Tíminn - 12.11.1971, Blaðsíða 8
B
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971
SVIPMYNDIR
FRÁ
SJÓMANNSÆVI
Skipagatan er óvíða löng á ströndinni vestan Ilúnaflóans, og á mörg-
im bæjum fellur aldan við túnfót. Fyrstu leikbrögð ungra drengja,
em þar alast upp, fara því fram úti við sjóinn, og margir þeirra eru
‘kki gamlir þegar hafið er orðið starfsvettvangur og þangað leitað
ífsævintýra og lífsbjargar.
Gunnar Guðmundsson frá Bæ.
Frá Ströndum hafa komið, og
oma ennþá, afburða dugmiklir
jósóknarar og manndómsmenn.
--------Einn þessara manna hef
g þekkt frá æskudögum okkar
.eggja, — þegar fjaran var ennÞá
ðal athafnasviðið. Á meðan var
g hlutgengur til jafns við hann.
vo skildi leiðir. öðru hvoru um
jvina höfðum við þó rekið horn-
í hvor í annan, ekki ætíð ein-
uga, en sjaldan á mjög óvinsam-
'gan hátt.
Gunnar Guðmundsson frá Bæ
.efur verið harðfengur og athafna-
amur sjómaður og flutt þjóðar-
;úinu mikinn gjaldeyri. Og þótt
tann sé nú að mestu hættur að
Ita síldina og þorskinn, hefur
eiðigleðin ekki með öllu yfir-
. efið hann. Nú eyðir hann sumar-
ögunum við einhverja veiðiá og
akir þar yfir laxinum, sem kem-
r utan frá hafinu og stiklar móti
traumi upp flúðir og fossa.
Mikill veiðimaður?
Jú, laxinn bítur á hjá Gunnari
kki síður en öðrum.
Það sem hér fer á eftir eru ör-
íar svipmyndir frá athafnasamri
jómannsævi.
Ég fæddist að Drangsnesi við
teingrímsfjörð 12. júlí 1907.
'oreldrar mínir, Guðmundur Guð-
íundsson og Ragnheiður Hall-
órsdóttir, voru þar tómthúsfólk.
Faðir minn átti góðan árabát og
?ri honum yfir sumarið og fram
ftir hausti. Verbúðin stóð á
■rangsnesmölum um það bil miðja
egu milli forvaðans og hamarsins.
fppi á loftinu bjó fjölskyldan, og
f til vill stundum aðkomu sjó-
íenn, sem voru hásetar á bátnum,
n niðri á gólfinu var bedtt og
ert að llnunni.
Að áliðnum vetri fór faðir minn
enjulega vestur að Isafjarðar
júpi og var þar formaður, oftast
•á Bolungarvík. Þá var móðir mín
in heima með okkur krakkana á
msum aldri. Við systkinin, sem
pp komumst, vorum þrettán.
Árið 1914 keypti faðir minn
álfa jörðina Bæ á Selströnd af
ymundi Guðbrandssyni, sem þar
afði áður búið. Eymundur hafði
-erið atkvæðamaður í héraði, en
ar nú orðinn aldraður. Honum
ynntist ég dálítið, og þá á frem-
r óvenjulegan hátt.
Eg var níu ára gamall lánaður
■jmartíma norður að Litlu-Ávík
Ámeshreppi, en þar bjó þá Guð-
íundur Eymundson. Kona hans
ar Steinvör Sigurðardóttir. Hún
ar systir Sigurjóns Sigurðsson-
r, sem lengi var kaupfélagsstjóri
Hólmavík.
Aðalstarf mitt var að passa fjör-
na. En í Litlu-Ásvík var flæði-
ætt og varð því að reka féð upp,
egar fór að taka að. Þetta varð
ð gera jafnt á nótt sem degi.
arna var oft hálf draugalegt, því
ð ströndin er klettótt og úti undir
Hymunni brattar skriður og eftir
þeim mjóar götur.
Einu sinni fór ég á sjó með
Guðmundi. Við öfluðum vel, og
þegar við komum í land, var fisk-
inum kastað upp í fjöruna og svo
farið heim að borða. Þegar við kom
um aftur niður að sjónum hafði
fallið að og eitthvað af fiskinum
skolazt fram úr flæðarmálinu. Ég
hljóp út í sjóinn og var víst frem-
ur greiðhentur við að handlanga
fiskinn, því að Guðmundur segir,
„Ef það verður nokkur maður úr
þér, Gunnar, þá verður þú sjó-
maður.“ Mér líkuðu vel þessi um-
mæli, því yfirleitt var hann spar
á lofsyrði við fólk.
Seinni hluta sumarsins kom
Eymundur norður og var hjá syni
sínum um tima. Þegar hann sneri
heim aftur, var ákveðið, að ég yrði
honum samferða.
Eymundur hafði komið, einn á
lítilli áraskektu norður á Gögur,
og þar var hún geymd.
Við lögðum af stað árla morg-
uns frá Litlu-Ávík, og var þá gott
veður. Við fórum fótgangandi út á
Gjögur og settum fram skektuna og
rerum af stað suður yfir Reykjar-
fjörð og svo inn með ströndinni.
Eymundur var orðinn sjóndapur,
og er mér nær að halda, að stund-
um höfum við ekki verið langt frá
Því að steita á grunni. En veðrið
var ágætt, gamli maðurinn hressi-
legur og skorti ekki sjálfstraust,
enda gekk ferðin vel að Eyjum,
en þar gistum við um nóttina.
Morguninn eftir fórum við svo
suður yfir Bjamarfjörð, fyrir
Bjarnarneshöfða og inn að Bæ.
Stóðst það á endum, að þegar
við lentum þar í vörina, skall á
norðaustan áhlaup, með stormi og
úrfelli. Mátti því varla naumara
standa með okkar heimkomu.
Líklega mundu fáir nútímamenn,
þeir sem aldraðir eru og sjón-
dapir orðnir, láta sér koma til hug-
ar að fara á lítilli áraskektu frá
Gjögri inn til Drangsness, og hafa
ekki annan liðsafla til halds og
traust en níu ára sveinsstaula. Og
jafnvel þá mun þetta hafa verið
talið glaefraspil á haustdegi, þegar
allra veðra er von. — En Eymund-
ur Guðbrandsson var flestum öðr-
um ólíkur og lét sér fátt fyrir
brjósti brenma.
Fjárgæzla og refaeldi
í Grímsey
— Ég mun hafa verið á fimm-
tánda ári, þega<r ég var, ásamt
öðrum manmi, sendur fram í Gríms
ey til þess að annast þar fjár-
gæzlu. Féð var flutt fram á haust-
in eða fyrri part vetrar. í eyjunni
var einnig þó nokkurt refaeldi.
Enda þótt sjaldan drægi til tíð-
inda milli þessara tveggja ólíku
kynþátta, var Þó talið öruggara
að hafa gát á öllum þeirra sam-
skiptum. Oftast var þarna um
250 fjár. Beit var ágæt og var
vetrarfóðrið áætlað um það bil
einn baggi á kind og dugði í öll-
um íslausum árum.
í Grímsey var gamall bær, að
vísu hrörlegur orðinn en þó svo
vel uppistandandi að vandræða-
laust var að búa þar og hægt að
hafa nógan hita. Eina tvo vetur
var frammi með mér Guðmundur
Guðmundsson, sem stundum var
kallaður — vinnukona —. Hann
var ágætis karl, og hafði hlotið
viðurnefni sitt af því, að honum
féllu betur mörg þau störf, sem
á þeim tíma voru talin kvennaverk.
Nú hefði hann líklega verið hátt
skrifaður í rauðsokkuhreyfingunni
og getað setið fyrir svörum með
Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Ekki var nú lífið í Grímsey við-
burðaríkt nema helzt þann tíma
vetrarins, sem verið var að skjóta
refina. Eyjan er stór og undan-
komuleiðir þeirra margar. Það var
því ekki ætíð auðveldur leikur við
síðustu dýrin, og kostaði margar
kuldanætur.
Á norðurbrún eyjarinnar eru
háir hamrar með klettahillum. En
sumar þeirra vel grónar, því að
þar er talsvert af fugli, einkum
lunda. Fé sækir í ,að komast .þang-
að og getur þá,komí?t í sjálfheldu.
Einu sinni að vetrartíma hafði
gullfalleg tvævetla hlaupið niður
í svokallaða Lambahillu. Neðan
við hilluna eru að minnsta kosti
100 metra ókleifir hamrar, en klett-
urinn ofan við hana rúmlega í
brjósthæð á fullorðnum manni.
Kindin gat því ekki snúið til
baka sömu leið og hún kom. Mér
þótti illt að láta skepnuna veslast
þama upp og vildi freista þess að
ná henni. Út að hillunni var tiltölu-
lega auðvelt að komast, en þegar
ég stökk niður ætlaði ég að hand-
festa mig í grasinu, sem þarna var
mjög mikið, en stráin voru freðin
og hrukku í sundur eins og svið-
inn kveikur. Ég gat þó haft hönd
á tvævetlunni, tók hana í fang mér
og lyfti henni upp á silluna fyrir
ofan.
Hún launaði mér lífgjöfina með
svo vel útilátnu sparki í brjóstið,
að minnstu munaði að ég hrykki
fram af hamrabrúninni.
Þegar gott var veður, fórum við
stundum á selaskytterí út á fjörð-
inn. Ég lærði ungur að handfjalla
byssu.
Vanalega fórum við í land einu
sinni í viku til þess að sækja kost
og annað það, sem ofckur vanhagaði
um í útilegunni. En ef veðrátta var
erfið og illt í sjó, gátu liðið tvær
til þrjár vikur svo, að okkur var
ómögulegt að komast í land, en
fæðuskort þurfti enginn að óttast
í Grímsey, kynni hann að fara með
byssu.
Eftir að foreldrar mínir fluttust
að Bæ, reri faðir minn mörg ár
frá Drangsnesi. Hann fór þangað
inneftir á haustin eftir að heyönn-
um var lokið. Ég byrjaði ungur
að stunda sjó. Fyrst tólf ára gam-
all með Halldóri bróður mínum.
Hann reri með okkur Torfa Guð-
mundsson, sem nú er frystihús-
stjóri á Drangsnesi, og vorum við
upp á hálfan hlut hvor.
Árið eftir var ég svo háseti hjá
föður mínum og þótti þá hlut-
gengur, enda var mér í engu hlíft
á við aðra. Ég var látinn vera í
andófi og sitja í þrælasætinu.
Eitt atvik er mér minnisstætt frá
þessum fyrstu sjómennskuárum
mínum. Þetta var í september, hey-
önnum var lokið og við höfðum
farið með bátinn inn að Drangs-
nesi og ákveðinn var róður daginn
eftir. Mér leiddist heyskapurinn,
fen nú gat ég .fekki sofið fyrir á-^
huga, Nokkru áður en sá tími kom
sem venja var að ræsa til að beita,
sé ég að faðir minn rís upp úr
rúmi sínu og gengur út að glugg-
anum, sem út að firðinum sneri.
Þarna vinkrar hann fram yfir
fullbirtu. Ég beið í ofvæni. Hvers
vegna voru hásetarnir ekki ræstir
og farið að beita?
Þegar leið á morguninn klædd-
ist faðir minn og gekk út, kom
svo eftir skamma stund aftur og
kvaðst ætla heim að Bæ. Þótt
heyskap teldist lokið, var eftir að
slá útskæfur í túninu og til þess
átti að nota daginn.
Þegar við komum út á Malar-
hornið, stönzuðum við stundarkom
og sáum þá hvar Ari Magnússon
sigldi fram til að leggja línuna.
Ég gat ómögulega fellt mig við
að við skyldum sitja í landi í góðu
veðri, ekki sízt þegar aðrir reru,
og fór að jagast um þetta.
„Það má vel vera, að veðrið
verði gott í dag. En ég hef ekki
trú á því“, sagði faðir minn.
Þegar við vorum komnir lang-
leiðina út að Bæ, skall skyndilega
á suðvestan afspyrnurok. Stund-
um kallað síðan Ararokið og til
þess vitnað. En Ari Magnússon,
sem lagt hafði línuna, fékk ekki
við neitt ráðið. Mótorbáturinn Geir
frá Hólmavík, á honum var for-
maður Hjalti Steingrímsson, var að
vitja um síldarnet úti á firði.
Hann kom Ara til aðstoðar, tók
mennina um borð til sín og bátinn
í slef. Hann slitnaði þó fljótlega
aftan úr og rak nokkrum dögum
seinna norður á Nesströnd, lítið
brotinn.
— Hvernig faðir minn gat séð
fyrir þessi veðrabrigði, kann ég
ekki frá að segja.
Sumarið sem ég varð átján ára
byrjaði ég að róa við annan mann
á litlum bát er Skalli hét. Háseti
hjá mér var Sigurður Arngríms-
son, sem nú er bóndi á Klúku í
Bjarnarfirði.
Um haustið fól faðir minn mér
formennsku á Víkingi, árabát þeim,
sem hann hafði áður róið. Sjálfur
var hann í landi.
Hásetar mínir þetta haust voru
Sigurður Arngrímsson, Jóhann
Kristmundsson frá Goðdal og Gísli
Loftsson, allir sveitungar mínir.
Auk þeirra tveir aðkomumenn,
Óskar Jónsson og Magnús Nordal.
Ég held þeir séu nú bifreiðarstjór-
ar. Ennþá. taldist ég viruuimaður
hjá föður> mínum, en fyrir for-
mennskuna átti ég að fá hálfan
hausthlutinn. Urðu það eitt þús-
und krónur. Jafnmikla peninga
hafði ég aldrei áður haft til um-
ráða, enda talsvert hægt að gera
fyrir þá upphæð á þeim dögum.
Ég lærði ungur að handleika
byssu, enda faðir minn og eldri
bræður skotmenn ágætir. Þá var
það venja að elta hlauparefi eða
liggja fyrir þeim við holu, Þegar
kom fram á vetur.
Flestum er víst tamt að segja
veiðisögur, sem leiða í ljós færni
þeirra sem veiðimanna. Þessi saga
mín verður þó varla talin mér til
gildis, hvað það snertir.
Ég mun hafa verið á átjánda
árinu. Þá fór ég einu sinni sem
oftar snemma morguns norður á
Nesbrún.
Vfeðrið var gott, nýfallin snjór
og gott að rekja slóðir. Þegar ég
kem norður á Tófuhjalla, verð ég
var við för og fylgi þeim eftir að
urðargjótu. Þar hafði tófan skrið-
ið inn. Eg sá að eina ráðið til þess
að eiga einhverja veiðivon var að
liggja við holuna og bíða fram
undir rökkur, en þar sem ég var
illa búinn fór ég niður að Kaldrana
nesi og fékk lánuð skjólföt. Þegar
ég sneri upp eftir aftur var kom-
inn kulda strekkingur austan. og
skafrenningsfjúk. Ég lét það samt
ekki á mig fá, en lagðist ofan við
urðina þar sem ég taldi hæfilegt
skotfæri, ef tófan kæmi út nærri
þeim stað, sem slóð hennar lá inn
í grenið.
Rétt í rökkurbyrjun kemur út
úr holunni hvítur refur, stór og
fallegur. Ég læt skotið fara. Ref-
urinn hoppar og hringsnýst á
skafli utan við gjótuna, og mér sýn-
ist að undan honum séu báðir fram
fæturnir. Alít ég að hann sé svo
særður, að ég geti auðveldlega náð
honum með höndunum. Ég hleyp
af stað, en er þá orðinn svo stirður,
að ég kallsteypist hvað eftir ann-
að. Þó kemst ég svo nærri tófunni,
Framhald á bls. 14