demokrataflokk- inn“, en hann ætlaði að starfa „sem demokrati án þess að af- sala mér persónulegu sjálfræði mínu.“ Hann gagnrýndi Republikana- Iflokkinn og leiðtoga hans í Washington harðlega og sagði, að orðið væri alveg ljóst, að JOHN V. LINDSAY borgarstjóri i New York þeir hefðu „endanlega horfið frá þvi að reyna að koma sam- an ríkisstjórn, sem svaraði raun- verulegum þörfum meirihluta þjóðarinnar ... og þess hluta hennar, sem einmitt er í mestri þörf“. BORGARSTJ ÓRINN sakaði ríkisstjórn Nixons forseta um „hirðuleysi“ um hlutskipti hinna fátæku og bætti við, að hún hefði alveg látið undir höf- uð leggjast að reyna að bæta úr atvinnuleysi, húsnæðisskorti, sjúkrahússkorti, aukinni glæpa hneigð, fátækt og kynþáttaerj- um. Hann kvaðst hafa barizt fyr- ir sigri Nixons árið 1968 eins og nálega allir aðrir republik- anar, „fyrst og fremst vegna þess, að hann hét að stöðva lam- andi styrjöld og binda endi á deilurnar og klofninginn. sem var að skipta okkur í tvær f jand samlegar fylkingar. En þrátt fyrir allt heldur styrjöldin áfram og Bandaríkja- menn, Víetnamar, Laosmenn og Kambódíumenn eru enn drepnir. Fjölskyldur þeirra hermanna okkar, sem lífi halda, brjóta um það heilann, eins og þeir sjálf- ir, um hvað í ósköpunum sé eig- inlega verið að berjast.“ LINDSAY borgarstjóri hefir hvað eftir annað andmælt styrj- öldinni í Víetnam harðlega, bæði á almennum samkomum og samkomuih stúdenta. Honum hefir einnig hvað eftir annað lent saman við fylkisstjóra Republikana, Nelson A. Rocke- feller, sem hann segir eiga sök á því, að New York-borg verði ávallt afskipt, þegar gengið sé frá fjárlögum fylkisins. Húsráðendur í Hvita húsinu létu ekkert í ljós um þá tilkynn- ingu Lindsays, að hann hefði skipt um flokk. Ekkert heyrð- ist heldur frá Rockefeller fylkis stjóra, en hann er nú í leyfi í Portúgal. Ron Ziegler, blaðafull trúi Nixons forseta, sagði aðeins „ekki orð, ekki orð“, þegar hann var hvað eftir annað spurður, hvað forsetinn segði um skoð- anaskiptin. Hann bætti því þó við, að engin aðvörun hefði bor- izt um þessa fyrirætlun Lind- says. ARIÐ 1965 hlaut Lindsay kosningu sem borgarstjóri í New York, en hann var þá bú- inn að sitja fjögur ár í fulltrúa- deild þingsins fyrir Manhattan, „þetta silkisokkaða nægtasaro- félag“. Veðrasamt var um hann sem borgarstjóra allt kjörtíma- bilið og var honum gefið að sök, að hann gerði sér of mikið far um að hjálpa fátæklingun- um í borginni, svo og svertingj- um og aðfluttu fólki frá Puerto Rico. En Lindsay borgarstjóri varð eins konar tákn í augum þjóðar innar og naut sérstakra vin- sælda meðal fréttamanna. Hann spigsporaði snöggklæddur um ;] götumar í fátækrahverfunum af | og til allt þetta heita sumar, | meðan sífelld uppþot geisuðu í öllum öðrum stórborgum • landsins. Lindsay beið lægra hlut í for- l kosningunum um mitt ár 1969, jjj og hinn íhaldssami John Marchi | var tilnefndur borgarstjóraefni : Republikanaflokksins. En Lind- n say var ekki af baki dottinn, B heldur bauð sig fram sem óháð- || an frambjóðanda og hlaut kosn- I ingu sem borgarstjóri. | LINDSAY borgarstjóri og i kona hans komu til New York * í gærkvöldi, 10. ágúst, úr tíu daga leyfi í Colorado. Þau neit- ■] uðu að svara öllum spurning- | um blaðamanna við komuna til '■ borgarinnar. En allmargir for- fj ustumenn Republikanaflokksins, ! sem stutt hafa Lindsay í stjórn- málabaráttunni, gengu á hans ] fund og reyndu á elleftu stundu ’ að fá hann ofan af því að segja , sig úr flokknum. Meðal þeirra, sem reyndu að ,í telja borgarstjóranum hughvarf, U voru þrettán félagar í Ripon- 3 samtökunum i New York, en s það eru samtök frjálslyndra •] Republikana. Nefna má til dæm | is John Hay Whitney, forseta « International Herald Tribune 1 og Withney Communications | Corporation, Walter N. Thaver 1 forseta WCC, David Rockefeller | bankastjóra og Gustave Levy, fc: aðaleiganda Goldman Sachs og | fyrrum forseta kauphallarinnar | í New York. §

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.