Tíminn - 13.11.1971, Síða 7
iApGARDAGUR 13. nóvcmbcr 1971
TÍMINN
7
Snjórinn
setur allt
ur skorðum
» P y •
a öpam
NTB—Madrid, föstudag.
Norðurhéruð Spánar voru i dag
alþakin snjó og víða komst frost-
Cð niður í 15 stig. Mörg þorp hafa
iinangrazt vegna snjávarins, sem
sums staðar er í metra háum
sköflum. f ferðamannabænum
Malaga var í dag 10 stiga frost.
Símakerfið fór allt úr skorðum
á Norður-Spáni vegna frostsins, og
flestum fjallvegum var lokað.
Mörg smáþorp hafa einangrazt,
bifreiðir oltið, lestir farið út af
sporinu og á einum fjallveginum
ultu tvær stórar skurðgröfur.
Spánskir veðurfræðingar segja,
að sem betur fer, líti ekki út fyr-
ir, að þetta vetrarveður verði nema
fáa daga.
Aðgerðir Nixons:
Annar þáttur
hefst í dag
NTB—Washington, föstudag.
Eanpgjalds- og verðstöðvun-
huú, sem gilt hcfur í 3 mánuði í
Bandaríkjunum, verður aflétt á
morgun. í staðinn kemur strangt
eftirBt með launum og verðlagi,
sem verkalýðshreyfingin hefur
gagnrýnt harðlega.
í öðrum áfanga aðgerða Nil-
ons, ta að rétta við efnahag Banda-
rikjamia, er ekki gert ráð fyrir,
að grunnlaun megi hækka
meira en nm 5,5% á ári og verð-
lag ekki nema um 2,5%.
Verkalýðsfélögin eru óánægð
með, að eftir 90 daga algjöra verð-
lags- og kaupgjaldsstöðvun, skuli
ekki leyft að hækka kaupgjaldið
verulega. Ljóst er, að stjórnin
verður að hafa samstarf við verka
lýðshreyfinguna, ef hið stranga eft-
irlit á að gera sitt gagn.
í næstu viku koma landssam-
Sök verkalýðsfélaga í Bandarikj-
unum saman til ársþings síns í
Miami, en í landssamtökunum eru
um 14 milljónir manna. Á þing-
inu mun væntanlega verða tekin
afstaða til aðgerða rikisstjórnar-
innar.
35% gengis-
felling
NTB—Saig'on, föstudag.
Nguyen van Thieu, forseti S-
Víetnam hefur í hyggju að fella
gjaldmiðil landsins um 35% á
mánudaginn. Einnig er búizt við,
að hann muni boða róttækar efna-
hagsaðgerðir, m.a. auína skatta og
hækkað matvöruvcrð.
Aögerðir þessar eru liður í
áætlun um að gera landinu kleift
að ráða efnahag sínum sjálft. og
geta verið án efnahagsaðstoðar
frá Bandaríkjunum.
Hér má sjá hvernig braut Mariners 9. um Mars verður. Afstaðan til hinna tveggja fylgihnattanna er
greinileg.
Mariner 9. íer inn á
Marsbraut sína í kvöld
SB—Reykjavík, föstudag.
Bandaríska Mars-farið Mar-
iner 9. fer annað kvöld ijm á
braut sína um reikistjörnuna
Mars og verður þar með þriðji
fylgilmöttur hennar. Maiiner
verður í að minnsta kosti S
mánuði við margháttaðar ranu-
sóknir sínar. Rússar hafa sent
Mars 2. og 3. áleiðis til Mars,
eu enginn veit, hvað hefur orð
ið um þá, að minnsta kosti ekki
utan Sovétríkjanna.
Líklegast er talið, að Rúss-
ar hafi tapað sambandi við
Mars — för sín og slíkt hefur
reyndar komið fyrir Banda-
rikjamenn líka. Mars 8. hafði
ekki samband við jörðu, nema
fyrstu sekúndurnar eftir skot-
ið.
Mariner 4. fór fram hjá
Mars um mitt árið 1965. Ár-
angurinn varð 21 stórkostleg
nærmynd úr nokkurra tuga
þúsunda km. fjarlægð. Fjórum
áruni síðar fóru bæði Mariner
6. og Mariner 7. framhjá Mars
í enn minni fjarlægð. Þá feng-
ust uni' 200 myndir. Nú ei‘“|ert
ráð fyrir hvorki meira né minna
en 5000 myndum úr allú a'ði
1500 km. fjarlægð. Búizt er
við, að Mariner 9. afli 15 sinn-
um meiri upplýsinga af ýmsu
tagi, en Mariner 6. og 7. til
samans. Það er hann, sem verð
ur fyrstur til að gera í-annsókn
ir þær, sem miðast að því að
finna, hvort líf geti verið á
Mars.
Fram til þessa hafa sárafáir
geimvísindamenn ímyndað sér,
að líf finnist á Mars. Sé ekki
svo, er jörðin eina plánetan í
okkar sólkerfi, sem er með
lífi.
Það, sem hefur sézt af
Mars, cr ekki ósvipað tungl-
inu. Þar sjást björg og sléttur,
en þó er munur, sem sé sá,
að landslagið á Mars virðist
eins og það sé veðrað og slitið
á allt annan hátt en á tunglinu.
Á tunglinu veðrast ekki lands
lagio, par sem ekkert andrúms
loft er þar. En Mars-hefur and-
rúmsloft, sem er þó mjög
þunnt í samanburði við and-
rúmsloft jarðar. En það virð-
ist þó nógu þykkt til að slíta
landslaginu. Þaö er meira að
segja stundum hvasst á Mars.
Þar eru einnig árstíðarskipti,
en engar skýringar eru til á
því fyrirbrigði. Áður var talið,
að það væri sönnun um líf, en
nú er enginn viss lengur.
Miklar vonir eru bundnar
við Mariner 9. sem á morgun
mun hefja rannsóknir sínar á
braut um Mars. En hinir tveir
fylgihnettimir Deimos og Pho-
bos geta ef til vill valdið Mar-
iner einhverjum vandræðum.
Kínverska nefndin
taka það rólega í
NTB—New York, föstudag.
Sendinefnd Kina mun taka sæti
sitt á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna á mánudagiiui. Formað-
ur nefndarinnar, Chi.ao Kuan-Hua,
aðstoðarutanríkisráðlierra Kína,
sagði í dag, a‘ð störf nefndariim-
ar yrðu ekki sérlega þýðingar-
mikil til að byrja með.
Chiao ræddi í dag, við forseta
allsherjarþingsins, Adam Malik
frá Indónesíu og sagði Chiao með-
al annars, að það væri heppilegt,
að kínverska nefndin þyrfti ekki
að sækja neina fundi fyrr en á
mánudaginn.
— Við erum svo ókunnugir
þessu öllu ennþá, sagði hann —
og þess vegna getur verið, að við
verðum ekki fullstarfhæfir alveg
Chiao ræddi við Malik í hálfa
klukkustund og Huang-Ilua, fasta-
fulltrúi var einnig riðstaddur, Þeir
töluðu báðir kínversku, en kín-
verskar stúlkur túlkuðu.
Sendinefndin hefur enn ekki af-
hent trúnaðarbréf sín, en það ger-
ist væntanlega á mánudaginn, er
nefndarmenn heimsækja U Thant
á sjúkrahúsið, þar sem hann ligg-
ur með magasár.
NTB—Londonderry, föstudag.
frski lýðveldislierinn (HIA) kom
í dag í veg fyrir að ung stúlka
yrði tjörguð fyrir að hafa farið
út með brezkum hermanni. Það
var hópur kvenna, scm liafði hand
sama stúlkiuia, og ætluðu að fara
að klippa af hcnni hárið, þegar
TRA kom á vettvang.
Hefðu konurnar komið áformi
sínu í framkvæmd, væri þelta
hyggst
fyrstu
Kínverska Sendinefndin verður
fyrstu gestirnir sem koma til U
Thants á sjúkrahúsið, auk fjöl-
skyldu hans. Fregnir herma, að
hann sé nú á batavegi.
fjórða stúlkan, sem hefur sætt
þessari meðferð af hálfu kvenn-
anna.
írski lýðveldisherinn lét síðan
það boð út ganga, að hver sá, sem
gerði sig sekan um slíkt athæfi
í nafni IRA fengi harða refsingu,
en margir hafa talið, að IRA
stæði að baki ofsóknunum á hend-
ur stúlkunum.
Lýðveldisherinn bjargaði
ungri stúlku frá tjörgun
Hong-Kong
inflúensa
í Evrópu
NTB—Genf, föstudag.
Alþjóða heilbrigðismálastcfnun-
in í Genf, upplýsti í dag, að mik-
ill inflúensufaraldur geisáði nú í
Austur-Evrópu og væri á leið vest-
ur yfir. Gert er ráð fyrir, að far-
aldurinn verði kominn til V-Evr-
ópu innan fárra daga.
Heilbrigðisyfirvöld í Búlgaríu,
Tékkóslóvakíu, Ungverjplandi og
Rúmeníu hafa tilkynnt, að þar sé
veikin all útbreidd. Einnjg hefur
inflúensunnar orðið vart á Spáni.
Ekki er þess getið, að neinn hafi
lá'tizt af völdum hennar.
Inflúensa þessi orsakast af veiru,
sem kölluð hefur verið A-2 Hong-
Kong. Veira þessi kom fyrst til
V-Evrópu árið 1968.
Pakistanir
fljúgja yfir
Indland
i
NTB—Nýju-Dehli, föstudag.
Hermenn Indverja og Pakistana
standa í vígstöðu sín hvoru meg-
in við landamæri landanna. öðru
hverju heyrast skothvellir, meðan
flóttamcnn frá A-Pakistan reyna
að skjótast í skjól á indversku
Iandi.
Talsmaður indverska varnar-
miálaráðuneytisins sagði i dag, að
þrjár pakistanskar flugvélar hefðu
farið inn yfir indverskt yfirráða-
svæði í Kashmír-héraöi í dag.
Reynt var að skjóta á eina flug-
vélanna, en ekki er þess getið,
að hún liafi verið hæfð.
Indira kemur
heim í dag
NTB—Nýju Dehli, föstudag.
Indira Ghandi forsætisráðherra
Indlands kemur heim úr þriggja
vikna ferðalagi sínu til Vestar-
landa á morgun og er þá búizt við
að hún geri einhverjar ráðstaf-
anir vegna ástandsins á Iandamær-
unum við Pakistan. Hún heldur
strax fund með ráðgjöfum sínum
og kynnir sér ástandið.
Indverska þingið kemur saman
á mánudaginn, og þá er gert ráð
fyrir, að forsætisráðherrann muni
gera grein fyrir ástandinu.
Ástæða er til að ætla, að ind-
verska stjórnin hafi uppi áætlan-
ir um að grípa til hernaðarástands
og flogiö hefur fyrir, a'ð Indland
muni viðurkenna uppreisnarstjóm
ina í Bangla Desh bráðlega. Sú
stjórn stefnir að því, að Austur-
Pakistan losni frá V-Pakistan.
Á blaðamannafundi í Bonn í
dag, sagði frú Ghandi, að íerðalag
hennar hefði enga þýðingu, þeg-
ar um væri að ræða, að komá í
veg fyrir slyrjöld milli landanna.
— Það er ástandið á landamærun-
um, scm allt veltur á, sagði frúin.