Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.08.1971, Blaðsíða 6
8 TIMINN FÖSTUDAGTJR 20. ágúst ÍMl „ÉG VONA AÐ ÞAÐ FARI EKKI MEÐ MIG EINS OG KONSERTINN HANS GARÐ- ARS HÚLM I BÁRUHIÍSINU" Segir Jón Laxdal Halldórsson leikari, kominn heim eftir ellefu ára útivist — Það kemur til mála að ég leiki Garðar Hólm í sjónvarpsmyndinni eftir Breklcukotsannál Laxness, sem gerð verður nœsta sumar. Hlutverk hans er eitthvert stórkostlegasta verkefni, sem ég get hugs- a8 mér að leika núna. Hin langa fjarvera mín að heim an gerir það að verkum, að mér finnst ég vera far- inn að skilja og átta mig é Garðari Hólm, þessari hrífandi persónu. Þannig komst Jón Laxdal Halldórsson að orði í viðtali við Tímann nú fyrir skömmu. Hann var hér í nokkra daga f sambandi við væntanlega kvik myndatöku skáldsðgunnar Brekkukotsannáls eftir Hall- dór Laxness, en hann mun leika í myndinni, e.t.v. hlut- ?erk Garðars Hólm, og einnig vera leikstjoranum Rolf Had- rich til fulltingis. í ráði er einnig, að Jón Laxdal komi hingað í janúar og leiki sem gestur í tveim leikritum í Þjóðleikhúsinu. Umræður standa nú yfir um það, og væntanlega fær Jón leyfi frá ZUricher Schauspielhaus, sem er eitt af beztu leikhúsum í þýzkumælandi löndum, en þar starfar hann nú. Jón hefur verið 4 ár í Ziirich og er ánægður þar, hamuhefur ný- lega ráðið sig áfram til tveggja ára við Ziiricher Schauspiel- haus. Jón Laxdal Halldórsson fæddist 1933. Hann kynntist fyrst leikhússtarfi í Málmey þegar hann var innan við tví- tugt og hafði verið á flakki erlendis. Hann fékk þá vinnu sem statisti og varð stórhrifinn af leiklist og - starfi. Áður hafði hann verið að hugsa um að skrifa eða mála. Þegar heim kom var braut hans ráðin. Hann lærði m.a. hjá þeim Indriða Waage og Haraldi Bjðrnssyni og útskrifaðist úr Léikskóla Þjóðleikhússins 1954. Jón Laxdal Halldórsson Kunni enga þýzku 1956 fór Jón utan til fram- haldsnáms við Max Reinhardt Seminar, leiklistardeid Aka- demie fíir Musik und bildende Kunst í Vínarborg. Aðra þýzku kunnáttu hafði hann ekki. en þá, að hann hafði lært hluta úr tveim leikritum á þýzku, Maríu Stuart eftir Schiller og Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare,Kona kenn- ara hans úr barnaskóla, Hertha Leósson, æfðiJbsnn I AJggBtí,, burði á þessum köflum í sex einkatímum. Þegar fyrir hina háu dómara f leikskólanum í Vín kom, fór Jón með kafla úr hlutverkum Lanzelots Shakespeares og Mortimers úr leikirti Schillers og hlaut náð fyrir þeirra augum. Hann hef ur síðan náð svo gððum ár- angri f þýzku, að HSdrich leik- stjóri segir hann eina leikar- ann sem hann hafi kynnzt, sem ekki eigi þýzku að móður máli og tali samt málið lýta- laust. Jón lærði aldrei þýzku af skólabókum, en kennarar hans veittu honum míkla og góða aðstoð. Hann fór einnig strax að lesa þýzku, meira að segja erfiðar bókmenntir eins og verk Schillers og Lessings, sem tóku huga hans fanginn. Eftir að Jón lauk námi í Vín 1959 lék hann fyrst í Rostock í Austur-Þýzkalandi, síðan víða í Vestur-Þýzkalandi, aðallega í leikhúsum, en einnig hefur r hann leikið í sjónvarpi og í kvikmyndum. Jón Laxdal Hall- dórsson hefur ekki komið til fslands í 11 ár... ,,-.__,_ ¦ ^ Efekíleikið hér *** aoxm í fimmtán ár — Ég hef alltaf verið að hugsa um að koma heim, og mig hefur langað mikið til þess, sagði Jón. — En þegar maður er að byggja upp lejk- feril er það oft svo, að einn samningur við leikhús tekur við af Öðrum, og fri eru stutt. Ég gæti varla hugsað mér betra hlutskipti en að koma heim og leika hér, og ég vona og býst við að svo verði. Ég hef ekki sézt á leiksviði hér í fimmtán ár, en nokkrir fslend ingar hafa séð mig leika er- lendis. Mig langar mikið til að koma heim og leika fyrir • landa mina. — Hvort ég finni margt sameiginlegt með Garð- ari Hólm? hefur Jón upp eftir blaðamanni og brosir. —. Þetta er sannarlega skemmtileg spurning. Ekki geri ég það nú að öllu leyti. Það er fyrst og fremst þessi ytri f jarlægð, sem mér finnst ég eiga sameigin- lega með Garðari Hólm. .. Hann .var alltaf að leita að hreinumiítóni. Hanri ætlaði að halda konsert, en söng aldrei riém'á'; %na óviðjafnanlega kakafóníu, sem Laxness kall- ar svo, fyrir blinda móður sína. Og þegar hann fer með karlakórnum til Ameríku þá fipast honum. Garðar Hólm hefur þessa stóru rödd, og kringumstæðurnar hreint og beint leiða hann út á lista- brautina. Það nægir ekki eingöngu að hafa listhæfileika. Til þess að komast áfram f leiklist t.d. þarf gífurlega mikinn sjálfs- aga og dugnað. Þetta er erfitt líf með mikilli samkeppni. Ég verð aðeins að vona að það fari ekki eins með mig og konsertinn hans Garðars Hólm Jón Laxdal Halldórsson á leiksviði í Báruhúsinu, og leiksýningun um verði aflýst Hrifnir af landinu — Hvernig fannst þér að koma heim eftir öll þessi ár? — Það er sérkennfleg tfl- finning að koma heim og ferðast kringum mitt eigið land f fyrsta skipti á ævinni. Ég er fsfirðingur og þekkti fyrr en nú lítið annað en Vest- firði, Reykjavík og hluta af Suðurlandi. Við sáum svo ótal marga dásamlega staði. Land- ið er ennþá fegurra en ég geymi það í minningunni. Öll þessi ferð er mér einhvern veginn óraunveruleg. HMdrich var einnig storhrif- inn af landinu, ekki sizt frá sjónarmiði kvikmyndagerðar- manns. Þegar við fórum um Möðrudalsðræfi og horfðum til suðurs sá hann t.d. bak- grunn, sem hann taldi tilval- inn fyrir kvikmynd eftir Beðið eftir Godot eftir Beckett, en töku hennar stjórnaðl hann ekki alls fyrir löngu. — Og þið eruð að leita að vettvangi fyrir Brekkukots- annál? — Já, við fórum víða. Borg- ar Garðarsson leikari var með okkur og hann þekkir landið mjög vel. Áður höfðum við far ið til Stokkseyrar og Eyrar- bakka. En síðar fórum við f fjóra daga um landið. Á Snæ- fellsnes, í Stykkishólm, síðan norður og austur um landtil Seyðisfjarðar og til baka fyrir Tjörnes um Húsavík og í Lauf ás og síðan suður aftur. En okkur veittist erfitt að finna góðan stað til kvikmyndatök- unnar, það var helzt í Skaga- firði að léttast fór á okkur brúnin. Til greina kæmi að taka myndina á Sauðárkróki og í Glaumbæ eða e.t.v. Lauf- ási. Starfar við mjög viður- kennt leikhús — Svo við víkjum að öðru, var ekki miklum erfiðleikum bundið að ná árangri sem leik- ari é erlendri tungu, sem þú kunnir engin skil á í byrjun?^ — Mér veittist létt að læra þýzkuna og hafði gaman af henni. En fyrstu árin fóru Framhald á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.