Tíminn - 10.10.1971, Side 1

Tíminn - 10.10.1971, Side 1
- **** * **** Olíufélagið gaf Landvernd hálfa milljón króna - sjá bls. 16 230. tbl. bunnudagur 10. október 1971 — 55. árg. Veiðimagn BÚR- togara: Sá elzti hæstur ÞÖ—Keykjavík, föstudag. Fimm togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur höfðu alls aflað 11.800 lestir 10. septcmber síð- astliðinn. Þennan afla höfðu togararnir fengið í 61 veiðiför og aflaverðmæti aflans var riimar 115 milljónir. Það, serni vekur mesta at- hygli við afla togaranna er það, að elzta skipið Ingólfur Arn- arson er hæstur ef mdðað er við veiðiferðir, en alls hafði Ingólfur Arnarson aflaði 2.600 lestir í 12 veiðiferðum og verðmæti aflans 26.5 milljónir. Næst kemur Þorkell Máni með 2.605 lestir í 13 veiðiferðum, Framhald á bls. 14 Reka 6 Breta frá Moskvu NTB—Moskvu, laugardag. Sex Bretar, sem starfa í Moskvu, hafa fengið fyrii-mæli um, að verða úr landi innan tveggja vikna. Fjórir eru sendi ráðsstarfsmenn, einn er kaup- sýslumaður og hinn sjötti er starfsmaður bre zkrar sýning- ar, sem nú er haldin í Moskvu. Brottvísun þessi cr endur- gjald Sovézkra yfirvalda, vegna 105-menninganna, sem Bretar sendu heirn, vegna meintra njósna. 'Þessi mynd var tekin á bakka Thames-ár í London, skammt frá Putney-brúnni, um miöja vikuna, en þá var verulegt flúS í þeirri frægu á og fóru því bakkar hennar víða í kaf. Það virðist þó lítil áhrif hafa á hlna rólegu borgarbúa né heldur endurnar, sem synda hinar rólegustu yfir gangstéttinni. (UPI) Alþingi sett á mánudaginn: Meðalaldur þing- manna er 52,7 ár EB—Reykjavík, laugardag. Alþingi verður sett á mánudag, og fyrir þingsetningu hlýða alþing- ismenn að venju á messu í Dómkirkjunni er hefst kl. 1,30 e.h. Kl. 2 e.h. hefst sjálft þingsetningin með því að dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands les forsetabréf. Að því loknu mun aldurforseti þingsins, Hannibal Valdimarsson, stýra fyrsta þingfuadi á þessu þingi. — Að þessu sinni sitja á þingi 18 nýir alþingismenn, 11 þeirra hafa ekki setið á þingi áður, 5 eru endurkjörnir og 2 hafa áður setið á þingi sem varamenn. Samkvæmt útreikningum, sem blaðamaður Tímans hefur gert, lækkar meðalaldur þingmanna nú um 3 ár, — úr 55,1 í 52,7. Alþingis, yerða alþingismennirnir Jón Skaftason (F), Gylfi 'Þ. Gísla- son (A) og Jónas Árnason (AB) fjarverandi í byrjun þessa þings, en sæti í þeiira stað munu taka á Alþingi, Bjöm Sveinbjörnsson (F), Sigurður E. Guðmundsson (A) og Skúli Alexandersson (AB). Björn og Skúli hafa ekki setið á Alþingi áður, en Sigurður hefur setið þar áður, sem varamaður. Uppreisnin bæld niður í Argentínu? NTB—Bucnos Aieres, laugardag. Tíu þúsund hermenn, sem styðja Lanusse, Argentínuforseta, eru nú á leið til bæjarins Azul, 275 km. sunnan við Buenos Aires, til að reyna að bæla niður uppreisn ofursta í hernum gegn forsetan- um. Uppreisnarmenn eru um 2000 talsins og er leiðtogi þeirra Car- los Alejandro Garcia, ofursti. Talið er, að uppreisnanmenn muni gefast upp á bardaga, en þeir hafa í fórum sínuim 60 skrið dreka. Henmenn forsetans á suð- urleið hafa með sér 46 skriðdreka og 75 þungar fallbyssur. Garcia, sem er 46 ára, ásakar Lanusse forseta fyrir svik við byltinga hersins 1966, er Illia for seta var steypt og Lanusse tók vc din. Þá fordæmdi Garcia þá ætlan forsetans að efna til kosn inga í landinu árið 1973, og segir að landið sé ekki reiðubúið til lýðræðis. Ennfremur sagði Garcia að Lanusse stæði í makki við Preon, fymim einræðisherra lands ins og sagði þetta samband aðal- ástæðu þess, að nú gerðti yfjr- menn hersins uppreisn. EITURLYF í PARÍS OG USA NTB-Washington-París. Bandarísk tollyfirvöld hafa gert upptækt 17 kg. heroin og 9 kg. kokain, að verðmæti um 1800 milljónir króna, frá smyglarahópi. í París voru 106 kíló af hreinu heróini gerð upptæk í dag,, en allt var ætlað á Bandaríkjamark- að. 300 lestir fengust í nótt ÞÓ—Reykjavík, laugardag. Nokkur síldveiði var í nótt og fékkst síldin aðallcga á mið unum kringum Eldey. Aflinn í nótt mun hafa verið í kringum 300 lestir, sem er helmingi minna en í fyrrinótt. Mestan afla hafði Þorsteinn RE 35 lest ir. Þá var vitað um að Höfr- ungur 3. var með 30 lestir, Óskar Magnússon og Hafrún ÍS voru með 25 lestir og Ólafur Sigurðsson og Helga voru með 15 lestir hvort. Stórstraumur er þessa dagana og gengur bátunum því erfið- lega að athafna sig ,en þar sem straumur fer minnkandi, ætti bátunum að ganga betur a'ð eiga við síldina á næstunni, ef síldin stendur þá ekki djúpt og verður ekki of stygg. Samkvæmt þessum útreikning- um er meðalaldur þingmanna Al- þýðuflokksns nú 47,8 ár, en var á síðasta þingi 52,3 ár. Meðal- aldur þingmanna Framsóknarfl. var á síðasta þingi 57,6 ár, en er nú 57,2 ár. Meðalaldur þingmanna Sjálfstæðisflokksins er nú 51,6 ár, en var 53,8 ár á síðasta þingi. Meðalaldur þingmanna Alþýðu- bandalagsins er nú 46,5 ár í stað 51,9 ár á síðasta þingi og meðal- aldur þingmanna Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna er nú 50,4 ár, en var á síðasta vetri 62 ár. Samkvæmt þessum sömu út- reikningum er meðalaldur ráð- herra nú 55,9 ár, en meðalaldur þeirra ráðherra er voru við völd á síðasta þingi, var 56 ár. Tekið skal fram í þessu sambandi, að þessir útreikningar miðast við síðustu áramót og næstu áramót. Ennfremur skal tekið fram að Karl Guðjónss. er talinn með þing mönnum Alþýðubandalags, þótt liann hafi mestan hluta síðasta þings ekki verið í þingflokki AB. Sem fyrr segir mæta nú til þings 18 nýir þingmenn. Þeir, sem ekki hafa sefið á þingi áður eru: Ellert B. þchram (S), en hann er yngstur þingmanna; Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Bjarni Guðnason (SFV), Stefán Gunn- laugsson (A), Svava Jakobsdóttir (AB), Ólafur G. Einarsson (S), Oddur Ólafsson (S), Karvel Pálma son (SFV), Helgi Seljan (AB), Lárus Jónsson (S) og Garðar Sigurðsson (AB). Þeir sem áður hafa átt sæti á Alþingi sem varamenn eru: Stein grímur Hermannsson (F) og Sverrir Hcrmannsson (S). Þá taka sæti á nýjan leik á Al- þingi, Ragnhildur Helgadóttir (S), Ragnar Arnalds (AB), Pétur Pét- ursson (A), Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) og Gunnar Thor- oddsen (S). Samkvæmt upplýsingum Frið- jóns Sigurðssonar, skrifstofustjóra Aldrei fleiri nemendur í Bréfaskóla SÍS og ASf: 200 nemendur bættust við á hálfum mánuði KJ—Reykjavík, laugardag. Þeir skipta orðið þúsundum, scm stundað hafa nám í Bréfaskóla SÍS og ASÍ á undanförnum árum, enda eins og segir: „Hagkvæmt er heima- nám“ Ilaustið er sá tími, sem flestir hefja nám í Bréfaskólanum, þótt það sé ckkert skilyrði, því hægt er að hefja námið hvenær sem er, stunda það hvar sem er á landinu — og jafnvel í útlöndum líka. í nýútkomnum Sambandsfrétt- um, er greint frá því, að á hálfum mánuði, nú um mánaðamótin, september — október, hafi skólan- um bætzt 200 nýir nemcndur. Seg- ir í blaðinu að ljóst sé, að nem- endafjöldi skólans verð mun meiri nú en á síðasta ári. Námsgreinar skólans eru nú 40, og kennarar 28. Bráðlega verður einni námsgein bætt við, eða rétt- ara sagt tekin upp að nýju. Er það kennsla í Búreikningum, en hún hefur legið niðri um skeið. Kennslan verður í breyttu formi, og er verið að endurskoða kennsra- gögn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.