Tíminn - 21.11.1971, Side 14

Tíminn - 21.11.1971, Side 14
TÍMINN 14 *• vifr," Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafar Kiwanis-klúbbsins. — Ásgeir R. Guðmundsson afhendir formanni sjúkrahússtjórnar, Gylfa fsakssyni, bæjarstjóra, gjafabréfið. Sjúkralvlsi Akraness færbar stórgjafir Sjúkrahúsi. Akraness voru færð- ar stórgjafir fyrir skömmu. Kven- félag Akraness færði sjúkrahús- inu brjóstmjaltavél. Oddfellowstúk an færði því 200 þúsund kr. og Kiwanisklúbburinn gaf hjarta- sjúkrarúm og fyrirburðarkassa. Föstudaginn 29. okt. s.l. afhenti Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi Sjúkrahúsi Akraness að gjöf eftirtalin sjúkratæki: Hjarta- sjúkrarúm að verðmæti kr. 43.379, 00 og fyrirburðarkassa að verð- mæti kr. 108.969,00 eða samtals kr. 159.348,00. Fjár var aflað með ýmsu móti, svo sem með útgáfu símaskrárkápu, flugeldasölu um Magnús Sveinsson LE9ÐRÉTTING Saga Hvítárbakkaskólans. f greininni „Saga Hvítárbakka- skóla gefin út á næsta ári.“ (Tím- inn 17. nóv.), hefur misprentazt nafn höfundarins, en hann er Magnús Sveinsson gagnfræðaskóla kehnari í Reykjavík. Þess má geta að fyrir tveimur árum kom út bókin Mýramer.naþætíir eftir sama höfund. áramót, blómasölu á konudaginn o.fl. Forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils er Ásgeir R. Guðmundsson. Nýlega færði Kvenfélag Akra- ness sjúkrahúsinu brjóstmjalta- vél, að verðmæti 33 þúsund kr. í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Formaður félagsins, frú Jónína Bjarnadóttir, afhenti gjöfina, og gat þess í ræðu sinni, að kven- félagið mundi halda áfram að bæta úr þöríum kvensjúkradeild- arinnar, svo sem ástæður frekast leyfðu. Formaður sjúkrahússtjórn ar, Gylfi ísaksson, bæjarstjóri, þakkaði fyrir hönd sjúkrahússins, og sama gerði yfiriæknir deildar- innar, Árni Ingólfsson, er kvað þessa ágætu gjöf bæta úr brýnni þörf, og vissulega væri sjúkrahús- inu ómetanlega mikils virði, að mega búast við frekari gjöfum og fyrirgreiðslu þessa ágæta félags. Laugardaginn 13. nóv. gáfu Oddfellowstúkunnar á Akranesi og í BorgarJirði Sjúkrahúsi Akraness 200 þús. kr. að gjöf, í tilefni 15 ára afmælisins. I ræðu, sem for- maður Oddfellowstúkunnar Egill á Akranesi, Valdimar Indriðason, forstjóri, hélt við það tækifæri, sagði hann að heilbrigðismálin hefðu frá upphafi verið eitt aðal áhugamál þessa félagsskapar, og minnti í því sambandi á, að dansk- i* Oddfellowar hefðu á sínum tíma byggt holdsveikrahælið í Laugar- nesi, og gefið landinu það. Vara- formaður sjúkrahússtjórnar, Stefán Sigurðsson, lögfræðingur, þakkaði þessa myndarlegu gjöf, sem á að ganga til kaupa á blóð- rannsóknatæki, "peetrophometer, og einnig færði yfirlæknir lyfja- deildar, Einar Helgason, sérstak- ar þakkir læknanna fyrir þessa rausnarlegu gjöf, sem hann kvað sjúkrahúsinu ómetanlega mikils virði, því áður hefði þurft að fá slíkav rannsóknir framkvæmdar í Reykjavík. Árnaði yfirlæknhinn Oddfellowreglunni alls velfarnað- ar í tilefni be'=a merkisafmælis. SUNNUDAGUR 21. nóvember 1971 GRÓÐURINN Framhald af bls. 11. bezt nýtt, hvaða búpeningur verði beztur til að breyta því í arðbæra vöru og hvernig megi í framtíðinni stilla sam- spil gróðurs og búfénaðar, svo að ábati verði að, án þess að gengið sé á framtíðarforða gróðurlendis og gróðurmold- ar Framtíðai'áætlun verður að byggja á aldagamalli reynslu, en þó skoða hana í ljósi tækni- legrar og vísindalegrar þeklt- ingar líðandi stundar. Enn sem áður fer val búsmala eftir inn anlandsfóðri. Það er erfiðleik- um bundið að auka kjötfram- leiðslu á hagkvæman hátt með framleiðslu svína- eða fugla- kjöts, einfaldlega vegna þess, að hér er ekki völ á kolvetna- ríku fóðri. Á svipaðan hátt verða íslendingar vart sam- keppnisfærir við suðlægari lönd með mjólkurafurðir, þar sem þau lönd hafa völ á ódýr- ara og kolvetnaríkara fóðri en við höfum. I-Iins vegar er það ljóst, að sauðfjárafurðir er unnt að framleiða á grasinu einu saman. Eins og áður hef- ur verið vikið að, verður þó ekki unnt að auka sauðfjárhald að ráði fram yfir það, sem nú er, nema með beit á ræktað land. Bændur landsins hafa nú þegar hafið þennan ræktunar búskap. Þeir beita fé á rækt- að land að meira eða minna leyti haust og vor með góðum árangri. Á tilraunastöðvunum eru nú auk bess hafnar athug- anir með sumarlanga fjárbeit á ræktuðu landi. Þessar tilraun ir hafa enn borið misjafnan árangur. Nefna má athuganir, sem gerðar hafa verið á Gunn- arsholtsbúinu, þar sem sauðfé, hefur meira og minna gengið á ræktuðu landi. Þar er fé ýmist aðnjótandi fóðurs af ný- græðum Sandgræðslunnar eða sérstaklega ræktuðu káli til haustfóðurs. Tilraunir, sem gerðar hafa verið á Korpúlfs- stöðum, Ilesti og - Laugardæl- um sýna, hvernig sauðfé getur þrifizt á ræktuðu landi, ef fóð- urgildi uppskerunnar er liald- ið í réttu horfi með beitarskipt um og slætti, og leiða í ljós hvaða vandkvæðum sú ræktun- arbeit er bundin. Við þessar byrjunarathuganir virðast koma fram ýmsir erfiðleikar við að halda fénaði í þrifum og kostn aður virðist auk þess vera of mikill, til þess að hægt sé að hafa góðan óbata af fjárbúskap á ræktuðu landi, en vonir standa til, að unnt sé að finna þar úrbót á og lækka tilkostn- aðinn að nokkru. Með sauðfjár haldi á ræktuðu landi ætti af- rakstur sauðfjárbúanna aftur á móti að vera árvissari og yrði ekki eins liáður óvissum gjöf- ulleik hinnar villtu náttúru. Bústærðin gæti aukizt, þar sem hver einstaklingur gæti annazt meiri fjölda fjár, sem allt gengi á afgirtu ræktarlandi. Fram að þessu hefur að mestu verið notazt við beitar- gagn hins óræktaða lands, en í þessum efnum hefur viðhorf- ið breytzt. Það þarf að vera unnt að byggja framtíðaráætl- anir á þeim upplýsingum, sem tilraunir um beit á ræktuðu landi leiða í ljós. M^ð þær stað reyndir að baki er fyrst unnt að segja fyrir um, hve margt fé er hægt að hafa i högum. Þá er ef til vill unnt að segja, að á 10.000 Km-' ræktaðs lands. sem er *ðeins V\ hluti þess heildarlandsvæðis, sem unnt er að klæða einhverjum gróðri með góðu móti er hægt að ala um það bil 5 milljónir fjár. Sé hægt að finna lausn á peim erfiðleikum, sem nú hindra arð bæra fjárbeit á ræktuðu landi, mætti stefna að hraðfara rækt- unaraukningu landsins. Það er þá vel að vita, að þjóðin á völ á miklu ónumdu landi fyrir komandi' kynslóðir. Miðað við fisk og aðrar auðlindir lands- ins, sem oft eru álitnar alltak- markaðar, er langt frá því að ræktunarmöguleikar séu full- nýttir. Byggt á þessum for- sendum ætti að vera áuðvelt að líta björtum augum á framtíð fóðurframleiðslu af landinu og þátt landbúnaðarafurða sem undirstöðu í lífsnauðsynjum þjóðarinnar. Plata Framhald af bls. 2 sent hingað upp úr þessari helgi. Jón sagði, að þetta yrði að- alplata Tónaútgáfunnar um þessi jól. Auk þess kæmu vænt anlega út tvær aðrar hljóm- plötur hjá útgáfunni á þessu ári. Aðspurður sagði Jón, að líklega yrði önnur þeirra með Jónasi R. Jónssyni og mun hann þá að sjálfsögðu hafa átt við tveggja laga plötu. -rlent yfirlit Framhald af bls. 9. samt er hins vegar, að Banda- ríkjamenn treysti sér til þess, þar sem næsta ár er mikið kosniriga'ár • í Bándaríkjunum og Gyðingár geta haft mikil áhtif á úrslitin í mörgum fylkj um. Ósáttfýsi fsraelsmanna get- ur þannig orðið til þess, að Sadat verði innan tíðar að velja milli þess að missa völd- in í hendur herskárri manna eða að grípa til einhverra ör- þrifaráða. Þ.Þ. Kirkjuþáttur Framhald af bls. 3. milljónir og hundruð milljóna tákn einhverrar jákvæðrar stærðar, sem gerir tilveruna auðuga og góða. Að vera kristinn gæti verið það að eiga ljós í sínum glugga, sem fáir veita athygli í allri þess smæð, eins og núllin í milljónatölu, en með stóra ljósinu — ljósi heimsins fyrir framan, gætu það orðið gæfu- Ijós umhverfis síns, glugginn, sem prýðir götuna þína, gleð- ur barnið á stéttinni og vísar villtum á rétta braut í rökkr- inu. Einu sinni sagði auðmjúk sál við Guð sinn: „Leyfðu mér, því mig lang- ar til á Ijósinu einu að halda" Við skulum taka undir þá bæn og kveikja í glugganum. Árelí’is Níelsson. Magnús E. Baldvlnsson ______laugavegl 12 - Sfml 22804 Bóluefni Framhald af bls. 1 um“ hefur verið í notkun í Bandaríkjunum og Bretlandi í 6 ár, en norrænir læknar eru hikandi, þar sem ekki er vitað nægilega mikið um áhrif þess, né heldur, hversu lengi það virkar. f þeim löndum, sem bóluefni þetta hefur vcrið notað, eru ófrískar konur ekki bólusettar, þar sem enginn veit, nema það muni skaða fóstrið, þar sem efnið er framleitt úr „Rauðra- hunda-veiru". Talið er, að helm ingur ófrískra kvenna, sem fá veikina, fæði barn, sem eitt- hvað er að og er „rauðum hundum“ um kennt. Á ráðstefnu þessari um „Rauða hunda“ var ekki komizt að neinni niðurstöðu, en f vor verður haldin önnur læknaráð- stefna í Stokkhólmi um sama efni. IVIánar Framhald af bls. 2 Reykjavíkurborgar, fái að hlýða á það, sem landsbyggðar hljómsveitirnar hafa upp á að bjóða. Um síðustu helgi stóð til að önnur slík popphljómsveit kæmi í heimsókn til borgar- innar, og spilaði fyrir popp- áhugamenn og fleiri er höfðu viðkomu í Glaumbæ s.l. sunnu- dagskvöld. Var hér um að ræða hljómsveitina Loga frá Vest- mannaeyjum, og var auglýstur dansleikur með hljómsveitinni í Glaumbæ umrætt kvöld. Því miður kom hljómsveitin ekki og mun flugófærð vera ástæð- an fyrir því. Vonandi heim- sækja Logar þó Reykjavík á næstunni. JOHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr vinsælasta og örugglega ódýrasta gleruUar- einangrun á markaðnum » dag. Auk þess fáið þér frfan álpappir með. Hagkvæmasta eirangrunarefnið f flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Sendum hvert á land sem er. M U N : Ð JOHNS-MANVILLE í alla einangrun. JÖN LOFTSSON H.F. HRINGBRAUT 121 SÍMI 10600 GLERÁRGÖTU 26, Akureyri. — Simi 96-21344.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.