Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 HEPPNI EÐA ÓHEPPNI HJÁ FH? — Mætir trúlega meisturum ísraels í Evrópu- keppninni í handknattleik. — Öruggir í 8-liða úrslitin, en það getur kostað drjúan skilding Klp-Reykjavík. Á laugardag ínn var dregið um hvaða lið ættu a3 mætast í 1. umferð (16 -liða úrslitum) í E\TÓpukeppni meistaraliða í handknattleik. Meðal þeirra liða sem leika þar er FH, sem sigraði í báð um sínum lcikjum í undan- keppninni gegn frönsku meist urunum US Ivry. FH á að mæta í 16-liða úrslitunum, sigurveg aranum úr leikjum UK 51 frá Finnlandi og Hapoel Petah Tikva frá ísracl. Að öllum lik- indum verður það ísraelsliðið sem FH mætir, því það sigraði í fyrri leiknum gegn UK 51, sem fram fór í Finnlandi 21: 17. En okkur hafa ekki bor- izt úrslit úr síðari. leiknum. Segja má, að cf FII fær liðið frá ísrael sem mótherja, sé það mjög hagstætt fyrir FH hvað það snertir að komast í 8-liða úrslit, því ísraclsmenn eru ekki sérlega sterkir á hand knattleikssviðinu, þó þeir séu sterki.r á öðrum „vígstöðvum“. En heldur er þetta óhagstætt hvað fjárhagshliðina snertir, því það skostar drjúgan skild ing að ferðast með heilt hand knattleikslið alla leið frá fs- landi til ísraels. FII var dreg- ið á undan, svo það á hcimaleik fyrst, en trúlega reyna FH-ing ar að semja við ísraelsmenn um að lei.ka báða leikina hér lieima eða ytra. Af þeim 16 liðum sem eftir eru í Evrópukeppninni mætast þessi í 1 umferð hennar: FH, fslandi — Hapoel Tikva, ísrael, eða UK 51, Finnlandi. Hellas, Svíþjóð — Inter Hertal Belgíu, Sittardia, HoIIandi — Tartan Presov, Tékkósl. 1. mai Rússlandi. — Grtin Weiss Dan kcrsen, Vestur-Þýzkalandi. Op- sal, Noregi — Burgas, Búlgar íu. ASK Salzburg, Austurríki Efterslegten, Danmörku, Genovesi, ítaliu—Partisan Bjelovar, Júgóslavíu, Sportin Lissabon, Portúgal — Gummers bach, Vestur-Þýzkal. Athygli vekur, að ekkert lið frá Ungverjalandi, Austur-Þýzka- landi og Rúmeníu eru í þesari keppni, og er ástæðan fyrir því sú, að þau fengu ekki leyfi vegna undirbún. landsliðsins fyrir Olympíuleikana í Miinch- en næsta sumar. Veikir þetta að sjálfsögðu keppnina nokk- uð, því lið frá þessum löndum eru meðal þeirra beztu í Evr- ópu. PáM Björgvinsson, bezti maSur Vikinga í leiknum gegn Ármanni, býr sig undir aS skjóta á ma.rkið, en þar er tfl varnar einn bezti maður Ármanns f leiknum, Ragnar Gunnarsson, sem hélt markinu hreinu í T7 mínútur í síSari hálfieik. (Timamynd Róbert). Einu marki frá aukaleik og tveim frá 1. deildinni Ármann sigraði Víking 15:13 í síðari leiknum um lausa sætið í 1. deild karia Einu marki frá aukaleik og tveim mörkum frá sæti í 1. deild inni í handknattleik karla í vet ur, voru Ármenningar þegar flauta tímavarðarins gall við í síðari leik Víkings og Ármanns um lausa sætið í 1. deild karla í Laugardalshöllinni á sunnudag inn. Rétt fyrir leikslok voru Ár- menningar búnir að ná aukaleikn um, því þá voru þeir 3 mörkum yfir 12:9, (Víkingur hafði sigrað í fyrri leiknum með 3ja marka mun), og logaði þá stundina allt bæði á vellinum og á áhorfenda pöllunum. Víkángarnir höfðu í hálfleik haft 2 mörk yfir, 9:7v én á 17» fyrstu mínútunum í síðari hálf leik skoruðu þeir ekki eitt ein- asta mark en Ármenningar skor uðu á meðan 5 mörk — voru óheppnir að skora ekki fleiri — og komust þar með 3 mörkum yfir. Þá loks tókst Víkingum að skora og síðan aftur úr vítakasti og létti það á þeim spennunni. Hörður Kristinsson skoraði þá 13. mark Ármanns, en Páll Björgv insson minnkaði í 13:12 úr víta kasti. Bjöm Jóhannesson skoraði 14:12 og færðist þá aftur fjör í leikinn. Víkingar misstu knött inn í næsta upphlaupi og Ár- menningar náðu honum. Hörður skaut föstu skoti og fór knöttur- inn í gólfið og upp undir netið, en dómarinn dæmdi markið ekki gilt — knötturinn hefði ekki far ið inn fyrir línuna. Hjá Víking unum var allt komið í eina hrúgu. Skiptimenn og þjálfarinn öskruðu hver sem betur gat á Magnús Sigurðsson að koma útaf, en hann heyrði ekki í þeim, og var það björg Víkings á þessum Joknmín., hví hann skoraði fallegt mark og kom Víkihgí í 13:14. Vil- berg' Sigtryggsson skoraði síðasta mark Ármanns í leiknum 15:13 og hófst þá „dans“ á fjölunum, því Ármenningar léku maður á mann og reyndu allt til að ná knettinum og skora markið, sem þurfti til að fá aukaleik. En Víkingarnir gáfu ekki knöttinn frá sér og þeim tókst að halda út og þar með halda sætinu í 1. deild. sem það missti s.l. ár með því að verða neðst í deildinni. Ef mark Harðar hefði verið tal ið gilt — eins og það var — og Pétur Bjamason hefði náð sam bandi við Magnús og tekið hann útaf, er ekki gott að segja hvern- ig farið hefði. Sanngjamt hefði verið að Ármenningar hefðu feng ið aukaleikinn, því þeir sýndu í þessum leik svo og í þeim fyrri, að þeir eiga eins heima í 1. deild og Víkingur. Liðið lék á köflum stórgófían handknattleik, sem ekki gaf eftir mörgu af því bezta hjá hinum liðunum. Einstaka leik menn voru frábærir, eins og t.d. Hörður Kristinsson, Vilberg Sig tryggsson og síðast en ekki sízt Ragnar Gunnarsson markvörður, sem varði hreint ótrúlega á köfl um í síðari hálfleik. En í öllum hálfleiknum fékk hann á si 4 mörk — þar af 2 úr vítaköstum teknum af bezta manni Víkings í leiknum Páli Björgvinssyni. Fyrir utan, hann áttu Sigfús Guðmundsson og Björn Bjarnason mjög góðan leik hjá Víkingi. En heildarsvip urinn var sterkari yfir Ármanns liðinu og það átti skilið að sigra með 3 til 4 mörkum. Fram tók fyrstu stigin — Sigraði Hauka 20:15 í fyrsta leiknum í 1. deildinni í handknattleik Heldur var það mi lítið, sem tvö af beztu handknattleiksliðum oTdcar, Haukar og Fram, sýndu í fyrsta leik íslandsmótsins í 1. deild í íþróttahúsinu í Hafnar firfB á sunnudagskvöldrð. Hand knottleikurinn var álíka rislágur og setning mótsins, en ckkert var við haft við þennan fyrsta leik — og gat þetta því eins verið æfinga leikur en ekki fyrsti lcikur í einu stærsta og mesta íþrótta- móti sem haldið er hér á landi. Að vísu sáust blóm í upphafi Ieiksins, en þau voru ætluð hin um skemmtilega leikmanni Fram, Björgvini Björgvinssyni, sem þama lék sinn 100. leik fyrir fé- lagið í meistaraflokki karla. Hann ,kvittaði“ fyrir blómin með því að skora fyrsta mark Fram í leiknum, en þá hafði Ólaf ur H. Ólafsson skorað áður fyrir Hauka. Sigurður Jóakimsson skor aði 2:1 fyrir Hauka en Ingólfur jafnaði fyrir Fram og síðan skor aði Fram 4 mörk til viðbótar á 20 mínútum, en á meðan komu Haukarnir ekki knettinum í net ið, og sýndu xnjög lélegan leik. f hálfleik var staðan 7:5 fyrir Fram en Haukar minnkuðu í 7:6 og var maður þá farinn að búast við jöfnum leik, en slíkt hafði ekki hivarflað að manni í fyrri hálf leiknum. Það varð þó ekki, því Haukarnir opnuðu nú vöm sína enn meir — var hún þó nógu opin fyrir — og Fram skoraði 5 mörk í röð 12:6. Þar með var gert út um leikinn, því þó Hauk arnir réttu aðeins úr kútnum við og við, voru Framararnir aldrei í hættu og þeir sigruðu í leikn um með 5 marka mun 20:15. Ekki vom Framararnir sérlega góðir, þó nokkuð hafi þeir samt borið af heimamönnum. Þeir nýttu illa hina slöku vörn Haukanna, sem þeir plötuðu út og suður, og „hnoðuðu" knettinum á milli sín í stað þess að senda hann á fría menn og leika þetta létt. Axel Axelsson skoraði flest mörk Fram eða 8 talsins. Til þess fékk hann gott næði því varla var kom ið fram á móti honum. Það er mikill kraftur í Axel og verður hann trúlega mjög góður í vetur, og gæti orðið enn drýgri fyrir liðið, ef eitthvað meira yrði gert honum til aðstoðar í sókninni. Ingólfur Óskarsson átti einnig þokkalegan leik svo og þeir Sig urbergur og Björgvin, en þeir fengu samt allt of sjaldan knött inn í dauðafæri á linunni. Sig- urður Einarsson var góður í vörn inni og áreiðanlega sá sem Fram má sízt verða af svo allt fjúki ekki inn. Annars varði Guðjón Erlendsson oft vel í leiknum, m. a. 3 vítaköst. Hjá Haukum bar mest á Stefáni Jónssyni, en hann skoraði 7 mörk úr öllum stellingum og stöðum. Hann var sá eini, sem eitthvað kvað að í sók-ninni, en hann var heldur slakari í vörninni, og fékk nokkur mörk í gegn hjá sér. Það var mikil blóðtaka fyrir Hauka að missa Viðar og Þórarin yfir í FH og verður það skarð seint fyllt. Meðan svo er ekki geta Haukam ir farið að búa sig undir baráttuna um fallið, nokkuð scm ekki hefur þurft á undanförnum árum. Þó getur þetta allt lagazt, og hver veit nema að Haukar geri strik í reikninginn hjá þeim stóru“. Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSKNDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.