Tíminn - 01.10.1971, Page 4
£etií Cií Ájéwúatp
Þar sem sjónvarpið hafði aug-
íýst það mjög rækilega, að sýndur
yrði sl. sunnudag sérstakur þátt-
ur um fólksflóttann úr nyrztu
byggðum Strandasýslu, var al-
mennt við því búizt, að um merki
gan þátt væri að ræða. Þáttur-
n Suður olli því miklum.von-
brigðum.
Efni það, sem um var fjallað,
gefur að sjálfsögðu mikil tæki-
færi til útfærslu í sjónvarpi. Fólk
liefur eðlilega mikinn áhuga á að
vita, hvernig fólk býr á þeim
stöðum, sem nú leggjast í eyði,
hvaða fólk býr þar, hvers vegna
það flytur nú á brott, hvað það
skilur eftir sig og hvaða hræring
ar bærast í hug og hjarta þess,
er það hverfur úr stórbrotnu og
erfiðu umhverfi og heldur á mal-
bikið í Reykjavík.
Lítið sem ekkert af þessu komst
til skila í þessum þætti, þar sem
aðeins var talað við tvo eldri
menn, og þeir að verulegu leyti
spurðir um hluti sem málinu
komu lítt við. Þarna búa væntan-
lega einnig konur, ungt fól'k og
börn — hvers vegna var ekki tal
að við það? Ef sá skilnin^ur er
réttur, að það sé einkum vegna
unga fólksins, sem nyrztu héruð
Strandasýslu leggjast að meira
eða minna leyti í eyði, hví þá ekki
að fá fram hjá unga fólkinu hvers
vegna?
Ein megin uppistaðan í þættin
um Suður var svo að sýna ryðg
uð tannhjól í síldarverksmiðju,
sem reist var fyrir um 25 árum
og komst eiginlega aldrei i gagn
ið. Samhliða þessu var svo leik
in tónlist eftir Bach. Hvaða tengsl
sjónvarpsmenn hafa ímyndað sér
að væru á milli síldarverksmiðju
sem verið hefur ónotuð síðan á
stríðsárum, og fólksflótta úr
sama héraði í dag, 25 árum síðar,
fæ ég eikjki skilið og víst fæstir
aðrir. En þessi vitleysa hefur
sennilega átt að vera eins konar
list.
Það ber vissulega að harma það,
að ekki tókst betur til með gei-é
þessarar myndar en raun ber
vitni um — ekki sizt af þvi, að
ýmsar innlendar myndir sjónvarps
ins hafa sýnt, að þar eru til menn
sem geta gert góða þætti.
VIÐ HÆFI BARNA?
Á sunnudaginn var mynd Ás-
geirs Long og Valgarðs Runólfs
sonar um Gilitrutt sýnd í sjónvarp
inu og ætluð börnum, enda nefnd
barnamynd í dagskránni.
Þessi mynd er forvitnileg fyrir
margra hluta sakir, en sú spurn
ing hlýtur að vakna við að horfa
á hana, hvort hún sé virkilega
barnamynd. Ýms atriði myndar-
innar virðast mér einmitt þess
Úr leikritinu „Kommúnistinn", sem sýnt verSwr i mánudagskvöid.