Tíminn - 13.11.1971, Síða 1

Tíminn - 13.11.1971, Síða 1
259. tbl. — Laugardagur 13. nóvember 1971 — _______________________________________55. árg. Viö erum hræddari við ásóknina í ungfiskinn en lækkandi sjávarhita Segir Ingvar Hallgrímsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunarinnar Stefán Jónsson gefur blóS í 51. sinn. ÞaS er Halla Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarkona, sem sér um, aS allt gangi vel. (Tímamynd Gunnar). Einn hefur gefiö 25 lítra af blóöi Stefán Jónsson, Stokkseyri, heiðraður er hann gaf blóð í 51. skipti Bátar til Indlands á næstunni EJ—Reykjavík, föstudag. Bátamir tveir, sem Bátalón samdi um smíði á við iud- verska kaupendur, verða vænt anlega afhentir í næstu viku. Verða þeir þá búnir nýtízku tækjum og veiðarfærabúnaði. Blaðið hafði í dag samband við Þorberg Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Bátalóns, og sagði hann að þessir tveir þát ar, sem hvor um sig er 70 rúm- lestir, yrðu afhentir í Hafnar- firði. íslendingar myndu vænt anlega sigla þeim til Hamborg ar, en þaðan muni ætlunin að flytja þá á flutningaprömm- um. Bátarnir eru búnir mjög fullkomnum tækjum, og mun ætlunin, að íslendingar annist stjóm þeirra til að byrja með syðra og kenni Indverjum notk un þeirra. Sjónvarps- sendingar með míkróbylgjum hér á landi ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Nú um skeið hefur Landssími íslands verið með mælingar á svokölluðum mifcróbylgjum. — Tilgangur þessara mælinga, er að ákveða útfærslu á nokkmm leiðum, sem er lengri, en venja er að hafa mikróbylgju leiðir. Sæmundur Óskarsson, yfir- verkfræðingur hjá Landsíman- um, tjáði blaðimu í dag, að þeg- ar þar að kæmi, yrði þessar bylgjur notaðar fyrir sjónvarp og síma. Þær kæmu til viðbótar og að nokkm leyti í staðinn fyrir núverandi últrastuttbylgju samband. Ef þessar tilraunir takast vel, má búast við bætt- nm skilyrðum sjónvarpsend- inga, og era það sérstaklega myndgæðin, sem koma til með að batna, og ömggara samband verður um leið þar sem þess- ar stöðvar útvarpa ekki, heldur eru Þetta lokaðar leiðir, þannig að dagskráin verður flutt um þessar rásir til aðalstöðvanna, sem síðan senda þær út á sama hátt og þær gera núna. Ems og er, þá endurvarpa sjónvarpsstöðvarnar, taka við merki einnar stöðvar og endur- varpa því síðan, en þannig verð ur það ekki með aðalstöðvarn- ar síðar. Þá verða það bara smærri stöðvamar, sem endur- varpa. Aðspurður um, hve langan tíma þessar athuganir tækju, sagði Sæmundur, — að unnið yrði að þeim fram á vor, og í vetur yrði unnið að Vestmanma- eyjasambandinu. Þær mælingar myndu jafnvel standa fram á Eramhald á bls. 14 SB—Reykjavík, föstudag. Réttmætt er að fögur fljóð, fullum glösum lyfti, er fært ég hef þeim fórnarblóð í fimmtugasta skipti. Þannig kvað Stefán Jónsson, Sjónarhóli, Stokkseyri, er hann heimsótti Blóðbankann í Reykja- vik, til að gefa blóð í 50. sinn. í dag kom hann svo í Blóðbank- ann í 51. sinn og við það tækifæri var hann hciðraður með gjöfum frá Stjúrnarnefnd Ríkisspítalauna og Rauða krossinum. Stefán sagði í dag, að hann hefði fyrst gefið blóð árið 1958 og kæmi alltaf á þriggja mánaða fresti. — Nei, það er ekkert sér- stakt í mér blóðið, sagði hann. — Þetta er bara venjulegur A-flokk- ur, en það fer sjaldan niður fyrir 110%. Síðan lagðist Stefán á bckkinn í 51. sinn og Halla Snæbjörnsdótt- ir, hjúkrunarkona, sem starfað hef ur í blóðbankanum í fjölda ára, losaði Stefán við 400 gr. af blóði. Það tók aðeins stutta stund, og áður en hann fór niður af bekkn- um aftur, drakk hann glas af ávaxtasafa. Halla sagði, að blóð- gjafar fengju að drekka hjá þeirn 400 gr. af ávaxtasafa til að vinna upp vökvatapið og síðan kaffi á eftir og væru þá flestir orðnir jafngóðir. Að þessu loknu, fór fram smá athöfn í skrifstofu Guðmundar Þórðarsonar læknis „bankastjóra" Blóðbankans. í ávarpi sagði Guð- mundur m.a. að síðan Blóðbank- inn hefði verið stofnaður árið 1953, hefðu þar verið teknir 55.784 skammtar af blóði úr sjálfboðlið- um. Enginn hefði þó komizt ná- Framrald á bls. 14. ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Eins og komið hefur fram í fréttum, hafa rússneskir og brezk- ir fiskifræðingar spáð lækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi og um leið minnkandi fiskigöngum. í þessu sambandi leituðum við til Ingvars Hallgrímssonar fiski- fræðings og forstöðumanns Haf- rannsóknastofnunarinnar, og spurðum hann um álit íslenzkra fiskifræðinga á þessu mikilsverða máli. Það kom fram í svari Ing- vars, að íslenzkir fiskifræðingar em hræddari idð ásóknina á mið- in, en lækkandi sjávarhita á næstu árum, enda eru hitabreytingarn- ar mjög hægfara. Ingvar sagði m.a., að erlendu fiskifræðingarnir segðu kannski nokkuð mikið, en það væri stað- reynd, að sú hlýindaaukning, sem orðið hefur í hafinu hefur leitt til þess, að hrygningarsvæði þorsks ins hafa færzt norðar, en áður var, og kólnaði aftur, mætti hugsa sér, að hrygningasvæðið færðist aftur sunnar. — Ég vil taka það fram, sagði Ingvar, að þetta eru mjög hæg- fara breytingar, og við eram miklu hræddari við hina geigvæn- legu sókn, sem er á fiskimið á Atlantshafinu. Til dæmis má nefna, að þorskur, sem er fædd- ur 1964 við Atlantshafsströnd Bandaríkjanna og Kanada, virt- ist vera í þó nokkuð miklum mæli við þessar strendur, þegar hann var tveggja ára, þ.e. órið 1966. Árið 1969, þegar þorskurinn var orðinn 5 ára, var hann svo tfl. honfinn, og ekki stafaði það af Framhald á bls. 14 Fá síldina bæði hér við land og í Norðursjó ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Nokkrir bátar fengu dágóðan afla á síldarmiðunum í Meðallands bug í gær, en í dag mun veiðin hafa verið lítil sem engin. Ólafur Sigurðsson fékk á þessum slóðum 130 tonn, ísleifur 4. fékk 25 tonn og Skarðsvík 20 tonn, þá var vit- að um nokkra Vestmannaeyjabáta, sem fengið höfðu smá slatta. Af Norðursjávarbátum er það helzt að frétta að Fífill GK hafði fengið 2000 kassa og Sveinn Sveinbjörnsson NK var með kast á síðunni, og var það meira en nóg í kassana.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.