Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971 TÍMINN Frá fundi FUF í Reykjavík meS forsætisráSherra Ólafi Jóhannessynl á m iðvikudagskvöldiS. (Tímamynd Gunnar) Ríkisstjdrninni mun farnast vel, ef fdlkið stendur fast saman um hana - sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á fjöluennum fundi FUF í Reykjavík EB-Reykjavík, fimmtudag. ir Ólafur Jóhannesson, forsætis róðherra, ræddi stjórnmálaviðhorf ið og stefnumál ríkisstjórnarinn- ar á mjög fjölmennum fundi, sem Félag ungra framsóknarmanna efndi til í Glaumhæ í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Að ræðu for- sætisráðherra lokinni, gafst fund armönnum tækifæri til þess að beina til hans fyrirspurnum. •k í lok ræðu sinnar, sagði for- sætisráðherra m.a. að hann teldi, að þörf hefði verið á hreytingum í íslenzku stjórnmálalífi og hann kvaðst álíta, að hin nýja ríkis- stjórn hefði skapað mikil þátta- skil nú þegar. Ef fólkið stæði fast saman um ríkisstjórnina, jafnframt því, sem það veitti henni aðhald, myndi lienni farn- ast vel. — Og ég vona, sagði forsætisráðherra, — að það verði aldrei sagt um okkur framsóknar- menn, að við værum orsökin fyrir því, að þessi ríkisstjórn hefði brostið. Hinn nýkjörni formaður Félags ungra framsóknarmanna, Þor- steinn Geirsson, setti fundinn og stjórnaði honum, en fundarritari var Alfreð Þorsteinsson. — Er Þorsteinn Geirsson setti fundinn, þakkaði hann fyrir hönd ungra framsóknarmanna í Reykjavík, Ólafi Jóhannessyni, forsætisráð- herra, fyrir þann velvilja og áhuga á starfi ungra framsóknar- manna í borginni, sem hann sýndi með því að vera gestur þeirra í kvöld. — Ég get líka fullvissað Ólaf Jóhannesson og alla aðra um það, að þótt stundum kastist í kekki milli ungra framsóknar- manna, eins og gengur, þá stönd- um við allir sem einn sameinaðir um að styðja og styrkja ríkis- stjórnina. Við höfum, frá því þessi ríkisstjórn var stofnuð, verið meðal dyggustu stuðningsmanna hennar. Og við munum, ungir framsóknarmenn um allt land. all ir sem einn, standa vörð um ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og stefnu hennar. Það er sú stjórn, som við höfum barizt fyrir, og það er sú stjórn, sem við treyst- um bezt til þeirrar endurreisnar á íslandi, sem þjóðin hefur svo lengi beðið eftir, sagði Þorsteinn Geirsson m.a. Ólafur Jóliannesson, forsætis- ráðherra, fjallaði í upphafi ræðu sinnar um landhelgismálið. Hann minnti m.a. á, að annað hefði ekki komið í ljós í málflutningi talsm. stjórnarandstöðunnar á Alþ., en að hún styddi ríkisstjórnina í land helgismálinu, að meginstefnu til og væri það mikill sigur. En þrátt fyrir það væri sigurinn ekki auð- unninn. íslendingar þyrftu að gera ráð fyrir langri og strangri bar- áttu í þessu máli. En ef við stæð um fast saman þyrfti ekki að ef- ast um úrslitin. Þjóðin væri nær undantekningarlaust einhuga í þessu máli, og þann einhug þyrfti að efla. Stefnan væri mörkuð í landhelgismálinu, og það yrði ekki hvikað frá henni. Þessu næst ræddi forsætisráð- herra m.a. að yerðbólgan hefði vaxið meira á valdatímabili frá- farandi ríkisstjórnar en áður væru dæmi um, þrátt fyrir að sú rikisstjórn hefði í upphafi valdatíma sins, sett sér það mark mið að koma í veg fyrir verð- bólguþróun í landinu. Sú ríkis- stjórn, sem nú væri við völd, setti sér ekki eins hátt markmið, hins vegar væri það markmið hennar, að verðbólgan hér á landi yrði ekki meiri en í nágrannalöndum okkar, eða þeim löndum, sem við hefðum mest viðskipti við. Það hefði aldrei verið hægt að koma í veg fyrir verðbólgu með einu pennastriki og svo yrði áfram. Það yrði að horfast í augu við staðreyndir í þessu efni sem öðr- um. Forsætisráðherra gat hinnar miklu spennu, sem ríkir nú í efnahagsmálum þjóðarinnar, hann minnti á hina gífurlegu eyðslu, viðskiptajöfnuðurinn væri óhag- stæður um hundruð milljóna króna, þrátt fyrir að gjaldeyris- jöfnuðurinn væri hagstaeður, gjald eyrisforðinn ykist. — Ég tel, að þáð Verði ekki hjá því komizt að huga að því .bráðlega, hvernig draga eigi úr þeirri þenslu sem nú er í efnahagslífi okkar. Það er eitt þeirra verkefna, sem rík- isstjórnarinnar bíður á næstunni, sagði forsætisráðherra. Þiá ræddi hann um fjárlögin 1 fyrir 1972, og minnti m.a. á, að 1 fyrrverandi ríkisstjórn ætti stór- 9 an þátt í því hversu þau væru 1 há. í þessu sambandi gat forsæt- S isráðherra kjarasamninganna við | opinbera starfsmenn, sem gerðir 1 voru á síðasta ári. Hann minnti á, jf að opinberir starfsmenn hefðu oft verði illa settir, og sjálfsagt væri að þeir fengju launabætur, en kvaðst álíta að ógætilega hefði verið að farið eins og á stóð, þeg- ar þessir samningar hefðu verið Framhald á bls. 15. 3 Arfurinn Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, ritaði síðustu þriðju- dagsgrein Tímans, og gerði „hrollvekjuna“, sem núverandi ríkisstjórn hefði fengið i arf frá viðreisnarstjórninni, að umtalsefni. Bendir Stefán m.a. á, að foringjar stjórnarandstöð- unnar fari nú um landið og reyni að telja mönnum trú um, að þeir hafi skilið vel við og allt sé í lagi í okkar efnahags- málum, þótt það sé staðreynd, að það mun kosta ríkissjóð 1.635,4 milljónir króna að halda verðstöðvuninni áfram, miðað við það verðlag, sem í landinu var, er stjómarskiptin urðu. Hinir föllnu foringjar „við- reisnarinnar" tala með mikilli vandlætingu um það, að fjár- lagafrumvarpið fyrir 1972 sé verðbólgufrumvarp og kenna hinni nýju ríkisstjórn um að svo er. Það liggur hins vegar í augum uppi, að fjárlagafram varpið, sem lagt var fram í þingbyrjun, og fór í prentun sex vikum eftir að stjómar- skiptin urðu, bera að sjálfsögðu fyrst og fremst mark fyrrver- andi stjórnar og þeirrar stjórn arstefnu sem hún fylgdi. Þrátt fyrir þriggja milljarða króna hækkun á útgjöldum rík- issjóðs er enginn afgangur til þeirra félagslegu umbóta og verklegra framkvæmda, sem hin nýja ríkisstjórn hét þjóð- inni að vinna að, er hún tók við völdum. Þó munu ýmsir út- gjaldaliðir fjárlaga eiga eftir að hækka um stórar fjárhæðir, af orsökum, sem rekja má beint eða óbeint til ákvarðana „viðreisnarstjórnarinnar“. — Þetta er sannleikurinn um hinn góða arf, sem núverandi ríkis- stjórn tók við frá hinni fyrri? Eða hver eru þá þessir miklu fjármunir, sem stjórnarandstað an er sífellt að tala um að núverandi ríkisstjórn hafi feng ið í arf? Enginn afgangur Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir mikið góðæri, þrátt fyrir miklar umframtekjur ríkis- sjóðs af gildandi tekjustofnum, þá er enginn afgangur til að framkvæma þær umbætur, sem heitið hefur verið að vinna að. Þess vegna er von að menn spyrji: Hvernig hefði þá farið, ef framleiðsla, viðskipti og við- skiptakjör, hcfðu verið í meðal- lagi eða þar um bil, fyrst nið- urstaðan er þessi á bezta árinu, sem þjóðin hefur lifað? f grein sinni tók Stefán Val- geirsson þessi atriði til um- ræðu og se.'tði síðan: „Ef þetta er ekki hrollvekja, þá veit ég ekki hvað hroll- vekia er.“ Staðreyndir Það hofur vcrið sýnt fram á það hér i Tímanum áður, hvern ig arfurinn frá viðreisninni skiptíst tölulega. Vegna kjara- samninga við opinbera starfs- menn, sem voru gerðir eftir að núgildandi fjárlög voru sam- þykkt á Alþingi, hækkar launa liður fjárlagafrumvarpsins um Framhald é hls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.