Tíminn - 13.11.1971, Síða 3

Tíminn - 13.11.1971, Síða 3
MUGARDAGUR 13. nóvember 1971 TÍMINN Eigendur Véitaks, f.v. Kristinn Grímsson, Guðbjartur Einarsson og Haukur Júlíusson, á lóð borgarinnar við Ártúnshöfða, þar som asfaltgeymarnir eiga að rísa. (Tímamynd Gunnar) SAMIÐ UM SMÍÐI ASFALT- GEYMA Á ÁRTÚNSHÖFÐA Merkjasölu- dagur blindravina- félagsins á sunnudag FB—Reykjavík, fimmtudag. Á sunnudaginn, 14. nóvember, er hinn árlegi fjáröflunardagur Blindrafélagsins. Þann dag munu böm bjóða merki félagsins — lýsislampann — og væntir félagið þ&ss, að börnunum verði vel tek- ið. Verð hvers merkis er 25 krón- nr. Allur ágóði af merkjasölunni rennur til nýbyggingar félagsins á horni Hamrahlíðar og Stakka- hlíðar, en þar hefur verið reist stórt og mikið hús, sem miklar vonir eru bundnar við. Smíði húss ins hófst árið 1968, og hillir nú undir lokaáfangann. Byggingin er nú að mestu fullgerð að utan og múrhúðun og hleðsla milliveggja innanhúss að byrja. Enn vantar mikið fjármagn til að Ijúka hús- inu. Á tveimur efri hæðum þess verða fjölskyldu- og einstaklings fbúðir, 4 þriggja herbergja íbúðir, 8 einstaklingsíbúðir og 4 einstak- lingsherbergi til afnota fyrir blint fólk í húsakynnum félagsins við Hamrahlíð. í kjallara og á fyrstu hæð hússins verður margvísleg starf- semi fyrir hina blindu. Einnig hefur því opinbera verið boðið af not að húsnæði fyrir blindraskóla og heimavist blindra barna í hús- inu. Sýna í SUM salnum SJ—Reykjavík, föstudag. Á morgun kl. 4 síðdegis opna Magnús Pálsson og Arnar Her- bertsson myndlistarsýningu í Gall- erí SÚM, Vatnsstíg 3b. Magnús sýnir skúlptúr, „Tvær gagnvirk- ar seríur af hundurn", gerðar úr gipssteypu og heyi. Arnar sýnir 25 grafíkmyndir og 8 teikningar, sem voru á farand- sýningu á Norðurlöndum á síð- ssta ári. öll verkin eru til sölu og kost- ar hver hundur Magnúsar 8.000 kr., teikningar Arnars kosta 10.000 þyer, en grafík myndimar 4.500. Sýningin verður opin í hálfan mánuð, til 28. nóv., kl. 4—10 dag- lega. (Myndin er af listamönn- unum). EJ—Reykjavík, föstudag. í dag var undirritaður samn- ingur milli Véltaks hf. og borg- arinnar um smíði asfalt-geymanna tveggja, sem reisa á fyrir Malbik- unarstöð Reykjavíkur við Ártúns- höfða. Geymamir eiga að komast í gagnið á næsta sumri, ,og,,kost- ar smíði og uppsetning þeirra tæp- ar 12 milljónir króna saimkvæmt verkisamningnum. Blaðið haifði í dag samband við Guðbjart Einarsson, aðaleig- anda Véltaks hf., og spurði hann um verkið og fyrirtækið. — Þessir tveir asfalt-geymar eru hvor um sig 3600 rúmmetrar. Smíði þeirra hefst nú þegar, og geymarnir eiga að vera tilbúnir 15. apríl næstkomandi til einangr- unar, og fullgerðir í júní mán- uði, sagði Guðbjartur. — Er ekki Véltak tiltölulega nýtt fyrirtæki? — Véltak var stofnað fyrir rúmu einu ári, en nú nýver- ið hafa að hluta til orðið eigenda skipti, þar sem tveir núverandi starfsmenn fyrirtækisins keyptu hluta tveggja fyrrverandi hlut- hafa. Eigendur fyrirtækisins eru þannig í dag allir starfsmenn þess. — Hvað em starfsmennirnir margir? — í upphafi var ég eini starfs- maðurinn ásamt lærlingi, en í dag eru starfsmennirir átta. Hins vegar er allt útlit fyrir, að ég þurfi að hafa um 15 starfsmenn í vetur vegna þessa verks og annarra. — Ilefur verið erfitt að byggja fyrirtækið upp á svo iskömmum tíma? — Jú, að sjálf'so'gðu hefur það verið erfitt, ekki sízt vegna þess hversu stofnkostnaðurinn vegna kaupa á vélum og tækjum er mik- ill. Og verkefnin hafa breytzt nokkuð frá því sem upphaflega var. Þá stundaði fyrirtækið aðal- lega viðgerðir á smávélum ýmis- konar, en nú einbeitum við okk- Ljósmæðrafélag Islands liélt fjölmennan félagsfund þann 27. sept. 1971 að Hótel Esju. Fund- inn sátu nær 90 ljósmæður. Fund ur hófst með því, að formaður, Steinunn Finnbogadóttir, ávarp- aði hinar nýútskrifuðu ljósmæð- ur frá Ljósmæðraskóla ísland.s, sem voru sérstaklega boðnar á fundinn. Stjórnin hafið sent heilbrigðis- málaráðherra bréf varðandi þá ósk félagsins, að ljósmæðrum frá ur meira að járnsmíði og öðrum viðgerðum. — Hyggist þið sérhæfa ykkur í einhverjum þætti járnsmíða? — Það er auðvitað mjög æski- legt, að fyrirtæki geti sérhæft sig, en þróunin hefur yfirleitt orð ið sú, að ef eitthvert fyrirtæki séi-hæíif sig ’ í eihhverri grein og gengur vel, þá koma mörg sams konar fyrirtæki upp, og af- raksturinn verður því lélegri en ella. Sérhæfing er því mjög erfið hér á landi, a.m.k. á meðan ekki er farið eftir einhverri heildar- áætlun í þeim efnum, — sagði Guðbjartur að lokum. Ljósmæðraskóla Islands gæfist kostur á viðbótarnámi, er veitti þeim að því loknu réttindi til hjúkrunarstarfa og taldi, að þetta gæti verið einn þáttur í lausn á hinum tilfinnanlega hjúkrunar- kvennaskorti og jafnframt æski- leg nýting á sérþekkingu þeirra ijósmæðra, sem engan kost eiga á störfum, sem byggjast á námi þeirra. Þetta mundi einnig stuðla að því, að þær Ijósmæður, sem nú gegna með fullri ábyrgð störfum hjúkrunarkvenna á sjúkrastofun- um gætu að fengnu viðbótarnámi öðlast jafnrétti til launa fyrir störf sín. Þessari málaleitan fé- lagsins var mjög vel tekið af heil- brigðismálaráðherra og könnun á þessurn möguleikum hófst þá strax á vegum ráðuneytisins. Fundurinn samþykkti einróma svohljóðandi tillögu: „Almennur félagsfundur í Ljós- mæðrafélagi íslands haldinn þann 27. sept 1971 að Hótel Esju, lýsir vanþóknun sinni á þeirri ákvörð- un samninganefndar ríkisins, að neita að fallast á sjálfsagða leið- réttingu á stigagjöf þeirri, sem lögð var til grundvallar við skip- un ljósmæðra í launaflokk og bor- in var fram af Kjararáði B.S.R.B Lítur fundurinn svo á, að með þessari neitun hafi nefndin reynzt sjálfri sér ósamkvæm, ef miðað er við mat hennar á öðrum starfs- hópum. MENNTUN OG LAUNA- MÁL LJÓSMÆÐRA 3 “I AVIÐA W®i IViðreisnararfuriira Ingvar Gíslason, alþingis- maður, á viðtal við Dag á Ak- ureyri 10. nóv. og ræðir þá m. a. fjárlagagerðina. Greinir hann frá þeirri útgjaldahækk- un, sem núverandi ríkisstjórn hafi fengið í arf frá „viðreisn- arstjórninni* og þeim erfið- leikum, sem við er að etja þrátt fyrir mikið góðæri til lands og sjávar. „En góðærið til lands og sjávar hlýtur að auðvelda af- greiðslu fjárlaganna?" Þessari spurningu Dags svar- ar Ingvar Gíslason með þess- n morðum: „Jú, í sjálfu sér er það rétt En það hlýtur að vekja manni ugg, að þrátt fyrir ágætt ár og gott atvinnuástand í heild, þá er arfurinn frá óstjómartíma íhaldsins slíkur, að verðbólgu- ófreskjan er nærri óseðjandi. Þessari gráðugu ófreskju verð- um við að fóma miklum fúlg- um fjár í beinum framlögum, eins og niðurgreiðslumar sýna, og það er anzi hætt við, að það komi niður á fram- kvæmdum og framfömm í fé- lags -og mcnningarmálum, ef ekki er sérstaklega að gert. Ég er þeirrar skoðunar, að enn um sinn séu niðurgreiðslurnar óhjákvæmilegar. Það er að vísu baggi, sem fráfarandi rík- isstjóm hefur bundið okkur, en við getum ekki vænzt þess að létta þessari byrði af ríkis- sjóði í einu vettfangi. Hins veg- ar verðum við að leitast við að minnka smám saman þessa erfiðu byrði. En það mun taka sinn tíma." Hjá nýrri fjáröflun ríkissjóðs verður ekki komizt Og Dagur minnir á, að rík- isstjórnin hafi heitið því að hrinda í framkvæmd víðtækri umbótastefnuskrá og spyr síð- an: Getur það gerzt án mikils fjármagns? Þessu svarar Ingvar svohljóð andi: „Nei, að sjálfsögðu ekki. Umbótastefnuskrá ríkisstjóm- Iar Ólafs Jóhannessonar krefst fjármagns. Það verður því ekki hjá því komizt að gera full- nægjandi ráðstafanir til fjár- öflunar. M.a. verður að auka svo tekjur ríkissjóðs, að hann rísi undir öðru og fleira en því að greiða niður verðbólgu og dýrtíð frá tímum Magnúsar Jónssonar og Gylfa Þ. Gísla- sonar og annarra, sem mestan þátt eiga í mislukkaðri stjórn- arstefnu síðustu 12 ára. Það er ekki ætlun okkar, sem stönd- um að þessari ríkisstjórn, að láta óstjórnarbyrðar frá fyrri tíð skammta okkur fé til fram- kvæmda og framfara." TK > '■rasaasje SAMVINNUBANKINN

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.