Tíminn - 03.11.1971, Síða 16
Miðvikudagur 3. nóvember 1971
Langir þing-
fundir í gær
EB-Reykjavík, þriðjudag.
Það sem af er þingtíma hafa þing
fundir verið heldur stuttir. Þeim
hefur lokið milli kl. 15 og 16, en
sem íiestum á að vera kunnugt,
hefjast þingfundir yfirleitt kl. 14.
— f dag fór þó á annan veg, þótt
fá mál væru tekin fyrir. Var
fundur í Sameinuðu þingi og stóð
hann frá kl. 14—19, með hálfrar
klst. kaffihléi. Það sem olli þessum
langa fundartíma, voru miklar um
ræður um samgöngumál Vest-
mannaeyinga og stóriðjumál.
Fyrsta málið, sem til umræðu
var í Sameinuðu þingi í dag, var
þingsályktunartillaga um samning
milli Norðurlanda um samstarf á
sviði menningarmála. Framsögu-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis, Eysteinn Jónsson (F),
gerði grein fyrir tillögunni og auk
hans tók menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson, til máls.
Tillagan var því næst afgreidd til
ríkisstjómarinnar sem ályktun A1
þingis. Þessu næst var fyrirspurn
frá Helga Seljan um, hvort ríkis-
stjórnin hefði uppi áform um að
beita sér fyrir breytingu á vega-
lögum á þann veg, að ríkið taki
að sér uppbyggingu þjóðvega, sem
liggja um kaupstaði og kauptún.
Samgöngumálaráðherra, Hannibal
Valdimarsson, sagði, að nú væri
verið að endurskoða gildandi
reglugerð um þetta efni frá 1965
og ríkisstjórninni þa?tti ekki ráð-
legt að ákvarðanir um breyt-
ingar fyrr en umræddri endurskoð
un væri lokið.
Þá var þingsályktunartillaga um
samgöngumál Vestmannaeyinga,
sem Tíminn hefur greint ítarlega
frá, tekin til umræðu og mæltu
Guðlaugur Gíslason (S) og Garð-
ar Sigurðsson (AB) fyrir henni
með löngum, ítarlegum ræðum, en
auk þess tóku til máls Hannibal
Valdimarsson, samgöngumálaráðh.
og Ágúst Þorvaldsson (F). Síðan
mælti Benedikt Gröndal (A) fyrir
þingsályktunartillögu um eignar-
rétt á hálendi l?ndsins og í óbyggð
um, og að lokum var þingsályktun
artillaga Sjálfstæðisflokksmanna
um skipun stóriðjunefndar tekin
á dagskrá. Urðu miklar umræður
Framhald á bls. 14
r j j j xrrrr.-— “
4 KONUR í
ÞINGSALNUM
EB-Reykjavík, þriðjudag.
Nú sitja fjórar konur á Al-
þingi og hefur það ekki gerzt
áður. að svo margar konur hafi
srtið Þar samtímis.
Þrjár konur, þær Svava Jak-
obsdóttir (AB), Auður Auðuns
<S'», og Bagnhildur Helgadóttir
fSi. eiga srm kunnugt er sæti
á Alþingi. t dag tók hins vegar
Rlarnfríðtrr Ueósdóttir (AB)
sæti .Tónasar Ámasonar á þingi,
yf'W annar varamaður þing-
mannsins. en Skúl; Alexanders
) soii, sem setið hofur á þingi
| fvrir Jónas og er 1. varamaðar,
J þurfti fri aí bverfa vegna anna
| við sveitarstjórnarstörf. Á síð-
j asta kjörtímabili átti ein kona
| ;æti á þingi. Auður Auðuns.
Viðskiptasamkomulag til þriggja ára undirritað í Moskvu:
GERT ER RÁD FYRIR AUKNINGU Á ÚT-
FLUTNINGI NIÐURSUÐU- DG ULLARVARA
rrKJ—Reykjavík, þriðjudag.
í dag var undirritað viðskipta
samkomulag milli fslands og Sovét
rikjanna til langs tíma, eða árs
loka 1974. Er í samningnum gert
ráð fyrir allverulegri aukningu við
skipta milli landanna, og þá sér
staklega á útflutningi íslenzkra
niðursuðuvara og ullarvara. Þá
hafa Sovétríkin gefið vilyrði fyrir
að kaupa fiskflök og niðursuðu
vörur fyrir um 200 milljónir
króna, í viðbót við fyrri samninga.
Fréttatilkynning utanríkisráðu-
neytisins um viðskiptasamkomulag
þetta, fer hér á eftir.:
„Hinn 23. októebr s. 1. fór
til Moskvu saimninganefnd undir
forystu Þórhalls Ásgeirssonar,
ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu-
neytinu, til þess að semja um
nýtt viðskiptasamkomulag til langs
tíma milli íslands og Sovétríkj-
anna, en slíkir samningar hafa
verið gerðir síðan 1953. Viðræður
hófust 25. október við sovézka
samninganefnd undir forystu A.
N. Manzhulo, aðstoðar-utanríkis-
viðskiptaráðherra Sovétríkjanna,
og hafa síðan staðið.
í dag undirrituðu Lúðvík
Jósepsson, viðskiptaráðherra, og
N.S. Patolichev, utanríkisviðskipta
ráðherra Sovétríkjanna, nýtt sam
komulag um viðskipti milli ís-
lands og Sovétríkjanna, sem gild
ir fyrir timabilið 1. janúar 1972
til 31. desember 1974. Viðskipti
landanna verða sem hingað til á
jafnkeypisgrundvelli með tilheyr
andi árlegum vörulistum á báða
bóga. Vörur þær, sem gert er
ráð fyrir sölu á til Sovétríkjanna
árlega á samningstímabilinu eru:
Hraðfryst fiskflök 12.000—15.000
tonn. Heilfrystur firkur 4.000—
6.000 tonn. Saltsíld 2.000 tonn. Nið
ursoðinn og niðurlagður fiskur
43,318 fjár
slátrað hjá KS
GÓ—Sauðárkróki.
Slátrun lauk hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga 18. okt. s.l. Alls
var slátrað á vegum K.S. 43.318
fjár á þremur sláturhúsum. Á
Sauðárkróki var slátrað 35.269
fjár. Meðalþyngd dilka í því slát
urhúsi reyndist 14,63 kg. Á Hofs
ósi var slátrað 3.921 kind. Meðal
þyngd dilka var þar 14,5 kg. í
Haganesvík var slátrað 4,128 fjár.
Meðalþyngd dilka reyndist 16,2
kg.
Jafnaðarmeðalþungi í sláturhús
unum þremur ér 14,8 kg. og er það
650 gr. meiri meðalþungi en í
fyrra. Eins og komið héfur fram
í fréttum, átti Leifur Þórarinsson
í Keldudal þyngsta dilkinn og
vóg hann 35,5 kg.
Sláturfé skiptist þannig, að
slátrað var 40,703 dilkum og fóru
um 60% af þeim í fyrsta flokk og
fullorðið sláturfé reyndist 2,615.
Stefán Jónsson, Grænumýri,
lagði inn tvílembinga undan sömu
ánni, er samanlagt höfðu 54,5 kg.
í kjötþunga. Árið 1970 var þessi
sama ær þrílembd og var þá 2
lambanna slátrað og höfðu þau
44,5 kg kjötþunga, en þriðja lamb
ið, sem var gimbur, var látið lifa,
og vóg hún 57 kg., sem mun svara
til 25 kg. kjötþunga.
1969 var þessi umrædda ær
einnig tvílembd og var þá kjöt
þungi dilkanna 51 kg.
Hjá Slátursamlagi Skagfirðinga
á Sauðárkróki var siátrað 6.227
kindum og er þnð um 750 kind
um fleira en í fyrra.
100—150 millj. króna. Fiskimjöl
5.000 tonn. Prjónaðar ullarvörur
100—150 millj. kr’ória. Ullarteppi
60—80 millj. króna. Málning og
lökk 1.000 tonn. Ýmsar vörur 25
millj. króna.
Hins vegar er gert ráð fyrir,
að Sovétríkin selji aðallega til
íslands eftirtaldar vörutegundin
Bensín, brennsluolíur, timbur,
valsaðar járn- og stál-vörur, bif-
reiðar, vélar, verkfæri, áhöld og
tæki, gler og hjólbarða.
Samningurinn gerir ráð fyrir
allverulegri aukningu viðskipta
milli landanna. Sérstaklega er um
að ræða mikla aukningu á útflutn
Lngi islenzkra iðnaðarvara, svo
se.m niðursuðuvörum, prjónuðum
ullarvörum og ullarteppum. f
þessum vöruflokkum er yfirleitt
um að rsfeða’ tvöföldun frá því
sem verið hefur. Ennfremur hef
ur íifýrsfa srffh fengizt kvóti'fyrir
málningu.
Þá hafa Sovétríkin gefið vilyrði
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Tveggja ára barn, sem faðir
reiddi á reiðhjóli eftir Kapla-
skjólsveginum í dag, stakk fæti
inn á milli píláranna í hjólinu,
með þeim afleiðingum að feðg
arnir skullu í götuna. Þeir munu
þó ekki hafa meiðzt að ráði, að-
eins skrámazt.
fyrir þvf að kaupa á þessu ári
til viðbótar því, sem áður hefur
verið samið um, fryst fiskflök og
niðursuðuvörur fyrir samtals tæp
lega 200 milljónir króna.“
Um kvöldmatinn varð 19 ára
piltur á skellinöðru fyrir bifreið
á gatnamótum Nesvegar og
Kaplaskjólsvegar. Hann tvifót-
brotnaði á hægra fæti.
Um hádegið hljóp sex ára dreng
ur fyrir bifreið í Glaðheimum,
en hann meiddist lítið.
13 árekstrar urðu í dag.
Vélhjóls- og reiðhjólsslys
Stúlka úrskurðuð í gæzlu-
varðhald vegna ávísanafals
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
í gær var handtekin stúlka í
Sparisjóði Hafnarfjarðar. Yar hún
að reyna að selja þar ávísun að
upphæð kr. 26.300,00. Var tékk-
urinn á ávísanahefti frá Búnað-
arbankanum. Þegar stúlkan var
búr.n að afhenda ávísunina , kom
í ljós að hér var um að ræða ei-tt
af þeim eyðublöðuni, scm stolið
var fyrir nokkru í Björnsbakaríi í
Reykjavík. Skýringar stúlkunnar
á því, hvernig hún hefði komizt
yfir eyðublaðið, eru mjög þoku
kenndar. Var hún höfð í haldi
í gær og nótt. f dag var lnin úr-
skurðuð í allt að sjö daga gæzlu
varðhald.
Stúlkan ber að hún hafi fundið
tékkheftið í miðborg Reykjavíkur,
og hafi ein ávísunin í heftinu ver
ið útfyllt.
Tékkhefti þessu var stolið með
fleiri ávísunum og plöggum, sem
voru í möppu, sem stúlka gleymdi
á afgreiðsluborði bakarísins. Þeg
ar hún skömmu síðar hringdi I
bakaríið, var búið að hirða möpp-
una, og bar afgreiðslufólk að ung
ur maður hefði haldið á henni út,
%n þess að það áttaði sig á að
hann var að stela henni.
En það eru fleiri stolin tékk
heft’ í umferð en þau sem stolið
var í Björnsbakaríi.
Aðfaranótt sunnudagsins s. 1.
var brotizt inn í hús Vinnuveit-
endasambandsins við Garðastræti.
Þar voru hurðir og húsgögn brot
in og brotizt inn hjá fimm aðilum,
sem þarna eru til húsa. í skrifstofu
Hafsteins Baldvinssonar, lög-
manns, var stolið miklu af ávísun
um og tékkheftum.
Lögreglan telur að tveir eða
þrír menn hafi verið að verki.
Voru margar hurðir brotnar upp
og eins skrifborð, og voru unnin
mikil skemmdarverk í húsinu.
Reynt var að brjóta upp peninga
skáp hjá Vinnuveitendasamband-
inu, en það tókst ekki. Gaflar
voru teknir úr skrifborðum til að
komast í þau.
í skrifstnfu Hafsteins var stol
ið fimm útfylltum tékkum. Þrír
þeirra eru á Verzlunarbankann.
Númerin eru A 181508, A 18152Í
og A 181522. Einn er á Iðnaðar-
bankann í Hafnarfirði númer hans
ér ’C 81732 og einn er á útvégs
bankann í Vestmannaeyjum; er
hann ódagsettur og óundirskrif
aður) en upphæðin er kr. 12.879,00
Þá var stolið óskrifuðu ávísana
hefti á Verzlunarbankann, sein i
eru 25 blöð. Er ekki vitað um
númerin í því hefti. Þá var stolið
hefti á Sparisjóð Amfirðinga.
Númerin eru 29904 til 29925.
í húsinu var einnig farið inn
hjá Hirti Péturssyni, löggiltum
endurskoðanda, skrifstofu Rit-
höfundafélags íslands og skrif-
stofu Apótekarafélags íslands. Að
því að talið er, var hvergi stolið
nema hjá Hafsteini.
Japönsku skuttogarafram-
leiöendurnir komnir með
teikningar og verötilboð
ÞÓ—Reykjavik, þriðjudag.
Fulltrúar frá japanskri skipa-
smíðastöð eru um þessar mundir
staddir í Reykjavík og ræða við
islenzka útgerðarmenn um smíði
á japönskum skuttogurum fyrir
íslendinga. Ef af samningum verð
ur, þá er talið að Japanir muni
a.m.k. selja íslendingum 5 skut
togara.
Þeir Jón Hafsteinsson, skipa
verkfræðingur, og Vilhelm Þor
steinsson, framkvæmdastjóri Út-
gerðarfélags Akureyrar fóru til
Japan í síðasta mánuði, og skoð-
uðu þeir japanska skuttogara af
þeirri gerð, sem Japanir töldu, að
myndu henta íslcndingum bczt.
Ekki leizt þcim féliigum, Jóni og
Vilhelm, vel á þá gerð skipa, og
buðust Jnpanir þá til þess að
teikna skip eftir okkar kröfum,
koma síðan til landsins með þær
teikningar og verðtilboð. Komu
Japanirnir til landsins í gær og
er nú verið að ræða við þá um
kaup á þessum togurum.
Pilturinn úr
lífshættu
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Drengurinn sem höfuðkúpu-
brotnaði er hann varð fyrir bfl
á Hofsvallagötu s. 1. föstudag, er
nú á batavegi. Um tíma var tví
sýnt um líf hans, en hann komst
til meðvitundar á föstudagskvöld
ið.
Er pilturinn, sem er 10 ára
gamall, úr allri hættu og líðan
hans eftir atvikum góð.
AKRANES
Framsóknarfélag Akraness heldur fund um
viðfangsefni hinnar nýju ríkisstjórnar, í Fram
sóknarhúsinu, Sunnubraut 21, Akranesi, íöstu
íaginn 5. nóvember kl. 20,30. Framsögumað-
ur: Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra.
— Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins vel
lcomið meðan húsrúm leyfir.