Tíminn - 28.11.1971, Síða 6

Tíminn - 28.11.1971, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 28. nóvember 1971 TIMINN WOTEL mLEIÐlR 1CC1 NCTT f samvinnu við Egyptair efnir Hótel Loftleiðir til eprypzkrar kynningrarviku dagana 22.—29. nóv. Yfirmatreiðslumaður verður Altid Yousef frá Cairo. Arabiskir réttir framreiddir alla vikuna. Magadansmærin Wafaa Kamel ásamt austurlenzkri hljómsveit skemmta. Egyptair gefur minjagripi öllum konum, er koma til kynn- ingarvikunnar. Auk þess verður dregið um vinninga, hvert kvöld. BORÐAPANTANIR f SÍMA 22321 EDA 22322 BOROUM HALDID TIL KL. 21.00 ÁSKRIFENDUM FV FJÖLGAR JAFNT OG ÞÉTT Það líður ekki svo vika, að ekki bætist í hóp áskrifenda Frjálsrar Verzlunar tugir nýrra kaupenda. Sala biaðsins er orð- in það mikii og útbreiðsla, að það er tvímælalaust mest lesna tímarit á ís.andi. Allir eldri árgangar eru upps, Idir, og að- eins eru til fá eintök frá síð- ustu mánuðum. Frjáls Verzlun er mjög fjöl- breytt blað, flytur fréttir. greirar, við^öi og margvíslegar sérstakar upplýsingar, sem ekki er að finna annars staðar í jafn aðgengilegu 'ormi. Sér- staklega á þettp við um afna bagsmál. viðskiptamál. atvinnu mál og ýmis sérmál. sem alla snerta. Lesendur fá betri inn- sýn í málin. og gleggri yfirsýn. og þeir verða færari um að taka afstöðu tii þeirra. Frjáls Verziun er aðeins seld f áskrift Áskriftarsíminn er 82300, aðsetur að Suður- landsbraut 12 i Reykjavfk. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Skólavörðustig 12 Slmi 18783 GALLABUXUR 13 oz. no. 4 —6 kr. 220,00 — 8—10 kr. 230,00 r — 12—14 kr. 240,00 • Fullorðinsstærðii kr. 350,00 ! LITLI-SKÓGUR SNORRABRAUT 22. StMl 25644. VDO Útbúum hraðamælisbarkar og snúrur í flesta bíla ViðgerðarmaSur sér_ hæfður hjá framleiðendum — M Æ L A R — MÆLAVIÐGERÐIR :unnca öObbsceMQn h.j. Suðurlandsbratit' 16 • Reykjavik • Simnelni: xVoívert - Slmi 35200 SJÁLIR TÍMAR Sennilega er hvergi í heimi auðveldara að verða sér úti um ávísanareikning, svo ekki sé nú minnzt á að innleysa per- sónulegar ávísanir, en hér á landi. Það virðist alveg sama hvar maður er staddur — hvort heldur það' er í einhverj um banka, verzlun, veitinga- stað eða benzínstöð — alls stað ar eru ávísanir keyptar með glöðu geði og það iðulega fyrir talsvert hærri fjárhæð en greiða þarf á staðnum í það skiptið. Ekki hefi ég orðið var við að óskað sé eftir sönnun þess, hver seljandinn er. Enginn virðist hafa minnsta áhuga á að kanna slíkt t. d. með því að óska eftir að viðkomandi fram vísi nafnskírteininu fræga a. m.k. ekki þegar peningar og ávísanir skipta um eigendur. Mðað við þá erfiðleika, sem iðulega skapast við skiptingu ávísana erlendis, (þar verður maður yfirleitt að innleysa ávís anir í þeim banka, þar sem við skiptareikningurinn er — eða þá nota svonefnd ,,kredit-kort“) þá er íslenzka fyrirkomulagið vissulega mjög til fyrirmyndar og ber trausti okkar á náung anum og heiðarleika hans göf- ugt vitni. Þá er traustið ekki minna, þegar miður heiðarlegur nafn- skírteinishandhafi kemst yfir ávísanahefti, fer á stjá og byrj ar „að teikna" og síðan að selja „verkin“ með frábærum ár- angri, hvar sem vera skal. Þetta minnir mig á söguna um Portúgalann blessaðan og fréttina um ferðir hans, sem birtist í blöðunum nú f vikunni. Samkvæmt þeim var maður þessi „viðriðinn" sölu á stoln um ávísunum úr hefti Krabba meinsfélagsins (minna mátti nú ekki gagn gera), og þegar hann hafði kornið ár sinni nægilega vel fyrir borð, brá kauði sér til útlanda með fenginn. Nú hefði maður talið eðlilegt að maðurinn hefði haldið rak- leitt til sinna heimkynna, en nei — Kaupmannahöfn varð tyr ir valinu og þar hafði danska lögreglan „hendur í hári hans“. Ekki mun þeim dönsku hafa litizt allskostar á þennan feng sinn. Þeir komu honum af höndum sér sem fyrst — á geðveikrahæli. Þegar hér var komið sögu, var sendur einhver „Sherlock Holmes“ úr lögregl unni, „að tala við piltinn", en það lítur helzt út fyrir að gleymzt liafi að láta Dani vita um ferðalagið. Það er ekki á Danskinn log- ið — geðveikrafólkið þar þótt ist ekkert vilja hafa með svona mann að gera, enda ekki þeirra að geyma ávísanasöiumenn of- an af íslandi, jafnvel þótt portúgalskir væru — og lái þeim hver sem vill. Þeir komu vininum um borð í Gullfoss, en Sherlock Holmes, sem fór auðvitað flugleiðis, greip í tómt! Ég hefi alltaf vanizt því að maður gerði boð á undan sér, áður en maðui leggur af stað í langferðir að hitta fólk, og tryggja þannig að það sé við. En kannski voru yfirvöldin að spara — símaútgjöldin. Þama var sannarlega farið yfir lækinn til þess að sækja vatnið, eins og þar stendur. Göngutúr yfir Hafnarstræti, Tryggvagötu og niður að höfn yhefði vitanlega komið að sama gagni. Og til þess að bæta gráu ofan á svart, þá leyfir delin- kventið sér „að vera miður sín og vilja ekkert við lögregluna tala“, eftir allt umstangið! „Þetta eru viðsjálir tímar, Watson minn góður“, sagði Sherlock Holmes einhverntíma, þegar illa gekk — og ekki að ófyrirsynju. Páll Heiðar Jónsson. FÉLAG JÁRNIÐNAÐAR- MANNA FÉLAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 30. nóv. 1971 kl. 8.30 e.h. í Kópavogsbíói. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Kosning fulltrúa í Iðnráð. 3. Samningamálin. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjóm Félags járniðnaðarmanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.