Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971
BOEING 727 VINSÆL-
ASTA FARÞEGAÞOTAN
Af 3977 farþegaþotum sem nú
eru í notkun í heiminum eru 841
af gerðinni Boeing 727, eða 21%.
Er engin ein þotutegund sem jafn-
margar flugvélar hafa verið fram-
leiddar af, og eru í notkun í al-
inennu farþegaflugi.
Þetta kemur fram í nýútkomnu
hefti Faxafrétta, sem er blað fyrir
starfsfr'lk Flugfélags íslands. í
blaðinu segir:
— Það var engin tilviljun að
Boeing 727 þotan varð fyrir val-
inu þegar Flugfélag fslands end-
urnýjaði flugkostinn til millilanda-
flugsins árið 1967 og þar með
komst ísland inn í þotuöldina. Um
margar gerðir var að velja og sér-
írskur bragarháttur á
sveimi á Norðurlönd-
fræðingar gerðu rækilegan sam-
anburð og könnun á sex mismun-
andi tegundum þota áður en end-
anleg ákvörðun um kaupin voru
tekin. Boeing 727 þotan orsak-
aði byltingu í þotuflugi og far-
þegaflutningum. Með tilkomu henn
ar og þeim frábæru eiginleikum
að fljúga með yfir 900 km. hraða
á klukkustund, en geta jafnframt
lent og hafið sig til flugs á stutt-
um flugþrautum, opnuðust mögu-
leikar fyrir fjölmargar borgir víðs
vegar um heim til þess að komast
inn í þotuöldina og milljóna fólks
til að njóta þæginda þessarar frá-
bæru flugvélategundar. í blaðinu
Lloyds Aviation Bulletin, október-
Tvær auka-
sýningar á
Hitabylgju
hefti 1971 er skrá yfir farþega-
þotur, sem í notkun eru 1. okt.
sl. (Þotur framleiddar í Sovétríkj
unum undanskildar). Þar kemur
fram, sem reyndar voru ekki nýj-
ar fréttir fyrir okkur Flugfélags-
menn, að sú þota sem mestrar
hylli nýtur er eimmitt Boeing 727.
Hinn 1. okt. sl. voru 3977 farþega
þotur í notkun. Af þessum fjölda
voru 841 af gerðinni Boeing 727,
eða rúmlega fimmta hver þota.
Nánar til tekið 21%.
Rögnvaldur Sigurjónsson
Rögnvaldur leikur hjá
Tónlistarfélaginu
Rögnvaldur Sigurjónsson píanó
leikari, heldur píanótónleika á
vegum Tónlistarfélagsins á laugar
daginn og hefjast þeir í Austur-
bæjarbíói kl. 14,30. Á efnisskránni
er Sónata í D-dúr eftir Mozart.
Sónata í g-moll eftir Schumann.
Sónata nr. 3 eftir Kabalévský og
spænska rapsódíu eftir List.
í sambandi við þessa tónleika
fer fram skoðanakönnun um tón-
leikatíma og má velja á milli
þriggja tíma: Laugardaga kl.
14,30, kvöldtíma kl. 19,00 eða kl.
21,00.
Ekki róand.i að sjá hóp lög-
reglufDjóna með reiddar kylfur
— segja tveir nemendur úr Hamrahlíðarskólanum
um í fornöld
f fyrirlestri í Norræna húsinu
sunnudaginn næstkomandi kl. 5
síðdegis mun prófessor Einar Ól.
Sveinsson gera grein fyrir þeim
háttum dróttkvæðaskálda, sem
Snorri Sturluson nefnir hálfhneppt
og alhneppt, en víkja einnig að
öðrum skyldum háttum.
Alla saman má kalla þá hneppta
háttu. Talin verða upp dæmi þeirra
frá upphafi til 1300, en lauslega
drepið á forlög þeirra á íslandi
síðar. Þar á eftir verður grafizt
fyrir um bragfræðilegt eðli þess-
ara hátta, en þeir eru yfrið ólíkir
flestum norrænum brögum, bæði í
eddukvæðum og kveðskap drótt-
kvæðaskálda. Leitin að uppruna
þessara hátta leiðir fyrirlesarann
að lokum til íslands, og bendir
hann í kvæðum sbálda Eyjarinn-
ar grænu á flokk bragarþátta,
sem hann telur ótvírætt fyrir-
mynd þessara norrænu hnepptu
hátta.
Hinir fornu norrænu bragir
geyma enn marga óráðna gátu, þó
að surnu hafi þokað fram til skiln
ings á þeim á síðari tímum. Fyr-
irlestri þessum er ætlað að birta
ráðningu einnar af þeim gátum.
Rafmagnsv/hundar17
Hvenær og hvar sem hundur er
nefndur nú til dags skal ekiki hjá
því fara að menn eru ýmist með
honum eða móti. Fræg eru dæmin
um þetta héðan úr höfuðborginni,
og sýniiegt er að auðvelda
má stórlega flokkadrætti
um ýmis framkvæmdaatriði með því
að koma á þau hundsnafni. Dæmi
um þetta er tillaga um lausn á raf-
magnsskorti norðanlands með línu-
lögn norður yfir hálendið. Það er
ekki fyrr farið að tala um þessa
lausn en hún hefur fengið nafnið
„hundur að sunnan”.
Þeir sem ætla sér að flokka allt
aðfengið rafmagn undir „hu’ld” í
framtíðinni, eiga að visu von á
nokikrum vanda, því alltaf verður
rafmagn að koma einhvers staðar
frá, og meðan engin skilgreining á
fyrirbærinu er fyrir hendi, geta
einföldustu samtengingar fengið á
sig óorð, jafnvel þótt um sé að
ræða rafmagn frá mismunandi stöð-
um innan sama héraðs. Eru jafnvel
til dæmi um slíkar skoðanir, þ.e.
menn kæra sig ekki um „hund” frá
Vegna þess að ekkert lát er á
aðsókn, hefur Leikfélag Reykjavík
ur ákveðið að bæta við tveimur
aukasýningum á hinu vinsæla leik
riti, Hitabylgju, sem nú hefur
verið sýnt í Iðnó á annað ár. Sýn-
ingum átti að ljúka nú um helgina,
en uppselt var enn og urðu margir
frá að hverfa. Var það 68. sýning
leiksins. Þær tvær sýningar, sem
nú bætast við, verða sem hér seg-
ir: Hin fyrri verður síðdegissýning
n.k. sunnudag, 14. nóvember og
hefst hún kl. 15.00. Síðari sýning-
in verður svo á fimmtudagskvöld,
hinn 18. nóvember og á venjuleg-
um sýningartíma, hefst kl. 20.30.
Fyrirlestur um
tékkneska tónlist
Næstkomandi föstudagskvöld
12. nóv. flytur doc. Vaclav Felix
fyri lestur um tékkneska samtíma
tónlist í Norræna húsinu. Máli
sínu til skýringar mun hann leika
þætti úr tónverkum af hljómplöt-
um eða segulböndum.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30
og er öllum heimilli aðgangur.
nágrannarafsböð.
Vonandi á rafvæðing á Islandi sér
lengri sögu en nú er boðuð. Hefði
stefna and-„hund”-ista verið ofan á,
og eitthvað meira yrði nú virkjað
á næstu árum, þá gæti verið vissum
erfiðleikum bundið að áikvarða hvert
mætti leggja orkulínurnar og hvar
mætti tengja þær til að koma í veg
fyrir að þær yrðu að „hundi”. Raun-
ar er þetta þegar allt komið á skjön.
Elliðaárvirkjun naut á sínum tíma
góðs af „hundi” frá Sogsvirkjun.
Síðan kom ,,hundur” frá Búrfelli
og jók við Sogsaflið. Hafnarfjörður
fétek „húnd” og hefur jafnvel stækk-
að síðan, að ekki sé talað um Suð-
urnes og Keflavík. Jafnvel fulltrúar
heimsveldisins á Miðnesheiði hafa
„hund”, og kvarta ekki. En „hund-
ur” frá Sigöldu samfara samteng-
ingum á Norðurlandi, er slíkur vbða-
legur „hundur”, að nafn hans verð-
ur haft uppi unz allt rafmagn, sem
er framleitt í landinu, hvort sem
það er nú við Dettifoss eða Þjórsá,
hefur verið samtengt í' eitt kerfi.
Þá mætti ætla að mörgum yrði
nokkur leit að sínum „hundi”.
Svarthöfði.
Tímanum barst eftirfarandi frá
tveimur af nemendum Menntaskól-
ans við Hamrahlíð, en þeir voru
meðal þeirra sem höfðu forgöngu
um skemmtanahald skólans á Hót
el Borg sl. þriðjudagskvöld og
talsverð blaðaskrif hafa orðið um.
Góðir borgarar!
Ekki er beinlínis hægt að segja,
að blaðamennska hér í borg sé
upp á bezta máta. Ekki sízt bar á
þessu á miðvikudag og fimmtudag
þegar sum dagblöðin komu með
æsandi greinar um drykkjulæti
og ærsl unglinga í miðbænum,
þegar Menntaskólinn við Hamra-
hlíð og Verzlunarskóli íslands
héldu dansleiki að Hótel Borg og
í Sigtúni. Nemendur hafi safnazt
saman fyrir utan staðinn, mjög
óánægðir yfir því að komast ekki
inn, og kalla hafi þurft út vara-
lið lögreglunnar. Eitt dagblað-
anna sagði m.a., að vegna skipu-
lagsleysis hjá M.H. hafi verið leigt
allt of lítið hús, og að nemend-
urnir, sem ekki komist inn, hafi
allir verið búnir að kaupa miða.
Við viljum byrja á því að leið
rétta þennan misskilning, þar sem
engir miðar voru seldir fyrr en
við innganginn. Sem nemendur
í MH og tveir aðstandendur
Sakfræðingafélag íslands efnir
til ráðstefnu um fangelsismál
13.—14. nóvember í Norræna hús
inu, og er ráðstefnan öllum opin.
Formaður Sakfræðingafélagsins
próf. Jónatan Þórmundsson setur
ráðstefnuna á laugardaginn klukk
an tvö, en síðan flytur Ólafur Jó-
hannesson forsætis- og dómsmála-
ráðherra ávarp. Þá talar norski
fangelsisstjórinn Helge Röstad, og
nefnist erindi hans: Fáeinir þætt-
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Þessa viku stendur yfir Pakist-
an-vika stúdenta, og er það Félag
guðfræðinema, sem stendur fyrir
henni. Guðfræðinemar safna fé
innan Háskólans, til hjálpar nauð-
stöddum í Pakistan. í Háskólann
eru nú skráðir um 1700 stúdent-
þessa dansleiks að Hótel Borg,
viljum við aðeins segja þetta:
Af hverju ræða blaðamenn ekki
við fleiri en einn aðila, þ.e.a.s.
lögregluna. Það er heldur ómerki
leg blaðamennska, sem fer fram
á þennan hátt.
Þegar við pöntuðum Hótel Borg
var okkur sagt, að við kæmum
mun fleira fólki inn í húsið en
raunin varð á. Um kl. 22 voru rúm
lega 300 manns komin í húsið, en
þá var staðnum skyndilega lokað
af húsráðendum. Hvers vegna?
Vegna þess, að húsið er ekki
skráð fyrir fleiri. Það er allt í
lagi í sjálfu sér, en hvers vegna
lofa þeir upp í ermar sér og
standa svo ekki við sitt. Gróða-
sjónarmið réð þar og ekkert ann-
að.
Við lokun hússins safnaðist óá-
nægt fólk fyrir utan og var þá
strax hringt í lögregluna til hjálp
ar. Hvað gerðist? Ekkert bar á
þeirri aðstoð fyrr en hringt hafði
verið fjórum sinnum. Var þá
langur tími um liðinn. Hefði að-
stoðin borizt strax, hefði erfiðið
ekki orðið eins mikið.
Þegar æsingar verða fyrir utan
samkomuhús er það ekld beint
róandi, að sjá hóp af lögreglu-
þjónum koma með kylfur reiddar
ir úr norskri refsiframkvæmd og
fangelsismálum. Fangelsisstj órinn
kemur hingað á vegum Norræna
hússins. Valdimar Stefánsson sak-
sóknari ríkisins flytur þessu næst
erindi: íslenzkar fangelsisstofnan-
ir. Síðan verða umræður. Á sunnu
daginn flytur sr. Jón Bjarman
fangelsisprestur erindi: Félagsleg
aðstoð við fanga, og próf. Jónat-
an Þórmundsson flytur erindi:
Inntak fangelsisvistar.
ar, og þar eru um 200 kennarar,
svo ef allir gæfu eitt hundrað
krónur í söfnunina, myndu þarna
safnast um 200 þúsund krónur.
Bænastundir eru á hverjum
morgni í Háskólakapellunni klukk
an tíu, og an.iast guðfræðinemar
þær stundir.
til höggs, enda voru þeir víst
ófáir, sem hlutu áverka.
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem nem'endur MH eru lítilsvirt-
ir af dagblöðunum og yfirvöld-
um. Eitt dagblaðanna birti á s.l.
vetri stóra grein á baksíða með
fyrirsögninni: Enginn forseti Nem
endafélags MH í vetur.
Okkar álit er, að því embætti
hafi verið gegnt með sóma af
varaforseta nemendafélagsins.
f greininni kom margt fróðlegt
fram, t.d. að félagslíf nemenda
hafi verið með lélegasta móti.
En þrátt fyrir það var félags-
lífið í blóma.
Er okkur óskiljanlegt hvemig
dagblöðin geta haldið slíku fram,
án þess að kynna sér málið hjá
viðkomandi aðilum.
Virðingarfyllst
Hjalti Jón Sveinsson
Hafsteinn Pálsson.
Nýtt jólakort
frá
Ásgrímssafni
Jólakort Ásgrímssafns þetta ár
er gert eftir olíumálverkinu úr
Mývatnssveit. Frummyndina að
þessu verki málaði Ásgrímur
Jónsson árið 1951, en málverkið
er eitt af þeim stærstu í eigu Ás-
grímssafns.
Þetta nýprentaða kort er með
íslenzkum, enskum og dönskum
texta á bakhlið, ásamt mynd af
listamanninum. Er verðinu mjög
í hóf stillt. Nokkuð af hinum fyrri
litkortum safnsins eru enn til sölu.
Ásgrímssafn hefur gert það að
venju sinni að byrja snemma sölu
jólakortanna, til hægðarauka fyrir
þá, sem langt þurfa að senda jóla-
og nýárskveðju, en Þessar litlu
eftirprentanir má telja góða land-
kynningu.
Eins og fyrr hefur verið frá sagt
er ágóði kortasölunnar notaður til
greiðslu á viðgerð og hreinsun
gamalla listaverka í safninu.
Listaverkakortin eru aðeins til
sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða-
stræti 74, og Baðstofunni Hafnar-
stræti 23, þar sem safnið er ekki
opið nema 3 daga í viku, sunnu-
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1,30 — 2.
Ráðstefna um
fangelsismál
PAKISTANVIKA STÚDENTA