Tíminn - 25.08.1971, Blaðsíða 1
190. tbl.
— Miðvikudagur 25. ágúst 1971 —
55. fig.!
*
*
*
*
*
*
*
*
#
*
*
*
*
*
#
SAMVINNUBANK4NN
.i
SAMVINNUBANKINN ÁVAXTA” <5PARIFÉ VBAR
HÆSTU VÖXTUM
Slökkviliðsmenn úr Kefiavík ráðast tíl atiögu við eldinn um borð i Jóni Oddssyni í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi,
(Tímamynd OE)
Humarbáturina
dreginn logandi
Jón öddsson
tii Kefíavíkur
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Eldur kom upp í vélarrúmi
vélbátsins Jóns Oddssonar GK
14 frá Sandgerði um hádegið
í dag, en þá var báturinn stadd
ur um 10 mflur vestur af Eld-
ey. Magnaðist eldurinn fljótt
og fengu skipverjar ekki við
neitt ráðið. Fóru þeir í björg-
unarbáta og voru síðan tekn-
ir um borð í Útey KE 116.
Vélskipið Helga Björg frá
Skagaströnd kom einnig á stað
inn og tók hún Jón Oddsson í
tog og hélt með hann brenn-
andi til Iands. Björgunarsveit
Slysavarnaféiagsins í Sand-
gerði kom á móti bátunum með
dælu, en fékk ekki ráðið við
eldinn. Bátarnir komu til
Keflavíkur um kvöldmatarleyt
ið og tók þá slökkviliðið þar
við. Jón Oddsson mun hafa
skemmzt allmikið, en engan
af áhöfninni mun hafa sakað.
Jón Oddsson var á humar-
veiðum vestur af Eldey í sæmi-
legu veðri, eða því, sem á sjó-
mannamáli kallast „kaldaskít-
ur“, þegar eldurinn kom upp í
vélarrúminu. Skipverjar reyndu
lengi vel að slökkva eldinn, en
þegar þeir sáu að ekki varð
við ráðið, lokuðu þeir vand-
lega öllum gáttum og sendu út
neyðarkall. Eitthvað var þó
farið að huga að eldinum aft-
ur, með þeim afleiðingum, að
hann blossaði upp og sáu skip-
verjar þá ekki annað ráð
vænna, en að fara í bátana.
Þeir voru svp að segja strax
teknir um borð í Útey KE 116.
Helga Björg frá Skagaströnd
kom einnig þarna að um það
bil klukkustund eftir i.ð eldur-
inn kom upp. Tók Helga Björg
Jón Oddsson í tog og hélt með
hann áleiðis til lands.
Björgunarsveit Slysavarna-
félagsins í Sandgerði var köll-
uð út um tvöleytið, og fóru
sveitarmenn út á Snarfara og
tóku með sér mikla slökkvi-
dælu. Mætti Snarfari bátunum
um hálffjögurleytið, og var
þá ausandi rigning og svo
slæmt skyggni, að þeir sáust
ekki fyrr en um 10 minútna
Framhald á bls. 3
Engin ókvörðun enn um hvort
Alþingi verður kvatt saman
áður en landhelgissamningunum verður sagt upp
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
— Það er í athugun, hvort
Alþingi verður kvatt saman áð-
ur en landhelgissamningunum
verður sagt upp, sagði forsæt,-
isráðherra Ólafur Jóhannesson
í útvrpinu í kvöld.
— Það hefur ekki verið tekin
formleg ákvörðun um þetta, en
verður gert fyrir 1. september,
sagði forsætisráðherra enn-
fremur. — Það er vafalaust, að
ríkisstjórnin hefur lagalega
heimild til að segja upp þess-
um samningum, án atbeina Al-
þingis, en hitt er svo annaö
mál, hvað eru talin heppileg
vinnubrögð.
í útvarpsviðtalinu sagði for-
sætisráðherra, að ekki hefði
verið tekin formleg afstaða til
þess, hvort landhelgissamning-
unum verður sagt upp fyrir 1.
september eða ekki.
Varðandi það, hvoft ísland
beitti sér fyrir nánari sam-
vinnu við aðrar þjóðir, sem
áhuga hafa á landhelgismál-
inu, sagði forsætisráðherra, að
það væri stefna ríkisstjórnar-
innar, og sérstaklega tekið
fram í tillögu til þingsálykt-
hinar, sem stjórnarandstæðing-
ar á sínum tíma, eða núver-
andi stjórnarflokkar, fluttu í
vetur. - Þar var sagt m.a., sagði
forsætisráðh. — Þá felur Al-
þingi ríkisstjórninni að hafa á
alþjóðlegum vcttvangi sem nán
ast samstarf við þær þjóðir
sem lengst vilja ganga, og miða
vilja mörk fiskveiðilandhelg-
innar við landfræðilegar, jarð
fræðilegar, líffræðilegar, félags
legar og efnahagslegaf aðstæð-
ur og þarfir íbúa viðkomandi
strandríkis. Það er því ekk-
ert nýtt, að haft sé samstarf
við þessar þjóðir.
a Hundabannið:
: BLAÐASKRIF
j OG MÚTMÆLJ
; ERLENDIS FRÁ
■ EJ—Reykjavík, þriðjudag.
® Sú ákvörðun borgarstjórnar
■ Reykjavíkur, að skylda hundaeig-
a endur til að losa sig við alla hunda
_ sína fyrir 1. september næstkom-
andi, og leyfa ekkert hundahald
" í borginni eftir þann dag, hefur
■ nú vakið verulega athygli í Bret-
■ lanjdi. Eitt brezkt dagblað sendi
B um helgina tvo blaðamenn hingað
til lands til þess að kanna málið,
og ýmis samtök úti í heimi hafa
® sent mótmæli til íslands.
■ Það var brezka sunnudagsblað-
a ið The People, sem birti fyrst
_ fréttina sl. sunnudag undir fyrir-
sögnjnni „Borg dæmir alla hunda
sína til dauða“. Þar segir, að inn-
■ an 10 daga eigi að fara fram
■ slátrun á öllum hundum í Reykja-
a vík, þrátt fyrir mótmæli frá dýra-
a verndarfélögum víða um heirn. Sé
_ hér um ca. 2000 hunda að ræða.
Rætt er um ákvörðun borgar-
■ stjórnar og segir blaðið, að sú
■ ákvörðun hafi verið býggð á
■ skýrslu heilbrigðisnefndar borgar-
_ innar um að hundar væru hættu-
legir fyrir heilsu manna, auk þess
“ sem hundum líkaði illa borgardvöl
■ in.
■ Blaðið ræðir við dr. Jakob Jón-
a asson, formann Hundavinafélags-
_ ins, sem mótmælir fullyrðingum
nefndarinnar í þessu máli.
® Síðan segir: „Nú háfa sérfræð-
■ ingar í dýrafræði víða um heim,
■ með Brian Singleton, fyrrum for-
_ seta konunglega dýraskurðlækna-
skólans í London (Royal College
of Veterinary Surgeons) í broddi
• fylkingar, gagnrýnt þessa skýrslu".
■ Blaðið segir að samtökin „World
a Federation for the Protection of
_ Animals", sem er heimssamband
dýraverndunarfélaga, hafi sent
" mótmæli til íslands vegna ákvörð
■ unar borgarstjórnar, og sömuleið-
■ is brezka dýraverndunarsamband-
H ið RSPCA.
Framhald á bls. 14.
] Kjötið
j ódýrara
: en í fyrra
® KJ—Reykjavík, þriðjudag.
■ Framleiðsluráð landbúnaðarins hef
■ ur tilkynnt um nýtt verð á kinda-
_ kjöti af nýslátruðu, og kostar súpu-
kjöt nú 167—176 krónur ldlóið, og
mun það vera um fjörutíu krónum
® ódýrara en við sumarslátrun í fyrra.
■ Kjöt í 1. flokki í heilum skrokk-
| um kostar 145 krónur kílóið, læri
_ kosta 183 krónur kilóið og læris-
sneiðar 232 krónur. Niðurgreiðslur
ríkissjóðs eru um 49 krónur á hvert
■ kíló.