Tíminn - 28.11.1971, Side 3

Tíminn - 28.11.1971, Side 3
ÍUNNUDAGUK 28. nóvember 1971 TIMINN 3 Sjá konungur þinn kemur „Víst ert þú Jesús kóngur klár, kóngur dýrSar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór." Þannig syngur Hallgrímur Pétursson í sínum mikla dýrð- aróði um konunginn Krist og nú jafnvel eftir 300 ár og fremur síðar viðurkenna fram- andi guðfræðingar, meira að segja annarra kirkjudeilda, að ekki hafi aðrir sagt sannari né snjallari orð um konung að- ventunnar, lávarð elsku og miskunnar í þessum grimma heimi. ■ Var hann ekki konungurinn, sem sagði: „Komið til mín, tfylgiS mér“. Og samt bauð hann ekki gull og græna skóga heldur aðeins hvíld og hjarta- frið. Gætu það ekki einmitt verið dýnmætustu gersemamar á þess um tímum þreytu, uppgjafar og friðleysis. En hann skipaði einnig hin- urn illu að yfirgefa örmagna sálir og kyrrði öskrandi storma og ólgandi bylgjur, hvort sem við höfum þroska til að skilja það bókstaflega eða sem tákn um æði og glaum mannssálar og mannlífs. Hann var konungur, sem hrópaði til unglingsins, sem virtist látinn: „Ungi maður, farðu á fæt- ur, vaknaðu“. . Eru þeir ekki of margir enn unglingarnir, sem jafnvel verri en dauðir, hefðu þörf fyrir slíka konungsskipan til starfs og sannrar og frjórrar lífs nautnar, aleflingar andans og athafna? Frá gröfum, sem innsiglaðar virtust, lét hann velta stein- blokkum og kallaði þaðan kraft og líf. Hann var í sann- leika konungur lífsins. Sigrar- inn dauðans sanni, svo aftur sé vitnað í Hallgrím Pétursson. Og við komp sína til Jerú- salem forðum var hann hyllt- ur af fjöldanum, fagnað af múgnum, sem auðvitað gleymdi þó aftur fljótlega og æpti í sömu vizku: „Krossfestu, i krossfestu hann“. Ekkert er fjöldanum, hugstola múg^fyrir litlegra. Og svo kom hann í helgi- dóminn og hristi upp í göml- um venjum, sem orðnar voru stirðar og dauðar, verkuðu á rnóti sínum eigin upphaflega tílgangi. Hann gekk með konungleg- um myndugleika til móts við þá. sem komu í Getsemane gai-ðinn fagra til að handtaka hflnn eo*f£Cí- TT£~ ~~~ Og þeir hopuðu á hæl og féllu sem eldingu lostnir til jarðar. Hann stóð framrni fyrir dóm- urum og ákærendum í tiginni ró, sem hvorki pyndingar né svívirðingar gátu raskað, né ljúgvitni bifað og sagði: „Víst er ég konungur. En mitt ríki er ekki ?f þessum heimi“. Og á krossinum sjálfum Ijómar konungstign kærleik- ans af ásjónu hans, er hann segir: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. Og síðar við þjáninga- bróður, sem þó sjálfsagt var af öðru sauðahúsi: „f dag skaltu vera með mér í Paradís“. Hann vissi ei hik né efa, þessi konungur. Svo gekk hann með sömu tign um helheima og birtist þaðan vinum sínum og fylgj- endum og gaf þeim mæddum og hræddum kraft og speki til að fara út um allan heirn og sigra. Og að síðustu sveif hann á vit hins ósýiþlega og eilífa, samsamaðist ljósi og dýrð himnanna á helgum fjallstindi og eignaðist stjörnur að tign- armerkjum, mánann að skikkju og sjálfan röðulinn að kórónu, en jörðin, þessi fagra elskaða en blóði drifna jörð, drakk tár hans og dreyra. Og sem konungur birtist hann aft ur þér og mér eftir þúsundir ára og enn og aftur sem hinn frelsandi kraftur elskunnar, sem dæmir liffendur og látna. Ættum við ekki að fylgja þessum aðventukonungi ár- langt og ævilangt. Ættum við ekki að syngja með Hallgrími af hjartans innstu þrá: „Jesú þín kristni kýs þig nú. Kóngur hennar einn heitir þú“. Og svo er annar söngur, sem ekki á síður við í dag: Hann, þótt æðst í hátign Ijómi, hógvær kemur alls staðar. Hjarta þitt að helgulómi hann vill gjöra og búa þar. Opna glaður hjartans hús. Hýs hinn tigna gestinn fús. Getur nokkuð glatt þig fremur: Guð þinn sjálfur til þín kemur? Þannig kveður Valdemar Briem. Við skulum heilshugar fagna konungi kærleikans. fjjfMé þié SVO Yel. Refpiið viðsMptiai 8ímiii]ier í$m smoo • i Verksmiðjuafgreiðsla K E A annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirra, landsþekktar úrvalsvörur, — allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlæt- i I Hmt'mr'( teit* isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, marg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtaL Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin og reyn- ið viðskiptin. Síminn er (96) 21400. BRAUÐ GERÐ fi [|| REYK HÚS SMJÖRLÍKIS GERD KJÖIIONAOARSIÖO ' VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI ifjSw IBIackcurrant JAM Si xíiw:-': ■ jiii iiiiii, Efl Shredless Orange Jelly jl MARMALADE i; llbnet 454gr ;i pÉjj CO msJiM SULTUR OG MARMELAÐI MIKIÐ ÚRVAL GÓTT VERÐ í

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.