Tíminn - 21.11.1971, Page 10

Tíminn - 21.11.1971, Page 10
TÍMINN ■] SUNNUDAGUR 21, nóvcmber 19U • • SíSustu ár hefur áhugi manna hdr á landi á land- græ'ðslu og náttúruvernd auk- iz± mjög. Um slík mál hefur verið fjallað á ráðstefnum og nokkuð hefur verið fram- kvæmt, þótt mikið vanti á ef stemma á stigu við stöðugum uppblástri landsins og sívax- andi mengun í heiminum allt í kringum okkur. Rá'ðandi stjóm hefur lýst því, yfir, að eiitt þeirra mála, sem hún hygg ist leggja höfuðáherzlu á, sé gerð heildaráætlunar um al- hliða landgræðslu og skipulega nýtingu landsgæða. Tíminn hef Hr snúið sér til nokkurra manna, sem að þessum málum starfa, og beðið þá að skýra finá hugmyndum sínum um hvemig slík áætlun ætti a'ð verða og framkvæmd hennar. Sko'ðanir þeirra á þessu munu birtast í bla'ðinu á næstunni. .Sá tfyrsti þessara manna seg- ir álit sitt á málinu hér á eft- rr. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur, sem starfar hjá Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. í stefnuyfirlýsingu núver- andi ríkisstjórnar er meðal annai's vikið.jað því, að hún hyggist leggja höfu'ðáherzlu á að gera heildaráætlun um al- hliða landg&Öslu og að mér skilst að skipuleggja nýtingu landsgæða. Fyrri þáttur þessa máls fell- ur undir verksvið Landgræðslu ríkisins og hefur landgræðslu- stjóri hingaö' til skipulagt upp- græðslustarfið með því að ráð- ast í þau svæði, sem helzt eru að blása. Þéssi stefna er eðlileg \ og henni hlýtur að verða fylgt í framtíðinni, þannig að smám saman verði öll uppblásturs- svæðin friðuð og á ýmsan hátt unnið að þvf, að hið blásna land hyljist gróðri. Landgræðslunni er aði tak- ast að friða helztu uppblásturs- svæðin, og þegar friðunartak- markinu er náð felst mikið starf í því að vinna að endur- græðslu þess lands, sem ligg- ur innan girðinganná. Sjálf græðslan er tímafrek, en á margan hátt má örva upp- græðsluna. í aðalatriðum eru þær aðferðir kunnar, sem beita þarf hverju sinni, en gildi þeirra þarf að kanna við hina ýmsu staðhætti. Það er svo matsatriði hve ör þessi upp græðsla þarf að vera, eða hve fljótt þetta land þarf að kom- ast í gagnið til afnota fyrir íslenzkan landbúnað. Sérhver einstaklingar verSi meðvitandi um miki’vægi Ia.<dgræ5slu Utan hinna stóru uppþlást- urssvæða er land víða að spill- og gróður og jarðvegur að eyð ast, pótt í minna mæli sé. Þessi svæði liggja svo dreift um landið, að þau eru sem slit- ur eða möskvar í gróðuráþreið unni og vcrður ekki við gert nema , með almennu átaki Þannig að sérhver einstakling- ur sé þess meðvitandi, að það sé tjón fyrir hann og þjóðina / í heild haldi landið áfram að tærast. Sú landgræðsla verður helzt skipuiögð með almennri fræðslu. Þeirri herferð hefur nú þegar verið hrundið af stað, en þann þátt almennrar land- græðslu mætti vafalaust skipu- leggja á ýmsa vegu t.d. með yfirstjóm Landgræðslu ríkis- ins í samvinnu við búnaðarsam tök, sveitafélög eða áhuga- mannahópa. Félagar í Lionsklúbbnum Baldri voru upphafsmenn að þessari , uppgræðsluherferð áhugamannahópa. Þeir tóku sér ákveðinn reit til meðferðar mcð umsjá landgræðslustjóra, og hyggjast þeir vinna að því að hefta sandfok og auka svo gróðurfar svæðisins, að þar geti aftur myndazt varanlegt gróðurlendi. Dr. Sturla Friðriksson Markmið klúbbsins var að skapa almennan áhuga á uppgræðslustarfinu, , með því að til dæmis að gefa vegfarend um kost á að kaupa fræ og áburð í hentugum umbuðum, svo hver og einn gæti hlúð að einhverju rofabarði eða ör- troðnum áningastað. Félagar í i klúbbnum komu síðan ffam með tillögu um stofnun al- mennra uppgræðslusamtaka. Þau samtök eru Landvernd, Landgræðslu- og náttúruvernd arsamtök íslands. En markmið þeirra samtaka er að stefna að víðtækri fræðslu um náttúru- vernd og almenna meðferð lands, góðum umgengnisvenj um og hóflegri nýtingu manns ins á auðlindum landsins. Það almenna landgræðslu- starf, sem þannig er hafið, og þær umræður, sem skapazt hafa um málið geta efalaust orðið grundvöllur að frekari skipulagi á almennri land- græðslu. Skipuleg nýting landsgæða Hinn síðari þáttur í heildar- áætlun stefnuyfirlýsingar stjórnarinnar er um að skipu- leggja landsgæði, sem ég skil á þann veg, að skipuleggja beri nýtingu landsgæðanna á sem beztan veg, og þá þannig að sem minnst spillist. Hér er meðal annars um að ræða hagkvæma dreifingu byggðarinnar og nauðsyn þess, að jarðir fari ekki í eyði, þann ig að ókleift sé að nýta gæða þeirra, en annars vegar að stuðla að ræktun lands og já- kvæðum afnotum, til þess að varna því að gengið sé of nærri höfuðstólnum — gróðri landsins. > I-Iér er komið að mjög marg hliða vandamáli. sem taka ætti til meðferðar á komandi árum. Einn liður þess er fóðurfram- leiðslan og fóðurþörf landbún- aðarins. Þennan þátt hef ég fjallað injög ítarlega um í greinum mínum um uppgræðslu á sönd um og grasnytjar, og Ieyfi ég mér að endurtaka hér kafia, er kunna að skýra nokkur atriði þessa máls: Breytingar á beitargildi úthagans Ýmsir hafa óttazt, að nú væri verið að ofþyng.ja úthög- um með beit, og landið gæti ckki borið fleira fé í órækt- uðum úthaga. Af öðrum er þetta talin staðlaus staðhæf- ing. sem gleggst megi marka á 'því, að landið vaði í grasl á hverju hausti, þrátt fyrir beitina. Hinir hafa sýnt fram á, að fallþungi dilka fari lækk- andi í þeim héruðum, þar sem fé hefur fjölgað til muna í hög um. Niðurstöðutölur af meðal- þunga dilka í ýmsum sýslum hafa bent til þess, að hafi ær- in minna en 2.5 ha lands til snmarhagagöngu, fari meðal- þungi dilka i-ýrnandi. Nú eru þessar tölur að vísu aðeins byggðar á lauslegum mæling- um á flatarmáli gróins lands, en ekki nákvæmum gróður- rannsóknum, en í ljósi þeirra bollalegginga, sem hér eru gerðar að umtalsefni, er ekki ósennilegt, að sumarhagar tak- marki nú fjárfjöldann. — Leiða má frekar rök að þeim tilgátum með eftirfarandi út- reikningi. Sé ársfóður ærinnar talið vera 7 heyhestar, er mán aðarfóðrið að jafnaði 0.58 heý- hestar. En þar sem fóðurþörf- in er mismikil eftir árstíma og þá mun meiri yfir sumarmán- uðina, mætti ætla, að ærin með lambi þyrfti mánaðarlega yfir 0.6 heyhesta þann hluta ársins, sem hún er á beit. Tilraunir á Korpúlfsstöðum hafa sýnt, að tvilemd ær þarf .jafnvel um 4 kg á dag af beitargróðri yfir fjóra sumarmánuði sér og lömbum sínum til framfæris, eða rúman heyhest á mánuði. sé reiknað með. að einlemd ær þurfi 0.65 heyhesta á mánuði að jáfnaði þá sex og hálfan mánuð, sem hún er á útibeit, þarf hún rúma fjóra heyhesta í fóður vfir bað tímabil, en rúma tvo heyhesta (2.8) þá vetrarmánuði sem hún er á innigjöf. N-' eru um 800 þús- und fjár á fóðrum og> þarf það 5.6 milljónir heyhesta sér ti) ársviðurværis. Af því fóður- magni má áætla. að 2.2 millj- ónir séu gefnar sem hey (0.50 x5.5 mán. x 800 þús. = 2.2 milljónir) og þá að mestum hluta sem taða, en um 200 þúsund heyhestar eru úthey. Af gangurinn um 3.4 milljón hey- hestar eru hins vegar fengnir af beitilandi, og skal nú leit- azt við að sýna fram á hvern- ig tekst að afla þess viðurvær- is, en beitin hefur lengst af verið fengin af afréttarlöndum og heimahögum, en nú á seinni árum einnig af ræktuðu landi. Áætlað er að gróðurlendið sé nú á tímum um 2.000.000 hektarar að flatarmáli og það talið hefa um þrjá heyhesta af hektara að meðaltali. Þannig er áætlað, að til falli árlega um 6 milljónir heyhesta af allri út- jörð. Síðan er reiknað með, að 40% þessa gróðurs nýtist eða alls um 2.4 milljónir heyhesta, en 200 þúsund hestum af því magni, er safnað sem útheyi. Á þessu sést, að með sömu nýtingu væri ekki unnt að ala nema tæpan helming þessa f jár á óræktuðum úthaga og úti- gangi einum saman. En við fóðuröflun fyrir þetta fé kemur annaö og meira til en grundvallarfóðurfram- leiðsla úthagans. Er þá bæði um að ræða töðugjöf og tún- beit, svo og þeit á hálfræktað- an úthaga. Ræktun úthaga og aukin ræktun túna tók fyrst að hefj- ast um síðustu aldamót, og ræktun úthaga fór raunveru- lega ekki að hafa veruleg áhrif á heildaruppskeru fyrr en far- ið var að ræsa fram mýrar með vélgröfnum skurðum í byrjun síðustu heimsstyrjaldar. A3 visu höfðu áveitur, annar skurða- gröftur, svo og uppþurrkun með fram vegum sín bætandí áhrif á uppskeru úthaga, en erfitt er um vik að meta gildi þeirra bóta. Ekki eru heldur til nein- ar áreiðanlegar tölur, er sýnt gætu, hvaða fóðuraukning hef- ur orðið vegna framræsingar á mýrum með vélgröfnum skurð um. Þó mætti áætla þessa aukningu, með þvi að taka til- lit til lengdar skurðakerfisins. Fram tll ársins 1960 höfðn alls verið grafnir um 9 milljón lengdarmetrar af vélgröfnum skurðum. Sé gert ráð fyrir, að skurður þurrki 50 m út frá sér á hom veg, hafa því á þenn- an hátt verið þurrkaðir 90 þús- und hektarar mýrlendis. Sumt af þessu þurrkaða landi hefur síðan verið unnið til túnrækt- unar en flatarmálsaukning túna er um 45 þúsund hektar- ar á tímabilinu frá 1942 til 1960. Sé áætlað, að helmmgur túna sé ræktaður úr framræstri mýri á því tímabili (sem senni- lega er ofreiknað) eru miUi 60 og 70 þúsund hektarar af mýr- um, sem þurrkaðar hafa verið til bóta fyrir úthagann. Má þá enn spyrja hvaða gagn hafi orð ið af þessari uppþurrkun, og tib* at Árlegt heildarfóðurmagn, sem til fellur af íslenzku gróðurlendi og nýtanlegt er fyrir fé og nautgripi, talið í 100 kg heyliestum: Fé Nautgripir Alls Taða 2.0 millj. 1.5 millj. 3.5 millj, Túnbeit 0.5 ; - - 0.75 — 1.25 Beit á hálfræktuðu landi 0.7 0.7 Úthagabeit -f úthey 2.4 2.4 Fóður alls 5.6 miilj. 2.25 millj. 7.85 millj. (

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.