Tíminn - 03.11.1971, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 19:1 TIMINN 3
NÝTT SKÓLAHÚS VÍGT Á
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
Perusala á
Sauðárkróki
Næstkomandi laugardag 6. nóv.
efnir Lions-klúbbur Sauðárkróks
til perusölu á Sauðárkróki og Hofs
ósi, sem hefur verið nánast fastur
liður á liðnum árum.
Félagarnir munu heimsækja
heimilin á tímanum kl. 12,30 til
15,00.
Ágóðinn af perusölunni, sem og
aðrar fjáraflanir klúbbsins, rennur
óskiptur til líknar- og menningar-
mála í Skagafirði og hefur Sjúkra
hús Skagfirðinga verið sérstakt
áhugaefni klúbbsins, og svo er
enn.
Meðal þess sem Lionsklúbbur
Sauðárkróks hefur fært Sjúkra
húsinu á undanförnum árum má
nefna efnaskiptatæki, sjónprófun
artæki, sjónvörp og fleira. í vet
ur eru væntanleg endurþjálfunar
tæki og sjúkrabörur er kosta um
120 "þús. kr.
Væntir klúbburinn þess að Sauð
árkróksbúar og Hofsósbúar taki
vel á móti perusölumönnum á
laugardaginn og jafnframt þakk-
ar klúbburinn alla vinsemd og
móttökur á undanförnum árum.
I framtíðinni hyggst Lionsklúbb
ur Sauðárkróks hefja perusölu
fyrr að haustinu, það er fyrst í
október.
Ráðstefna um heilbrigði og ör-
yggi á vinnustöðum var haldin á
vegum Menningar- og fræðslusam
bands alþýðu dagana 29. og 30.
okt. s.l. Ráðstefnuna sóttu 28 þátt
takendur frá 26 verkalýðsfélögum.
Stefán Ögmundsson, formaður
MFA, setti ráðstefnuna, en Baldur
Óskarsson, miðstjórnarmaður ASÍ,
stjórnaði henni. Fyrri dag ráð-
stefnunnar fluttu eftirtaldir menn
erindi: Friðgeir Grímsson, öryggis
málastjóri, Baldur Johnsen, for-
stöðumaður Heilbrigðiseftirlits
ríkisins og Kormákur Sigurðsson,
heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkur
borg. Að loknum erindum þeirra
urðu fyrirspurnir og umræður.
Síðari daginn flutti Hannibal
Valdimarsson, félagsmálaráðherra
ræðu, en þeir Stefán Ögmunds-
son, prentari og Guðjón Jónsson,
járnsmiður, erindi um kröfur
verkafólks til vinnustaðarins og
ástand íslenzkra vinnustaða. Að
loknum erindum þeirra störfuðu
umræðuhópar og í lok ráðstefn-
unnar var samþykkt ályktun sem
fylsir hér á eftir:
Ráðstefna, haldin að tilhlutan
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu 29. og 30. október 1971,
skipuð 28 meðlimum frá 26 verka
lýðsfélögum, samþykkir eftirfar-
andi ályktun:
1. Á vinnustaðnum dvelur hver
vinnandi maður a.m.k. helminginn
af vökutímá sínum. Vinnustaður-
inn er því sá staður utan heimilis,
sem mest áhrif hefur á andlega og
líkamlega líðan fólks. Þess vegna
hljótum við að gera þær kröfur
til vinnustaðarins, að hann upp-
fylli skilyrði, sem hver maður
meú fulla virðingu fyrir sjálfum
sér og starfi sínu, hlýtur að setja,
varðandi öryggi, hollustuhætti ,g
aðbúnað á vinnustað.
Vinnustaðirnir eru margir og
mismunandi, úti og inni, og kröf-
urnar sem gera verður þar af leið
ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Um helgina var vígður nýr
andi margvíslegar. En í höfuðat-
riðum eru þær þessar: Öryggi
gegn sly?um, hreint loft, birta,
hóflegur hiti eftir eðli vinnu, g'ð
ræsting, fullkomin aðstaða til
hreinlætis, góð aðstaða til neyzlu
matar, hvíldar, fataskipta, auðveld
vinnuaðstaða og fullkomið eftirlit
með atvinnuájúkdómum.
Ráðstefnan lítur svo á að ör-
yggis- og heilbrigðismál vinnustað
anna í landinu séu veikasti hlekk
urinn í heilsugæzlu hérlendis og
víða sé um miklar hættur og bein-
línis heilsuspillandi aðbúnað að
ræða.
2. Lög og reglugerðir um öryggi
og hollustuhætti eru ófullnægj-
andi og skortur á skýrum fyrir-
mælum í fjölmörgum efnum.
Stofnanir þær, sem eiga að fram-
kvæma lögin ,eru líka alltof veik-
ar og skortir myndugleik til ráð-
stafana sem gera þarf til þess
að fullnægja ákvæðum laga og
reglugerða sem í gildi eru. Þær
eru nánast ráðgefandi stofnanir.
Þess vegna lítum við svo á að
nauðsynlegt sé að öll lagaákvæði
og reglugerðir um öryggi og
heilsugæzlu á vinnustað hljóti
gagngera endurskoðun og' vérði'
samræmd lögum um almenna
vinnuvernd.
Ráðstefnan gerir kröfu til þess
að við samningu og endurskoðun
slíkra laga fái verkalýðsfélögin
tækifæri til þess að fjalla um
frumvörp til laga og reglugerða ug
gera tillögnr til breytinga.
3. Þá vill ráðstefnan taka það
fram, að hún álítur það grundvall
aratriði til árangurs á framkvæmd
laga og reglugerða að verkalýðs-
félög og/eða sérgreinasamb, ..d
eigi beina aðild að framkvæmd og
eftirliti með öryggi og hollustu-
háttum vinnustaðanna. Þannig
verði það bundið í lögum að
verkalýðsfélögum og -érgreinasam
böndum beri að tilnefna eftirlits-
menn og heilbrigðisfulltrúa, sem
barna- og unglingaskóli á Kirkju
bæjarklaustri. Er Þetta fyrrihluti
skólabyggingar, sem tekin er
í notkun. Byrjað var á byggingu
skólans árið 1966, og í sumar var
þessi hluti tekinn í notkun með
að þessum málum staxfa á vegum
ríkis og bæjarfélaga.
Ráðstefnan beinir þeim tilmæl-
um til heilbrigðismálaráðherra, að
reglugerð skv. lögum um Heil-
brigðiseftirlit ríkisins, sem nú bíð
ur' staðfestingar, verði send verka-
lýðsfélögum í landinu til umsagn-
ar, áður en hún hlýtur staðfest-
ingu ráðherra.
Ráðstefnan lítur svo á, að taka
beri inn á námsskrár skóla á mið-
skólastigi fræðslu um íslenzka fé-
lagsmálalöggjöf varðandi rétt vinn
andi fólks til heilsuverndar og
öryggis í atvinnulífinu.
4. Ráðstefnunni er Ijóst, að hið
slæma ástand í öryggis- og heil-
brigðismálum, sem nú ríkir al-
mennt á íslenzkum vinnustöðum,
verður ekki leyst með löggjöf eða
af stofnunum einum saman. Þar
verður verkafólkið sjálft og sam-
tök þess að koma til skjalanna.
Með, þróttmiklu upplýsinga- og
fraeðslustarfi verða verkalýðsfé-
lögin að gerbreyta skilningi og við
horfum meðlima sinna til þess-
ara mála. Þau verða að gera fólki
sínu ljóst, að því ber ekki a'ður
að sýna fulla einbeitni og sam-
stöðu i baráttunni fyrir öryggi og
aðbúð á vinnustaðnum en öðrum
þéttúm 'baráttunnar fyrir bættum
kjörum.
Verkafólki ber að leggja ríka
áherzlu á, að góðar umgengnis-
venjur, þrifnaður og háttvísi ríki
á vinnustaðnum. Sú viðurkenning
á misrétti verður að hverfa, að
gerðar séu allt aðrar og lægri kröf
ur um aðbúnað verkafólks í fram
leiðslugreinunum en þeirra, sern
vinna stjórnunar- og skrifstofu-
störf.
Hinir kjörnu fulltrúar fólksms
í verkalýðsfélögunum verða að
ganga fram fyrir skjöldu í þessum
málum og beita áhrifum sinum
til þess að efla sjálfsvirðingu og
metnað verkafólks gagnvart
þeirri vinnuaðstöðu og aðbúnaði
sem því er boðið upp á.
Ef þáttaskil eiga að verða og
gagngerar umbætur að fást, má
ekki skorta kröfuþunga samstöðn
og einbeitni. sem verkafólki með
óbirgaða sjálfsvirðingu ber að
sýna, þegar um er að ræða ör-
yggi bess og velferð.
því að Hótel Edda rak þar hótel.
í áfanganum, sem vígður var
um helgina, er heimavist fyrir
42 nemendur, matsalur og tvær
kennaraíbúðir. Alls er þessi
áfangi á 4. þús. rúmmetrar. í
næsta áfanga verða fjórar kennslu
stofur, kennarastofa og skrifstofa
skólastjóra.
Skólastjóri skólans, Jón Hjart
arson, sagði blaðinu í dag, að
fjölmenni hefði verið við vígslu
athöfnina, meðal gesta var Hall
dór E. Sigurðsson, fjármálaráð-
herra, og þíngmenn kj'ördæmisins
voru allir viðstaddir, að einum
undanskildum. Mjög margir fluttu
ræður og ávörp við vígsluathöfn
ina og fluttu skólanum árnaðar
óskir og má þar nefna Jón Helga
son í Seglbúðum, en hann var
formaður^ bygginganefndar, séra
Sigurjón Einarsson, formann
skólanefndar og Halldór E. Sig-
urðsson fjármálaráðherra.
Jón kvað alla kennslu fara fram
í algjörlega óviðunandi húsnæði,
en það væri í kjallara heimavist
arinnar og í félagsheimilinu. Þá
sagði Jón, að bæði vantaði íþrótta
hús og sundlaug á' staðinn, en
sjálfsagt væri' langt í það, að
sú aðstaða fengist.
Staöarfells-
skólinn
fullsetinn
Húsmæðraskólinn á Staðarfelli
var settur við hátíðlega athöfn í
kirkjunni á staðnum 30. sept. s.l.
Sr. Jón ísfeld predikaði, en for-
stöðukona, frú Ingigerður Guð-
jónsdóttir, flutti setningarræðu.
Forstöðukona gat þess m.a., að
í haust yrði lokið við skólas'ióra-
bústað og væri þá vel séð fyrir
húsnæði kennaraliðs skólans.
Skólinn er ekki alveg 'ullskip-
aður, enda húsrými aukizt vegna
framkvæmda undanfarin ár, og
geta nokkrir nemendur í viðbút
komizt að.
Forstöðukonan þakkaði þmg-
mönnum og forráðamönnum skól-
ans mikinn stuðning við málefni
hans. Binda menn vestra miklar
vonir við starfsemi skólans í fram
tíðinni.
AVIÐA
mm
Oráðna gátan
og reynslan
Er Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, mælti fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar
til staðfestingar á bráðabirgða-
lögum um framlengingu verð-
stöðvunar, kom til nokkurra
orðaskipta milli hans og Magn-
úsar Jónssonar, fyrrverandi
fjármálaráðlierra, um verð-
lagsmál, vísitölu og verðbólgu.
Magnús spurði að því, hvað
fælist í þeirri yfirlýsingu í
greinargerð með fjárlagafrum-
varpinu, að niðurgreiðslukerf-
ið yrði tekið til endurskoðun-
ar. Gerði hann því skóna, að
í því gæti falizt að gerðar yrðu
breytingar á vásitölukerfinu.
Ennfremur sagði Magnús, að
þessi bráðabirgðalög um fram-
lengingu verðstöðvunarinnar
væru í samræmi við það, sem
stjórnarflokkarnir hefðu sagt
fyrir kosningarnar, að þeir
teldu að efnahagsástandið
leyfði að verðstöðvunin yrði
framlengd og minnti á að nú-
verandi stjórnarflokkar hefðu
talað heldur illa um verðstöðv-
un fyrrverandi stjórnar og sagt
að við tæki hrollvekja, þegar
verðstöðvun lyki I. sept. Ekki
væri þessi framlenging verð-
stöðvunar í samræmi vjð þann
málflutning.
Olafur Jóhannesson, forsæt-
isráðherra, sagði, að í sam-
bandi við þessa síðustu verð-
stöðvun fyrrverandi ríkisstjórn
| ar hefði verið minnt á verð-
| stöðvunina næstu á undan, eða
| fyrir kosningarnar 1967. Sú
| verðstóðvun reyndíst hreinn
W kosningavíxill. Þrátt fyrir fyrir
|1 heit fyrir kosningarnar 1967
S| um að verðstöðvunin gæti stað
| ið áfram, hefði víxill fallið
f eftir kosningarnar og gengis-
;i lækkun framkvæmd haustið
1967. Ekki hefðu það verið þá
verandi stjórnarandstöðuflokk-
ar, sem hefðu þó orðið fyrstir
til að nefna „hrollvekjuna" á
síðastliðnu þingi og ættu þeir
ekki heiðurinn af þeirri nafn-
gift. Sú nafngift væri komin
úr herbúðum Magnúsar Jóns-
sonar sjálfs, og vissulega væri
niðurgreiðslukerfið orðið svo
geigvænlega þung byrði í út-
gjöldum ríkissjóðs, að hroll-
vekju mætti kalla. f sambandi
við áform fyrrverandi stjórnar
og hvað hún hefði gert að kosn
ingum Ioknum, ef hún hefði
haldið velli, sagði forsætisráð
herra, að það hlyti úr þessu
að verða alveg óleysanleg gáta,
en hins vegar hefðu menn til-
hneigingu til að líta til baka
og styðjast við fyrri reynslu í
slíkum spádómum.
Niðurgreiðslukerfið
Núverandi stjórnarflokkar
hefðu ætíð liaHið því fram, að
verðstöðvun gæti aldrei orðið
nein lausn á vanda, heldur
væri hún aðeins til þess fallin
að t skjóta vanda á frest. Ef
verðstöðvun væri slíkt þióft' : '5,
sem fyrrverandi rikfsstjorn
vildi stundum vera láta, þá
var það þjóðráð, sem aðeins
þótti rétt að grípa til misserin
fyrir kosningar. En þótt verð-
Framhald á bls. 14
Fulltrúar 26 verkalýösfélaga
á ráðstefnu um heilbrigði og
öryggi á vinnustöðum