Tíminn - 25.08.1971, Blaðsíða 7
TIMINN
Suður-Víetnam:
2 HAFA BRENNT
SIG TIL BANA
Bandaríkjamenn reyna að fá fleiri frambjóðendur
NTB—Saigon, þriðjudag. — Suður-Víetnamskur uppgjafahermaður, 37
ára og sex barna faðir, brenndi sig til bana í dag í horginni Danang, til
þess að mótmæla meintu kosningasvindli Nguyen van Thieus, forseta,
fyrir forsetakosningarnar í haust. Hann er annar maðurinn sem fremur
sjálfsmorð á þennan hátt í S-Víetnam á átta dögum.
Samtímis hefur Ellsworth Bunk-
er. ambassador Bandaríkjanna í
Saigon, átt ítarlcgar viðræður við
van Thieu um kosningarnar, sem
fram eiga að fara í október. Thieu
er nú einn eftir í framboði, en am-
bassadorinn vinnur nú mjög að því
að fá einhvern annan í framboð.
Andstaða gegn Thieu virðist fara
vaxandi, eins og sjálfsmorðin tvö
bera með sér. Hins vegar virðist
hann ákveðinn í að.halda kosning-
arnar, þótt hann verði einn í kjöri.
Talsmenn ýmissa samtaka búdda-
trúarmanna og vinstri sinnaðra sam
taka kaþólskra manna hafa lýst yf-
ir, að þeir kunni að hvetja kjós-
endur til að taka ekki þátt í kosn-
ingunum.
FramhaM á bis. 14.
Maðw brennur tk bana í Suðor-Vtetnam vegna siálfsíkveikju.
(UPI)
Filipseyjar:
Reyndu að myrða
stjórnarandstöðuna
Mareos, forseti Filipseyja, liótaði í dag að lýsa yfir neyðarástandi í
landinu, ef ofbeldisvcrkum yrði haldið áfram þar í landi, en á laugar-
daginn var gerð tilraun til þess að myrða lielztu leiðtoga stjórnarand-
stöðuflokks laudsins, Frjálslynda flokksins, i einu.Jagi, .er þgir mættu
á kosningafundi flokksins á torgi í miðborg Manilla. Átta létu lífið í
sprengjutilræði þessu, og ýmsir forustumenn flokksins liggja milli
heims og helju á sjúkrahúsi í höfuðborginni.
MIÐVIKUDatGUn 25. ágúst 1971.
Aly Sabry
FÆR SABRY
DAUDADÚM?
,— 7 fyrrum ráðherrar
meðai 91, sem er ákærður
fyrir landráð í Kairó
í dag, miðvikudag, hefjast í
Kairó, höfuðborg Egyptalands,
stærstu pólitísku réttarhöld í
sögu landsins frá árinu 1952,
að bylting, undir forystu Nass-
ers, var gerð. 91 maður kemur
þá fyrir rétt, allir ákærðir um
landráð. Meðal þeirra er Aly
Sabry, fyrrum varaforseti lands
ins, og sjö aðrir fyrrverandi
ráðherrar. Þeir eru ákærðir fyr
ir að hafa reynt að steypa An-
war Sadat, forseta, af stóli.
Ákæran gengur út á það, að
eftir að Sadat vísaði Sabry úr
embætti í anaí mánuði síðast-
liðnum, hafi þessir menn gert
samsæri um að koma Sadat frá
völdum. Sabry og stuðnings-
menn hans voru mjög andvígir
þeinú stefnu Sadats, að leita
eftir einhvers konar friðarsamn
ingum við ísrael, og eins á
xnóti því að stofna sambands-
ríki ásamt lúbýu og Sýrlandi.
í ákæruskjalinu er sagt að
Sabry, sem var náinn vinur
Nassers á sínum tíma, hafi
verið potturinn og pannan í
samsærinu.
Allir eru hinir ákærðu sak-
aðir um landráð, en þyngsta
refsing fyrir þann glæp er
dauðadómur. Er talið hugsan-
legt, að ríkissaksóknarinn, Must
Framhaic á bls. 14
Fundur þessi var haldinn á laug-
ardagskvöldið. Tveimur hand-
sprengjum var varpað að forustu-
mönnum flokksins, og létust átta
en um 100 særðust. -Svo til allir
leiðtogar flokksins særðust meira
eða minna af sprengjubrotum, þar
á meðal allir átta frambjóðendur
flokksins til kosninganna í öldunga-
deild þings Filipseyja 9. nóv. nk.
Talsmenn stjómvalda sökuðu þeg
ar öfgamenn til vinstri um
sprengjutilræðið, og ýmis önnur of-
beldisverk að undanförnu, og hafa
ýmsir leiðtogar vinstri samtaka ver
ið handteknir. Á mánudaginn heim-
ilaði forseti landsins lögreglunni
að handtaka menn og hafa í haldi
án dóms, og í gær höfðu um 40
menn verið handteknir.
Framkvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins, Benigno Aquino, sem
jafnframt cr kosningastjóri hans,
sagði eftir sprengjutilræðið, að
Marcos forseti bæri fulla ábyrgð
á því stjórnleysis- og lögleysis-
áslandi, sem hann hefði leyft að
þróast í landinu. Hann sagði, að
flokkurinn myndi halda áfram kosn
ingabaráttunni eftir nokkra daga.
Marcos forseti svaraði Aquino í
gær með ofsafengnum árásum,
þar sem hann sakaði Aquino um að
hafa stutt Huk-skæruliða í landinu
siðan 1965 og hafa sent vopn og
skotfæri til þeirra.
Aquino hefur gagnrýnt harðlega
hcimild um handtöku án dóms, og
kveðst ætla að kæra þá ákvörðun
forsetans fyrir dómstólum landsins.
(NTB og The Times)
EBE ræðst
af hörku
á USA-toIl
NTB—Genf, þriðjudag.
Talsmaður framkvæmdanefnd
ar EBE réðst í dag harkalega
á ákvörðun Bandaríkjastjórnar
um að taka upp 10% iunflutn-
ingstoll á fundi GATT, sem
hófst í Genf í dag. Hann sagði,
að EBE efaðist um, að ákvörð-
un Bandarík jastjórnai’ væri ■'
Iögleg.
Rolf Dahrendorf, sem á sæö
í framkvaandanefnd EBE,
sagði í ræðu smni, að Banda-
ríkin bæru ábyrgð á þeirri
gjaldeyriskreppu, scm upp
væri risin, en ekki önnur lönd.
Hann krafðist þess fyrir
hönd EBE, að Bandaríkin felldu
niður innflutningstollinn „eins
fljótt og mögulegt er“, 'og að;
Bandaríkjastjóm gripi eldd tfl.
frekari aðgerða, sem ekki sawi-
ranndust reglum GATT. Iíann
Framhald á bls. 14.
UTANRÍKISRÁDHERRAI BONN
«
Þessar tvær myndir voru teknar í ferS Einars Ágústssonar utanríkisráðherra, til Bonn i siðustu viku. Á myndinni til vinstri sjást f. v. Walter Scheel, utanrikisráðherra V-Þýzkalands, Einar
Ágústsson, útamikisráðherra og Árni Tryggvason, ambassador. Á hinni m,.idinni sjást von Braun, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneyti V-Þýzkalands, dr. Mcsech, ráðuneytisstjóri [ sjávar-
ótveosráðuneytinu, og Pétur Tborsteinsson, ráðuneytisstjóri.