Tíminn - 25.08.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.08.1971, Blaðsíða 3
MTOVIKUDAGUR 25. ágúst 1971. tFmpnn Bátur brennur Framhald af bls. 1 sigling var að þeim, að sögn björgunarsveitarmanna. Slökkvistarfið var þegar hafið, en von bráðar sást, að ekkert varð að gert. Eldurinn reynd- ist of magnaður og allur neðan þilja og illt að komast að hon- um. Var þá haft samband við slökkviliðið í Keflavík og var það tilbúið á bryggjunni í Kefla vík með allan sinn viðbúnað, klukkan sex. Nokkur bið varð þó á að bátarnir kæmu þangað, því ekki var hægt að sigla á fullri ferð. Blaðamaður og ljósmyndari Tímans voru í Keflavík, þegar Helga Björg kom með Jón Odds son þangað. Þegar bátarnir sigldu inn um hafnarkjaftinn, var mjög mikill reykur í Jóni Oddssyni, en enginn eldur sjá- anlegur. Stóðu reykjarstrókar út um kýraugu í brúnni og upp úr skipinu aftan til og fram und- ir miðju. Þegar bátarnir komu nær, lagðist reykjarmökkurinn yfir bryggjuna, og mannfjöld- inn, sem þar hafði safnazt, þrátt fyrir ötula framgöngu lögregl- unnar við að halda fólki frá, fór að hósta og nudda augun og nokkrir yfirgáfu bryggjuna. Nokkuð erfitt reyndist að koma Jóni Oddssyni rétt að bryggjunni, þar sem slökkvilið- ið beið með fjóra bíla og mik- inn mannskap. Vélskipið Lóm- nr KE 101 lá hinum megin við garðinn og munaði minnstu að Jón Oddsson rynni beint aftan á hann. Hann slapp þó framhjá, en renndi beint á bryggju- endann með braki og brest- um, en ekkert mun þó hafa brotnað. Síðan tókst Helgu Björgu að draga skipið fyrir endann og upp að garðinum hinum megin. Slökkviliðsmenn brugðu skjótt við og stukku um borð í brennandi skipið með járnkarlá og axir og allar slöng ur og kvoðuslökkvitæki. Þegar slökkvistarfið hafði staðið í um hálfa klukkustund köm Útey með skipbrotsmennina. Skip- stjórinn á Jóni Oddssyni, Sigurð ur Bjarnason, stökk þegar frá borði og kvaðst ekkert mega vera að því að tala við blaða- menn. Síðan hljóp hann niður að sínu skipi og stökk þar um borð og hvarf undir þiljur. Hin- ir skipverjarnir fjórir fylgdu fordæmi hans. Slökkviliðsstjórinn íKeflavík, Helgi Jónsson, sagði Tímanum í kvöld, að slökkvistarfinu hefði verið lokið um hálf níu. Tals- vert erfitt hefði reynzt að slökkva, þar sem illt var að kom ast að eldinum. Miklar skemmd- ir urðu á skipinu, bæði í vél- inni og á dekki, svo og talsverð- ar í brúnni. Sagði Helgi, að olíu- geymar skipsins hefðu verið orðnir mjög heitir og varla mátt tæpara standa. Ekki var nema lítilsháttar af humar um borð. Jón Oddsson GK 14 er 80 lesta eikarbátur, smíðaður á ísa firði fyrir 12 árum. Sjópróf fara fram í Keflavík og verður vænt- anlega einnig gert þar við bát- inn. Eigendur bátsins eru Jónas Jónasson og Sigurður Bjarnason i Sandgerði. en það var Sigurð- ur, sem var skipstjóri í þessari ferð. ÚR DGSKARTGRIPIR- V i Wv/} KORNELÍUS jönsson SKÖLAVÖRÐUSTÍG 8 V I 'JT W BANKASTHÆTI6 ^-»18588-18600 Þessi bóndabær, umkringdur blómum, er a sýningunni I 'HveragerSisktrktu, sem garSyrkjubændur i HveragerSi halda um þessar mundir. Á sýningunni eru óteljandi rósir af fjölmörgum tegundum, nellikkur og krysantemur, en alls munu vera á sýningunni milli 300 og 400 tegundir af blómum og nokkuS af garSávöxtum og útiplöntum. FormaSur sýningarnefndarinnar er Ingimar SigurSsson, en formaSur GarSyrkjubændafélagsins er Hans Gústafs- son. (Tímamynd ísak) 83 íslenzkir ræðismenn á fundi í Reykjavík SUMIR K0MA UR FJAR- LÆGUM HEIMSÁLFUM KJ—Reykjavík, þriðjudag. Á morgun, þriðjudag, hefst á Hótel Loftleiðum fundur með ræð ismönnum íslands, og samkvæmt fréttatilkynningu utanríkisráðu- neytisins sækja fund þennan 83 ræðismenn og eru konur flestra þeirra með í ferðinni. Tilgangur inn með þessum fundi, mun vera sá, að fræða ræðismennina betur um íslenzk málefni, og kynna þeim það sean efst er á baugi í innanlandsmálum, svo þeir geti betur sinnt ræðismannsstörfum sínum. Margir ræðismannanna eru langt að komnir. Frá Bandaríkjunum koma 10 ræðismenn, einn frá Argentínu, fjórir frá Belgíu, einn frá Brasilíu, sjö frá Bretlandi, sex frá Danmörku, einn frá Fær- eyjum, tveir frá Finnlandi, fjórir frá Frakklandi, einn frá Hollandi, einn frá frlandi, einn frá ísrael, sex frá Ítalíu, sjö frá Kanada, ein frá Kýpur, tveir frá Lúxem- borg, einn frá Mexíkó, einn frá Nígeríu fjórir frá Noregi, einn frá Perú, tveir frá Portúgal og tveir frá Spáni, tveir frá Sviss, þrír frá Svíþjóð, einn fr'á Tyrklandi, og ellefu frá Sambandslýðveldinu Þýzkalandi, og er fjölmennasti hópurinn þaðan. Fundurinn hefst klukkan hálf tíu í fyrramálið, með ávarpi Ein- ars Ágústssonar utanríkisráðherra, en að því loknu mun Bjarni Bragi Jónsson forstjóri Efnahagsstofnun- arinnar flytja erindi um efnahags- mál á íslandi nú og í frarntíðinni. þá verður sýnd kvikmynd, en síðan flytur Þórhallur Ásgeirs- son ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu erindi um utanríkis- verzlun íslendinga og efnahags- samvinnu. Þá verða fyrirspurnir, en Pétur Thorsteinsson ráðuneyt- isstjóri mun stýra fundinum. Eft- ir hádcgið munu r nðismennirnir heimsækja iðnfyrirtæki. Sérstök dagskrá verður fyrir eiginkonurn- ar, en um kvöldið býður utanrík- isráðherra og frú til kvöldverðar á Sögu. Á fimmtudaginn hefst fundur klukkan níu, og mun þá Pétur Thorsteinsson tala um störf ræðismanna íslands, og skipzt son ráSu’néýíisstjÓri.’ Á þésstim verður á skoðunum um það efni fundi verða ýmsir leiðandi menn og utanríkisverzlunina. Fundar- í verzlun, iðnaði og ferðamálum. stjóri verður Þórhallur Ásgeirs-1 Framhald á bls. 14. Heilsuverndarstöð Hafnarfjarðar Skólalæknir óskast til starfa í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til 10. sept. n.k. Umsóknir sendist Grími Jónssyni, héraðslækni, Strandgötu 8—10. Heilbrigðismálaráð Hafnarfjarðar. LOGTAKSURSKURÐUR 24. sept. s.l. voru úrskurðuð lögtök vegna ögreiddra gjaldfallinna útsvara og aðstöðugjalda til Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, álögð árið 1971. Lögtök fyrir gjöldum þessum geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessar- ar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Hafnarfirði, 24. ágúst 1971. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Aöstoöarmaöur óskast til eftirlitsstarfa við mælingastöðvar o.fl. Nánari upplýsingar í síma 21343. Raunvísindastofnun Háskólans. 3 Leitum samvinnu við þær þjóðir, sem berj- ast fyrir lögsögu á öllu hafsvæði landgrunns- ins Á síðasta Alþingi flutti Jón Skaftason og 7 aðrir þing- nienn Framsóknarflokksins til- lögu til þingsályktunar um að íslendingar leituðu aukins sam starfs við þær þjóðir, sem berj ast fyrir sem stærstri fiskveiðí landhelgi. Þessa tiUögu vildi þáverandi þingmeirihluti ekki afgreiða og dagaði hana uppi. TiIIagan kvað á um að auka samstarf á alþjóðavettvangi til að hraða því að viðurkenndur verði réttur strandríkja, sem mikið eiga undir fiskveiðum í þjóðarbúskap sínum, til lög- sögu á öllu hafsvæði land- grunnsins. í greinargerð með þessari til K*gu sögðu flutningsmenn m. a.: „Alþjóðleg samvinna um ráð stafanir til þess að bægja þess- ari hættu frá hefur gengið treglega, og þær alþjóðlegar stofnanir, sem vinna að fram- gangi reglna um skynsamlega nýtingu fiskistofna sjávarins, virðast í starfi sínu máttlitlar vegna hagsmunaárekstra þjóð- anna og einstakra hagsniuna- hópa, sem hindra skynsamleg* ar reglur og réttlátar í garð strandríkja í þessum efnum. Fari svo fram miklu lengur, verða þjóðir, sem byggja lífs- afkomu sína á sjávarafla, eins og íslendingar, að grípa til þess eina ráðs, sem þær hafa til þess að koma í veg fyrir eyð ingu miðanna, og það er að færa út fiskveiðilögsögu sína innan skynsamlegra og rétt- látra marka. Lögin um vísindalega vernd un fiskimiða landgrunnsins frá 5. apríl 1948 marka stefnu þá, er íslendingar vilja fylgja um víðáttu fiskveiðilögsögunn- ar. Með þeim telja þeir raun- hæft og sanngjarnt að miða fiskveiðitakmörkin við yztu mörk landgrunnsins. Á grundvelli þessara laga og á rúmum áratug frá setningu þeirra hafa fslendingar fært fiskveiðilandhelgina út í 12 sjómílur frá grunnlínum talið, sem dregnar eru þvert fyrir flóa og firði og yztu nes og sker. Er það mikill árangur, ef haft er í huga, að við setningu landgrunnslaganna 1948 var í gildi samningur Breta og Dana um 3 mílna fiskveiðilandhelgi hér við land, sem talin var frá lágfjöru á ströndum, en í fló- um og fjörðum frá 10 mílna breidd næst mynni. En síðan 1958 hefur ekkert gerzt um frckari útfærsli: fiskveiðiland- helginnar, ef frá er talin sú stækkun, er fékkst viðurkennd í samningnum vif Breta frá 11. marz 1961, sem m.a. gerði ráð fyrir nýjum grunnlínum á nokkrum stöðum við land5 *, en við það færðist landhelgislínan að sjálfsögðu tilsvarandi út. En í samningi þessum er líka að finna ákvæði um, að íslcndingar verði að tilkynna B’ramhald á bls. 14. ________________________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.