Tíminn - 03.11.1971, Blaðsíða 2
2 TIMINN MWVIKUDAGUR 3. nóvembér í i
Þessa mynd tók Ijósmyndari Tímans í gær, nærri Sundahöfn. Þar var níu kössum, fullum af dynamiti
staflað npp við vinnuskúr. Þegar myndin var tekin var enginn maður þarna nærri fyrir utan ljós-
myndarann. Nokkuð frá skúrnum báru verkfæri og umrót þess merki, að þar væri unnið að spreng-
ingum, en þar var hvergi maður sjáanlegur. — Hvort dynamitbirgðirnar hafa verið þarna gæzluv
lausir í lengri eða skemmri tíma, er blaðinu ókunnugt um, en auðvitað á ekki að skilja varning scm
þennan eftir þar sem hvcr og einn getur gengið að honum, hvorki í langan né skamman tíma. Á
kössunum stendur „Sprengihætt gúmmídynamit — Hættulegt sprengiefni". (Tímamynd — Gunnar)
ÞOTUR NOTAÐAR í ÖLL
UM FERÐUM LOFTLEIÐA
Nýtt sprengju-
gabb hjá Fl
ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Um kl. 11,30 í gærmorgun, þeg
ar þota Flugfélags íslands, Gull-
faxi, var búin að að fljúga um
það bil í tuttugu mínútur frá
Glasgow á leið sinni til Kaup
mannahafnar, var hringt til af-
greiðslu BEA og tilkynnt að
sprengja væri um borð í vélinni.
Þotunni var þegar snúið við, og
varð af því tveggja tíma töf á
Glasgowflugvelli. Þar leituðu
lögreglumenn í vélinni, en urðu
einskis varir þrátt fyrir ýtarlega
leit. Hélt þotan síðan áfram til
Kaupmannahafnar, og bar ekkert
til tíðinda í þeirri ferð.
Þetta er í annað skipti á skömm
um tíma, sem hringt á flugaf-
greiðsluna í Glasgow, og sagt að
sprengja sé í þotu FÍ. í bæði
skiptin hafa vélarnar verið komn-
ar góðan spöl frá flugvellinum, í
fyrra skiptið var þotan þó komin
aðeins lengra, og lenti hún þá
á Turnhouseflugvelli utan við
Edinborg.
Með þotunni í þær voru 53
farþegar, en flugstjóri í ferðinni
var Viktor Aðalsteinsson.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull
trúi FÍ, sagði blaðinu í dag, að
það virtist vera svo, að einhver
óþekkt persóna vildi trufla rekst
ur félagsins. Þetta væri mjög
bagalegt, bæði hefði þetta mikinn
kostnað í för með sér fyrir félag
ið og skapaði farþegum mikið ó-
næði. Um kostnaðinn vegna þess
ara tveggja sprengjugabba, sagð
ist Sveinn ekki vita nákvæmlega,
en hann 'Væri varla undir þrjú
hundruð þúsundum.
Þá bar það til fyrir skömmu,
að hringt var á afgreiðsluna á
Akureyri, og sagt í símann að
sprengja væri í Fokkervél, sem
var á leið frá Akureyri til Reykja
víkur. Reyndist sú tilkynning til-
hæfulaus með öllu, og starfsmenn
Framhald á bls. 14
Árekstur
Hörkuárekstur varð í gærkvöldi
á mótum Sogavegar og Réttar-
holtsvegar. Bílstjórinn, sem ók
eftir Sogavegi var ékki búinn að
átta sig á að búið var afl gera
Réttarholtsvcginn að aðalbraut, og
ók viðstöðulaust yfir gatnamótin,
en lenti þá í árckstri. Skyggni var
mjög slæmt, hellirigning svo að
varla sást á götuna. Báðir bílarn-
ir skemmdust mikið. — Ökumað-
ur annars þeirra skrámað-
ist í andliti. (Tímam.: — Gunnar)
Breytingar hafa verið gerðar á
vetraráætlun Loftleiða að því er
várðar flug til Norðurlanda og
Bretlands. Nýja Douglas 8 þotan
varð síðbúnari en búizt var við og
kemur ekki til íslands fyrr en
5. þ.m., en frá og með þeim degi
verða aðeins notaðar þotur á öll-
um flugleiðum Loftleiða.
Flugstjóri í fyrstu ferð nýju.
þotunnar verður Ásgeir Péturs-
son, sem nú er yfirflugstjóri Loft-
leiða. Vélin kemur hingað á föstu
dagsmorgun og eftir skamma við-
dvöl heldur hún áfram til Kaup-
mannahafnar og þaðan til Stokk-
hólms. Komið verður við aftur
í Kaupmannahöfn í bakaleiðinni.
Fyrsta Þotuflugið til Bretlands
verður farið til Glasgow og Lond-
on 13. nóv. n.k.
Síðasta áætlunarferð Rolls Royce
flugvélar Loftléiða verður farin
til London 4. þ.m. Kemur vélin til
Keflavikurflugvaílar daginn eftir
og verður byriað þar á að breyta
hénni i vö: uflutningavél. Því
verki verður svo haldið áfram
í Skotlandi og er reiknað með að
því verði lokið fyrir 1. febrúar
n.k. Þá verður flugvélin leigð
Oargolux. Flugvélin sem fer í
síðustu áætlunarferð Rolls Royce
flugvéla Loftleiða, er fyrsta flug-
vélin af þeirri gerð, sem félagið
eignaðist. Kom hún til landsins
29. maí 1964.
Vetraráætlun til Luxemborgar
hófst 1. þ.m. og verða farnar átta
ferðir í viku hverri til og frá
Menntamálaráðuneytið hefur
hinn 26. f.m. skipað nefnd til
Lúxemborg. Til Norðuflhnda vei'ða
farnar fimm. Jeri^r,, J ^viku. Verða
þær allar til Kaupmannahafnar,
en komið til Stokkhólms í tveim
ferðum, á mánudögum og föstu-
dögum. En til Oslóar verður kom
ið í þrem ferðum í vikú, sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga.
Verður nýja DC-8-55 notuð til
ferðanna, en sú vél tekur far-
þega.
Til Glasgow og London verður
farið einu sinni í viku, eða á
laugardögum.
þess að gera tillögur um, hvernig
skipuleggja skuli fræðslustarf-
setni fyfir fuílorðna, er hafi m.a.
að markmiði að veita kost á endur
menntun og gera kleift að ljúka
prófum ýmissa skólastiga. Er ætl-
azt til að nefndin. skili tillögum
sínum til ráðuneytisins j frum-
varpsformi.
Sr. Guðmundur Sveinsson skóla
stjóri Samvinnuskólans 'hefur ver-
ið skípaður fórmaður nefndarinn-
ar, en aðrir nefndarmenn eru
Andrés Björnsson útvarpsstjóri, til
nefndur af Ríkisútvarpinu, Gunn-
ar Grímsson, starfsmannastjóri,
tilnefndur af Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga, Jónas B. Jónsson,
fræðslústjóri, tilnefndur af Reykja
víkurborg, dr. Matthías Jónasson,
prófessor, tilnefndur af háskóla-
ráði og frú Sigríður Thorlacíus,
formaður Kvenfélagasambands ís-
lands, tilnefnd af kvenfélagasam-
bándinú.
Þá hefur ráðuneytið í dag skip-
að nefnd til þess að semja frum-
varp til laga um aðstoð við skóla-
nemendur til að jafna aðstöðu
þeirra til skólagöngu.
Runólfur Þórarinsson stjórnir-
ráðsfulltt'úi hefur verið skipaður
Framhald á bls. 14
Kristínar L. Sigurð >
dóttur fyrrv. alþmfj-
ismanns minnzí
á Alþingi
EB—Reykjavík, þriðjudag.
Á fundi í Sameinuðu þingi í
gær, mánudag, var Kristínar L.
Sigurðardóttur minnzt af Eysteini
Jónssyni, forseta Sameinaðs þings,
og fara minningarorð hans hér á
eftir;
„Kristín L. Sigurðardóttir, fyrr-
verandi alþingismaður, andaðist í
gær, 31. október, í sjúkrahúsi hér
í borg eftir langvarandi vanhéilsu,
73 ára að aldri. Vil ég leyfa mér
að minnast hennar með nokkrum
orðum, áður en gengið verður til
dagskrár.
Kristín L. Sigurðardóttir var
fædd í Reykjavík 23. márz 1898.
Foreldrár hennar voru Sigurður,
síðar stofnandi og skólastióri iýð-
háskólans að Hvítárbakka i Ro-á-
arfirði, Þórólfsson bónda i H" t
og síðar Skriðnaf'lli á ^ ' ”•
Éinarssonar og fyrH kn- -
Anna Guðmundsdcttir -k • >
’í Hafnarfirði Ólafsroht-
stundaði barp*»ckó^>-í,ri
vík og frarnha'dcn^m '
bakkaskóla tvo vetú>
an við verzlunar- > v ->■ ■
störf í Reykjavík á árunvm i "í
1918. Frá 1919 og svo '
heilsa entist, gegndi '>>’> 1 :>■
urstörfum hér í Reykiavik
Kristín L. Sigurðardóttir ■>>•■
um langt skeið mikið starf . vt
ýmiss konar félagsmálum. Htih
var í ,framkvæmdanefnd kvenna-
heimilisins Hallveigarstaða 1945
—1966, formaður hennar 1950—
1966, í áfengisvarnanefnd kvenna
1946—1966, formaður hennar
1946-—1948, í orlofsnefnd hús-
mæðra 1961—1966, í barnavernd-
arnefnd 1962—1966, og í mæðra-
styrksnefnd allmörg ár. Hún var
í stjórn Húsmæðrafélags Reykja-
víkur um skeið og átti sæti í
stjórn Kvenréttindafélags íslands
1952—1968, var kjörin heiðurs-
félagi þess, er hún lét af stjórn-
arstörfum. Ennfremur starfaði
hún mikið í góðtemplararegiunni
á árunum 1937—1954. Hún var í
stj órn S jálfstæðiskvennafélagsins
Hvatar 1937—1967, formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna
1956—1965 og vann ýmis önnur
trúnaðarstörf í þágu Sjálfstæðis-
flokksins. Hún átti sæti á Alþingi
kjörtímabilið 1949—1953 og tók
auk þess nokkrum sinnum sæti á
Alþingi sem varaþingmaður á ár-
tifiúm 1953—1956. Sat hún á 7
þingum alls.
Af starfsferli þeim, sem hér hef
ur vferið rakinn, má glöggt sjá áð
Kristín L. Sigurðardóttir befur
jafnframt húsmóðurstörfum á
rausnar heimili látið sig margt
varða í félagsmálum samborgara
sinna og valizt þar til forustu.
Hún var fremur hlédræg, en lá
ekki á liði sínú, ef til hennar var
leitað til stuðnihgs þeim málefn-
um, sem hún bar fyrir brjósti, og
hún vildi í engu bregðast þeim
skyldum, sem hún tók sér á herð-
ar.
Ég vil biðja háttvirta alþingís-
menn að minnast Kristínar L.
Sigúrðardóttur með því að rísa úr
sætum.“
Nefnd skipuð til að skipu-
leggja fræðslu fullorðinna