Tíminn - 28.11.1971, Síða 8
TÍMINN
■ -III II II I I..111.. , M .
STJNNUDAGUR 28. nóvember 19U
Ríkisstjórnin stefn-
ir að áætlunarbúskap
Vehir konungur lætur nú aS sér kveSa. Börnin kunna vel aS meta snjóinn. Tímamynd—Gunnar.
1 framsöguræðu sinni fyrir
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
Framkvæmdastofnun ríkisins,
sagði Ólafur Jóhannesson, forsæt
isráiðherra m.a.:
„Með þessari lagasetningu er
ítefnt að því að byggja atvinnu-
þróunina á skipulegum vinnu-
brögðum í stað handahófs. Hver
vill vera á móti Því?
Með þessari lagasetningu er
stefnt að samhæfðu og samvirku
útlánakerfi lánastofnana, byggðu
á frjálsu samkomulagi fyrir til-
stuðlan Framkvæmdastofnunar-
innar. Hver vill vera á móti því?
Með þessari lagasetningu er
itefnt aið samhæf,u og samvirku
útlánakerfi lánastofnana, byggðu
á frjálsu samkomulagi fyrir til-
stuðlan Framkvæmdastofnunar-
innar. Hver vill vera á móti því?
Störf sín að eflingu atvinnu-
vega og þróun íslenzkra byggða
á Framkvæmdastofnunin sam-
kvæmt þessari löggjöf að vinna
í nánu samstarfi við aðila atvinnu
lífsins og landshlutasamtökin.
Hver vill vera á móti því?
Með þessum lögum er stór-
auknu fjárniagni beint til
Byggðasjóðs. Á því er brýn þörf,
cins og nú stendur á. Hver vill
vera á móti því?
Með þessari löggjöf er stefnt
að því að veita þeim framkvæmd
um forgang, sem nauðsynlegast-
ar eru fyrir þjóðarheildina og
hverja atvinnugrein og bezt búa
í haginn fyrir framtiðina. Hver
vill vera á móti því?
Með þessari lagasetningu er
stefnt að Því að láta hugkvæmni,
framtak og þeikkingu njóta sín á
íslandi. Hver vill vera á móti
því?
Með þessari löggjöf er stefnt
að því að leiða atvinnuvegina og
efling atvinnulífsins til öndvegis
á íslandi. Það á alð ganga fyrir
öllu öðru. Hver vill vera á móti
þvl?
Samkvæmt þessum lögum kem-
ur ein stofnun í stað þriggja,
sem fyrir voru. Hver vill vera á
móti því?“
Jú, þeir reyndust til, sem vilja
vera á móti þessu öllu. Sjálf-
stæðismenn á Alþingi hafa lagzt
gegn frumvarpinu og segja að
það muni lama allt framtak
manna og drepa þjóðfélagið í
dróma sköömmtunar og hafta.
Fjarri er það öllum sannleika og
kom það glögglega fram í ræðu
forsaetisráðherra sem sagiði, að
Framkvæmdastofnunin ætti
þvert á móti að verða hvetjandi
stuðningsaðili heilbrigðs fram-
taks einstaklings og félaga. Um
meginatriðin í frumvarpinu
sagði forsætisráðherra m.a.
Meginatriðin
„Efling atvinnuveganna skal í
framtíðinni byggð á skipulegum
áætlunarvinnubrögðum. Er því í
frumvarpinu að finna all ítarleg
ákvæði um margvíslega áætlunar-
gerð og hagrannsóknir áætiunum
til undirbúnings.
Áætlanagerð og fjármagnsöfl-
un er tengd saman hjá einni
stofnun þannig, að samræmi og
samstarf sé um áætlun, ákvörð-
an um framkvæmd og fjáröflun
sg fjámagnsráðstöfun til hennar.
Stofna skal til samstarfs
margra aðila um áætlanagerð,
er til þessa hafa haft of litla sam
vinnu sín á milli. Er þar um að
ræða opinberar stofnanir, að-
ila vinnumarkaðarins, rannsókn-
ar- og vísindastofnanir, lánastofn
anir og fleiri aðila. Með slíku
samstarfi má fá betri og örugg-
ari yfirsýn yfir þjóðarbúskapinn
og forðast margvísleg mistök og
óþarfan kostnað.
Byggðasjóður
Starfsemi þriggja stofnana, —
Elfnahagsstofnunar, Framkvæmda
sjóðs og Atvinnujöfnunarsjóðs,
sem eftir frumvarpinu á að nefn
ast Byggðasjóður — er tengd
saman í einni stofnun og lögö
undir eina stjórn.
Mörkuð er eindregin byggða-
þróunarstefna, sem byggð skal á
sérstakri áætlunargerð, sem gerð
skal í samráði við landshluta-
samtök sveitarfélaga, verkalýðs-
félaga og atvinnurekenda. Byggða
sjóður er stórefldur með sér-
stöku framlagi úr ríkissjóði
næstu tíu árin. Auk Þess er fram
kvæmd byggðaáætlunar tryggðj
með traustum tengslum við fjár
magnsöflun til þeirra fram-
kvæmda, sem áætlaðar eru og
ákveðnar á hverjum tíma.
Framkvæmdastofnun ríkisins
getur átt frumkvæði að stofnun
nýrra fyrirtækja. Hún getur ann-
azt rannsóknir, áætlanir og ann-
an undirbúning að stofnun
þeirra, tryggt þeim eðlilegt láns-
fé til stofnunar og starfrækslu
og samið síðan við aðila atvinnu-
veganna um að hrinda málinu í
framkvæmd.
Heildarstjórn í fjár-
festingarmálum
Tekin er upp tiltekin heildar-
stjórn í fjárfestingarmálum. Sú
fjárfestingarstjórn er fyrst og
fremst óbein og er fólgin í áætl-
anagerðinni, skipulagningu fjár-
magnsöflunar til þeirra fram-
kvæmda, sem forgang eiga að
hafa, og samræmingu útlána op-
inberra stofnlánasjóða og þeim
víðtæku áhrifum, seim Fram-
kvæmdastofnunin getur haft á
allt lánakerfið. Þá getur og Fram
kvæmdastofnunin sett almennar
reglur um, hvers konar fram-
kvæmdir skuli hafa forgang um-
fram aðrar.
Þetta eru þau höfuðatriði, sem
stefnt er að með þessu frum-
varpi — þau aðalsjónarmið, sem
í því felast. Það er byggt á mál-
efnasamningi stjórnarflokkanna.
Þar segir, Ríkisstjórnin einsetur
sér að efla undirstöðuatvinnu-
vegina á grundvelli áætlunar-
gerðar undir forustu ríkisvalds-
ins. Koma skal á fót Franj,
kvæmdastofnun ríkisins, sem
hafi á hendi heildarstjórn fjár-
festingarmála og frumkvæði í
atvinnumálum. Stofnunin skal
gera áætlanir til langs tíma um
þróun þjóðarbúsins og fram-
kvæmdaáætlanir til skemmri
tíma, þar sem greindar eru þær
fjárfestingarframkvæmdir, sem
forgang skulu hafa. Stofnunin
fari með stjórn Framkvæmda-
sjóðs ríkisins og annarra þeirra
fjárfestingarsjóða. sem eðlilegt
verður talið að falli undir hana.
Stofnunin skal hafa náið sam-
starf við aðila atvinnulífsins um
það.hvað unnt sé að gera til að
vinnugrein. Ennfremur segir þar:
Þær stofnanir og nefndir, er fyr-
ir eriijOg gegna skyldum verkefn
um og Þessi nýja stofnun, verði
sameinaðir henni, eftir því sem
ástæða þykir til.
Þetta frumvarp er í samræmi
við þessi fyrirheit málefnasamn-
ingsins og miðar að því að koma
þeim í framkvæmd.'*
Nauðsyn
áætlunargerðar
Naumast, er lengur deilt um
nauðsyn áætlunargerðar í nú-
tímaþjóðfélagi. Áætlanagerðir
eru víðast hvar viðurkenndar
sem mikilvægt hagstjórnartæki.
Það á jafnt við, hverjar sem
stjórnamálaskoðanir manna eru
og hver sem þjóðfélagslegu
markmiðin eru, sem keppt er
að. Mönnum verður það æ ljós-
ara, að mistök vegna þekkingar-
leysis og skipulagsieysis eða
vegna rangra ákvarðana og mark
miða geta ekki aðeins skipt sköp
um fyrir fyrirtæki, heldur einnig
valdið alvarlegum áföllum í
efnahagslífi þjóða.
Það er þess vegna sem há-
þróuð þjóðfélög og stórfyrir-
tæki beita víðtækri og nákvæmri
áætlanagerð til að forðast ýmiss
konar byrjunarmistök og ná sem
fullkomnastri nýtingu allra fram
leiðsluþátta, jafnt til hagsbóta
fyrir einstaklinga og þjóðfélags-
heildina. Engir verja hlutfalls-
lega meira fjármagni til marg-
víslegra áætlanagerða, rann-
sókna og tilrauna en stærstu og
voldugustu auðhringir veraldar,
enda þótt þeir séu að öðru leyti
reknir eftir ströngustu lögmál-
um einkaframtaks og gróða-
hyggju.
Og forsætisráðherra benti á
i ræðu sinni, að svo nauðsynleg
sem áætlunarvinnubrögð væru
stórþjóðunum, þá væru þau þó
enn nauðsynlegri smáþjóð eins
og íslendingum. Smáþjóð með
takmörkuð efni á öllum svið-
um hefði ekki efni á mistökum,
sem hægt væri að komast hjá
með skynsamlegum búskaparhátt
um. Hún væri viðkvæmari fyrir
mistökum við uppbyggingu at-
vinnulífs en stórþjóð með gnægð
framleiðsluþátta og margra
kosta völ. Hún hefði ekki efni
á þeirri sóun sem felst í tví-
verknaði eða margverknaði í
rannsóknastörfum, upplýsinga-
söfnun og áætlanagerð. Þess
vegna er þörf á að koma fast-
ara skipulagi á þessi mál hjá
okkur en verið hefur. Við þurf-
um að stefna að skipulegum
áætlanabúskap í framtíðinni.
Hann þarf að byggja á vel gerð-
um og traustum grunni. Fram-
kvæmdastofnun ríkisins á að
skapa þann grundvöll.
Handahófið víki
Handahófið hefur allt of lengi
verið ábérandi einkenni í ís-
lenzkum þjóðarbúskap. Það
kannast allir við, hvernig við-
brögðin hafa verið, þegar vel
hefur árað i einhverri atvinnu-
grein um sinn. Þá hafa menn
þyrpzt þangað án skynsamlegr-
ar athugunar, fjárfest þar án
"yrirhyggju og án tillits til al-
..íennra þjóðíélagsástæðna. Á
slikum ævintýrum hefur oft
orðið snöggur og -orglegur end-
ir. Það er saga, sem allir þekkja.
Nokkrar tilraunir hafa verið
gerðar hér á landi á vissum svið
um til áætlanagerða, en þær
hafa verið fálmkenndar og ósam
ræmdar. Ekki hefur sízt á skort,
að framkvæmd áætlana hefur
ekki verið nægilega tengd fjár-
lagnsöflun. Með frumvarpi ríkis
stjómarinnar er ætlunin að
taka þessi mál fastari tökum.
Skoða þau meira heildstætt, sam
ræma áætlanagerðir, tengja þær
sem mest inn í eina stofnun en
hafa þó jafnan náið samráð við
þá aðila, sem í hlut eiga. Hér
er ekki ætlunin að leggja neins
konar fjötur á einkaframtak,
heldur þvert á móti geta rann-
sóknir og áætlunargerð orðið
heilbrigðu einkaframtaki og fé-
lagsframtaki ómetanlegur stuðn
ingur. Framkvæmdastofnunin á
einmitt að vera aflvaki nýrra
fy.'rtækja, rétta atvinunvegun-
um örvandi hönd án tillits til
þess í hvaða formi atvinnurekst-
urinn er. Þjóðhagslegt gildi at-
vinnugreina og fyrirtækja verð-
ur leiðarljósið.
Eru þeir á móti
könnun málsins?
Talsverðar umræður urðu á
ÁLþingi um skýrslu Einars
Ágústssonar, utanríkisráðherr%,
er hann flutti Alþingi á þriðj»-
dag. Af máiflutningi Geirs HaO-
grímssonar var helzt að skilja,,
að hann væri á móti því að sú.
könnun yrði gerð sem utanríkisí
ráðherra hef.ur ákveðið að framt
skuli fara á öllum hliðum vam-
armálanna. Svaraði Einar Ágústs
son ræðu Geirs Hallgrímssonar
og minnti á að bæði Jóhann
Hafstein og Benedikt Gröndal
hefðu í sínum ræðum lýst því
yfir, að þeir vonuðu að út úr
þeirri athugun sem fyrir dyrum
stæði, gæti komið það, að við
þyrftum ekki að hafa hér her.
Endurskoðunin hefur verið
ákveðin í því augnamiði að her-
inn geti farið í áföngum, sagði
utanríkisráðherra. Uppsögn
varnarsamningsins fer aðeins
fi-am eftir þá könnun og niður-
staða hennar verður höfð til
hliðsjónar þeirri ákvörðun og
það verður Alþingi, sem tekur
þá ákvörðun, en vamarliðið
mun ekki fara nema meirihluti
Alþingis eða meirihluti þjóðar-
innar vilji það.
Utanríkisráðherra kvaðst líta
svo á, að það ætti að era skylda
NATO-þjóðanna að sannfæra
okkur um það, að hér væri
áfram þörf varnarliðs, vegna
þess að í upphaflegum samn-
ingum hefði ekki verið ráðgert
að hér væri varnarlið og þegar
það kom árið 1951, þá var sú
ákvörðun tekin vegna þess, að
þáverandi stjórnarvöld töldu,
að hér þyrfti að vera her. En
auðvitað verða það íslendingar,
sem taka ákvörðun um það,
hvort hér verður varnarlið eða
ekki. Það er algerlega á þeirra
valdi að ákveða það og það
lagði Bjarni heitinn Benedikts-
son áherzfu á í æðu þeirri, sem
hann flutti á ráðherrafundi
NATO í Reykjavík. Þessa sömu
skoðun staðfesti Josef Luns.
framkvæmdast, -i NATO, i við-
tali í íslenzka sjónvarpinu fyrir
skömrou.
Einar Ágústssoi. ræddi enn-
fremur nokkuð um tillögu þá,
sem sjálfstæðismenn hafa flutt
im meðferð varnarmála. í grein
argerð með tillögu þeirra segir,
að „allt frá því að ísland gerð-
Framhald á bls. 13.