Tíminn - 16.10.1971, Page 9
LAUGARDAGUR 16. október 1971
TÍMINN
9
Útgefandl: FRAMSÓKNARFl.OKKURINN
Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedtktsson Rltstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb) Jón Helgason. tndrl81 G. Þorstetnsson og
rómas Karlsson Auglýstngastjórl: Stelngrtmur Glslason Rlt
Ktjórnarskrlfstofur t Edduhúslnu. stmar 18300 — 18306 Skrtf-
«tofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimt 12323 Auglýslngaslml:
10523 AOrar skrifstofur slml 18300 Askrtftargjald kr 195.00
á mánuöi tnnanlands. t tausasöitt fcr 12,00 elnt - Prentsm
Edda hf.
Ferðalög Nixons
Um síðustu helgi birtist í ameríska blaðinu Washing-
ton Post ítarlegt viðtal við merkasta blaðamann, sem
nú er uppi, Walter Lippmann. Lippmann er að mestu
búinn að draga sig í hlé, enda orðinn 82 ára gamall,
en heilsa hans er sæmileg og hann fylgist enn vel með
alþjóðamálum. í viðtali þessu lætur Lippmann í ljós
mikla ánægju yfir fyrirhugaðri för Nixons til Peking
og telur hana heimssögulegan atburð. Hann telur Nixon
hafa viðurkennt djarflega mistök þau, sem Bandaríkja-
mönnum hafa orðið á í Vietnam, og lagt grundvöll að því
að sambúð Bandaríkjanna og Kína komist aftur í vin-
samlegt horf, en vel geti svo farið, að það taki talsverð-
an tíma. En fyrsta sporið í þá átt hafi Nixon stigið og
gert það á þann hátt, að það samrýmist beztu engilsax-
neskum erfðavenjum.
Lippmann bætir því við, að enginn hafi verið færari
um að gera þetta en Nixon, því að ekki verði hann sak-
aður um undanlátsemi við kommúnista. Hann líkir þessu
skrefi Nixons við framkomu Disraeli á öldinni, sem leið,
þegar brezki íhaldsflokkurinn gekk, undir forustu hans,
lengra í frjálslyndisátt en Frjálslyndi flokkurinn hafði
treyst sér til að gera.
Fáum dögum eftir að Washington Post birti vi^Jið
við Nixon, skýrði Nixon frá því, að hann hefði ákveðið
að fara til Moskvu næsta vor og ræða við stjómmála-
menn þar.
Tilgangur Nixons með þessum ferðalögum er að reyna
að minnka spennu í alþjóðamálum og draga úr vígbún-
aðinum í framhaldi af því. Það sést ekki sízt hér á norð-
urslóðum, hve mikilvægt það er, að reynt sé að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið. Vegna þess, að Vesturveldin
hafa haft yfirburði á Norður-Atlantshafinu, reyna Rúss-
ar nú að jafna metin, en viðbrögð Vesturveldanna eru
að svara þessum vígbúnaði Rússa með enn auknum víg-
'búnaði, svo að óbreytt hlutfall haldist. íslendingar
hljóta því að fagna heilshugar sérhverri viðleitni sem
miðar að því að draga úr spennunni og vígbúnaðinum.
Þótt að þeir Nixon og Willy Brandt hafi ólíkar skoðan-
ir í innanríkismálum, eiga þeir það sameiginlegt, að
þeir vinna markvisst að því að draga úr spennunni í al-
þjóðamálum. Vonir manna um batnandi heim eru ekki
sízt bundnar við það, að forustumönnum, sem þannig
vinna, heppnist viðleitni sín. Jafn ánægjulegt og það er
að fylgjast með störfum þessara manna, er uggvæn-
legt að sjá suma leiðtoga Kristilega flokksins í Vestur-
Þýzkalandi vera að blása í lúðra kalda stríðsins og
tortryggja friðarviðleitni Brandts á allan hátt. Vonandi
stafar þetta meira af óábyrgri stjórnarandstöðu en ásetn-
ingi. Því ber að vænta þess, ef svo færi, að kristilegir
demókratar fengju völdin 1 Vestur-Þýzkalandi, að þeir
fylgdu annarri og heillavænlegri stefnu en ætla má af
baráttuaðferðum sumra þeirra í stjórnarandstöðunni nú.
Ýmsir atburðir, sem gerzt hafa að undanförnu, benda
til þess, að ráðamönnum Sovétríkjanna og Kína sé það
ekki síður ljóst en Nixon, hve mikilvægt er að reyna að
draga úr spennunni og vígbúnaðarkapphlaupinu. Sam-
komulagið um Berlín, Saltviðræðurnar svonefndu og
sitthvað fleira bendir í þessa átt.
Næstu mánuði mun athygli heimsins ekki beinast að
öðru meira en ferðalögum Nixons til Peking og Moskvu.
Það er áreiðanlega von allra þeirra, sem vilja draga úr
spennu og vígbúnaði, að Nixon fari p’ mdisleysu.
Heppnist þessi ferðalög hans, geta þau öð heilla-
vænlegustu atburða aldarinnar. Þ.Þ.
ALAN RIDING, NEW YORK TIMES:
Ríkln í Mið-Ameríku mmnast
150 ára sjálfstæðis síns
Þróun þeirra er þó enn alltof skammt á veg komin
HÁLF önnur öld er liðin síð-
an Mið-Ameríkuríkin fimm,
Guatemala, Honduras, E1 Sal-
vador, Nicaragua og Costa
Rica, losnuðu undan spönsku
krúnunni. Þau héldu upp á af-
mælið núna um daginn, en að-
stæður eru ekki sem beztar,
þar sem óvissa ríkir í stjórn-
málunum og efnahagsmálin
eru f ólestri. Landið er hið
sama, svo og tungan og sagan,
en stjórnmálaágreiningur kom
í veg fyrir að forsetarnir fimm
hittust og óskuðu bver öðrum
til hamingju, eins og fyrirhug-
að var.
Þessi hálf önnur öld hefur
verið erfið fyrir flesta íbúa
Mið-Ameríku. f stjórnmálun-
um hafa skipzt á stjórnarbylt-
ingar og einræði hersins, en
efnahagsmálin hafa verið við
það miðuð að auðga hina fáu
útvöldu. f raun og veru hafa
litlar breytingar orðið síðan
Spánverjar hurfu á braut árið
1821.
AFKOMENDUR evrópskra
innflytjenda fara enn með
stjórn lándanna, en mikill hluti
íbúanna eru Indíánar, sem
halda uppi sérstakri menningu
og eru að verulegu leyti utan
við þjóðlífið. Herinn ræður
mestu í stjórnmálunum. Hann
er afar íhaldssamur, alveg á
bandi landeigenda og viðskipta
aðila, en í beinni andstöðu við
alla þá, sem aðhyllast sósíal-
isma.
Fáir líta björtum augum tíl
framtíðarinnar. Hershöfðingj-
ar fara með æðstu stjóm í
Nicaragua, Guatemala og E1
Salvador, og heita má að her-
inn ráði einn öllu í Honduras.
Kjörnir fulltrúar fara með
stjóm í Costa Rica einu.
Ríkin fimm eiga öll við að
stríða fátækt, sjúkdóma, ólæsi
og atvinnuleysi. Afkoman bygg
ist að langmestu leyti á ýms-
um landbúnaðarvöram og verð
sveiflur á heimsmarkaði valda
iðulega miklum erfiðleikum.
Mestu varðar þó, að hvorki
virðist vilji né fé til að bæta
úr brýnni þörf bláfátæks al-
mennings með aðstoð á félags-
legum grundvelli.
SKAMMT er síðan ríkin
fengu tækifæri til að koma
málum í nútímahorf, en það
tækifæri kann nú að vera geng
ið úr greipum.
fbúar ríkjanna fimm eru að-
eins fimmtán milljónir, en þau
gengu árið 1961 í efnahags-
bandalag til þess að örva efna-
hagslífið og bæta afkomuna.
Árangurinn varð meiri og betri
en nokkur hafði gert sér vonir
um og til har.s var vitnað sem
fordæmis fyrir allar vanþróað-
ar þjóðir.
Svo snerist allt á verri veg
í júlí 1969, þegar tvö af ríkj-
unum fimm, Honduras og El
Salvador, hófu styrjöld sín í
milli. Átökin hófust með því,
að Honduras-búar tóku að
CARLOS ARANA
forseti Guatemala.
hefna sín á innflytjendum frá
E1 Salvador, en knattspyrnulið
frá Honduras hafði lotið í
lægra haldi fyrir knattspyrnu-
liði frá E1 Salvador. Til El
Salvador bárust ýmsar sögur
um „hryðjuverk“ og spennan
í stjómmálunum jókst jafnt og
þétt, unz her frá E1 Salvador
réðst inn í Honduras til þess
að „bjarga þeim 600 þúsund
í9alvador-mönnum, sem voru
þar heimilisfastir. Barizt var í
fjóra daga og mannfallið var
um tuttugu þúsund.
HIN raunverulega orsök
styrjaldarinnar var þjóðernis-
stefna, sem ríkisstjórnir hers-
ins í báðum ríkjunum höfðu
magnað unz þær réðu ekkert
við þann draug, sem þær höfðu
vakið upp. Styrjöldin kom harð
ast niður á efnahagsbandalagi
ríkjanna, en það hefur ekki
borið sitt barr síðan.
Bandalag Ameríkuríkja
sendi á vettvang varðsveitir til
þess að annast vörzlu á sameig-
inlegum landamærum ríkjanna
tveggja. Herinn frá E1 Salva-
dor hörfaði þá inn yfir landa-
mæri ríkisins, en verzlun
milli ríkjanna stöðvaðist með
öllu. Efnahagslíf Honduras
varð fyrir afar tilfinnanlegu
ANASTAZIO SOMOZA
forseti Nicaragua.
áfa li, þar sem helzti markaB-
ur landsmanna var úr sögunni,
en valdhafarnir brugðust við
með því að stöðva alla flutn-
inga á vörum frá E1 Salvador
landleiðina um Honduras.
f desember 1970 gátu Hond-
uras-menn ekki lengur búið
við viðskipahallann gagnvart
öðrum aðildarríkjum efnahags-
bandalagsins og sögðu sig úr
því. Samningaumleitanir hafa
verið reyndar, en Honduras-
menn hafa ekki fengizt til að
hefja þátttöku í bandalaginu
að nýju. Styrjaldarástand er í
raun og veru enn milli E1 Sal-
vador og Honduras, umferð
beggja yfir landamærin er
stöðvuð, stjórnmálasamband
ekki milli ríkjanna og friðar-
samningar ganga hvorki né
reka.
VIÐ hátíðahöldin í tilefni af
afmæli sjálfstæðisins lýstu for-
setar Mið-Ameríkuríkjanna
yfir, að fyrsta markmiðið væri
að koma á sættum í deilu
Honduras og E1 Salvador og
endurreisa efnahagsbandalag-
ið. En hvert ríki um sig á við
sín sérstöku vandamál að
stríða heima fyrir.
Forseti Guatemala, Carlos
Arana Osorio hershöfðingi,
hefur setið 15 mánuði á valda-
stóli, en hann hefur ekki verið
þess megnugur að stöðva skær-
ur kommúnista og öfgamanna
til hægri, en þau átök hafa
staðið í tíu ár. Eins konar um-
sátursástand hefur ríkt í heilt
ár. Herinn hefur gert öfga-
mönnum til vinstri margt til
miska, en öfgamenn til hægri
halda áfram að ógna andstæð-
ingum ríkisstjórnarinnar og
jafnvel að myrða þá án þess að
vera refstað fyrir.
NOKKUR stöðugleiki hefur
ríkt í E1 Salvador í fjögur ár
undir stjórn Fidel Sanchez
Hernandez hershöfðingja.
Kosningar eiga að fara fram f
marz I vor og er nokkurs óróa
þegar tekið að gæta.
Óbreyttur borgari hefur far-
ið með æðstu völd í Honduras
síðan í júní í sumar, Ramon
Ernesto Cruz. Oswaldo Lopez
Arellano fyrrv. forseti, er
æðsti yfirmaður hersins og
ræður sem slíkur því, sem
hann vill ráða í Aindinu. Hond-
uras-menn era fátækari en
aðrar þjóðir í Mið-Ameríku og
þess vegna er tilfinnanlegasti
vandi þeirra efnahagslegs eðl-
is. Ekki verður séð, að unnt
verði að ráða þar bót á meðan
ríkið stendur utan efnahags-
bandalagsins.
Somoza-ættin hefur farið
með völdin í Nicaragua síðan
landgöngusveitir bandaríska
flotans fóru úr landi árið 1936,
og ekki eru neinar líkur til að
breytingar verði á því. Ana-
stazio Somoza Debayle hers-
höfðingi er þriðji Somozann í
röð á forsetastóli og á þessu
Framhaid á bls. 12